Morgunblaðið - 24.02.1996, Side 3

Morgunblaðið - 24.02.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 D 3 ekki hafa vitað mikið um landið áður en Deborah vann ljóðasam- keppnina, en eftir kvöldið væri Island örugglega á hennar óska- lista líka. Ekki er nóg með að Einar hafi heimsótt skóla, lesið úr eigin verk- um og setið fyrir svörum oft á dag, heldur kom hann líka fram við hin ýmsu tækifæri. Hann kom fram í útvarpi, þar sem Todd Moe, einn af þáttagerðarmönnum „Public" útvarpsstöðvarinnar í Minnesota tók viðtal við Einar og var því útvarpað að morgni sama dags og hát.íðardagskráin fór fram. Einar las eitt af ljóðum sín- um á íslensku og var það óneitan- lega afar notaleg tilfinning að sitja í bíl á amerískri hraðbraut á leið í vinnuna og heyra íslensku talaða í útvarpinu, með það í huga að af öllum þeim sem í kringum mig voru þá stundina og hlustuðu á þessa vinsælustu fréttastöð fylkis- ins væri ég sú eina sem skildi það sem sagt var. Það var kærkomin tilbreyting að heyra móðurmálið koma dansandi úr viðtækinu, og hreint ekki laust við að gamal- kunnug heimsþráin gerði vart við sig. Vestur-íslendingar heimsóttir Nordic Center er að láta gera myndband um heimsókn Einars, þar sem tvinnað verður saman heimsóknum í skóla, kvikmynda- hús og viðtölum, svo og svipmynd- um frá íslandi. Þetta myndband verður sýnt í sjónvarpi hér í Minne- sota svo og í þeim skólum sem eru í samvinnu við The Nordic Center. Að auki verður myndbandið til láns til þeirra sem áhuga hafa á verkum Einars. Ahugi Einars á afkomendum íslenskra vesturfara er mikill, og kom það greinilega fram í óskum hans um þá staði sem hann hafði áhuga á að heimsækja. Minneota er 1.500 manna þorp staðsett úti á sléttum miðvestursins, óvarið á vetrum fyrir köldum stöðugum sléttuvindunum og á sumrum, sjóðheitri sumargolunni. Til þessa litla þorps eiga flestir Vestur- íslendingar í Minnesota rætur sín- ar að rekja. Morguninn eftir fyrsta þorrablót íslendingafélagsins í Minnesota, í hríðarhraglanda og 17 stiga frosti, lögðu Einar og Ámi Siguijónsson bókmennta- fræðingur af stað í leiðangur til Minneota. Einn af þekktustu núlif- andi rithöfundum fylkisins, Bill Holm, er af alíslenskum uppruna og býr hann í Minneota. Þar sem Bill var á ferðalagi í Kaliforníu þennan dag hafði hann komið því þannig fyrir að frændi hans Daren Gislason tæki á móti þeim Einari pg Árna og fræddi þá um sögu íslendinganna. Það var greinilega ekki illa til fundið því annan eins fróðleiksbrunn er erfitt að fínna. Daren þekkir hvern stokk og stein á svæðinu, og ættarsögu allra þeirra sem í Minneota hafa búið, rétt eins og hann hefði þekkt alla þá persónulega sem bæinn byggðu hundrað árum áður. Hann á ókjör- in af gömlum íslenskum bókum, aldagömlum sendibréfum, og minjum af lífi íslendinga í Vestur- heimi. í upphafi ferðarinnar ætl- uðu þeir Einar og Árni rétt að líta inn hjá Daren en nota daginn í Ekki er nóg með að Einar hafi heimsótt skóla, lesið úr eig- in verkum og setið fyrir svörum oft á dag, heldur kom hann líka fram við ýmis önnur tæki- færi. Hann kom fram í útvarpi, þar sem Todd Moe, einn af þáttagerð- armönnum „Public“ útvarps- stöðvarinnar I Min- nesota tók viðtal við Einar og var því útvarpað að morgni sama dags og hátíðardagskrá- in fór fram. að kynnast vel staðháttum í Minneota. Það snerist við, og eyddu þeir félagar góðum hluta dagsins við grúsk í gömlum bók- um, sér til mikillar ánægju. Eins og minnst var á hér á undan er Einar vel að sér í bók- menntasögunni. Minnesota státar sig af einum Nobelsverðlaunahöf- arakvintett Reykjavíkur 1997. Vladimir Ashkenazy mun stjórna opnunartónleikum hátíðarinnar, þar sem flutt verða verk eftir Gri- eg og Sibelius. Edinburgh Contemporary Arts Trust mun standa fyrir tónleikum með nútímatónlist, meðal annars electroaccoustic-tónlist. Fyrirhugaðir eru nokkrir tónleik- ar á Hebrides Ensemble Edinburgh snemma á þessu ári, þar sem meðal annars verða flutt verk eftir Áskel Másson og Hafliða Hallgrímsson. Virtir kennarar Norræn samtímatónlist verður flutt í tónleikaröð Chamber Group of Scotland, meðal annars eftir Áskel Másson við frumsaminn ball- ett Rosina Bonsu. Music Projects of London er hópur, sem samanstendur af tón- listarmönnum, sem jafnframt eru kennarar við virtustu tónlistar- skóla Bretlands. Mun hann efna til tónleikaraðar þar sem meðal annars verður boðið upp á verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem jafnframt mun starfa með hópnum að verkunum og taka þátt í kennsluverkefnum sem tengjast tónleikunum. Tónleikaröð Composers En- semble verður helguð samvinnu við fímm norræna kammerhópa, þeirra á meðal Caput frá íslandi. Skuldbindur hver hópur sig til að flytja á tónleikum í sínu heima- landi sex ný kammerverk, sem samin eru sérstaklega fyrir verk- efnið, eitt frá hveiju Norðurland- anna og eitt frá Bretlandi. Fulltrúi íslenskra tónskálda í þessu verk- efni er Snorri Sigfús Birgisson. Sinfóníuhljómsveit BBC hefur í hyggju að efna til tvennra tónleika í norrænum anda í upphafi næsta árs. Endanleg efnisskrá liggur á hinn bóginn ekki fyrir. Sönghópurinn Cappella Nova undir stjórn Alans Taveners íhugar tónleikaröð með norrænni tónlist í haust, meðal annars kórverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þor- stein Hauksson og Atla Heimi Sveinsson. Scottish Chamber Orchestra Edinburgh er í sömu hugleiðingum fyrir vorið 1997 en efnisskrá liggur ekki fyrir. Meðal annarra hljómsveita sem íhuga tónleika með norrænni efnis- skrá á þessu ári eru Birmingham Contemporary Music Group, Sinf- óníuhljómsveit Birmingham, Lond- on Sinfonietta og The Nash En- semble of London. Norræn vika verður haldin í stærsta tónleikasal Birmingham, Symphony Hall of Birmingham. Auk þess sem gert er ráð fyrir tónlistarhátíð í apríl 1997, þar sem lögð verður áhersla á sænska nú- tímatónlist. Kammerhópurinn Paragon En- semble Glasgow, sem meðal annars hefur komið fram á Myrkum músík- dögum, stefnir að tónleikaröð með norrænum kammerverkum og nám- skeiði þeim tengdum meðal nem- enda á háskólastigi í Glasgow. undi, Sinclair Lewis, og er hann einn af þeim rithöfundum sem Einar þekkir vel til. Það þótti því við hæfí að heimsækja æskustöðv- ar skáldsins í Sauk Center og skoða Sinclair Lewis safnið og æskuheimili hans, sem nú hefur verið breytt í safn. Sinclair Lewis skrifaði sína þekktustu bók, „Main Street“ um lífíð í Sauk Center, bæjarbúum til mikillar gremju. Þeim þótti hann gera lítið úr lífinu þar og vildu fæstir nokkuð af hon- um vita. Faðir hans sem var lækn- ir í bænum þurfti oft og iðulega að svara fyrir son sinn og reyna að veija verk Sinclairs, og það var ekki fyrr en eftir dauða skáldsins sem bæjarbúar toku hann í sátt, stofnuðu félag honum til heiðurs sem keypti síðan æskuheimilið og kom á laggirnar Sinclair Lewis safni. Það er víst örugglega af sem áður var með viðhorf til skáldsins, og eins og leiðsögukonan okkar þar sagði „fólk stoppar ekki í litla Sauk Center til að heimsækja okk- ur bæjarbúana, heldur til að sjá safn Sinclair Lewis“. Áður en við lögðum í hann aftur heim, sett- umst við niður í notalegri setu- stofu hótelsins í bænum og þótt- umst hlusta eftir draug Sinclairs þar sem hann gekk um gangana og fylgdist með gestum koma og fara. Heimsókn Einars Más Guð- mundssonar til Minnesota er nú lokið. Einar var óþreytandi við að miðla af sjálfum sér og sínum verkum á meðan á dvölinni stóð, og sýndi hann sögu og menningu Minnesota mikinn áhuga. Sú Am- eríka sem miðvestrið hefur uppá að bjóða er alls ólík þeirri sem Hollywood, Strandverðir, Dallas og Dinasty eru fulltrúar fyrir. Smábæjarlífíð er enn við góða heilsu hér á sléttunum og virðist hreint ekki vera á því að láta und- an aðdráttarafli borgarinnar, og þótti Einari það vera það áhuga- verðasta við fylkið, hversu vel er haldið í gamlar hefðir innflytjenda í borginni jafnt sem smábæjunum. Við sem unnum við skipulagningu dvalarinnar hér kvöddum Einar með söknuði, en sitjum eftir með góðar minningar um íslending sem við erum stolt af, fulltrúa þjóðar sem enn getur talið sig vel lesna í eigin bókmenntum og annarra, og við heyrðum ekki annað á skáldinu þegar það kvaddi en að það væri hæstánægt með förina vestureftir. Kostar 100 milljónir Royal Scottish National Orc- hestra hefur í vetur flutt norræn tónverk eftir gengna meistara og næsta vetur hyggst hún efna til tónleika með nýrri verkum, nor- rænum einleikara og fínnskum stjórnanda. Félagið Society for Promotion of New Music sem hefur það mark- mið að kynna samtímatónlist fyrir löndum sínum í gegnum kennslu- verkefni, útitónlistarhátíðir og flutning á tónlist á óhefðbundnum stöðum, mun ennfremur tengjast fjölda þeirra viðburða sem að ofan greinir. Heildarkostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hann verði um 100 milljón- ir króna, miðað við áætlaðan fjölda tónlistarviðburða og umfang þeirra. Breskir aðilar fjármagna verkefnið að minnsta kosti að hálfu leyti og norrænir sjóðir hafa þegar lagt til þess 25 milljónir króna. Þá munu opinberir aðilar og stofnanir í tónlistarlífí Norðurlandanna leggja sitt af mörkum. Islensk tónverkamiðstöð, Tón- skáldafélag íslands og STEF eru þeir íslensku aðilar sem þegar hafa veitt fé til verkéfnisins en af öðrum aðilum má nefna Nor- ræna menningarsjóðinn, NOMUS og Norsku og Sænsku ríkiskon- sertana sem annast munu skipu- lagningu tónleikaferðalaga nokk- urra af bresku listamönnunum til Norðurlandanna á síðari stigum verkefnisins. KARAJAN sljórnar með lukt augu. Malar giill úr gröfinni HERBERT von Karajan var á sínum tíma einn helsti stjórnandi klassískrar tónlistar og áhrifa hans hans gætir enn, sjö árum eftir dauða hans. Plötur hans seljast í milljónum eintaka, ráðgert er að myndir með honum undir berum himni víða um heim og í Baden-Baden á að reisa tón- leikahöll þar sem árlega verður haldin tónlistarhátíð í nafni Karaj- ans. í Vín voru nýverið opnaðir salir í minningu Karajans þar sem er að finna allar hans upptökur, samtals 3.500 titla eftir 132 tónskáld, milli marmaraveggja og er hægt að hlusta á þær að vild. Alls staðar blasir andlit Karajans við. Markaðurinn langt frá því mettaður Þegar Karajan lést í júlí árið 1989 hafði hljómplötuútgáfan De- utsche Grammophon selt 115 milljónir platna með stjórnandan- um. Markaðurinn var hins vegar langt frá því að vera mettaður. Platan „Adagio" var gefin út í mars 1995 og hefur selst í vel yfir 1,5 milljónum eintaka. Sam- keppnin er engin. Talið er að þessi plata ein og sér hafí fært erfmgjum Karajans fímm milljónir þýskra marka (um 225 milljónir króna) í vasann. Árstekjur Eliette, ekkju Karajans og dætra þeirra tveggja af ar- fleifðinni eru hins vegar sagðar nema rúmlega tíu milljónum marka (450 milljónum króna). Eli- ette lýsti meira að segja yfir því í viðtali við Abendzeitung í Miinchen að hún fylltist kæti þeg- ar hún færi í bankann. Werner Kupper, lögfræðingur í Zúrich, stjórnar dánarbúinu og liggja þræðir hans víða. Fyrir- tækin eru í Monte Carlo, St. Moritz, Liechtenstein Salzburg og Zúrich. Fjórðungur af sölu Deutsche Grammophon Plötur Karajans eru rúmur fjórðungur af sölu Deutsche Grammophon. Claudio Abbado og Daniel Barenboim komast ekki í hálfkvisti við meistarann. Sony mun á þessu ári gefa út myndbönd frá ýmsum tónleikum Karajans og er sagt að fyrirtækið hafi greitt Kupper 100 milljónir marka (um 4,5 milljarða) fyrir. 1997 er ætlunin að sýna mynd- ir af Karajan með tónsprotann á lofti undir berum himni í Peking, 'Tókýó, Buenos Aires og París. Þetta hefur þegar verið reynt í Vínarborg og streymdu áhorfend- ur að svo tugum þúsunda skipti. Kupper segir borginmannlega að allur búnaður sé látinn af hendi endurgjaldslaust, en minnist ekki á að uppákomur af þessu tagi halda minningu Karajans á lífí og tryggja að veltan haldist stöðug. Á næsta ári er ætlunin að reisa musterið. Gamla lestarstöðin í Baden-Baden verður eins konar anddyri að tónleikahöllinni. Fyrsta skóflustungan verður tekin í maí og lok næsta árs á að ljúka við að reisa húsið. Hátíðahöldin eiga að hefjast í maí 1998. Snemmsum- ars geta unnendur klassískrar tón- listar farið til heilsuborgarinnar og notið ópera, tónleika og bal- letts í minningu Karajans. Sambandslandið Baden-Wúrtt- emberg í Þýskalandi mun leggja til fimm milljónir marka árlega í aldarfjórðung og Eliette von Karajan hefur veitt fyrirtækinu blessun sína. Borgaryfirvöld von- ast til þess að geta boðið upp á það besta, sem gerist í veröldinni, svo vikum skiptir og eru þegar farin að bjóða fólki að gerast styrktarfélagar í ævintýrinu með þúsund marka (45 þúsund króna) framlagi. Byggt á Der Spiegel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.