Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ THE Nordic Center má kalla Norðurlandaráð norrænna innflytjenda í Minnesota. Það var stofnað árið 1983, í framhaldi af „Scandinavian Today“ hátíðinni sem haldin var árið áður, með það fyrir augnm að sameina krafta norrænna innflytjenda á sviðum menningar, atvinnu og viðskipta. Eitt af verkefnum The Nordic Center hefur verið að bjóða vinn- * ingshafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs til Minnesota í þeim tilgangi að kynna verk hans í Minnesota, og á hinn bóginn að kynna listamanninum menningu fylkisins. Þetta verkefni heitir the Nordic Writer Program og er Ein- ar sá þriðji í röð rithöfunda sem hingað hafa komið. Verkefnið felst að hluta í sam- vinnu við háskóla á svæðinu svo og einn af stærstu menntaskólum Minneapolisborgar um kynningu á verkum vinningshafans og ljóða- samkeppni í framhaldi af því. Menntaskólanemendumir lásu valda kafla úr verðlaunabókinni Englar alheimsins í enskri þýð- ingu, en tveir háskólar höfðu þessa bók og önnur verk Einars sem hluta af námsefni annarinnar, og einn skóli tilkynnti verk Einars utan námsskrár. Einar heimsótti allar þær bekkjadeildir þar sem verk hans voru kennd og las úr eigin verkum og sat fyrir svörum nemenda og kennara. Góð landkynning Nemendur reyndust vera mjög vel undir komu hans búnir. Þeir höfðu ekki einungis kynnt sér verk hans vel, kvikmyndir, ljóð og skáldsögur, heldur einnig lesið um ísland og kynnt sér land og þjóð. íslendingasögurnar voru kynntar, landafræði, saga og tungumálið rætt, og fjallað um Island nútím- ans. Oft var fjallað um áhrif ís- lendingasagna á bókmenntir nú- tímans og ekki hvað síst áhrif þeirra á verk Einars. í þessum umræðum kom oft í ljós hversu vel Einar þekkir íslendingasögurn- ar og heimsbókmenntirnar yfir- leitt. Margir komu að máli við undirritaða til að lýsa hrifningu sinni á þekkingu Einars, ekki ein- göngu á sviði bókmennta heldur almennt séð á menningu Banda- ríkjamanna. Verk þekktustu rit- höfunda Bandaríkjanna voru hon- um ámóta töm og tilvísanir í eigin verk. Af mikilli kunnáttu og smek- kvísi, setti Einar verk sín í sam- hengi við önnur bókmenntaverk og hvernig hann tengdi bókmenn- takenningar og hugmyndir við eig- in verk og annarra var sérstaklega vel gert. Það er víst óhætt að segja að betri landkynning hefði verið vandfengin. Hápunktur heimsóknarinnar var kvöld til heiðurs Einari þar sem hann las úr eigin verkum í hátíðar- sal Augsburg College í Minnea- polis. Þar sem Einar Már hefur skrifað verk í flestum greinum bókmennta var af mörgu að taka þegar skipuleggja átti kvöldið. Mary Josefson, sem bar þungann af skipulagningu heimsóknarinn- ar, átti úr vöndu að ráða, en þar sem hann fékk verðlaunin fyrir Engla alheimsins snerist kvöldið að sjálfsögðu mikið um þá bók. Einar las eigin ljóð, svo og valda kafla úr verðlaunabókinni. Sýnt var úr kvikmyndinni Börn náttúr- unnar, Kvæðið um fuglana var sungið, og veitt voru verðlaun fyr- ir Ijóðasamkeppnina. Þrátt fýrir nístingskuldann og napran vindinn útifyrir, komu um 250 manns á þessa samkomu, og var Einari afar vel tekið. Lófaklappið varði vel og lengi og þegar brotinu úr Börnum náttúrunnar var lokið heyrðust óánægjuhljóð úr öllum áttum, gestir vildu greinilega fá að sjá meira. Að gömlum og góð- um íslenskum sið var gestum boð- ið í kaffi og kökur að lestri loknum og áritaði Einar bækur sínar, sem til sölu voru á staðnum. Ljóð um söguhetjuna Pál Það Ijóð sem fór með sigur úr býtum í ljóðasamkeppninni er eftir Deborah Friberg og nefndi hún það „Trapped". I ljóðinu veltir hún fyrir sér hver það sé sem er bund- inn í hlekki samfélagsins, og hvað Páll, sögumaður í Englum al- heimsins, gerði til að koma sér útúr þessum hlekkjum. Vel ort Ijóð um tilfinningar söguhetjunnar Páls. Þegar blaðamaður talaði við Deborah eftir verðlaunaafhend- inguna, stóð hún og var að glugga í Engla alheimsins sem mamma hennar hafði gefið henni að sigur- launum, og átti hún erfitt með að bíða með að lesa alla bókina til enda. Hún sagði að þeir völdu kaflar sem þau hefðu lesið í skól- anum hefðu breytt viðhorfi hennar mikið til geðsjúkra, og ekki nóg með það, heldur væri Islandsferð núna efst á óskalistanum. Móðir hennar tók undir það, og sagðist Ljósmyndir/Kristinn Garðarsson EINAR Már las úr verkum sínum við góðar undirtektir og sat fyrir svörum nemenda og kennara. Einar Már á sléttunum miklu Nokkrum dögnm eftir að versta kuldakast sögunnar hafði sagt skilið við miðvesturríki Bandaríkjanna, heilsaði Minnesota Einari Má Guðmundssvni rithöfundi með mildu, björtu vetrarveðri að morgni 12. febrúar, Einar var hingað kominn í boði The Nordic Center í Minneapolis í tilefni af bví að hann hreppti bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Katrín Frímannsdóttir segir frá heimsókninni þar sem raðað var saman heimsóknum í skóla, kvikmyndahús og stofn- anir og hátíðarhöldum þar sem almenningi var boðið að kynnast verkum hans. AÐ gömlum og góðum íslensk- um sið var gestum boðið í kaffí og kökur að lestri loknum og áritaði Einar bækur sinar, Norræn tíð í Bretlandi breyttar — bæði með tilliti til efnis- taka, flutnings, tengsla við kennslu- starf, pantana á nýjum verkum og samstarfs við tónskáldin. Samstarf við BBC Norræn tíð í Bretlandi 1995-1997 er yfir- skrift umfangsmikillar norrænnar tónlistar- kynningar sem senn fer í hönd í Bretlandi. Orri Páll Ormarsson gluggaði í greinar- -----7................................ gerð Islenskrar tónverkamiðstöðvar, eins af framkvæmdaraðilunum, um málið. NORRÆNU tónlistarkynning- unni, Norræn tíð í Bretlandi 1995-1997, er ætlað að kynna nor- ræna tónlist fyrir tónlistarmönnum og almenningi í Bretlandi. Hefst hún formlega í mars á þessu ári og lýkur í árslok 1997 en viðburð- ir frá síðastliðnu hausti tengjast verkefni þessu óformlega. Það er Norræna ráðherranefndin sem stendur að kynningunni en Nor- rænu tónverkamiðstöðvarnar ann- ast framkvæmdina. Hin norrænu tónverk verða ein- göngu flutt af breskum listamönn- um sem hluti af reglulegu tónleika- haldi þeirra. Við undirbúning verk- efnisins var lögð áhersla á að kynna breskum listamönnum í hæsta gæðaflokki nútímatónlist frá öllum Norðurlöndunum og kanna með þeim hætti hvaða tón- list hæfði listrænni stefnu hvers flytjanda. Var það skilyrði sett að listamennirnir myndu flytja nútí- matónlist frá öllum Norðurlöndun- um. Frá upphafi var ekki gert ráð fyrir að flytja norræna tónlistar- menn til Bretlands' til tónleikahalds enda markmiðið að „skilja tónlist- ina eftir“ ytra. Breska tónlistarfólkinu var gert að leita að fjárstuðningi innan Bretlands enda ljóst að norrænn fjárstuðningur næmi einungis hluta kostnaðar við flutning tónlistarinn- ar. Völdu Iistamennirnir síðan tón- listina og tónskáldin sem féllu að þeirra flutningi og lögðu fram til- lögur og hugmyndir um samstarf, ásamt áætlun um kostnað. Hug- myndimar vom ljölmargar og fjöl- lll 0 Atli Heimir Sveinsson Þorsteinn Hauksson Karólína Eiríksdóttir ji íl Snorri Sigfús Hjálmar H. Áskell Birgisson Ragnarsson Másson Ennfremur var kapp lagt á sam- starf við breska ríkisútvarpið, BBC, til að tryggja að tónlistin yrði hljóð- rituð og henni útvarpað. Munu BBC Scotland, BBC North í Manc- hester, BBC in the Midlands og BBC Radio 3 koma til með að fjalla um norræna tónlist í þáttum sín- uin. Þá munu sameiginlegar tónlei- kaupptökur stöðvanna í tengslum við Nordic Season að líkindum vekja sérstaka athygli á tónlistar- kynningunni, þar sem þær verða fyrsta samvinnuverkefni stöðv- anna af þessu tagi. Fjölmargir aðilar tengjast Nor- rænni tíð með einum eða öðmm hætti og enn fleiri eiga vafalítið eftir að bætast við. Ætla má að frjöldi listviðburða verði á þriðja hundrað talsins. Stærsta einstaka verkefni Nor- rænnar tíðar er enn sem komið er uppfærsla Lontano-óperuhópsins á ópem Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð. Fyrirhugaðar eru tíu sýningar í London, sú fyrsta 14. mars næstkomandi, en hópur þessi er kunnur fyrir að vanda val sitt á tónsmíðum. Aðstandendur hinnar kunnu tónlistarhátíðar, St. Magnus Fes- tival Orkneyjum 1996, hafa óskað eftir að fá djasshljómsveitina Gamma til liðs við sig í ár og Blás-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.