Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 D 7 Minningartónleikar í Breiðholtskirkju TONLEIKAR verða haldnir í Breiðholtskirkju til minningar um Svein-. björn Sveinbjörnsson á morgun sunnudag 25. febrúar kl. 16. Hann var sonur Friðrikku Eðvalds- dóttur og Sveinbjörns Bjarnasonar og var fædd- ur 23. febrúar 1971 og hefði því orðið 25 ára í þessum mánuði. Hann lézt af slysförum við Systrafoss í Kirkjubæjar- klaustri þann 24. ágúst 1980 þá á 10 aldursári. Á tónleikunum sem jafnframt eru til íjáröfi- unar fyrir orgelsjóð Breið- holtskirkju koma fram eftirtaldir listamenn; söngkonurnar Erla Þór- ólfsdóttir, Jóhanna G. Linnet, Ragnheiður Linnet, Sigrún Hjálm- týsdóttir, söngvararnir Bergþór Pálsson, Egill Ólasson, Eiríkur Hreinn Helgason, Friðbjörn G. Jónsson, hljóðfæra- leikararnir; Bjarni Sveinbjörnsson, Edda Borg Ólafs- dóttir, Jónas Þórir Þórisson, Ólafur Vignir Albertsson og Sigfús Halldórs- son; Kirkjukór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Daníels Jónassonar og Barnakór Breið- holtskirkju undir stjórn Árnýjar Al- bertsdóttur. Allir listamenn- irnir gefa sitt fram- lag til þessara tón- leika og rennur aðgangseyrir því óskiptur til orgelsjóðsins. Að loknum tónleikunum verður kaffisala í safnaðarheimili kirkj- unnar, einnig til styrktar orgel- sjóðnum. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson Alda, Hlynur og Steinunn sýna í Nýlista- safninu ALDA Sigurðardóttir, Hlynur Halls- son og Steinunn Helga Sigurðardótt- ir opna þijár sýningar í Nýlistasafn- inu á laugardag kl. 14. Gestur í setustofu safnsins er Örn Karlsson. Alda Sigurðardóttir sýnir fjórar myndir í forsal safnsins sem gerðar eru úr lituðu bómullarefni og festar á tréramma. Útsaumur og hekl er gert úr ívafi efnisins og nefnast verkin „Undan rekkjuvoðum". Lista- konan hefur gert myndir af sínum eigin ættum, einskonar minnismerki eða minnisvarða um það sem varð og það sem ekki varð. Hlynur Halls- son, sem búsettur er í Þýskalandi, sýnir í efri sölum safnsins. Sýningin ber heitið „Átta götumyndir frá Akureyri". Sýningin samanstendur af myndum, textum og bókverki. Steinunn Helga Sigurðardóttir sýnir í neðsta sal safnsins myndir sem unnar eru eftir myndum úr ís- lensku teiknibókinni. ísjenska teikni- bókin er varðveitt í Árnasafni, en Steinunn sem býr og starfar í Kaup- mannahöfn hefur haft aðgang að íslenskum handritum sem hún notar í verkum sínum. Listamennimir þrír útskrifuðust frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1993. Öm Karlsson, sem er gestur safnsins í setustofu, sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningarr.ar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu daginn 10. mars. Morgunblaðið/Asdís ANN Toril Lindstad, orgelleikari, og Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari. Fiðla og orgel í Hallgrímskirkju SJALDGÆF hljóðfæraskipan verður á tónleikum sem Listvinafé- lag Hallgrímskirkju býður til í kirkjunni á sunnudaginn, 25. febr- úar, kl. 17. Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, og norski orgelleikar- inn Ann Toril Lindstad flytja tón- list eftir norsku tónskáldin Konrad Baden, Klaus Egge, Trond Kverno og Knut Nystedt svo og tónverkið Skessur eftir Mist Þorkelsdóttur sem var samið sérstaklega fyrir þær stöllur og verður frumflutt á tónleikunum. Tónverkið Triptyc- hon II eftir Kverno er samið við nokkur erindi úr hinu forna Draumkvæði sem til er í þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns og mun Þorsteinn Guðmundsson, leikari, lesa þau í tengslum við orgelleik- inn. Tónleikar með eingöngu upp- runalegum tónverkum fyrir fiðlu og orgel em sjaldheyrðir. Laufey og Ann Toril settu sér það mark að finna tónverk eftir höfunda samtímans frá heimalöndum beggja, íslandi og Noregi. Þær völdu verk fyrir fiðlu og orgel eft- ir norsk tónskáld sem fædd eru snemma á öldinni, Largo funébre frá 1933 eftir Klaus Egge, Elegie ópus 51 eftir Konrad Baden og Concerto sacro ópus 137 eftir Knut Nysted frá 1993. Áðumefnt Triptychon II er samið árið 1989. íslenski þáttur dagskrárinnar er eins og áður sagði verk Mistar Þorkelsdóttur, Skessur. Laufey Sigurðardóttir er fiðlu- leikari í Reykjavík og hefur víða komið fram hér heima og erlendis, auk þess sem hún fæst við fiðlu- kennslu. Ann Toril Lindstad er menntuð í Noregi og Hollandi í orgelleik og kirkjutónlist. Hún var kantor í Laugarneskirkju í Reykja- vík árin 1985-1990. Þetta er í annað sinn sem þær Ann Toril halda tónleika saman í Reykjavík. Opið hús í Tónskóla Sigursveins Á DEGI tónlistarskólanna, laugardaginn 24. febrúar, verður opið hús í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 frá kl. 14-16. Fer þar fram árleg hljóð- færakynning og mun gefast tækifæri til að skoða og prófa flest þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Kennarar verða til aðstoðar og nemendur munu leika fyrir gesti. Allir eru velkomnir að heimsækja skólann. Þrennir nemenda- tónleikar Á DEGI tónlistarskólanna í dag, laugardag, verða þrennir nemenda- tónleikar á vegum Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Tónleikarnir eru haldnir í Bú- staðakirkju og hefjast kl. 13., 14.30. og 16. Þar koma fram nem- endur í píanó, fiðlu, selló og söng með ýmiss konar samleiksatriði. Síðustu viku hefur aðaláhersla verið lögð á kammertónlist í skóla- starfinu og eru tónleikarnir afrakst- ur þess. Við skólann stunda nú 178 nem- endur nám eftir Suzukiaðferðinni, en í þeirri aðferð er samvinna nem- enda og foreldra sett í öndvegi undir handleiðslu kennara. Bjarni Þór sýnir í Kolaportinu BJARNI Þór Þorvaldsson „Thor“ opnar myndlistarsýningu í kaffiter- íu Kolaportsins, laugardaginn 24. febrúar. Þetta er hans önnur einkasýing. Á sýningunni eru um 40 myndverk úr olíu, akrýl og unnin með penna. Sýningin er opin um helgar frá kl. 10-18 og stendur til 17. mars. Amma kemur til borgarinnar NORSKA kvikmyndin „Mormor og de átte ungene“ verður sýnd í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 25. febr- úar kl. 14. Myndin segir frá mömmu, pabba og börnunum átta sem búa öll sam- an í tveggja herbergja íbúð í Osló. Einn daginn kemur amma í heim- sókn og gistir hjá þeim á eldhúsgólf- inu. „Þá gerist ýmislegt skemmtileg því amma hefur aldrei komið til borgarinnar áður og margt framandi að sjá og gera,“ segir í kynningu. Myndin er byggð á sögunni „Átte Smá, To Store og en Lastebil" eftir Anne-Cath Vestly og Anne-Cath leikur sjálf ömmuna í myndinni. Myndin er með norsku tali og sýn- ingartíminn er 90 mín. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Lúðrasveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á þessu ári sifnnudaginn 25. febrúar kl. 15 í Tjarnarsal Ráðhússins. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Henry Filmore, Glenn Mill- er, Hector Berlioz, Sigfús Einarsson og Emil Thoroddsen. Meðlimir Lúðrasveitarinnar eru um 30 talsins og leika þeir undir stjórn Jóhanns Ingólfssonar sem tók við sveitinni sl. haust. Aðgangur er ókeypis. Purcell-tónleik- ar í Bústaða- MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjartan Ólason, Philippe Richard og Guðrún Hrönn Ragnarsd. - Kjarvalssýn- ing fram á vor. Listasafn íslands Ný aðföng III til 25. febr. Safn Ásgríms Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgrims út mars. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Norræna húsið Sams. myndlistarm. frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi til 10. mars. Gerðarsafn Thomas Huber sýnir til 10. mars. Ingólfsstræti 8 Hrafnkell Sigurðsson sýnir til 3. mars. Gallerí Sævars Karls Kristján Guðmundss. sýnir til 13. mars. Nýlistasafnið Alda Sigurðard., Hlynur Hallsson, Steinunn Helga Sigurðard. og Öm Karlsson sýna til 10. mars. Hafnarborg Guðrún H. Jónsd., Guðrún Ragnhildur Eiríksd. sýna til 11. mars og Ian Hob- son til 5. mars. Gallerí Stöðlakot Árdís Olgeirsdóttir sýnir til 3. mars. Listhús 39 Ásrún Tryggvadóttir sýnir til 10. mars. Gallerí Greip Jón B. Kjartanss. sýnir til 10. mars. Gallerí Fold Siguijón Jóhannsson sýnir til 10. mars og Sveinbjörg Hallgrímsd. sýnir í kynn- ingarhorhi. Listhús Ófeigs Erna G. Sigurðard. og Eva G. Sigurð- ard. sýna til 9%mars. Gallerí Sólon íslandus Anna María Siguijónsd. sýnir ljósmynd- ir til 17. _mars. Gallerí Úmbra 14 Langbrækur sýna til 13. mars. Gallerí Onnur hæð Vincent Shine tii 6. mars. Hafnarhúsið Sýning á lokaverkefnum nýútskrifaðra arkitekta til 25. febr. | Myndás Ljósmyndasýn. Páls Guðjónss. til 2. mars. TONLIST Laugardagur 24. febrúar Lúðrasveit Reykjav. í Ráðhúsinu kl. 15. Nemendatónl. ísl. Suzukisamb. í Bú- staðakirkju kl, 13., 14.30. og 16. Tónl. Tónlistarsk. Bessastaðahr. í samkomu-J sal hreppsins kl. 11 f.h. Samk. Björk f f Fella- og Hólakirkju kl. 16. Tónleikar Tónlistarsk. ísafj. í sal Grunnskólans kl. 16.30. Kór Dalvíkurkirkju í Árbæjar- kirkju ásamt kór Árbæjarkirkju kl. 17. Tölvusýn. í Tónisk. Keflav. kl. 13 og tónl.atriði á sal skólans. Sunnudagur 25. febrúar Minningartónl. um Sveinbjöm Svein- bjömsson í Breiðholtskirkju kl. 16. Tónl. Tónlistarsk. Isafj. í sal Grunnskólans kl. 16.30. Slökkviliðskórinn í Loga- landi, Borgarfirði. Söngur Passíusál- manna i Digraneskirkju. Afmælistónl. Tónlistarsk. Akureyrar í Akureyrar- kirkju kl. 17. Þriðjudagur 27. febrúar Björg Jónsd. og Signý Sæmundsd. á tónl. Tónl. LR i Borgarleikh. kl. 20.30. Sólarmegin í Hallgrímskirkju kl. 21. Miðvikudagur 28. febrúar Hljómsv. Tónlistarsk. í Reykjav. í Bú- staðakirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 24. febr., fim., lau. Kardemommubærinn lau. 24. febr., sun., lau. Glerbrot sun. 25. febr. Kirlgugarðsklúbburinn sun. 25. febr. Leigjandinn sun. 25. febr., fös. Ástarbréf sun. 25. febr. Borgarleikhúsið íslenska mafian lau. 24. febr., lau. Lína Langsokkur sun. 25. febr. BarPar lau. 24. febr., sua Konur skelfe lau. 24. febr., sun. Við borgum ekki, við borgum ekki fös. 1. mars. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd iau. 24 . febr. IlafuarfjarðarleikhÍLsið Hermóður og Háðvör lau. 24. febr., fös. Loftkastalinn Rocky Homor lau. 24. febr. Kaffileikhúsið Sápa þrjú og hálft lau. 24. febr., fös. Kennslustundin sun. 25. febr., fös. Grískt kvöld mið. 28. febr., lau. Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 24. febr. Ekki svona! sun. 25. febr. Leikfélagið Snúður og Suælda Veðrið klukkan 18 og Háttatími. Sýn. í Risinu, lau., sun., þri., fim. kl. 16. kirkju PURCELL-tónleikar verða í Bú- staðakirkju á sunnudaginn kl. 17. Leikin verður Sónata nr. 2 fyrir trompet og hljómsveit og tvö kórverk flutt. Kór Bústaðakirkju syngur ásamt níu einsöngvurum úr kórnum. Stjórnandi er Guðni Þ. Guðmunds- son. KVIKMYNDIR MÍR „Stríð og friður" frá kl. 10 að morgni til 18.30 að kvöldi. Norræna húsið „Mormor og de átte ungene“ sun. kl. 14. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Hvað er smásaga? mán. kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.