Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Frá hugmynd að veruleika
Undanfarin sjö ár hefur Kjartan Ólafsson
þróað Calmus-tónsmíðakerfi sitt og hlaut
fyrir skemmstu licentiat-gráðu fyrir vikið.
Hann sagði Ama Matthíassyni að
sköpun tónsmiðsins væri engu minni þó
notast væri við tölvu.
RJARTAN Ólafsson lauk fyrir
skemmstu námi í tónsrhíðum
við Sibeliusar-akademíuna finnsku
og hlaut fyrir licentiat-prófgráðu
sem samsvarar doktorsgráðu utan
Norðurlandanna. Snar þáttur í námi
hans og þar af leiðandi prófgráð-
unni er vinna hans við Calmus-tón-
smíðakerfi síðustu sjö ár, en það
er gríðarlega flókið tölvuforrit.
Kjartan Ólafsson segir að próf-
gráðan sjálf þýði í raun aðeins að
hann hafi lokið Calmus-verkefninu
og teljist því eitthvað fróðari um
ákveðið svið tónlistar. „Ég hóf
vinnu við Calmus 1988 og hef unn-
ið það að mestu innan akademíunn-
ar,“ segir hann. „Sibeliusar-aka-
demían er fyrst og fremst tónlistar-
skóli en ekki tækniskóli og aðal-
áherslan lögð á fagurfræðileg gæði,
þar var mönnum alveg sama hvaða
brögðum ég beitti til að ná þeim.“
Tæknimenn og músíkantar
„Til allrar hamingju fyrir mig og
mína vinnu voru þarna músíkantar
sem voru mjög færir tæknimenn
og á þessum sjö árum voru gerðar
tugþúsundir prufa á Calmus og
ijöldi tónsmíða saminn, einleiks-
verk, hljómsveitarverk, konsertar
og kammerverk," segir Kjartan og
bætir við að eftir á að hyggja beri
mörg þeirra verka það með sér að
tónskáldið sé að fást við nýtt öflugt
tónsmíðatæki; „ég verð að viður-
kenna að ég var eins og á ólmum
hesti, því þótt ég hafí skrifað forrit-
ið tók nokkur ár að ná valdi á því“.
Byggt á gervigreindartækni
Kjartan segir að Calmus byggi
að miklu leyti á gervigreindar-
tækni, en gervigreind byggist á því
að við hverja ákvörðun breytast
forsendur fyrir næstu ákvörðun,
þannig að þróun getur átt sér stað.
„Þetta tekur til flestra þátta tón-
smíðanna. Tónskáldið gefur for-
sendur og efnivið fyrir forritið, still-
ir það af, gefur liti og þróun. Þegar
því er lokið fer forritið af stað og
vinnur sjálfstætt úr öllum þessum
upplýsingum og er alltaf viðbúið
því að það komi upp einhver tón-
smíðaleg vandamál sem það þarf
að leysa sjálft. Þetta breytir í raun
ekki .tónsmíðaferlinu og sköpunin
er ekki minni, því tónskáldið skilar
frá sér sínum hugmyndum, kröfum
og óskum. Tónsmíðakerfí hafa í
raun verið til í árhundruð; til að
mynda eru sónötuformin og rondó-
formin vísir að tónsmíðakerfí eins
notað er oft í tölvum í dag. Tón-
smíðakerfi í tölvum eru iðulega mun
sveigjanlegri en eldri kerfi eins og
til mynda tólftónakerfi Schoen-
bergs. Eitt aðalatriði í öllum slíkum
kerfum er að styttá leiðina frá
hugmynd að veruleika.“
Enginn einn sannleikur
„Notandi Calmus hannar eigið
umhverfi enda er ekki til neinn einn
sannleikur í tónsmíðum. Hvert tón-
skáld hefur sín sérkenni og forritið
býður upp á það að tónskáldið
móti það eftir eigin þörfum og safni
sínum efnivið. Það eru ýmis stíl-
brigði sem fylgja tónskáldum og
þau er hægt að búa til í forritinu
og geyma. Einnig er hægt að láta
tónsmíðarnar erfa efnivið frá fyrri
tónsmíðum og í raun endurnýta."
Kjartan segir að þessa vinnu séu
mörg tónskáld að vinna með blaði
og blýanti, en Calmus bjóði upp á
að gera hana í öflugu og handhægu
umhverfi. Margir eigi þó erfitt með
að átta sig á forritinu og þótt það
sé fullbúið í dag hyggist hann gera
á því ýmsar endurbætur, meðal
annars til að gera það einfaldara
og þægilegra í notkun. „Tónskáld
eru ekki vön tölvuumhverfí og eiga
því erfitt með að tileinka sér það.
Þeirra börn eiga þó eftir að þekkja
slíkt umhverfi vel og þannig getur
sjö ára dóttir mín athafnað sig í
forritinu og stýrt því að hluta,“
segir Kjartan og kímir. „Tónskáld
eiga aftur á móti erfítt með að
tengja saman einhverjar tölvuað-
gerðir og tónlist og að teikna upp
hvemig laglína á að þróast; eiga
erfitt með að skila því til tölvunn-
ar, þó þau geti skrifað það á blað
nánast ósjálfrátt. Þeir sem reynt
hafa forritið eru þó allir ánægðir
með tónlistarforsendur þess og það
:
Morgunblaðið/Sverrir
KJARTAN Olafsson
skiptir höfuðmáli."
Kjartan segir að nú á tímum
tæknibyltingar séu menn að komast
yfir tæknibrjálæðið sjálft og farnir
að huga frekar að þeim gæðum og
möguleikum sem tæknin býður.
„Menn eru farnir að spyija spurn-
inga eins og á hvern hátt hefur
tölvan bætt mína vinnu, aukið af-
köstin og gæðin. Það er ekki nóg
að vera tengdur inn á alnetið, eiga
möguleika á að ná í allar uppýsing-
ar sem hugsast getur og hafa sam-
skipti við fólk um allan heim sem
er að fást við svipaða hluti, ef menn
hafa ekki í huga gæði vinnunnar
eða afköst. Upplýsingaleitin sem
slík er orðin aðalatriðið en ekki
úrvinnsla upplýsinganna eða hag-
nýtt gildi þeirra. íslenska mennta-
netið hans Péturs Þorsteinssonar
er dæmi um það hvernig tölvur og
nettenging getur aukið afköst og
möguleika við kennslu og sjálfstæð
vinnubrögð. Á móti kemur stjórn-
leysi alnetsins sem getur orðið
Þrándur í Götu markvissrar upplýs-
ingaleitar.“
Kjartan er með heimasíðu á al-
netinu, á slóðinni http://rvk.is-
mennt.is/'kjol, og þar hefur hann
meðal annars kynnt Calmus. Hann
segir að síðustu mánuði hafi um
fimm þúsund manns heimsótt síð-
una. „Ég er ánægður með þennan
áhuga, sem er mest að utan, og
hann gefur vísbendingu um að al-
netið eigi eftir að verða mikilvæg
leið til kynningar á hugbúnaði því
I raun stend ég jafnfætis hugbún-
aðarrisum með sínar heimasíður;
allir eiga jafna möguleika á netinu.
Á sama hátt getur netið nýst ís-
landi, sem er lítið og fjárvana mið-
að nágranna sína flesta, til kynn-
ingar og markaðssetningar."
VERK eftir Guðrúnu
H. Jónsdóttur.
Þrír lista-
menn í
Hafnarborg
í HAFNARBORG, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, verða
opnaðar þijár sýningar í dag, laug-
ardag.
Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir
sýnir vatnslitamyndir og er þetta
fyrsta opinbera sýning hennar, en
hún hefur fengist við vatnslitamálun
undanfarin níu ár, fyrst á námskeiði
hjá Ingibergi Magnússyni en síðar
undir leiðsögn listmálaranna Eiríks
Smith og Hrings Jóhannessonar.
Guðrún H. Jónsdóttir sýnir mál-
verk en hún er einnig þekkt undir
listamannsnafninu Gígja. Guðrún
nam við Myndlista- og handíðaskóla
íslands veturna 1979-81 og hefur
fengist við olíumálun síðan.
Sýningum þeirra lýkur 11. mars.
Annars konar landslag
í kaffistofu Hafnarborgar sýnir
kanadíski listmálarinn Ian Hobson.
Hann segist forðast að kalla sig
landslagsmálara því orðið kalli upp
í hugann mynd af málara sem situr
við trönur sínar úti í landslaginu og
málar það sem hann sér. Hobson
telur að svo beinu sambandi verði
aldrei komið á milli landslags og
myndar. Málverk hans sjálfs verða
til á löngum tíma, taka stundurp
fjögur til fimm ár og eru úrvinnsla
ótal hugmynda sem hann hefur síðan
mótað í skyssum og málverkum.
ísland hefur haft mikil áhrif á
Hobson þá mánuði sem hann hefur
dvalið hér við störf í myndlistastöð-
inni í Straumi. Það er ekki síst veðr-
ið hér sem hefur fangað hug hans
og hann hefur unnið hér um 160
teikningar og tuttugu og sjö olíumál-
verk. Myndirnar sem hann vinnur
hér eru liður í stærra verki sem mun
ná til þriggja landa við Norður-Atl-
antshafið; Nýfundnalands, Islands
og írlands. Við þetta verk nýtur
Hobson styrks frá kanadísku lista-
stofnuninni.
Sýning Ian Hobsons stendur til 5.
mars.
VETTVAIMGUR
Eistland í nýjum heimi
Eistlendingar hafa reynt að finna sig í nýjum heimi síðan þeir hlutu sjálfstæði, að
staðsetja sig upp á nýtt. f þeirri viðleitni hafa þeir leitað sögulegs uppruna síns en
í þarlendum bókmenntum hefur komið fram stefna sem kallast ethnofuturismi. Einn-
ig hafa Eistar lagt mikla áherslu á að tengjast betur umheiminum.
AÐ ER lærdómsrík upplifun að heim-
sækja þjóð sem er í deiglunni, sem
er að móta sjálfsmynd sína og stað-
setja sig upp á nýtt í heiminum. í
Eistlandi er talað um að hin tvílita heimssýn
sé á undanhaldi eftir að járntjaldið féll. Hin
pólitíska grunnandstæða á milli austurs og
vesturs hefur riðlast og í framhaldi virðist
hafa myndast hugmyndalegt tómarúm sem
endurspeglast glögglega í listum og menn-
ingu. Sumir Eistar tala um að nú þurfi að
fínna raunveruleikann sem hefur dulist ein-
hvers staðar inn á milli hugtaka eins og efn-
is og anda, lögmáls og frelsis. Kannski er
raunveruleikinn trúarlegt ástand, sagði eist-
neskur listamaður við mig fyrir skömmu.
Ein leiðin sem Eistar fara til að fínna sig
í nýjum heimi er að leita í fortíðinni. í bók-
menntunum hófst þessi leit reyndar nokkru
fyrir hrun múrsins. Árið 1980 kom fram hóp-
ur rithöfunda í landinu sem kenndi sig við
ethnofuturisma. Markmið hópsins var að
tengja saman í bókmenntunum forn og þjóð-
leg lífsviðhorf og nútímalegt form eða öfugt,
forn og þjóðleg bókmenntaform og nútíma-
lega heimssýn. Eistar hafa þannig reynt að
finna eðli sitt og sjálfsmynd í sögu sinni en
um leið hafa þeir reynt að finna samhljóm
við samtímann.
Mikilvægur þáttur í því að komast í takt
við nútímann hefur verið að tengjast betur
umheiminum. Á Sovéttíma var Eistland lokað
samfélag; upplýsingar frá öðrum heimshlut-
um bárust mjög óreglulega og þá oft í bjag-
aðri mynd. Það voru einkum mjög virkir og
opnir listamenn og fræðimenn sem komust í
tengsl við erlenda strauma og stefnur en
aðeins útvaldir í þessum hópum höfðu aðgang
að sérstökum deildum bókasafna sem höfðu
að geyma bækur með óæskilegum viðhorfum,
svo sem eftir Milan Kundera og Michel Fouc-
ault. Nú eru bókabúðir fullar af ritum þess-
ara höfunda og seljast vel.
En sennilega er sjónvarpið sterkasta tækið
til að tengjast umheiminum. Þijár eistneskar
sjónvarpsstöðvar keppast við að senda út
vestrænt efni, bandarískir sjónvarpsþættir eru
ríkjandi. Eitt kvöldið er sýnt frá söngva-
keppni þar sem verið er að velja lag til þátt-
töku í júróvisjón; það er í annað eða þriðja
sinn sem Eistar senda lag í keppnina. Hún
er talin mikilvæg fyrir þjóðina enda er hún
mikið rædd á meðal almennings. Má heyra
að hún er töluvert hitamál.
Eistar hafa einnig talið mikilvægt að efla
tengsl sín við Norðurlöndin þótt þeirtelji sjálfa
sig fyrst og fremst Evrópumenn. Norræna
upplýsingaskrifstofan hefur haft stóru hlut-
verki að gegna í þessum efnum síðastliðin
ár en slíkar skrifstofur á vegum norrænu
ráðherranefndarinnar eru í öllum Eystrasalts-
ríkjunum, Pétursborg og í Kaliningrad. Mið-
stöð þessarar skrifstofu í Eistlandi er í Tall-
inn en útibú er í Tartu. Skrifstofumar hafa
aðstoðað við að skipuleggja norræna menn-
ingarviðburði, ráðstefnur og ýmis konar fundi
í Eistlandi. Einnig hafa þær staðið fyrir nám-
skeiðum í norrænum tungumálum í háskólan-
um og aðstoðað nemendur við að afla sér
styrkja til frekara náms á Norðurlöndunum.
Einnig hafa skrifstofurnar unnið að því að
koma á viðskiptasamböndum við norræn fyr-
irtæki og hefur meira en 25 verkefnum af
því tagi verið hleypt af stokkunum.
Svíar og Finnar hafa verið ötulastir við að
stofna til ýmiss konar samstarfs við Eista á
sjálfstæðistímanum. Síðan íslendingar tóku
frumkvæði í að viðurkenna sjálfstæði þjóðar-
innar haustið 1991 hefur hins vegar lítið borið
á þeim þar. Sigurður Öm Brynjólfsson, sem
starfar í Tallinn við brúðumyndagerð, segist
undrandi á því að íslendingar skuli ekki hafa
haft meiri áhuga en raun ber vitni á því að
stofna til viðskiptasamstarfs við Eista á ein-
hveiju sviði. Sigurður hefur starfað í Tallinn
í þijú ár og segist ekki hafa orðið var við
nokkum áhuga íslendinga, hvorki ríkis né
einkaaðila, á að leggja peninga í rekstur í
Eistlandi síðan þeir gengu svo hetjulega fram
í viðurkenningu sjálfstæðis landsins.
Menningarleg sarnskipti hafa heldur ekki
verið mikil. Á síðasta ári var þó gefið út ljóða-
safnið, Við höfum ekki sést lengi, með þýðing-
um Hjartar Pálssonar á ljóðum eistneska
skáldsins, Jaans Kaplinski. Kaplinski er eitt
fremsta skáld Eista og hefur verið þýddur á
fjölmörg tungumál. Verður vonandi haldið
áfram á þessari braut. Rithöfundurinn ungi,
Emil Tode, hefur til dæmis vakið gríðarlega
athygli fyrir skáldsögu sína, Landamæraríkið,
sem hefur verið þýdd á tólf tungumál. Tode
þykir takast vel að lýsa sálarástandi þjóðar
sinnar eftir byltinguna, þjóðar sem dansar á
mærum tveggja heima, tveggja tíma. Það
væri verðugt verkefni að koma þeirri bók í
tæri við íslenska lesendur. ÞH