Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8
IH*¥0mil'IaMfe KORFUKNATTLEIKUR / NBA „Galdramaðurinn" Earvin Johnson kominn afturáferðina með Lakers Reuter „MAGiC" Johnson var maður dagsins f Los Angeles þegar hann hóf að leika með liði Lakers að nýju. Tll hægrl er hann með knöttinn í lelknum gegn Golden State og að ofan með samherjum sínum fyrir lelkinn. Til hægri er Vlade Divac. Get varia lýst hve stórkost- lega mér líður EARVIN „Magic" Johnson, einn besti körfuknattleiksmaður sög- unnar, iék í fyrrinótt fyrsta leik sinn í NBA deildinni í Bandaríkjun- um eftir fjögurra og hálfs árs hlé. Hann þótti leika vel; hef ur engu gleymt þó svo hann sé 14 kílóum þyngri en þegar hann var uppá srtt besta. Koma hans til Los Angeles Lakers hafði greinilega góð áhrif á leik liðsins, sem sigraði Golden State örugg- lega 128:118 ískemmtilegum leik fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Galdramaðurinn, eins og John- son var gjarna kallaður vegna frábærra hæfíleika, var alsæll eftir leikinn í Forum höllinni í Los Angel- es. „Ég get varla lýst því með orðum hvernig mér líður, mér líður svo stórkostlega," sagði kappinn eftir leikinn og bætti við að það hefði verið dásamleg tilfinning að komast aftur út á gólfið í Lakers-búningn- um.-Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri ekki alveg kominn í nógu góða æfíngu til að standast þeim bestu snúning, en vonaðist til að það breyttist innan tíðar. „Magic" er orðinn 36 ára en sýndi marga af sínum gömlu töktum og stundum leit út fyrir að hann hefði ekki misst úr einn einasta leik. Hann gerði alls 19 stig í leiknum, átti 10 stoðsendingar og tók átta fráköst. Var því ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu, eins og það er kallað, sem er mjög eftirsótt: að ná tveggja stafa tölu í þessu þrennu. Og þetta afrekaði Johnson þrátt fyrir að leika aðeins í 27 mínútur af 48. Þess má geta að hann hitti úr sjö af 14 skotum utan af velli. Upphitun En þrátt fyrir mikla stemmningu í fyrrinótt telja margir leikinn gegn Golden State einungis upphitun fyr- ir stórleikinn á föstudag, er Jordan og samherjar í Chicago koma í heim- sókn. Johnson sagðist hlakka til þeirrar viðureignar og brosti sínu breiðasta á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Warriors; brosið þótti einmitt eitt af vörumerkjum hans á sínum tíma, auk „blindrasending- anna" og hraðaupphlaupanna sem hann stjórnaði svo vel og var eitt einkenna hins frábæra Lakers liðs níunda áratugarins. Þegar liðið var upp á sitt besta voru leikmenn liðsins með stærstu stjörnum borgarinnar sem skartar þó frægustu kvikmyndaleikurum heimsins, en eftir að gengi liðsins versnaði breyttist það. Síðustu miss- eri hefur leiðin reyndar legið upp á við á ný og ljóst þykir að endurkoma „Galdramannsins" á eftir að hafa mikil áhrif. Eitt merki um það er að uppselt er á næstu leiki liðsins og fréttir bárust af því í gær að einkamiðasalar voru að selja miða á föstudagsleikinn á 1.000 dollara - 65 þúsund krónur. í stöðu framherja Johnson byrjaði á varamanna- bekknum en kom inná þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af fyrsta fjórðungi við gífurlegan fögnuð 17.505 áhorfenda, sem troðfylltu Forum höllina. Joe Smith, framherji Warriors, sem hélt mikið upp á Johnson á yngri árum, sagðist á eftir hafa viljað fagna þegar hetjan kom inn á, „en ég gat það ekki vegna þess að ég var í liði mótherj- anna," sagði hann. Johnson var í 12 ár leikstjórnandi Lakers, en þegar hann kom inn á í fyrrinótt fór hann í stöðu fram- herja. En taktarnir voru þeir sömu, „blindrasendingarnar" á sínum stað, þegar hann horfði í eina átt og sendi Chicago jafnaði metLA Lakers ÁSAMAtímaog„Magic" Johnson lék á ný med Lakers héidu Michael Jordan og fé- lagar í Chicago Bulls áfram sigurgöngu sinni og jöfnuðu met Lakers-liðsins frá tímabil- inu 1971-72; hafa nú sigrað í 39 leikj um en aðeins tapað þremur. Chicago sigraði meistarana í Houston Rockets á út ivelli, 98:87 og þar var Seottie Pipp- en í aðalhlutverkinu; gerði 28 stig en Michael Jordan var með 22 þrátt fyrir að þykja ekki ná sér á strik. Auk þess að j aí'na met Lak- ers, með flesta sigra á móti þrenwr töpum í byrjun móts, bætti Chicago félagsmetið með því að sigra í 16. lcikuum í roð. „Ég vil gjarna að Uðið haldi sínu striki og bæti metið enn því ég er mjðg hreykinn af alVekinu," sagði Jordan. Chicago hafði tapað síðustu sjii leikjum i Houston en nú var sigu ri íui aldrci í hættu. Olajuwon skoraði 31 stig fyrir meistarana og Clyde Drexler gerði 23. Liðið var án Mario Elie, sem er meiddur og áttí aldrei mðguleika. „Þegar lið okkar gerir svona mörg mistök getum við ekki sigrað lið eins og Chicago," sagði Olajuwon. „Eg er ekki reiður, ég er mjög vons vikinn vegna þess við vit- um að við erum með nógu gott lið til að sigra þá." Barkley með 37 stíg Charles Barkley er að ná sér á strik eftír m ciðsli og gerði 37 stíg gegn Miami Heat á úti- velli er Phoenix Suns sigraði 114:99. Phoenix hefur þar með sigraði í 17 af 18 lcikjum gegn Heat frá upphafi, þar af í öllum . niu í Miami. Shaquille O'Neal gerði 30 stíg og Anfernee Hardaway 27 er Orlando vann 29. leikinn í rðð á heimavelli. Boston Celtícs kom í heimsókn og Orlando sigraði 104:99.0'Neal tók að auki 19 fráköst, varði knöttinn fimm sinnuni og áttí sjö stoðsendingar. Hardaway átti níu stoðsendingar. Or- lando hefur þar raeð sigrað í ölium 22 heimaleikjum vetrar- ins. síðan í aðra átt á samherja, og fleira í þeim dúr — og þrátt fyrir að leika sem framherji var það hann sem stjórnaði hraðaupphlaupunum. Hann viðurkenndi á eftir að hafa verið frekar stirður og taugaóstyrk- ur í byrjun — „eins og 36 ára ný- liði" — en hefði fljótlega gleymt því og liðið vel. Samningur Johnson við Lakers gildir aðeins út tímabilið og hann fær 2,5 miljónir dollara fyrir sinn snúð; andvirði rúmlega 160 milljóna króna. Hann sagðist ekki ákveða fyrr en eftir úrslitakeppnina í vor hvort hann heldur áfram með liðinu eftir þetta keppnistímabil. Lakers hefur sigrað í 25 leikjum í vetur og tapað átján, en reiknað er með að því gangi enn betur eftir að Johnson er byrjaður á ný og verði jafnvel talið með sigurstrang- legri liðum í deildinni í vetur. Cedric Ceballos gerði 33 stig fyr- ir Lakers. Tim Hardaway gerði 24 og Joe Smith 23 fyrir Warriors sem hafa nú tapað sjö af síðustu 10 leikj- Patrick Ewing valinn í 10. Stjörnuleikinn PATRICK Ewing frá New York, David Robinson frá San Antonio og samherjamir frá Utah Jazz, Karl Malone og John Stockton voru með- al þeirra 14 sem valdir voru sem varamenn fyrir NBA-Stjörnuleikinn en byrjunarliðin voru birt í Morgunblaðinu í gær. Áhorfendur á NBA-leikjum og aðrir áhugamenn um deildina kjósa hverjir byrja inná í liðum Austur- og Vesturstrandar hverju sinni en þjálfarar NBA-liðanna kjósa síðan um hina. Ewing verður nú með í Stjörnuleiknum í tíunda sinn, Robinson í sjöunda sinn og þeir Malone og Stockton báðir í áttunda skipti. Leikurinn nú verður sá 46. í röð- inni og fer fram í San Antonio 11. febrúar. Varamenn Austurstrandarliðsins eru eftirtaldir: Terrell Brandon frá Cleveland og Reggie Miller frá Indiana bakverðir, Ewing og Alonzo Mourning frá Miami miðherjar og framherjar Vin Baker frá Mil- waukee, Glen Rice frá Charlotte og Juwan Howard úr liði Washington. Varamenn liðs Vesturstrander verða bakverðirnir Stockton, Gary Payton frá Seattle og Mitch Richmond frá Sacramento, miðverðirnir Robinson og Dikembe Mutombo frá Denver og framherjarnir Malone og Sean Elliott frá San Antonio.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.