Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja r Alls fóru 175,2 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 22,2 tonn á 78,75 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 7,6 tonn á 87,28 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 145,5 tonn á 99,55 kr./kg. Af karfa voru seld alls 31,0 tonn. í Hafnarfirði á 77,00 kr. (0,51), á Faxagarði á 58,48 kr./kg (3,81) og á 84,89 kr. (26,71) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 83,4 tonn. í Hafnarfirði á 65,41 kr. (1,01), á 74,00 kr. á Faxagarði (2,61) og á 69,38 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (79,71). Af ýsu voru seld 115,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 91,53 kr./kg. Des. 5U2 Karfi Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 244,0 tonn á 121,3 kr./kg. Þar af voru 19,6 tonn af þorski á 104,16 kr./kg. Af ýsu voru seld 132,0 tonn á 98,31 kr./kg, 11,5tonnaf kola á 186,26 kr./kg og 9,4 tonn af karfa á 117,93 kr. hvert kíló. Eitt skip, Breki VE 61, seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 163,6 tonn á 100,71 kr./kg. Þar af voru 154,2 tonn af karfa á 101,60 kr./kg og 0,5 tonn af ufsa á 91,62 kr./kg. Bjartar horfur á markaði fyrir niðurlagðan fisk FISKNEYSLA í Bret- landi hefur aukist um 8% á síðustu fimm árum og er aukningin mest í niðurlögðum eða niður- soðnum fiski. Svarar sala í honum til 26% af heildarfisksölunni í landinu. Á sama tíma eða frá 1990 hefur sala í rauðu kjöti dregist saman um 9% og er það talið styrkja enn vinsæld- ir fisksins á næstu árum. Fiskneysla í Bretlandi vaxandi en minnkandi sala í rauðu kjöti Kemur þetta meðal annars fram í skýrslu frá breska niðursuðufyrir- tækinu Princes en þar segir, að fækkun sérstakra fiskbúða í Bret- landi megi að nokkru rekja til auk- inna kaupa á niðursoðnum fiski. Um 1970 voru meira en 6.000 físk- búðir í landinu en eru nú um 2.000. Afstaða neytenda hefur einnig breyst og nú telja 89% þeirra, að fiskur sé heilsusamlegur. Nú er hann einhvern tíma á borðum 96% heimila og er það 14 prósentustiga aukning frá 1989-’93. Þá kemur það fram í könnunum, að mörgum finnst auðveldara að nota niðursoð- inn físk í matargerðinni en þann ferska og algengt er, að fólk kunni alls ekki að meðhöndla ferskan fisk. Túnfiskur vinsælastur Túnfískur er meira en helmingur markaðarins fyrir niðursoðinn fisk í Bretlandi að magni til og verð- mætið um 38%. Hefur aukningin verið um 5% á ári og er salan mest á sumrin og einkum í júlí. Kemur mest af túnfísknum frá Tælandi en einnig viðar að, til dæmis frá Seychelleseyjum og Filippseyjum. Virðist hann vera vinsælastur með- al ungs og miðaldra fjölskyldu- fólks. Þrátt fyrir það er hann aldr- ei á borðum hjá meira en þriðjungi bresku þjóðarinnar og því á hann enn langt í land með að verða jafn mikið metinn og í Frakklandi, Ital- íu og víðar á meginlandinu. Mögu- leikarnir á aukinni sölu eru því enn miklir. Ein af ástæðunum fyrir vinsæld- um túnfísksins er sú, að hann er ekki bragðmikill og gengur því hjá fólki, sem er annars lítið hrifið af físki. Hlutur laxins á þessum markaði er 26% en verðmætið aftur á móti 40%. Laxinum er skipt upp eftir hvort um er að ræða rautt eða bleikt kjöt og er það fyrrnefnda í öðru sæti á niðursuðumarkaðinum á eftir túnfiskinum. Er salan mest um páska, á sumrin og á jólum en kannanir sýna, að 42% þeirra, sem Fiskveiðar kaupa lax, gera það aðeins einu sinni á ári. Svarar þessi sala til 13% af magninu en 9% kaupenda kaupa lax einu sinni í mánuði. Er það rúmur þriðjungur heildarsölunnar. Þá sýnir það sig einnig, að fólk eldra en 45 ára kaupir meiri lax en það, sem yngra er. Aukin sala í sardínum Sardínur eru aftur orðnar vin- sælar í Bretlandi vegna þess hve þær innihalda mikið af omega-3- fitusýru og eru seldar í olíu, pækli, tómatsósu eða jurtaolíu. Er fram- boð og verð á þeim stöðugra en til dæmis á laxinum og er hlutdeild þeirra á niðursuðumarkaðinum nú 6,2%. Annar smáfískur af síldarætt, sem á ensku er kallaður pilchard en sardína líka á íslensku, er með 8,3% markaðarins hvað magnið varðar. Selst yfirleitt meira af þess- um fiski á sumrin en á öðrum árs- tímum og það á einnig við um makrílinn en helsti sölutími hans er á vorin. Er markaðshlutdeild makrílsins 3,5% og algengast er, að hann sé niðursoðinn í tómatsósu eða pækli. Skelfiskur og krabbi, rækja og krabbakjöt, sem eru alltaf soðin niður í pækli, eru enn flokkuð með lúxus hjá flestum neytendum en þessi vara er á borðum 10% heim- ila og aðallega á ákveðnum tímum, til dæmis á jólum og páskum og á sumrin. Margt bendir til, að framboð á þessari vöru muni minnka á næstu árum og er það þegar farið að hafa áhrif til hækk- unar í verði. IMýjar matarvenjur Af öðrum niðursoðnum físki, sem Princes býður upp á, má nefna k:ppers, síld, smásfld, brisling, ans- jósur og hrogn. Er samanlögð markaðshlutdeild þessarar fram- leiðslu 5,4%. I þessum vöruflokki er söluaukn- ingin mest í ansjósum og er ástæð- an sú, að ýmsar matreiðsluvenjur frá Miðjarðarhafslöndum hafa ver- ið í sókn í Bretlandi eins og víðar. I fyrrnefndri skýrslu frá Princes segir, að niðursoðinn fískur sé í mikilli sókn í Bretlandi og annars staðar í Evrópu enda hollur og hentugur. Hann er auðveldur í alls konar matreiðslu og síðast enn ekki síst er unnt að birgja sig upp af þessari vöru og grípa til hennar þegar þurfa þykir. A síðustu árum og áratugum hefur sú þróun átt sér stað í vest- rænum samfélögum, að áherslan verður æ meira á mat, sem unnt er tilreiða næstum á stundinni. Að þessu leyti stendur niðursoðinn fiskur og annar matur vel að vígi og meðal annars vegna þess, að fjölskyldumynstrið hefur breyst og það verður æ algengara að aðeins sé einn maður i heimili. Skrá Bretar skipin sín í Frakklandi? MIKIÐ hefur verið um skráningar spænskra og hollenzkra fiskiskipa í Bretlandi undan farin ár. Með því hafa þessar þjóðir öðlast veiði- leyfi við Bretland og hafa síðan landað aflanum í heimahöfnum á Spáni og í Hollandi. Brezkir útgerðarmenn ihuga nú að gera slíkt hið sama, það er skrá báta sína í öðrum löndum, þar sem þeir telja betur búið að útgerðinni en heima fyrir. Mikil óánægja er meðal brezkra útgerðarmnanna vegna fiskveiðistjórnunar og vegna þess að þar fæst enginn styrkur til endurnýjunar skipa. Franska dagblað- ið Le Marin hefur eftir Mike Townsend úr samtökum fiskframleið- enda í Cornwall, að um 50 útgerðir séu nú að íhuga þann kost að skrá skip sín í öðrum löndum svo sem Spáni, Frakklandi og ír- landi. Hann segir sjómenn í Cornwall búna að fá sig fullsadda af neikvæðri afstöðu brezkra sljórnvalda í garð fiskveiða. Engir styrk- ir sé veittir til endurnýjunar flotans, en í Frakklandi sé staðan allt önnur. WOtonn Afurðir úr þorskafla íslendinga 19 Afurðir úr þorskafla Norðmanna 1994 Til Norður-Amsríku: TilEvrópu: Fr. haus.og sl.: 1.000 Frystflök: 12.000 THHoröur-Ameríkír. Fr. haus.og sl.: 1.300 Frystflök70.600 TilEvrppu: Frystllök: 53.200 tonn Fr. haus.og sl.: 6.000 Frystflök: 92.000 í Önnurnýting: Saltflskur: 79.500 Ferskfiskur: 9.500 ’ \ / V" ■..v Önnurnýting: Saltiiskur: 183.000 Ferskfiskur: 23.000 1 1 Þorskur Þorskaflinn 1994 úr Norður Atlantshafi Samtals 1.267.800 tonn Noregur j 317.000| Rússland j 316.0001 ESB T 220.D0QI ísland | 214.100] Færeyjar [] 32.70QtÞ^^y/: | Grænland13.000•vC.ÍÍ 1 Eyslras.ríki □ 85.000 1 N.-Ameríka I 180.000farF0 | Norðmenn afkastamiklir RÚSSAR og Norðmenn voru afkastamestir í þorskveiðum við Norður-Atlantshaf árið 1994. Hvor þjóð aflaði þá um 316.000 tonna samkvæmt opinberum tölum. Allar Evrópusambands- þjóðinar öfluðu samtals 220.000 tonn og við Islendingar vorum með 214.100. Alls varð þorskafl- inn þetta ár tæplega 1,3 milljón- ir tonna, þannig að Rússar og Norðmenn voru með helming alls þorskaflans. Mest af þor- skaflanum er fryst í flök eða blokkir, 384.400 tonn en nærri jafnmikið er selt ferskt, 366.400 tonn. 293.200 fóru í salt og 224.000 tonn voru fryst hausuð og slægð. Norðmenn eru lang- stærstir í söltun, en íslendingar frysta mest. Ufsi Ufsaaflinn 1994 úr Norður Atlantshafi Samtals 381.200tonn Noregurj 1U 185.000 ESBl 75.000 íslandM 66.300 Færeyjar|J 32.900 Rússlandl 3.ooo NORÐMENN veiða meira af ufsa en nokkur önnur þjóð á norðurhveli, eða 185.000 tonn árið 1994 af heildarafla upp á 381.200 tonn. Evrópusambandið samanlagt var með 75.000 tonn, en við Islendingar veiddum þá 66.300 tonn. Mest af ufsanum fryst í flök eða blokkir, 149.000 tonn, en 96.600 fóru í salt. Norð- menn ráða þessum markaði og bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í öllum vinnslugreinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.