Morgunblaðið - 27.01.1996, Qupperneq 4
4 C LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR
fímm ásamt Færeyingum leggja
fram bækur til verðlauna að þessu
sinni. Grænlendingar og Samar nýta
sér ekki tækifæri til að vera með
og verður það að teljast miður. Skýr-
ingar liggja ekki á lausu.
Það sem má heita óvenjulegt um
tilnefningar ársins er hreinn meiri-
hluti bóka eftir karla. Aðeins ein
kona, Vigdís Grímsdóttir, skartar á
Iista yfír væntanlega verðlaunahafa.
Að undanfömu hafa skáldsögur
rejmst happadrýgri til verðlauna en
ljóð. Einar Már Guðmundsson fékk
verðlaunin í fyrra fyrir Engla al-
heimsins. í hittifyrra komu þau í
hlut Kerstin Ekman fyrir skáldsög-
una Atburðir við vatn.
Nokkrar mjög góðar ljóðabækur
vom lagðar fram í fyrra. Vel getur
verið að dómnefndarmenn telji ljóð
ekki jafn Iíkleg til verðlauna og sög-
ur því aðeins ein ljóðabók er tilnefnd
nú. Bókin er aftur á móti viðameiri
en gengur og gerist um ljóð. Eins
og heitið gefur til kynna, 1001 digt,
med 18 ordsnit, em Ijóðin þúsund
og eitt. Bókin er rúmar 400 síður
og tekur mið af árstíðunum. Höfund-
urinn er Daninn Klaus Hoeck (f.
1938). Frá því að fyrsta ljóðabók
hans kom út fyrir þijátíu ámm hef-
ur hann bætt við að minnsta kosti
34 ljóðabókum, en kunnustu bækur
hans á þessu tímabili em Hjem
(1985), Heptameron (1989) og
Eventyr (1992).
Heimurinn er skáldlegur
Bókin hefur verið skilgreind með
þeim hætti að hún sé margvíddar
ljóðbygging, alheimsverk sem leiti
annars vegar samhengis vemleikans
og náttúmnnar og hins vegar hugs-
unarinnar og tungumálsins og fínni
og birti þetta samhengi í ljóðlistinni
eða í andanum eins og stendur í ljóð-
unum. Preben Meulengracht segir
að í augum Klaus Hæcks sé ljóðið
ekki vemleikinn eða hversdagsleik-
inn í formi ljóðs. Ljóð hans séu inn-
sýn í veraleikann. Bókin heldur því
fram að heimurinn sé skáldlegur.
„Heilagur venjulegur hversdags-
leiki“ er yrkisefni skáldsins, að vísu
ekki alveg án tvísæis, en bókin er
samin í nafni lífsins og skáldskapar-
ins.
Ib Michael er fímmtugur Dani og
afkastamikill eins og landi hans
Haeck. Brev til Mánen er þriðja og
síðasta bindi endurminningaskáld-
sögu, en getur vel staðið sjálfstæð
sem slík. Fyrri bindin em Vanille-
pigen (1991) og Den tolvte rytter
(1993).
Brev til Mánen er þroskasaga,
lýsir kynnum pilts af ástinni, en þó
einkum kynlífínu, fijálsu lífí lista-
mannsins og loks alvömnni. Um-
hverfí er Kaupmannahöfn, París og
Feneyjar. Ib Michael skrifar Iéttan
og læsilegan stíl sem getur verið
töfrandi á köflum. í Brev til Mánen
nær hann vel að spegla ærsl æsku-
manna, sorgina og drauminn um
Paradís. Eyjamar bak við hafíð, sem
áður hafa verið áberandi í sögum
Tíu karlmenn og einn kvenmaður
Heilagiir venjulegnr
hversdag'sleiki
Á þríðjudaginn verður úr því skoríð hvaða ríthöfundur hlýtur
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1996. Frá íslandi eru
lagðar fram í einu lagi skáldsögumar Heimskra manna ráð og
Kvikasilfur eftir Einar Kárason og Grandavegur 7 eftir Vigdísi
Grímsdóttur. Jóhann Hjálmarsson, sem sæti á í dómnefndinni,
segir hér lítillega frá bókum frændþjóðanna.
Matti Yrjana Joensuu
og ljóðum Ib Michaels, stíga nú fram
í jarðneskri dýrð sinni.
Píanó eða vörubíll
Norðmennimir Dystein Lenn
(f.1936) og Lars Amund Vaage
0ystein Lonn
Tóroddur Poulsen
(f.1952) munu vera dæmigerðir
fyrir norskan prósa og báðir nýstár-
legir höfundar. Lonn er sagður
helstur áhrifavaldur í norskri smá-
sagnagerð ásamt Kjell Askilden
sem íslenskir lesendur þekkja. Hva
Torgny Lindgren
Johan Bargum
skal vi gjore i dag og andre novell-
er er smásagnasafn eftir Lonn sem
Norðmenn leggja fram og eftir
Vaage er skáldsagan Rubato.
Smásögur Lonns vekja athygli
fyrir lifandi samtöl sem hann hefur
gott vald á, óvenju mikla hnitmiðun
og fágun í framsetningu. Hvers-
dagslífíð er söguefni höfundarins,
oft dagleg störf á afskekktum og
einangruðum stöðum. Sérstaklega
er höfundinum lagið að skrifa um
vandræðalegt samband kynjannna,
þreytu sem þar er farið að gæta.
Rubato mun merkja að leika
frjálst og á persónulegan hátt á
hljóðfæri. Það á vel við þessa skáld-
sögu sem segir frá tónlistarmanni
sem snýr baki við píanóinu og ger-
ist vömbílstjóri. Óhapp í starfí og
lát afa söguhetjunnar verður til
þess að kalla fram togstreitu milli
starfs og listar. Það sem gerir sög-
una sérkennilega er stíllinn, hraður
og afar innblásinn á köflum. Hið
liðna er jafnan í huga bílstjórans,
farið er viðstöðulaust fram og aftur
í tíma.
Siðmenning langt undan
Hummelhonung eftir Torgny
Lindgren (f. 1938) er framlag Svía
og ekki áf lakara taginu. Þessi
stutta skáldsaga Lindgrens hefur
vakið mikla athygli og fengið lof
gagnrýnenda. Margir kannast við
höfundinn hér heima. Skáldsaga
hans Naðran á klöppinni og smá-
sagnasafnið Fimm fingra mandlan
em báðar til í íslenskri þýðingu.
Fyrmefnda bókin og skáldsagan
Bat Seba hafa áður verið tilnefndar
til Norðurlandaráðsverðlauna.
Kona á miðjum aldri, rithöfund-
ur, lendir í þeirri aðstöðu að sinna
og hjúkra tveim bræðrum sem báð-
ir em dauðvona og hatast. Þetta
er stutt skáldsaga og afar vel skrif-
uð. Alveg er óhætt að lesa söguna
og njóta hennar eins og hún birtist
lesanda sínum og án flókinna túlk-
unarleiða. Menn hafa þó velt fyrir
sér merkingunni hjá höfundinum
og spurt hvort sagan sé um nútíma
dýrling andspænis siðmenningu
sem er að þrotum komin, hugsan-
lega Austur- og Vestur-Evrópu.
Varla eigi sagan einungis að sýna
bágborið félagslegt ástand í Vestur-
botni í Svíþjóð.
Henning Mankell (f.1948) er
kunnur fyrir sakamálásögur sínar
um lögguna Kurt Wallander og
hann þykir meðal helstu barna- og
unglingabókahöfunda í Svíþjóð. A
íslensku hafa komið eftir hann sög-
urnar Hundurinn sem hljóp upp til
stjörnu og Skuggarnir lengjast í
rökkrinu. Bók hans Comédia In-
fantil er tilnefnd nú, skáldsaga sem
gerist í Afríku og fjallar um svipað
efni og barnabókin Eldens hemlig-
het sem líka kom út 1995. Mankell
hefur samið leikrit og fengist við
leikstjórn og starfar sem leikstjóri
við Teatro Avenida í Maputo í Mós-
ambikk.
Comédia Infantil er í skáldlegum
anda, frásögnin ævintýraleg en efn-
ið þjóðfélagsböl. Tíu ára götudreng-
ur hefur orðið fyrir skoti tilræðis-
manns og er reiðubúinn að deyja,
hverfa til þeirra sem farið hafa á
undan og bíða hans í öðrum heimi.
Blæðandi og nær dauða en lífí seg-
Firring okkar
tíma og allra tíma
BOKMENNTTR
Skáldsögur
GRÁMOSINN GLÓIR
eftír Thor Vilhjálmsson
I GÚLAG-eyjaklasanum segir
Alexander Solzhenítsyn frá vinnu-
flokki, sem finnur leifarnar af
mammút í frosinni túndmnni. Þeir
suðu hann og átu og öðluðust þar
með það tímabundna hjálpræði,
sem allir menn leita eftir: Að vera
búnir undir enn meira erfiði.
Stíllinn og andblærinn í skáld-
sögu Thors Vilhjálmssonar, Grá-
mosinn glóir, vekur gmn um, að
ekki séu öll kurl til grafar komin,
að enn sé eitthvað að fínna í fros-
inni túndranni. Sagan segir frá
ungum dómara, sem sendur er út
í afskekkta sveit til að dæma þar
í sifjaspellsmáli. manns nokkurs
og hálfsystur hans, sem höfðu þar
að auki fyrirkomið nýfæddu bami
sínu. í sálu dómarans togast á
ýmis öfl: Hugsjónir hans og bók-
stafur laganna og hins vegar
ástríður mannanna í þessu af-
skekkta og guðsvolaða héraði.
Grámosinn glóir gerist undir lok
síðustu aldar en það er ekki tíma-
setningin, sem vekur strax tilfinn-
ingu með lesandanum fyrir gömlu,
frosnu kjöti. Það er miklu fremur
síðrómantísk skrúðmælgin, sem
ber kannski meira á í ensku þýð-
ingunni. Sagan er um glæp og
refsingu og dapurleg örlög —
dimm hús, draugasögur, kerlingu,
sem spáir útskúfun og dauða, svipi
og ástríður, sem
kvikna í ógnvekjandi
landinu. Allt vitnar
þetta um tilfinninga-
semi, sem módern-
isminn gerði útlæga
í evrópskum bók-
menntum alllöngu
fyrir fyrra stríð.
Hinn hluti sög-
unnar er ekki síður
afmarkaður í tíma.
Dómarinn, Ásmund-
ur, fyrir og eftir
ferðina, er eins kon-
ar 19. aldar bóhem,
mitt á milli hins róm-
antíska Werthers
Goethes og ýkju-
kennds en táknræns karakters úr
sögum Huysmans eða Swinbum-
es. Dularfull kona lokkar hann til
sín; hann fínnur til skáldlegrar
upphafningar gagnvart grófleik-
anum; hann veltir fyrir sér náttúr-
unni og sínu eigin eðli. Það er
varla unnt að finna skóf, stein,
fugl (auðvitað svan), sem em ekki
táknræn fyrir þessa leiðinlegu til-
finningasemi hans.
Enginn veit á hveiju
er von þegar mammút-
urinn þiðnar. Sumir
hlutar hans eru beinlínis
óætir eins og mér
fínnast þessir ofhlöðnu
kaflar vera. Ásmundur
situr fullur fyrirlitning-
ar á hávaðasömum
listamannakrám eða
kaffihúsum og finnur
ekki lítið til sín. Höf-
undurinn, sem er lík-
lega að þíða einhveija
bita úr sínum eigin
rómantíska mammút,
virðist álíka ánægður
með þessa persónu sína.
„Hann strauk hendinni
um hár sitt,“ segir hann um Ás-
mund á kaffíhúsinu, „til að hag-
ræða bylgjunum sem fóm vel við
hið háa enni yfir skarpskyggnum
augum, og létu svamla um sal í
söngvakófi þessu, og vissi fátt í
þessum mannfagnaði samboðið
sér.“
Rithöfundur getur ekki gætt
persónu sína „skarpskyggnum
augum“, aðeins lesandinn getur
skynjað það. Ásmundur endur-
speglar vilja höfundarins og túlkar
hugarflug hans og ímyndunarafl;
það sama gildir um konuna með
bládökku augun, sem kemur til
hans og fer með hann heim til
sín. Það byijar með baðkarinu og
þegar allt er komið vel á veg legg-
ur hún til, að þau fari inn í svefn-
herbergið. Ásmundur var sveipað-
ur handklæði, segir höfundurinn
okkur, og „dró sig til hlés í fullri
reisn“. Það er ekki heldur á valdi
rithöfundar að útdeila reisn af
þessu tagi.
Það er í hinum hluta sögunnar,
sjálfu meginefninu, sem gömul
saga leysist úr læðingi, merkilega
auðug og grípandi. Ásmundur er
tilgerðarlegur og meðvitaður um
sjálfan sig og þótt það skolist ekki
af honum, þá hefur ferðin til bæj-
arins þar sem rannsóknin á að
fara fram mikil áhrif á hann.
Fylgdarmaður Ásmundar er
Þórður, gagnorður maður en samt
merkilega mælskur og ein trúverð-
ugasta persóna sögunnar; leiðin
liggur um hijóstragt en lifandi
land og yfir því hvelfist hinn ís-
Thor Vilhjálmsson