Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utflutningsráð telur óráðlegt að fjárfesta í útvegi í Suður-Afríku ÚTFLUTNINGSRÁÐ telur ekki ráðlegt fyrir íslenzk fyrirtæki að flárfesta í fyrirtækjum í sjávarút- vegi í Suður-Afríku. í skýrslu Þor- geirs Pálssonar, deildarstjóra sjáv- arútvegssviðs Útflutningsráðs um sjávarútveg í Suður-Afríku og Namibíu, segir að mikil spenna og óvissa sé í sjávarútvegi Suður-Afr- íku vegna stefnu stjórnvalda í kvótamálum og fleiri þátta. „Sjáv- arútvegur í Namibíu býr við meiri stöðugleika og vaxtarmöguleikar þar eru meiri, segir Þorgeir Pálsson í skýrslunni. Skýrsla þessi er afrakstur ferðar utanríkisráðuneytis, . Útflutnings- ráðs og íslenzkra fyrirtækja á sjáv- arútvegssýninguna Fish África ’95 í Höfðaborg á síðasta ári, en Iðn- lánasjóður styrkti ferðina með fjár- framlögum. Auk þátttöku sendi- nefndarinnar í sýningunni, voru skipulagðir fundir með sjávarút- vegsfyrirtækjum í Suður-Afríku og opinberum aðilum. Viðskiptanefnd- in heimsótti Namibíu einnig í sömu erindagjörðum. „Niðurstaða þessarar ferðar er sú, að viðskiptanefnd skipulögð af og undir formerkjum utanríkisráðu- neytisins og Útflutningsráðs, opnar fyrirtækjunum miklu meiri mögu- leika á að kynnast og sjá af eigin raun hvernig sjávarútvegsfyrirtæki í viðkomandi löndum stunda fisk- Veiðar og vinnslu," segir Þorgeir í skýrslunni. Hann segir að þetta fyrirkomulag hafi reynzt vel og í raun ætti ávallt að beita þessari aðferð, þegar kann- aði væru viðskiptamöguleikar á fjarlægum slóðum. Til þess að svo geti orðið þurfi ýmislegt að koma til: „Efla þarf samstarf og bein tengsl utanríkisráðuneytis, Útflutn- ingsráðs og Þróunarsamvinnustofn- unar. Endurskoða núverandi stefnu íslands í þróunarmálum, þar sem hlutverk ÞSSÍ yrði skilgreint að nýju í ljósi þess mikilvægis, sem stofnunin gegnir við kynningu á íslenskum vörum og að skapa við- skiptatengsl. Efla samvinnu þess- ara þriggja aðila við íslensk fyrir- tæki, þegar á frumstigum þróunar- aðstoðar." Skýrslan um sjávarútveg í Suður- Afríku og Namibíu fæst hjá Út- flutningsráði án endurgjalds. Eldisrækjan var 700.000 tonn 1995 ÁÆTLAÐ er, að heimsframleiðsla á eldisrækju hafi verið nokkuð umfram 700.000 tonn á síðasta ári þrátt fyrir nokkur skakkaföil af völdum sjúkdóma. Er framleiðsl- an langmest í Asíu eða 78%, sem er þó 5% minna en 1994. Eldisrækjuframleiðslan var lík- lega 712.000 tonn á síðasta ári en var 733.000 tonn 1994. Utan Asíu er hún mest í Mið- og Suður-Amer- íku, 154.000 tonn og þar af 100.000 í Ekvador. Þar hefur framleiðslan verið að aukast eftir að mönnum tókst að ná tökum á Taura-sjúkdómnum, sem er skæð veirusýking. í Mexíkó var framleiðslan 12.000 tonn, í Kólumbíu 11.000 og í Honduras 10.000. í Asíu er Tæland í fararbroddi með 220.000 tonn frá 20.000 eldis- stöðvum og þar hefur einnig mikið áunnist í baráttunni við veirusýk- ingar. I Indónesíu var rækjufram- leiðslan 80.000 tonn, í Indlandi 60.000 og í Kína 70.000 tonn. Víetnamar framleiddu 50.000 tonn og Bangladesh 30.000. I eldisframleiðslunni vegur tígurinn þyngst eða 57% en vest- ræna, hvíta rækjan er 20%. Rækjuframboðið á síðasta ári, úr eldi og sjó, var 2,6 milljónir tonna og svaraði eldið til 27%. í eldinu er síðastliðið ár merkilegast fyrir það, að þá tókst að vinna bug á ýmsum sjúkdómum, sem valdið hafa miklum skaða á síð- ustu árum. RÓTFISKA Á LÍNUNA • BÁTAR frá Rifi hafa verið að rótfiska á línuna að undan- förnu. Jóhann Andrésson var að landa úr Esjari SH, þegar ljósmyndara Versins bar að garði. Esjar var alls með 3,5 tonn á 25 bala og hafa þeir á Esjari löngum verið fengsæl- ir. Línubátar sækja sjóinn Morgunblaðið/Alfons stíft um þessar mundir meðan línutvöföldun stendur yfir og bjarga margir kvótalitlir bát- ar miklu með því. Mínni kvóta mætt með sókn út fyrir landhelgi 61% afla Granda hf. karfi eða úthafskarfi I FYRRA veiddust samtals 31.665 tonn hjá Granda hf. Það er heldur minna en árið þar áður þegar veiddust rúm 38 þúsund tonn. Heildarfob- verðmæti voru 2,282 milljarðar í fyrra, en í hittifyrra var heildarverð- mæti 2,469 milljarðai'. 14.700 tonnum var landað til vinnslu hjá Granda á þessu ári, siglt var með 4.500 tonn til Bremerhaven í Þýskalandi og 12.400 tonn voru sjófryst. Aflinn skiptist þannig eftir teg- undum að rúm 61% aflans voru karfi eða úthafskarfi. Af karfa veiddust 14.900 tonn, ufsa 4.700 tonn og úthafskarfa 4.500 tonn. í öðrum tegundum var aflinn minni. Af ísfiskskipum var Ásbjörn afla- hæstur með 6.212 tonn að verð- mæti 303 milljónir. Ottó var með 4.430 tonn að verðmæti 200 milij- ónir, Viðey 3.584 tonn að verð- mæti 261 milljónir, Jón 3.102 tomm að verðmæti 182 milljónir og Akur- ey 1922 tonn að verðmæti 192 milljónir. Af frystitogurum var Örfirisey aflahæst með 4.790 tonn að verð- mæti 398 milljónir. Þerney var með 4.280 tonn að verðmæti 429 millj- ónir, Snorri 3.048 tonn að verð- mæti 292 milljónir og Engey 298 tonn að verðmæti 26 milljónir. Þolanlegt með hliðsjón af sjómannaverkfalli „Síðastliðið ár fór þolanlega mið- að við að á árinu varð rekstrarstöðv- un vegna sjómannaverkfalls,“ segir Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf. „Það tókst sæmilega vel til í loðnu og einnig í úthafsveiðum fyr- ir utan þennan tíma sem féll niður vegna sjómannaverkfalls. Nú er svo komið að vegna breytinga á eigna- samsetningu okkar, þ.e. fjölgun frystitogara, getum við sótt meira í fisk utan 200 mílna þegar sam- dráttur er í aflaheimildum." Brynjólfur segir að samdráttur í aflaheimildum á karfa, grálúðu og ufsa hafi komið illa við fyrirtækið. „Við höfum reynt að beita þá skip- um okkar meira út fyrir landhelgina og þannig haldið sjó,“ segir hann. „Árið 1994 vorum við að breyta til í rekstri okkar, þannig að árið 1995 kom betur út að því leyti að þá vorum við með öll þau skip sem við keyptum eða breyttum. Þar með vorum við með eðlilegan rekstur í vinnslu og veiðum fyrir utan sjó- mannaverkfallið.“ Brynjólfur segir að árið 1996 leggist ágætlega í sig. „Vonandi verða aflabrögð góð,“ segir hann. „Það er helst óvissa um verð á mörkuðum og ákvarðanir um afla- heimildir í haust. Við það verðum við að lifa og gera okkar ráðstafan- ir til þess að verða fjölþættari í rekstri, m.a. með því að eignast hlut í fyrirtækjum sem eru í annars- konar rekstri en Grandi.“ FI8KI oe SLOGDÆLUR WA 4TV Ml VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 ísey í Bremerhaven festir kaup á fiskréttaverksmiðju UM ÁRAMÓTIN festi Samúel Hreinsson kaup á fiskréttavinnslunni Fimex í Bremerhaven, sem sérhæfir sig j þjónustu við veitingahús. Samúel rekur einnig ísey sem er umboðs- og fisksölufyr- irtæki í Bremerhaven. Að hans sögn verður lögð áhersla á að fá fisk frá íslandi og víðar að í fiskréttavinnsluna. „Þetta er gamalt fyrirtæki sem hefur þjón- ustað veitíngahús lengi í Þýskalandi,“ segir Samúel. Hann segir að það búi fiskinn upp í hendurnar á kokkum. Þeir þurfi ekkert annað að gera en að taka fiskinn upp úr pakkningun- um, setja hann á pönnuna og elda fyrir við- skiptavini. „Fyrirtækið hefur í áratugi lagt áherslu á að búa til túnfisk-, sverðfisk- og laxsteikur fyr- ir veitingahús," segir hann. „Einnig hefur það selt fískinn sem við þekkjum, t.d. karfa, ufsa, steinbítssteikur, rækju og humar. Það sérhæfir sig í veitingahúsamarkaðinum og er mjög vel þekkt þar.“ Samúel segir að fyrirtækið kaupi aðeins fros- inn fisk. Velta þess hafi verið 250 milljónir króna í fyrra. Velta íseyjar sé aftur á móti búin að vera yfir tvo milljarða í mörg undanfarin ár og hafi haldist nokkuð jöfn. Hann segir að skrifstofuhaldinu hafi verið slegið saman til hagræðingar og að tólf manns vinni hjá fyrirtækjunum tveimur. Kaupverð fékkst ekki gefið upp. VerAið betra í Bremerhaven Hvað varðar áform borgaryfirvalda í Cuxhav- en um að ná til sín viðskiptum íslenskra fyrir- tækja, m.a. með nýrri gámahöfn, segir Samúel að ekki sé hægt að útiloka að fiski verði landað þar, en það sé ákaflega ólíklegt að hann verði seldur þar. „Ég var með starfsemi mína í Cuxhaven á sínum tíma en flutti mig yfir til Bremerhaven," segir hann. „Ég sá hvert stefndi og færði mig um set. Stærsti kaupendahópurinn og mesta vinnslugetan er í Bremerhaven. Ef á að fara að selja fisk í Cuxhaven munu menn sjálfsagt fara þangað og kanna verðið og gæðin. Hann verður samt að vera á það góðum kjörum að það borgi sig að kaupa hann og flytja hann yfir.“ Samúel segir að hann myndi selja fisk á mörkuðum í Cuxhaven ef hann fengi meira fyr- ir hann þar, en hann hafi farið þaðan á sínum tíma vegna þess að verðið hafí verið betra í Bremerhaven. „Hér er það öflugur karfamarkað- ur að fiskvinnslufyrirtæki í Belgíu og Frakk- landi láta kaupa fyrir sig karfa á markaðinum í Bremerhaven. Það er hvergi eins gott að selja eins og þar sem margir kaupendur eru og marg- ir sem beijast um að fá vöruna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.