Morgunblaðið - 27.01.1996, Side 2

Morgunblaðið - 27.01.1996, Side 2
2 C LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIN til vinstri er talin vera af Shakespeare á efri árum, um svipað leyti og tregaljóðið var samið. T.h. er mynd af skáldinu eins og flestir þekkja það. Shakespeare- verk fundið? 200 slík við rannsóknir sínar. Ljóð Shakespeares er enn til þar sem Sir Thomas Bodley, stofnandi Bodleian-bókasafns- ins, Iagði á það áherslu að eiga afrit af öllu því sem prentað var i Lundúnum. Foster segir að þegar hann hafi fyrst lesið tregaljóðið, hafi hann veitt því athygli að höf- undur þess hefði greinilega Ieit- að í smiðju Shakespeares, hvað varðar orðalag. Bar hann ljóðið m.a. saman við Ofviðrið og Hin- rik VIII. Hann ákvað þó að rasa ekki um ráð fram, heldur sendi frá sér bók árið 1989 þar sem hann rakti rökin með og á móti því að ljóðið væri eftir Shake- speare. Utgáfan vakti mikil við- brögð og höfðu aðrir fræði- menn samband við Foster, sem fór nú að efast um kenningu sína. Ástæðan var sú að mynd- mál ljóðsins var ekki eins ríkt og í öðrum verkum Shakespear- es. Aðrir fræðimenn bentu hon- um hins vegar á það að ástæða þess væri sú að Shakespeare væri vísvitandi að skrifa sig frá sorginni vegna fráfalls manns- ins unga og notaði ekki ríkuleg- ar myndlíkingar þar sem þær tengdust leikhúsinu og lífi mannsins. En greining Fosters snerist ekki aðeins um myndmálið, heldur hafa hann og aðstoðar- menn hans velt því fyrir sér hvaða upplýsingar ljóðið gefur um Shakespeare. Þar koma t.d. greinilega fram efasemdir hans um upprisu á himnum. Ljóðið er samið árið 1612 og eitt það síðasta sem Shakespeare samdi en hann lést árið 1616. Þá setur Shakespeare víða ofan í við leik- ara sem hann sakar um ýkjustíl en honum þótti sem leikhúsið væri orðið of yfirborðskennt. Sá sem tregaljóðið er samið um hét William Peter og var námsmaður í Oxford sem tengdist leikhúslífinu í Lundún- um. Hann var stunginn með hnífi er hann hugðist halda af stað heim eftir að hafa setið lengi að drykkju. í ljóðinu eru mannkostir unga mannsins taldir upp og lögð áhersla á að ömurlegur dauðdagi hans hafi ekki verið dæmigerður fyrir líf hans. Prófessor Engle í Tulsa telur þetta benda til þess að Shakespeare hafi hneigst til ungra manna. Það eru ekki nýtíðindi í eyr- um Shakespeare-fræðinga, því jafnvel þó að ástarævintýri í verkum hans séu á milli karls og konu, þá eru fyrstu 126 af 154 sonnettum hans, samdar til ungs manns, sem Engle grunar nú að hafi verið William Peter. í sonnettunum vísar Shake- speare til „hins grófa hneykslis" sem hann sé sakaður um og í tregaljóðinu segist höfundurinn hafa upplifað skömm. Þó er hreint ekki útilokað að í ljóðinu lýsi hann trega sínum vegna þess að hann hafi ranglega ver- ið sakaður um samkynhneigð. Með tregaljóðinu hafi hann ef til vill viljað leiðrétta allar þær sögusagnir sem verið hafi á kreiki um samband hans og Peters. Morgunblaðið/Sverrir FRAMMI fyrir sjálfum sér — og speglinum — er maðurinn berskjaldaður eins og Guðrún (Steinunn Ólafsdóttir), Katrín (Ásta Arnardóttir), Maggý (María Ellingsen) og Sólveig (Anna Elísabet Borg) komast að raun um á kvennaklósettinu. „KARLMENN eiga á hættu að missa getuna nálægt sílesandi kon- um,“ segir Regína, fulltrúi eins af fimm heimum — jafnvel sex ef boð- flennan og sendiferðabílstjórinn Skúli er talinn með — sem kveðja sér hljóðs í leikritinu Konur skelfa á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið er kynnt sem toilet-drama en sögusviðið er kvennaklósett á ónefndum skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Útlit, ástir og afbrýði eru meðal umræðuefna á þessum griðastað gjálífísins en allar ætla söguhetjumar sex að skemmta sér, hver á sinn hátt. Hver grátbrosleg uppákoman rekur aðra eftir því sem líður á kvöldið enda er maðurinn berskjaldaður frammi fyrir sjálfum sér — og speglinum. Undir niðri kraumar hins vegar alvaran og ör- lögin verða ekki flúin. Konur hafa verið fyrirferðamiklar á Litla sviði Borgarleikhússins í vetur, fyrst Hvað dreymdi þig, Va- lentína? og nú Konur skelfa. En em sýningar af þessu tagi eingöngu ætlaðar konum? „Síður en svo,“ segir Hlín Agnarsdóttir sem er vel í stakk búin til að svara spuming- unni enda höfundur síðamefnda verksins og leikstjóri í báðum upp- færslum. „Verk sem þessi eru jafnt fyrir konur og karla." ÞvílíHar mótsagnir Hlín segir að kvennaleikrit og kvennabókmenntir hafí einhverra hluta vegna mjög neikvæða merk- ingu í hugum fólks. Það sé í raun undarlegt þar sem konur hafí löng- um verið ávíttar fyrir að vera ekki virkar á sviði lista. „Þegar þær koma fram á ritvöllinn em þær síð- an skammaðar fyrir að skrifa sífellt um aðrar konur, rétt eins og karlar hafa alltaf verið skammaðir fyrir að skrifa um aðra karla. Þvílíkar mótsagnir. Hver og einn hlýtur allt- af að skrifa út frá sínum forsend- um. Hvemig eiga konur að skrifa um karlaheiminn sem þær þekkja ekki og öfugt? í það minnsta treysti ég mér ekki til þess.“ En hvað í ósköpunum er toilet- drama? „Þetta er nútímaverk," seg- ir Hlín, „sem einkennist af glund- roða enda upplifi ég samtímann sem glundroða, þar sem upplausn, frið- Morgunblaðið/Sverrir REGÍNA (Valgerður Dan) er komin af léttasta skeiði. Spegill, spegill herm þú mér Alheimsleikhúsið í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld leikritið Konur skelfa á Litla sviði Borgarleikhúss- ins. Um er að ræða toilet-drama í tveimur þáttum eftir Hlín Agnarsdóttur sem jafn- framt er leikstjóri. Orri Páll Ormarsson kíkti inn á klósettið, þar sem sitthvað sér- kennilegt kom fyrir sjónir. leysi og stöðugt áreiti eru allsráð- andi. Mér fannst kjörið að fara með atburðarásina inn á kvennaklósett- ið, þar sem ég þekki þann heim vel. Síðan fannst mér við hæfí að taka skemmtanalífíð fyrir enda gengur nútímasamfélagið að miklu leyti út á það að vera að skemmta sér og öðrum. Þetta er hluti af neysluhyggju vesturlanda — fólk þarf alltaf að vera að fylla upp í einhveija hít og missir fyrir vikið sjónar á kjama málsins, að vera sáttur við sjálfan sig.“ Falleg, fallegri . . . Hlín kveðst ekki líta á Konur skelfa sem raunsætt verk. Þvert á móti sé það sérstakur heimur, skap- aður fyrir leiksvið. „Ég vel mér ein- faldlega stað, stund og persónur. Það felst hvorki meðvituð yfirlýsing né boðskapur í verkinu. Auðvitað er ég samt upptekin af þessum gerviheimi, sem allir virðast vera ofurseldir — ekki bara konur þótt þær séu í forgrunni í þessu leikriti og sennilega endurspegla fáir staðir hann betur en kvennaklósettið, þar sem útlitið og fegurðin eru í brenni- depli — fyrir framan spegilinn." í þessu samhengi koma orð fyrr- nefndrar Regínu aftur í hugann: „Það er skylda hverrar konu að vera fallegri en hún er!“ Hlín segir að hugmyndin að verk- inu hafí kviknað árið 1988. „Ég var nýkomin heim úr framhaldsnámi í leikstjóm í London og var að leita að góðum hugmyndum. Einhvem daginn átti ég síðan leið fram hjá Þjóðleikhúsinu og fór, einhverra hluta vegna, að hugsa um kvenna- klósettið þar á bæ og lengi vel sá ég það alltaf fyrir mér þegar ég var að móta hugmyndina að þessu verki.“ Aðstandendur Konur skelfa létu sér ekki nægja að þróa leikinn í leikhúsinu heldur efndu þeir til vett- vangsrannsóknar á skemmtistaðn- um Kaffí Reykjavík. „Ég breytti engu efnislega eftir þá heimsókn," segir Hlín, „hins vegar áttu margar senumar, sem ég var þegar búin að skrifa, sér stað á Kaffi Reykja- vík. Það er ótrúlegt að verða vitni að atburðum og rekast á persónur sem maður hefur skapað.“ Steinunn Ólafsdóttir fer með hlutverk einnar konunnar í leikrit- inu, Guðrúnar bókavarðar. Að henn- ar mati á margt í atburðarásinni sér stoð í veruleikanum, þótt Konur skelfa sé vitanlega fyrst og síðast leikverk. „Það getur margt gerst á kvennaklósettinu. Þar ríkir bæði sorg og gleði; konur hlæja, gráta, syngja og drekka — enda opnar áfengið fyrir tilfinningamar. Á kvennaklósettinu em konurnar fijálsar, eða hvað?“ En hvemig horfír þessi heimur — kvennaklósettið — við karlmann- inum. Kjartan Guðjónsson leikur Skúla, þrítugan sendiferðabílstjóra og einlægan aðdáanda kvenna sem í sífellu sogast inn í hringiðuna. „Þetta er okkur karlmönnum algjör- lega hulinn heimur og það hefur verið virkilega skemmtilegt að gægjast inn. Eg gerði tilraun til að fara inn á kvennaklósettið á Kaffí Reykjavík og um leið og ég rauf hina ljóðrænu kyrrð sem ríkti breyttist staðurinn á svipstundu í fuglabjarg. Það vakti hins vegar athygli mína að hver einasta kona beitti sérstakri aðferð við að koma mér út.“ Tímanna tákn Aðrir sem koma við sögu í leikn- um eru títtnefnd Regína, fráskiiinn eigandi snyrtivömverslunar, leikin af Valgerði Dan; Maggý, þrífráskil- inn eigandi fataverslunar, sem Mar- ía Ellingsen túlkar; Sólveig, jafn- framt fráskilin, skrifstofumaður hjá hinu opinbera, sem Anna Elísabet Borg leikur og Katrín, hámenntaður matreiðslumaður, leikin af Ástu Arnardóttur. Leikmynd hannar Jón Þórisson, búninga gerir Áslaug Leifsdóttir, Ogmundur Þór Jóhannesson annast lýsingu og tónlistin í verkinu er samin af hljómsveitinni Skárr’en ekkert. Sýningin er styrkt af Leik- listarráði. Hlín segir að allir sem að sýning- unni koma hafi haft áhrif á þróun verksins, sem sé tímanna tákn. „Glundroðinn í samtíma okkar kall- ar á nýtt form í leikhúsinu. Sagan verður vitanlega alltaf til staðar en í dag er, að mínu mati, óhugsandi að verk leikritahöfunda séu sett á svið án þess að breyta staf á æfínga- ferlinu.“ Skyldi reglan í óreiðunni vera fundin? Morgunblaðið/Halldór SKÚLI (Kjartan Guðjónsson) er einlægur aðdáandi allra kvenna. Hér vottar hann Maggý' virðingu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.