Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 1
h |KiMpWl|#^ EinarMár á sléttunum miklu/2 TÖlum frekar um bókmenntir /3 Frá hugmynd að veruleika/8 MENNING LISTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1996 BLAÐ Peter Iloeg- Nýskáld- saga Hoeg 1. apríl „KONAN og apinn" nefnist næsta skáldsaga Danans Pet- ers Hoeg, sem kemur út 1. apríl. í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að ekki leiki nokkur vafi á því að bókin muni slá í gegn um allan heim og sennilega verði engin bók jafn umtöluð í Damörku þetta árið. Mikil leynd hefur ríkt yfir útkomu bókarinnar, en nú er ljóst að hún mun koma út í tíu þúsund eintökum. Sagan gæti gerst á okkar tímum og sögusviðið er London. Hún fjallar um Madelene og mannapann hennar, Erasmus. Að sögn forlagsins vegur bók- in salt á „hnífsegginni milli raunveruleika og ímyndunar, háðs, spennumynda og sælu - hún er ósvífin og skilur lesandann eftir snort- inn, er uppá- þrengjandi og i glannaleg, heim- I spekileg og róm- antísk." - Hoeg er 38 ára gamall og „Konan og apinn" er fimmta bók háns. Hoeg er maður feiminn og hefur tekist að forðast sviðsljósið undanfarin tvö ár, en með útkomu nýju bókarinnar verður hann að koma úr felum. Hoeg er skærasta stjarna danskra rithöfunda og engin bók eftir evrópskan rithöf- und, sem ekki skrifar á ensku, hefur selst jafn vel og bók hans „Lesið í snjóínn" frá því að „Nafn rósarinnar" eftir Italann Umberto Eco kom út. „Lesið í snjóinn" selst hins vegar enn vel og á meðal ann- ars eftir að koma út í Japan. Tökur á „Lesið í snjóinn" standa nú yfir. Leikstjórinn er Bille August og hefur hann fært sér snjóþyngslin í Kaup- mannahöfn undanfarið í nyt. í mars verður haldið til Græn- lands til að halda tökum áfram. Glóandi blóm GUDRUN Hrönn Ragnarsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í miðsal Kjarvalsstaða í dag kl. 16. Verk hennar líkjast húsgögnum við fyrstu sýn ^eða innanstokks- munum en sem slík þjóna þau engum tilgangi og sum þeirra eru skreytt með kögri sem gefur þeim skemmtilegan blæ. Einnig má sjá glóándi blóm undir glerhjálmum í röð á vegg. ¦ Guðrún vann verkin á sýning- una á síðasta ári og flutti þau hing- að frá eyjunni Svéabörg við Finn- land þar sem hún hefur búið síð- astliðin sjö ár. „Eg er ekki mjög viðkvæm fyrir því að sitja uppi á einhverjum múrum og horfa út á hafið," sagði hún aðspurð um hvort Sveaborg hefði ekki áhrif á hana sem listamann. Þó sagði hún að þögnin á eyjunni hefði töluverð áhrif á þá sem þar byggju. „Ég kom þangað upphaflega til að vinna í vinnustofu Norrænu list- amiðstöðvarinnar sem þar er og hef ílengst á staðnum." Eitt verkanna á sýningunni hef- ur verið sýnt áður og annað hefur verið sýnt í annarri mynd. Það hefur stækkað svolítið og skipt um efnivið og útlit. „Fyrra efnið lét ekki að stjörn," sagði Guðrún. Ogn fyndnir og kjánalegir „Ég hef verið töluvert að fást við hluti sem líkjast húsgögnum upp á síðkastið, en það er yfirleitt ekki hægt að nota verkin sem slík. Ég hugsa aðallega um þetta sem form án þess að tengja það endi- lega húsgögnum og það er gaman að eiga við þessar andstæður í efni. Að mýkjá þessi köntuðu, hörðu form með kögri t.d. auk þess sem hlutirnir verða ögn fyndnir og kjánalegir í leiðinni," ságði Guðrún. Blaðamaður nefndi að kögrið minnti hann á kúreka- fatatísku. „Það ér þín sýn. Hér á landi. er svoná lagað ekki mjög áberaridi _en áftur á móti í Hol- landi og írlandi til dæmis er allt í svona allskonar glysi og skreyti- kenndum hlutum á húsgögnum og innanstokksmunum. Verkið er eig- inlega hvorki glyskennt né „form- alískt". Blómin heita Rauða liljan," sagði hún og hló enda blómin ekk- ert lík liljum. „Þetta er eingöngu skreyti enda gefur blómið ekkert ljós frá sér. Það er svart áður en þú stingur því í samband. Blómin keypti ég og það er hægt að kaupa fleira í svipuðum stíl eins og til dæmis lítil glóandi jólatré. Hjálm- arnir yfír blómunum eru í raun krukkur sem ég burðaðist með frá Eistlandi og eru undan niðursoðn- um tómötum og gúrkum. Þetta er bara eitthvað sern kemur úr umhverfi mínu og ég vel að nota en ég hef notað svona litla' ljós- hluti sem efnivið í verk áður." Guðrún Hrönn Ragnarsdóttír Morgunblaðið/Kristinn 18 þúsundasta sýning „Músagildrunnar" London. Reuter. LEIKRITIÐ „Músagildran" eftir Agöthu Christie var sýnt í 18 þúsundasta skipti síðastliðið mið- vikudagskvöld. Leikritið var frum- sýnt árið 1952 þegar Winston Churchill var forsætisráðherra Bretlands og Jósef Stalín réði Sovétríkjunum. Ekkert leikrit hef- ur verið sýnt lengiir og bendir ekkert til þess að sýningum fari að ljúka.. Richard Attenborough lék í leik- ritinú þegar það var frumsýnt, en alls hafa um 400 leikarar komið fram í því. Leikarar, sem leikíð hafa í „Músagildrunni" hafa meira að segja stofnað með sér sérstakt félag. Þegar Churchill sá leikritið hafði hann komist að því í hléi hver morðinginn var. „Músagildr- an" er í miklu uppáhaldi hjá John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sem hefur lýst yfir því að hann ætli að koma með barna- börnin sín að sjá leikritið. Christie, sem lést árið 1986, gaf barnabarni sínu leikritið í afmælis- gjöf á níu ára afmæli þess. „Þetta er leikrit, sem hægt er að fara á með hyerjum sem er;" sagði Christie eitt sinn. „Það vekur hvorki ótta né hrylling." „Músagildran" hefur verið þýdd á 23 tungumál og sýnt í rúmlega 40 löndum. Leikritið var upphaf- lega skrifað fyrir útvarp. Réttur- íhn til að gera kvikmynd eftir leik- ritinu var keyptur fyrir löngu, en bið verður á kvikmyndinni því að samkvæmt sölusamningi má ekki hefja tökur fyrr en sex mánuðum eftir síðustu sýningu. Frægð „Músagildrunnar" er orðin slík að hún má nú heita ein helsta ferðamannagildra London. Mjúkur loðfeldsís ápinna POPPLISTAMAÐURINN Claes Oldenburg hefur stundað það að taka hluti, sem okkur þykja allajafna sjálfsagð- ir, úr sínu venjulega umhverfi og fylla þá „óróleika og ástríðu" svo vitnað sé í Germano Celant, listrýni í New York. í ; gær var opnuð sýning á verkum Oldcnbn rgs í Bundes-Kunsthalle í Bonn þar sem eru 200 skúlptúrar, klippimyndir og teikningar. Hér er um að ræða far^ andsýningu, sem sett hefur verið upp á þremur stöðum í Bandaríkjunum. I upphafi sjöunda áratug- arins var Oldenburg áberandi í listalífi í New York, en um þessar mundir er hans sérgrein stór listaverk við opinberar byggúigar og höfuðstöðvar stórfyrirtækja. Módel af slíkum verkum verða til sýnis í Bonn ásamt verkinu, sem sést hér að ofan og heitir „Mjúkur loðfeldsís á pinna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.