Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gengið til goða og vætta MYNPOST Listasafn Kópavogs - Gcröarsafn MÁLVERK Thomas Huber. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 10. mars. Að- gangur kr. 200 (að öllum sýningum hússins). LISTAMAÐURINN Thomas Huber hefur verið einn þeirra óvenjulegu ferðalanga sem leita hér eigin leiða. Hann hafði áður samein- að ferðalög og listsköpun, þegar hann hafði tekist á hendur fimm mánaða ferð á reiðhjóli þvert yfir Norður-Ameríku 1990, m.a. til að vinna að listsköpun í leiðinni. Thom- as kom hingað til iands haustið 1993 og hóf eins konar pílagríms- ferð um heimkynni goða, risa og dverga á Norðurlandi, miðhálendinu og loks að Fjallabaki, þar sem lista- maðurinn varð nærri úti um miðjan nóv- ember. Tilgangur ferðar- innar var að draga ' upp myndir og sögur Eddukvæðanna og flétta þeim saman við eigin reynslu á ferðinni, og í sýning- arskrá er framvindu ferðarinnar lýst í myndum og máli. Verður ekki annað séð en að þetta hafi á stundum verið hin mesta svaðilför, enda myndu fæstir ^ íslendingar telja þann árstíma sem listamaðurinn valdi sér hinn besta til gönguferða um hálendið. En til- ganginum var náð; 500 kílómetrar voru lagðir að baki fótgangandi, og afraksturinn mátti m.a. mæla í 500 metrum af málverkum (einkum 20 cm breið spjöld, sem listamaðurinn vann stöðugt á ferðalaginu). Á sýningunni er blandað saman myndum sem tengjast goðafræðinni og ferðalaginu (sem raunar er lýst á yfirlitskorti utan salarins), þannig að ljóst er að listamaðurinn virðist hafa lifað sig afar sterklega inn í heim goðsagnanna í þeim auðnum hrauna og sanda, sem hann ferðað- ist mest um. Málverkin eru unnin með grófum, allt að því bamslegum dráttum, og bera með sér ferskleika fararinnar fremur en vandvirkni vinnustofunnar. Goðin eru ung og glæsileg, en landið yfirleitt fremur dimmt og drungalegt; sú hugmynd að Ásgarð sé að finna í Herðubreið (sem hér er m.a. sýnd með þver- sniði innri hlutans) verður ásamt öðru til að efla mjög þau tengsl lands og goðsagna, sem Thomas vinnur út frá. Meðal sterkustu þátta hins goð- fræðilega efnis er myndgerð Þryms- kviðu, þar sem augu Þórs verða áhorfandanum minnisstæð. Hins vegar em það sjálfar ferðamyndim- ar, sem ef til vill heilla mest; gulir gönguskómir í. tengslum við sjón- deildarhring víð- áttumikilla sánda og hrauna, þar sem ýmsar goðsagna- vemr taka á sig mynd í klettum og nibbum. Sú dimma sýn á landið sem birtist hér er nokkuð langt frá þeirri ímynd, sem helst kemur fram í ferða- mannabæklingum. Hún er samt nær sanni um þessar slóðir, og á því væntanlega nokk- urt erindi við aðra ferðalanga, bæði hér á landi og erlendis. Hvergi verður landið raunvem- legra en í þeirri bið, sem lista- maðurinn lenti í við Landmanna- laugar 9.-13. nóvember, og er skemmtilega rakin hér. Framhald- ið var honum væntanlega einnig áminning um að það væri betra að virða land goðanna en að ganga út í óvissuna. Eiríkur Þorláksson THOMAS Huber: Freyja og Freyr. Mannlífsstemmningar SIGURJÓN Jóhannsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Fold í dag kl. 15. Siguijón hefur starfað við leikmynda- og búningagerð síðastliðin 25 ár, fyrst fastráðinn hjá Þjóðleikhús- inu en hefur verið sjálfstætt starf- andi undanfarin 10 ár og unnið jafnt við leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Siguijón var einn ijögurra stofnenda SÚM- hópsins sem veitti ferskum vindum inn í íslenskt listalíf á sjöunda áratugn- um._ „Ég hóf mitt starf sem málari og fór síðan yfir í leikhúsið. Ég hef málað þessa alþýðurómantík í 10 ár núna. Þetta em stemmning- ar frá Siglufirði þar sem ég er alinn upp. Ég upplifði sfldarævin- týrið mikla sem unglingur og sæki þangað myndefni auk þess sem ég mála líka mannlífsstemmningar úti í náttúranni, ég gef fólkinu frí frá sfldinni og býð því lautartúra," sagði Siguijón, „Lífið var svolítið hömlulaust á þessum tíma, mikil vinna og sterkt lifað. Staðimir breyttust á einni nóttu og að vera unglingur, að vakna til lífsins, við svona aðstæður var mjög áhrifa- ríkt.“ Sviðsetningar. Myndir hans em allar jafnstórar og á þeim er iðandi líf og mikið af fólki að spóka sig, hvort sem er við leik eða störf. Þær em litrík- ar og fallega unnar og klæðnaður allur svo vel málaður að hægt væri að sauma hann með léttum leik eftir myndunum. Allar mann- eskjumar á myndunum em and- litslausar. „Þær hafa karakter með yfirbragði sínu, klæðnaði og lík- amslögun. Myndimar bera keim af því að ég er mikið að teikna búninga. Ég fer mjög ítarlega í útlit fólksins og klæðnað. Þetta er sviðsett líka og þarna er ég leikstjórinn," sagði Siguijón og brosti. Siguijón var einn af þeim sem kynntu popplistina fyrir lands- mönnum á sínum tíma og málaði hann einkum í þeim dúr til að byija með. Hann játti því að nú fetaði hann hefðbundnari slóðir og látlausari. „Það er meira erind- ið með myndunum sem fyrir mér vakir heldur en form þeirra og ytri gerð og ég vil koma sögu til skila með þeim.“ Siguijón vinnur nær eingöngu með vatnslitum en segist gera klippimyndir stöku sinnum. Blaða- maður minntist mynda sem héngu á ganginum framan við vinnustof- una sem vom af öðram toga en vatnslitamyndirnar. „Þetta er sú myndgerð sem ég kom fram með árið 1964 og hefur loðað við mig. Klippimyndir og myndir gerðar úr margskonar efnum saman. Þær myndir hef ég ekki sýnt lengi vel nema á einstaka samsýningum," sagði hann. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGURJÓN Jóhannsson Hollenzki næturgalinn TÓNLIST Sígildi r diskar ELLY AMELING The Early Years. Ljóðasöngvar eftír Franz Schubert Elly Ameling sópr- an, Dalton Bald win/Rudolf Jansen, píanó. Philips Classics 438 528-2. Upptaka: ADD, Amsterdam 1972-76,1982/84. Lengd (4 diskar): 4:20:21. Verð: 4.699 kr. VENJULEGA hefur hér fyrir upphaf greinar staðið með upphafs- stöfum nafn tónskáldsins; í þessu tilviki hefði þannig átt að standa „SCHUBERT". En stöku sinni þarf ekki að fara í grafgötur um megin- aðild túlkandans að neonljósunum. Það gerist, þegar snillingar af stærð- argráðu Ellyar Ameling eiga í hlut. < Það er sagt, að hver hlustenda- kynslóð stallsetji sína listamenn og viðurkenni aldrei að fullu þá sem á eftir koma. Þeir sem uxu úr hljóm- listargrasi með Elísabetunum tveim- ur, Schwarzkopf og Schumann - og kannski Irmgard Seefried - em nú löngu orðin löggild gamalmenni. En fyrir seinni eftirstríðskynslóðinni (þ. á m. undirrituðum) er litlum vafa undirorpið, að aðalstjaman á vett- vangi þýzka söngljóðsins er hin nú liðlega sextuga hollenzka sópr- anmezzo Elly Ameling. Ekki sízt af ,því, að augljós arftaki hennar meðal söngkvenna virðist enn ekki hafa komið fram á sjónarsviðið, meðan aftur á móti hefur verið bent á nokkra líklega söngmenn (Andreas Schmidt og Bryn Terfel t.a.m.) sem gætu átt eftir að lyfta arfinum eftir Fischer- Dieskau og Gérard Souzay. Til skamms tíma þótti við hæfí f að útvíkka rómantísk-darwiníska þróunarhugtakið og tala um stöð- ugar framfarir í listum. Endurvakn- ing liðinna söngradda eins og í Nim- bus-diskaröðinni „Prima Voce“ hef- ur afhjúpað fáránleika slíkra til- burða. Því þó að stjömur á við Sjeljapin og Ponselle vissu t.d. ekki það sem tónsagnfræðingar vita í dag um „uppphaflegan" flutnings- POULENC Francis Poulenc: Píanótónlist 1 -2. Eric Parkin, píanó. Chandos CHAN 8637. Upptaka: DDD, London 10/1986 (1) & 11/1990 (2). Lengd: 58:32 (1) & 71:32 (2). Verð: 2 x 1.499 kr. SÖLUHÆFASTI varningur á vettvangi sígildrar tónlistar hefur, upp frá því er semballinn og síðar slagharpan héldu innreið sína i „betri“ heimili, verið litla skap- gerðarstykkið, ýmist stakt eða samsett í svítu. Og jafnvel þótt meira sé hlustað núorðið en spilað - útvarpið hefur þannig gjörsam- lega jarðað hina forðum blómlegu útgáfugrein óperu- og sinfóníuúr- drátta fyrir heimilispíanó — þá eim- ir enn eftir af ljóma hins húsum- hæfa píanósmástykkis. Hér er enda oftast um einkar hlustvæna tónlist að ræða, og jafnframt þá grein þar sem tónskáldin, allt fram á síðustu tíma, mæta yenjulegum hlustend- um á forsendum heimilanna, hafi fyrrtaldir á annað borð hæfileikann til að skrifa tónlist sem lætur vel máta eldri tónlistar, em túlkunar- framlög þeirra enn góð og gild, ekki bara fyrir smekk fyrri hluta aldarinnar. Sönn list er alltaf sígild. Það nær því litlum tilgangi að veg- sama yngri listamenn á kostnað hinna eldri, jafnvel þótt atriði eins og glissöður milli tóna, sem eitt sinn vom comme il faut, þyki nú óalandi í eyram, að ekki sé talað um hæfi- leikann til að ieyna útsmoginni smíðatækni undir fögru skinni. Með nokkrum sanni mætti kalla Francis Poulenc (1899-1963) arf- taka Eriks Saties, sem bar á góma hér í dálkinum fyrir hálfum mán- uði, því gmnnt var á grallaranum hjá þeim samlöndum, og áttu báðir til að leggjast í skefjalausustu stíl- brot, þó að Poulenc ætti þar senni- lega metið. Verk hans á þessum tveim disk- um falla flest undir ofanrædd for- merki skapgerðarstykkja. Þau eru yfirleitt stutt og laggóð (meðal- lengd stakra þátta kringum 2 rhín.) og hin áheyrilegasta tónlist, enda þótt þau geri oftast mun meiri kröfur til fingra en eyrna og því ekki jafn líkleg til að verða mis- þyrmt af viðvaningum. Fyrirferð- armest eru Les Soirées de Nazelles svítan, 15 Improvisations, Suite FranQaise d’aprés Ciaude Gervaise við efni eftir samnefnt 16. aldar endurreisnartónskáld og Théme varié með 11 tilbrigðum og kóda, en fjölda smærri verka og einþætt- og ófeijandi. En að téður hugsana- gangur er miklu eldri en bæði Darwin og rómantíska krafan um „fmmleika" í listum, sést bezt af því, að þegar 1477 skrifar niður- lenzki tónfræðingurinn Tinctoris, að óhlustandi sé á eldri verk en frá um 1430. M.ö.o.: ámáttlegt, fmm- stætt klastur! inga af ýmsu tagi er einnig að finna. Fjölbreytni tónverkanna er að vonum mikil, og skiptast á kátína, angurværð, söngvísi og ágengar hrynsláttaræfingar. En alltaf skín hin sérkenniiega gallíska lífsgleði og andagift samt í gegn. Engin furða að París tók við af Vín sem tónlistarhöfuðborg Evrópu upp úr aldamótunum, þegar tónskáldin fóru unnvörpum að losa sig undan viðjum forms og hefðar. Éric Parkin er hinn ágætasti píanisti og kemur flestú vel til skila. Upptaka fyrri disksins getur stundum jaðrað við að hljóma glamrandi, og er ekki gott að segja, hvort upptökustaðurinn valdi ein- hveiju um; alltjent var skipt um upptökustað (og kannski hljóðfæri um leið) fyrir seinni diskinn 1990, og virðist þar bera minna á þessum ljóði. En hvað sem því líður, þá fer hér mjög gott úrval af píanóverk- um eins höfuðtónskálda Frakka á okkar öld - og það sem meira er - bráðskemmtilegt líka. Það er alllangt síðan álíka mikl- um góðbita og umræddu diskaboxi hefur skolað hér á land, og er nærtækast að taka „eyðieyju“- stimpilinn fram úr pússinu af því tiiefni, því ef menn eru að sækjast eftir einhveiju sem endist, þá er hér verðug fjárfesting. Að vitund þess er þetta ritar hefur hollenzki næturgalinn Elly Ameling flest, ef ekki allt, umfram aðra ljóðasöngv- ara hljómplötumarkaðarins í dag og ber af sem gull af eiri fyrir dæmalausa mýkt, sveigjanleika, ótrúlega raddbeitingartækni, inn- blásna textatúlkun, gleði og hlýju. Vel er fyllt í tiltækt pláss; hér em eigi færri en 74 topp-sönglög meistara Schuberts, og þyrfti nokkrar blaðaopnur bara til að gera þeim einhver skil. Kalda vatn- ið milli skinns og hörunds á auð- velt uppdráttar í lögum eins og Im Abendrot, Nacht und Tráume, Rómanza úr „Rosamunde", An Silvia, An die Laute, Seligkeit, já, hvar á að hætta? Fyrsti diskur af fjórum er varla hálfnaður! Dalton Baldwin á heiðurinn af stórgóðum undirleik á fyrstu 3 diskunum og Rudolf Jansen á þeim fjórða, og er ekki að heyra annað en að báðir framfylgi hugsun jafnt tónskálds sem söngvara með nærri því yfirskilvitlegum næmleika. Eini galli hinnar annars frábæru upp- töku er fólginn í fetilsbanki, sem gerist endrum og eins svolítið áber- andi á góðum styrk með miklum bassa, en er ekki frágangssök. Að öllu öðru leyti er ADD hljóðritun Philips í sérflokki og meðverkandi til þess að maður tekur boxið fram á ólíklegustu stundum. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.