Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 B 3 _______________________________TÆKNI_______________________________ Þróunarvinnu Tæknivals hf. og Bakka hf. á upplýsingakerfinu Hafdísi lokið TVEGGJA ára þróunarvinnu við upplýsingakerfið Hafdísi í sam- starfi Tæknivals hf. og Bakka hf. á Hnífsdal lauk formlega um síð- ustu helgi. Hafdís er sérhannað framleiðslustjórnar- og • eftirlits- kerfi fyrir sjávarútveg og felur í sér heildarlausn á sviði tölvu- og tæknimála í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja. Við gildistöku EES-samningsins skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að tryggja að framleiðendur sjávarafurða uppfylltu kröfur Evr- ópusambandsins um meðferð sjáv- arafurða og eftirlit með fram- leiðslu þeirra. I tilskipun ESB um þetta segir m.a. að framleiðendur séu ábyrgir fyrir því að koma á innra eftirliti með framleiðslunni, byggðu á HACCP-gæðaeftirlitskerfinu, til að tryggja neytendum öruggar og heilnæmar afurðir. í Bandaríkjun- um er einnig unnið að gildistöku slíkra laga. Þetta hefur komið illa við mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, en enn eiga tæplega 60 þeirra eftir að uppfylla ákvæði tilskipunarinn- ar. Þau geta átt það á hættu að missa leyfið og þar með réttindin til að flytja framleiðslu sína á EES-markað. í Bakka hefur hins- vegar um árabil verið gæðaeftir- litskerfi sem byggist á HACCP- áhættugreiningu. Þróun og aðlögun upplýsinga- kerfisins Hafdísar að þörfum Bakka þóttu að sögn forsvars- manna Tæknivals hf. og Bakka hf. rökrétt viðbrögð við þeim kröf- um sem settar eru á alþjóðavett- vangi um eftirlit með framleiðslu matvæla. Mörg Ijón í veginum „Við vorum vissir um það frá upphafi að okkur tækist að klára vérkefnið,“ segir Rúnar Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Tæknivals hf. „Þetta eru búin að vera mikil átök og það voru mörg ljón í vegin- um, en við náðum að sigrast á þeim öllum. Að sjálfsögðu er þó vinnu við svona hugbúnaðarkerfi aldrei lokið vegna þess að það fer alltaf ákveðin vinna í viðhald og endurnýjun slíkra kerfa.“ Tæknival er líka að vinna við uppsetningu Hafdísar víðar á land- inu. Það er með verkefni í gangi hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur sem verður unnið á þessu ári. Einnig er það að byija á verkefni á Sauð- árkróki og Grundarfirði þar sem það samtengir tvö netkerfi í eitt gegnum nýtt samnet sem verður opnað í febrúar. „Þar er það nýtt að við erum komnir út í bolfiskinn, þ.e. hefðbundna vinnslu í þorski, ufsa og ýsu,“ segir Rúnar. „Einnig byijum við á stóru verkefni hjá Ósvör núna þegar Bakkaverkefn- inu er lokið.“ Kostnaður 15 til 25 milljónir Rúnar segir að Hafdís hafi verið sett upp í áföngum hjá Bakka hf. og mest hafi átta manns komið -að verkinu í einu. Erfitt sé að gefa upp ákveðna tölu í kostnað vegna þess að hann snúi bæði að starfs- mönnum Bakka og Tæknivals. Bakki hafi verið með einn starfs- mann á launum allan tímann og svo hafi margir aðrir komið að verkinu. „Við getum áætlað að kostnaður við heildarverkið, þ.e. iðnstýringar, gæðakerfi og Haf- dísi, sé 15 til 25 milljónir,“ segir hann. Að hans sögn stendur Tæknival nú í samningaviðræðum við þrjá innlenda aðila og má vænta þess að þær gangi saman á næstu mán- uðum. „Við höfum einnig þefað af markaðinum erlendis," segir hann. „Við sýndum Hafdísi á sjáv- arútvegssýningunni í Bella Center í fyrra, en við urðum fyrir von- brigðum vegna þess að okkur fannst menn ekki alveg skilja hvað við vorum með í höndunum." Heildarlausn fyrir sjávarútveginn , Morgunblaðið/Halldór RUNAR Sigurðsson, framkvæmdasljóri Tæknivals hf., og Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf., kvitta fyrir að þróunarvinnu og uppsetningu á Hafdísi í Bakka hf. sé lokið. TEKNAR eru reglulegar gæðaprufur á þeirri rækju sem Bakki hf. framleiðir og niðurstöðurnar eru færðar inn í Hafdísi. KRISTINNN Kristjánsson, yfirverkstjóri Bakka hf., sýnir blaðamönnum og starfsmönnum Tækni- vals hf. hvernig lítil handhæg PC-tölva er notuð í gæðaeftirlitinu. Sló í gegn í Noregi „Um haustið kom fyrirspurn frá stóru sjávarútvegsfyrirtæki í Nor- egi og við fórum þangað til að sýna Hafdísi. Skemmst er frá því að segja að hún sló í gegn og vakti mikla athygli. Hinsvegar ætlum við að einbeita okkur til að byrja með að markaðinum hér heima. Ég hefði helst viljað klára yfir fimm verkefni hér á landi áður en við færum á erlenda markaði. En við eigum þar fullt erindi, t.d. í Noregi, Chile, á Nýja Sjálandi, í Kanada og fleiri stöðum.“ Rúnar segir að þótt verkefnið hafi verið stórt í sniðum hafi Tæknival ekki fengið neina styrki. Það hafi allt verið á kostnað Tæknivals og svo hafi Bakki greitt fyrir sinn hluta. „Það er ljóst að þetta er ekki hægt nema með hæfu starfsfólki,“ segir hann. „Við höfum úr tíu starfsmönnum að spila næstu mánuði sem geta sinnt Hafdísi og það er ljóst að mikið verður að gera.“ Lyginni líkast „Við fáum fyrst og fremst að- gang að geysilegu magni upplýs- inga með mjög skömmum fyrir- vara,“ segir Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf. „Við getum fundið hjartsláttinn í fyrir- tækinu frá degi til dags. Við þurf- um ekki að bíða eftir uppgjörum og erum hættir að nota sagnfræði í stjórn fyrirtækisins." Aðalbjörn segir að Hafdís agi öll vinnubrögð í verksmiðjunni, þ. á m. nýtingu og öll handbrögð. Þarna sé kerfið farið að stjórna fólki og það þurfi að bregðast við kerfinu og kvitta fyrir að það hafi fengið skilaboð þaðan ef eitthvað hefur farið úrskeiðis: „Stjórnendur geta því flett upp í kerfinu og séð hvernig hver starfsmaður brást við hveijum vanda.“ Þegar Bakki hf. hóf samstarf við Tæknival var fyrirtækið búið að hanna skráningarkerfi líkt og Hafdís styðst við. „Þá var þetta eins og kladdaútfærslan gamla þar sem allt var skráð, handfært, og hægt var að leita svara við öllu í þessum klöddum," segir hann. „Við ákváðum að fara þá leið að tölvusetja þetta allt til að losna við þessa vinnu í skráningu." Hann segir að núna séu engar upplýsingar slegnar nema einu sinni inn í tölvu, en áður hafi hin ýmsu kerfi verið í gangi. Sem dæmi megi nefna sérbirgðakerfi, aflamóttöku og fjárhagsbókhald. „Það þurfti að slá inn upplýsingar í hveiju kerfi fyrir sig,“ segir hann'. „Núna eru þær slegnar inn einu sinni og fara sínar leiðir í kerfinu á þá staði sem þær eiga að fara. Svo getur maður kallað á upplýs- ingar úr þessu kerfi eins og maður vill. Þetta er svo mikil bylting að það er lyginni líkast." Veitir svör við kvörtunum Aðalbjörn segir að um 100 manns vinni á margskiptum vökt- um hjá Bakka hf: „Hafdís kemur til með að spara eitthvað í starfs- fólki, en aðallega horfum við til þeirra upplýsinga sem kerfið gef- ur. Það er slík flóra upplýsinga á svo stuttum tíma að við getum brugðist við öllu um leið og það gerist.“ Hann segir að ef kvartanir ber- ist út af framleiðslunni sé líka auðvelt að bregðast við þeim. Allar rækjupakkningar séu strikamerkt- ar og megi þannig rekja vinnslu- ferli hverrar pakkningar; hvernig hún hafi verið unnin, af hvetjum og jafnvel á hvaða veiðisvæði rækj- an hafi verið veidd. „Ef kvörtunin reynist á röngum forsendum byggð sýnum við fram á hvernig varan hafi verið unnin og getum fullviss- að kaupandann um að við berum ekki ábyrgð á mistökunum," segir Aðalbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.