Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR1.FEBRÚAR1996 MORGUNBLAÐIÐ URSLIT Noregur - ísland 25:24 íþróttahöllin í Stange, Lottó-keppnin í hand- knattleik, 31. janúar 1996. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 3:3, 3:5, 6:6, 7:7, 7:10, 9:12, 10:15, 12:15, 14:15, 15:18, 16:19, 18:19, 20:20, 21:21, 21:22, 23:22, 23:23, 23:24, 25:24. Mörk Noregs: Sjur Tollefsen 6, Jan Tomas Lauritzen 6/1, Frode Hagen 4, Glenn Sol- berg 4, Öystein Garstad 3, Stian Vatne 2. Varin skot: Steinar Ege 4 (þar af 2 til mótherja). Frode Scheie 7 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Mörk fslands: Patrekur Jóhannesson 6/1, Bjarki Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 5/2, Sigurður Bjarnason 4, Björgvin Björgvins- son 2, Davíð Ólafsson 1, Róbert Sighvats- son 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9 (þar af 4 til mótherja). Bjarni Frostason 3/1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Roland Buerdi og Kurt Heutschi frá Sviss. Dæmdu ekki vel. Áhorfendun 1.150. Júgóslavía - Rúmenía 25:17 í dag leika: Júgóslavía - Noregur Danmörk - Rúmenía Víkingur-Grótta 22:23 Víkin: íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, frestaður leikur úr 15. umferð, miðvikudaginn 31. janúar 1996. Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 5:7, 8:7, 10:8, 11:10, 12:10, 12:14, 16:15, 16:19, 18:19, 19:22, 21:22, 22:23. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 5, Guð- mundur Pálsson 5/2, Kristján Ágústsson 4, Árni Friðleifsson 3, Knútur Sigurðsson 2, Rúnar Sigtryggsson 2/1, Hjörtur Örn Arnarson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 11/1 (þaraf 3/1 til motherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Gróttu: Júrí Sadovski 9/6, Einar Jónsson 3, J6n Þórðarson 3, Róbert Rafns- son 3, Jens Gunnarsson 2, Jón Örvar Krist- insson 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 15/3 (þaraf 4 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, dæmdu í heildina vel en misstu örlítið taktinn í lokin. Áhorfendur: 400. 1.DEILDKARLA Fj. loikja U J T Mörk Stig VALUR 16 13 2 1 438: 359 28 KA 15 14 0 1 431: 377 28 HAUKAR 16 9 3 4 416: 385 21 STJARNAN 16 9 2 5 417: 391 20 FH 16 7 3 6 431:400 17 UMFA 15 7 1 7 363: 357 15 GRÓTTA 15 6 2 7 352: 360 14 ÍR 16 6 1 9 353:377 13 SELFOSS 15 6 0 9 379:405 12 VÍKINGUR 15 4 0 11 334: 358 8 ÍBV 13 3 1 9 308: 344 7 KR 16 0 1 15 378: 487 1 2. DEILD KARLA BREIÐABLIK- FJÖLNIR ................36: 19 Fj. leikja U J T Mörk Stig HK 12 11 O 1 402: 234 22 FRAM 12 11 0 1 353: 241 22 ÞÓR 13 9 0 4 325: 311 18 FYLKIR 12 7 0 5 321:279 14 IH 13 7 0 6 282: 289 14 BREIÐABLIK 12 5 1 6 306: 299 11 Bí 12 3 2 7 312: 365 8 ÁRMANN 13 1 1 11 267: 427 3 FJÖLNIR 13 0 0 13 271:394 0 Knattspyrna England Úrvalsdeild: Aston Villa - Liverpool..........................0:2 - (Collymore 61., Fowler 65.). 39.332. Nott. Forest-Leeds..............................2:1 (Campbell 38., Roy 56. - vsp.) - (Palmer 54.). 24.465. Southampton - Manchester City..........1:1 (Shipperley 65.) - (Rosler 84.). 15.172. West Ham - Coventry............................3:2 (Riepers 46., Cottee 60., Dowie 86.) - (Du- blin 64., Whelan 82.). 18.884. Staðan Newcastle.............23 17 3 3 45:19 54 Liverpool ..............24 13 6 5 48:21 45 Man.United..........24 13 6 5 42:27 45 Tottenham............24 11 8 5 33:24 41 Nott. Forest...........24 10 10 4 35:33 40 AstonVilla............23 11 6 6 29:18 39 Blackburn.............24 11 5 8 37:26 38 Arsenal.................24 10 7 7 32:24 37 Everton.................24 10 6 8 35:26 36 Chelsea.................24 9 9 6 25:25 36 Leeds.....................24 10 5 9 31:34 35 Middlesbrough......24 9 6 9 26:26 33 Sheff.Wed............23 6 8 9 33:36 26 WestHam.............23 7 5 11 25:35 26 Southampton........24 5 9 10 23:34 24 Wimbledon............24 6 6 12 33:46 24 Man.City..............24 5 6 13 14:34 21 Coventry...............24 4 8 12 31:48 20 Q.P.R....................24 5 3 16 18:36 18 Bolton...................24 3 4 17 23:46 13 1. deild: Luton - Sheffield United..........................1:0 Skotland Bikarkeppnin, 3. umferð: Hamilton - St Johnstone..........................0:1 Hearts - Partick.......................................1:0 Clyde - Dundee........................................3:1 ¦Clyde mætir Rangers á heimavelli í 4. umferð. Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Espanyol - Zaragoza...............................0:0 Portúgal Bikarkeppnin: Sporting - Campomaiorense..................4:1 Guimaraes - Belenenses.........................1:0 Maritimo - Vila Real...............................2:0 Lamego - Porto 1:1 ¦Eftir framlengingu. Farense - Benfica...................................1:1 ¦Eftir framlengingu. Felgueiras - Penafiel..............................1:2 Afríkukeppnin Undanúrslit Durban, Suður-Afríku: Túnis - Zambía.......................................4:2 Adel Sellimi 2 (16., 85. - vítasp.), Zoubeir Beya (30.), Kaies Kodhbane (47.) - Denn- is Lota (68.), Hilary Makasa (90.). 6.000. Jðhannesarborg: Suður-Afríka - Ghana...........................3:0 John Moshoeu (22., 87.), Sean Bartlett (46.). 65.000. ¦Suður-Afríka og Túnis leika til úrslita í keppninni á laugardag. Körfuknattleikur NBA-deildin LA Lakers - Golden State................128:118 Houston - Chicago...............................87:98 Indiana - Atlanta...............................107:90 Miami - Phoenix................................99:114 Minnesota - Denver.............................86:88 Dallas-NewJersey.............................97:88 Sacramento - Toronto.......................102:75 íshokkí NHL-deildin Detroit-Toronto.....................................4:2 SanJose-Hartford.................................8:2 ¦NY Islanders - Buffalo..........................5:4 ¦Calgary - Edmonton.............................3:2 ¦Vancouver - New Jersey.......................3:2 ¦Eftir framlengingu. Sund Malmö, Svíþjðð Heimsbikarmót í 25 m laug: 100 m skriðsund kvenna: l.LindaOlofsson(Svíþjóð)..................56.12 2.LouiseJohncke(Svíþjóð).................56.22 200 m skriðsund karla: 1. ChrisFydler(Ástral.)...................1:48.27 2. JaacobRasmussen(Danmörku)...1:48.47 50 m bringusund kvenna: l.TerrieMiller(Noregi)......................32.23 2.AlicjaPeczak(Póll.).........................32.44 100 m bringusund karla: l.GregSchmid(Bandar.).................1:02.20 2. Börge Moerk (Noregi)..................1:02.26 400 m fjórsund kvenna: 1. Elli Overton (Ástral.)....................4:39.51 2. Hana Cerna (Tékkl.).....................4:40.52 100 m flugsund karla: 1. Denis Silantiev (Úkraínu)................53.24 2. Vesa Hanski (Finnl.)........................53.66 100 m baksund kvenna: l.MetteJacobsen(Danmörku).........1:00.32 2. Camilla Johansson (Svíþjóð).........1:03.38 50 m baksund karla: 1. TomislavKarlo (Króatíu).................25.51 2. Mariusz Siembida (Póll.)..................25.52 200 m flugsund kvenna: l.AngelaKennedy(Ástral).............2:12.00 2. Sophia Skou (Danmörku).............2:12.74 200 m fjórsund karla: 1. Jani Sievinen (Finnl.)....................1:55.44 2. Petteri Lehtinen (Finnl.)...............2:00.21 400 m skriðsund kvenna: 1. Irene Dalby (Noregi)...............-.....4:08.06 2. Malin Nilsson (Svíþjóð).................4:10.93 50 m skriðsund karla: 1. Yoav Bruck (ísrael).........................22.60 2. ChrisFydler(ÁstraL)......................22.68 200 m bringusund kvenna: l.AlicjaPeczak(P611.)......................2:27.47 2.AlenkaKejzar(S16veníu)..............2:28.83 800 m skriðsund karla: 1. Jorg Hoffmann (Þýskal.)..............7:46.39 2. Jacob Carstensen (Danmörku).....7:57.50 100 m fjórsund kvenna: l.EUiOverton(Ástral.)....................1:02.51 2. Angela Kennedy (Ástral.).............1:03.62 200 m baksund karla: 1. Ralf Braun (Þýskal.).....................1:57.62 2. Mariusz Siembida (Póll.)...............1:58.52 50 m flugsund kvenna: l.AngelaKennedy(ÁstraL)................27.45 2. Gabrijela Ujcic (Króatíu).................28.27 IÞROTTIR Ikvöld kl. 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeildin: Keflavík: Keflavik - Þ6r A. Sauðárkrókur: Tindastóll - Valur Seljaskóli: ÍR - ÍA Strandgata: Haukar - Skallagrimur Smárinn: Breiðablik - Grindavík BLAK Bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Hveragerði: ÍF Hamar - HK.....20.30 HANDKNATTLEIKUR Klaufaskapur í kuldanum Frostið í Stange mældist 15 gráður skömmu fyrir leik Nor- egs og íslands í Lottó-keppn- inni í gærkvöldi og var sem hrollur- HBHHB 'nn va'n ekki farinn Steinþór úr mönnum Guðbjartsson skömmu áður en skrifar flautað var til leiks- fraHamar ^ íslendingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik og höfðu þriggja marka forystu í hléi, 15:12, en þeim tókst hvorki að halda fengnum hlut né bæta við þrátt fyrir mörg góð tækifæri og misstu leikinn niður í eins marks tap, 25:24. Fyrir leikinn var rætt um að reyna að spila sem liðsheild og leggja áherslu á agaðan sóknar- leik. Þorbjörn áréttaði sérstaklega fyrir strákunum að mikilvægt væri að taka ekki áhættu þegar þeir væru yfir því mistök gætu reynst dýrkeypt. Hann talaði af reynslu en strákarnir náðu ekki að fara eftir því sem fyrir þá var lagt þeg- ar mest á reyndi. Ótímabær og vanhugsuð skot og misheppnaðar sendingar gerðu útslagið. Guðmundur varði vel og vörnin stóð fyrir sínu í fyrri hálfleik en þá gekk líka sóknarleikurinn mun betur. Örar skiptingar í seinni hálf- leik og brottvísanir, margar hverj- ar út í hött, komu niður á liðsheild- inni; leikmenn áttu erfitt uppdrátt- ar einum færri í vörninni - til dæmis gerði Jan Thomas Lauritzen fjögur mörk eftir gegnumbrot í slíkri stöðu en hann skoraði ekki fyrir hlé - og menn gleymdu oft að spila heldur ætluðu sumir að gera hlutina sjálfir. Dómararnir færðu síðan Norðmönnum sigurinn á silfurfati þegar þeir vísuðu Ró- SÓKNAR- NÝTING Lottó-keppnin •Jm NOREGUR Möri\ Séknir % ÍSLAND Mork Sáknir % 12 25 48 F.h 15 25 60 13 22 47 59 53 S.h Alls 9 22 41 25 24 47 51 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horrt Llna Víti bert af velli mínútu fyrir leikslok í stað þess að dæma augljósan ruðning á heimamenn, sem nýttu sér liðsmuninn og luku sókninni með marki. 15_ sekúndum fyrir leikslok fengu íslendingar auka- kast. Þeir tóku leikhlé, það eina sem tekið var í fyrstu tveimur leikj- um keppninnar, og úr varð að Bjarni markvörður fór inn á línu. Hugmyndin var að senda á Davíð í vinstra horninu en sendingin rat- aði ekki rétta leið og Norðmenn fögnuðu ógurlega. Það var ástæðulaust að tapa þessum leik en hafi menn lært af mistökunum eru ekki hundrað í hættunni. Einna ánægjulegast var að sjá tilþrif nýliðans Björgvins Björgvinssonar. Bjarki byrjaði mjög vel og Sigurður kom nokkuð sterkur inn, Olafur og Patrekur gerðu góð mörk og Guðmundur varði vel. Bjarni kom inn á um miðjan seinni hálfleik og tók m.a. vítaskot í stöðunni 24:24. Varnar- leikurinn var oft nokkuð góður. Dagur skilaði miðjustöðunni ágæt- lega og Róbert var ágætur í hlut- verki fremsta manns en sem fyrr sagði var erfitt fyrir strákana að vera einum færri, hvað þá í 10 mínútur í seinni hálfleik. Björgvin Björgvinsson góðurífyrsta landsleiknum Fúlt ad tapa, en fall er fararheill Björgvin Björgvinsson úr KA stóð sig vel í fyrsta A-lands- leik sínum en hann lék reyndar aðeins fyrri hálfleikinn. Hann var fastur fyrir í vinstra horninu og skoruðu Norðmenn ekki þaðap með- an hann var inni á vellinum. í sókn- inni fékk hann tvö tækifæri og nýtti bæði. Fyrst úr horninu þegar hann kom íslandi í 8:7 upp úr miðj- um fyrri hálfleik og síðan breytti hann stöðunni í 14:10 eftir hraða- upphlaup og sendingu frá Bjarka tveimur mínútum fyrir hlé. „Það er alltaf gaman að spila og sérstaklega að leika fyrsta landsleik- inn," sagði hann ánægður við Morg- unblaðið að leik loknum. „Ég var ótrúlega lítið taugaóstyrkur, stressið var miklu meira í yngri iandsliðunum þar sem ég fékk þó fá tækifæri. Mér gekk illa í upphituninni og var ekki bjartsýnn en síðan tilkynnti Þorbjörn byrjunarliðið og sagði mér að spila eins og ég væri vanur. Ég er mjög sáttur við byrjunina þó fúlt sé að tapa en fall er fararheill." Margir góðir kaf lar Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, tók tapinu með stóískri ró. „Ég er ekki óánægður með leikinn því þaðvoru margir kaflar nokkuð góð- ir. I fyrri hálfleik spiluðum við oft mjög skynsamlega og gerðum góð mörk en misskilningurinn í lokin stafaði fyrst og fremst af æfinga- leysi. Við höfðum ekki ákveðið neitt ef svona staða kæmi upp en" með smá heppni hefðum við getað halað inn sigur." Meira var skipt inn á í seinni hálfleik og riðlaðist leikurinn við þær en Þorbjörn sagði að nauðsyn- legt hefði verið að gefa mönnum tækifæri. „Það gengur ekki að fara með svona marga menn í mót sem þetta og nota þá ekki því það er hálf ömurlegt að vinna úr þessu ef sömu mennirnir eru ávallt notaðir. Hins vegar hélt ég aftur af mér með að skipta Leó Erni og Aron inn á því skiptingarnar höfðu áhrif og ég vildi sigra. Ég er hundfúll yfir því að tapa en ég sá marga já- kvæða punkta og þetta er jákvætt með framhaldið í huga." íslendingar óheppnir Harald Madsen, þjálfari Noregs, var í skýjunum með sigurinn. „Sig- urinn kom mér á óvart. 6-0 vörn okkar var ekki góð í fyrri hálfleik en ungu strákarnir, sem flestir eru fæddir 1974, bættu um betur eftir hlé. Þeir léku vel en íslendingar voru óheppnir." Júgóslavar eru með f rábært lið Steinþór Guöbjartsson skrifar frá Hamar Júgóslavar fóru á kostum þegar þeir tóku Rúmena í kennslu- stund í fyrsta leik Lottó-keppninn- ar. Rúmenar gerðu annað mark sitt á 12. mínútu og minnkuðu muninn í 6:2 en 10 mínútum síðar var staðan 12:2. Munurinn var „aðeins" níu mörk í hléi, 16:7, en skömmu síðar stóð 20:9 á marka- töflunni og lokatölur 25:17. Leikur Júgóslava minnti í mörgu á þá gömlu góðu. Markvörðurinn Goran Stojanovic var frábær, varn- armennirnir voru ótrúlega samstíga og ðruggir og sóknarleikurinn fjöl- breyttur og markviss. Yfirburðirnir byggðust fyrst og fremst á traustri vörn og markvörslu en Júgóslavar gerðu sjö mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Ört var skipt inn á og komust leikmenn þegar í takt við leikinn en mörkin skiptust á 10 leikmenn. Rúmenar voru með nokkuð breytt lið frá því í leikjunum gegn íslandi í Evrópukeppninni á liðnu hausti en þeir sáu aldrei til sólar og hljóta að taka sig saman í andlit- inu fyrir viðureignina gegn íslandi annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.