Morgunblaðið - 24.02.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.02.1996, Qupperneq 4
4 D LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 D 5 AÐALSMAÐURINN Don Giovanni í útgáfu söngvarans Stefans Axelssons er lífsþreyttur nautnasegg'- ur, gjörsneyddur tilfinningasemi og lifir fyrir líðandi stund. Stokkhólmskt leikhúslíf Don Giovanni fyrir lengra komna og Svejk fyrir hvern sem er SVEJK er leikinn með hrífandi innileik af Johan Storgárd. Stokkhólmsbúar hafa heilar tvær óperur og Folkoperan þeirra minnir á íslensku óperuna eins og hún gerist best. En leikhúslífíð auðgast enn af tíðum gestaleikjum, í þetta skiptið Finna, sem afreka hvert snilldar- verkið á fætur öðru, eins og Sigrún Davíðsdóttir sá um daginn. AUK stórrar og veglegrar ríkis- óperu eiga Stokkhólmsbúar sér fima gott óperuhús á minni skala, nefniiega Folkoperan. Húsið er gam- alt kvikmyndahús, sem minnir á þið vitið hvað ... nema að það er stærra. A Folkoperan tíðkast engir stælar með að sækja stórstjörnur að, heldur er fastur söngvarahópur í húsinu, ungur og frísklegur, sem er einfald- lega stórgóður. Sýningarnar verða líka eftir því og má ég margfalt held- ur biðja um að sjá óperu eins og Don Giovanni hans Mozarts í litlu húsi með góðum en óþekktum söngvurum, sem tekst að skapa sterkan heildar- svip í þessari kammeróperu, heldur en á óravíddasviði með syngjandi far- fuglunum, sama hve frægir þeir eru ... Leikstjórinn er Svíinn Peter Storm- are, sem hefur leikið hjá Ingmar Bergman, en leikstýrir nú heima og heiman og þannig var uppsetning hans á Don Giovanni áður sýnd á Glimmerglass Opera í New York. Þar mun hann á næstunni leikstýra A1 Pacino í Föðurnum eftir Strindberg. I sviðssetningu hans verður sagan að segja sig sjálf, að mestu án hjálpar frá sviðsmyndum. Hljómsveitin spilar í unaðslegum og meitluðum Mozartst- íl undir stjórn Kerstin Nerbe. Það eru annars ekki margar konur sem leggja fyrir sig hljómsveitarstjórn, en þeim fjölgar þó. Og það er stórsnjallt að hljómsveitin situr aðeins lægra en sviðið, bak við sviðið og ekki fyrir framan. Eftir þessa reynslu þá skil ég ekki af hveiju þessi hátturinn er ekki hafður á oftar. Svo vel verkar hann. Aðalsmaðurinn Don Giovanni í út- gáfu Stormare og söngvarans Stefans Axelssons er lífsþreyttur nautnasegg- ur, gjörsneyddur tilfinningasemi og lifir fyrir líðandi stund. Svo lífsþreytt- ur að hann er oftast á ferðinni í hægindastól á hjólum, sem Leporello, í túlkun Johan Schinklers, ýtir á und- an sér. Það er enginn rómans yfir Don Giovanni frekar en tónlistinni og því gengur túlkunin skemmtilega upp. Hann minnir reyndar á teiknar- ann í kvikmynd Peter Greenaways, The Draughtsman’s Contract, og þessi spillti hnignunarandi á vel við. Sviðsmyndin er að mestu einstaka lausir hlutir, en á þunn tjöld í kringum sviðið er á stundum varpað skugga- myndum eftir því sem við á. En þessi sparsemi gerir að verkum að sagan verður varla ýkja skýr fyrir þann sem ekki þekkir hana og gerir sér ekki grein fyrir skiptunum á milli staða, en fyrir þá sem kunna söguna eða geta leitt hana hjá sér er sýningin firna falleg ásýndar. Þannig gæti atr- iðið í kirkjugarðinum, þegar þeir Don Giovanni og Leporello raska grafarr- ónni, orðið torskilið. En fyrir þann sem þekkir söguna gerir þetta ekkert til og maður nýtur í botn hve þetta er allt glæsilegt á að líta. í takt við þennan einfaldleika er lokasenan ekk- ert annað en Don Giovanni sem situr að snæðingj. ekki einu sinni við borð og afturgangan er aðeins röddin. Ekkert vélmenni, sem keyrir yfir svið- ið þrungið hefndarþorsta og engir helvítislogar gleypa Don Giovanni í lokin, heldur andast hann bara og fellur á sviðið. Þaðan fylgir leiðarandi sýningarinnar, barn í fötum frá dög- um Mozarts, undrandi Don Giovanni í kringum þau hin, sem syngja loka- sönginn. Sýningar Folkoperan eru oft mjög rómaðar, ekki síst fyrir hugvits- samlegar sviðssetningar og einvalaiið söngvara. Þeir sem vilja kynna sér verkefnin geta gert það af netinu, http://www.folkoperan.se, auk þess sem hægt er að fara þaðan inn á netföng óperuhúsa um allan heim. Finnskt og frábært Eftir að hafa á ævi minni séð fimm leiksýningar frá Finnlandi, sem allar hafa verið hver annarri betri þá get ég ekki annað en ályktað sem svo að finnskt leikhús standi á sérlegu hástigi. Sýning hins tíu ára leikhúss, Teater Virus, á leikgerð sinni á Góða dátanum Svejk er engin undantekn- ing. Þeir leika af þessari ákefð og áfergju sem gert hefur verið í öðrum finnskum sýningum, sem ég hef séð, af hreinni leikgleði og ótrúlegri ögun. Og algjör nautn er að sjá hvílík hug- myndaauðgi einkennir sviðssetning- una. Hópurinn fæst við ný verk, en tekst einnig á við sígildinga eins og Shakespeare. Heimahúsið er fyrrum vatnshreinsistöð í Helsinki, en á sumrin leika þau rétt fyrir utan Hels- inki. Svejk, leikinn af hrífandi innileik af Johan Storgárd, hittir marga fyrir á ferð sinni, svo sjö leikarar fara með 43 hlutverk og fara hreint á kostum. Inni á milli eru skemmtileg söngatriði og einnig söngurinn liggur vel við leikurunum. Ráð mitt til leikhúsunn- enda er að það borgi sig alltaf að fara á finnskt leikhús, þegar færi gefst, líka þótt maður skilji ekki málið. Það var reyndar ekki vandi hjá Virus, því þau léku á sænsku. + Jón Bergmann Kjartansson Morgunbiaðið/Ámi Sæberg í LJÓSASKIPTUNUM JÓN BERGMANN Kjartansson opnar sýningu á málverkum í Gallerí Greip í dag kl. 17. Jón hefur nýlega lokið námi frá myndlistar- skóla í Hollandi og er þetta fyrsta einkasýning hans hér á landi. Hann ritar inngang í sýningarskrá sem fylgir sýningunni og þar talar hann um málverkið, og hvernig hann nálg- ast það, á eftirfarandi hátt m.a.: „Það að málverkið í dag sé í sjálfu sér ófrumlegt þykir mér vera ástæða til þess að ganga út frá því sem sjálf- sögðu fyrirbæri, líkt og þegar ég tala fylgir því ekki kvöð að búa til ný orð. Mér þykir sjálfsagt að tala með þeim orðum sem til eru.“ Sýn- ingarskrána segir Jón gagnlega til að minna fólk á verkin þegar út úr sýningarsalnum er komið. „Ég er málari og vinn eingöngu með þann miðil. Ég prófaði að vera eitt ár í fjöltæknideild úti í Hollandi en sá að málverkið var minn vett- vangur,“ sagði Jón. Hann tók þátt í samsýningu í Nýlistasafninu árið 1994 og sýndi þá geometrísk málverk sem voru lín- ur úr stílabókum. „Nálgunin er það þekkjanleg fyrir alla. Ég sýndi einn- ig abstrakt myndir en ég hef unnið þó nokkuð af þannig myndum. Fyrir mér er það jafn hlutbundið að mála tré og punktalínur. Tijálínur vísa bara eitthvað annað en óhlutbundnar línur eins og þessar t.d.,“ segir hann og á við myndröð sína „40 hlutar (halló, við hittumst aftur)“ sem er á sýningunni í Greip og er af margs- konar tijám í í ljósaskiptunum. „Þetta eru bara línur. Ég byggi málverk mín yfírleitt á því að mála þau í einingum í staðinn fyrir að byija í miðjunni á risastórum fleti,“ segir hann og á við að verkin eru öll í mörgum hlutum sem verða ekki aðskildir. Einlitur og andlit „Mondrian málaði tré til að byija með og seinna þróuðust verk hans út í láréttar og lóðréttar línur ein- göngu. Ég mála tré til að mála lín- ur. Ég leita uppi stundina þegar tré- in eru sem flötust. Ef það er alveg myrkur þá verða þau ósýnileg en ef það er bjart verða þau rúnnuð." Á sýningunni eru fyrrnefndar tijá- myndir, svört tré á bláum grunni, andlitsmynd í hópi þriggja einlitra grárra mynda og ljósar myndir sem sýna hver sinn partinn af innviðum húss en hægt er að líta á þær einn- ig sem geometrískar. „Úr hvítum herbergjum/Galleríhlutar“, kallar hann þær. „Ég er mjög sáttur við minimal- iska málverkið þó ég kalli mig ekki minimalista. Þessar fjórar gráu myndir kalla ég „Gráar myndir". Þú skoðar andlitsmálverk á ákveðinn hátt og þú skoðar einlitar myndir á ákveðinn hátt. Báðar gefa ólíkar yfirlýsingar. Að nálgast einlit er erfítt þegar myndin er sett upp í samhengTvið andlitsmál- verk og öfugt,“ sagði Jón Bergmann Kjartansson. meðal annars vegna þess að þetta eru smásögur sem gagnrýnendur sögðu að væru svo góðar að þær minntu á Óystein Lonn og Kjell Askildsen. Ég ætla líka að tala um yngri skáldkonurnar og það er athyglis- vert að margir ungir kvenrithöf- undar í Noregi í dag skrifa spennu- sögur, glæpasögur og leynilög- reglusögur. Kim Smoge var fyrst af stað á níunda áratugnum en það er ung kona sem heitir Anne Holt sem sló öll sölumet í fyrra. Hún er mjög góð. Sömuleiðis Pemille Rygg og Karin Fossum. Þær skrifa líka spennusögur. Er eitthvað við þessar kvennaspennusögur sem greinir þær frá sögum karlanna? Það ætla ég líka að tala um. Þetta eru ekki feminískar sögur í þeim skilningi að þar sé verið að þruma eitthvað yfir körlum en þær verða óhjákvæmilega öðruvísi í því að áhersla er lögð á konurnar sem eru gerendur en ekki þolendur eins og í karlabókunum. Maður getur líka spurt sig hvers vegna þessar bækur seljist svona eins og heitar lummur, hver lesi þær og hvers vegna? Hver les þær? Eg sá viðtal við útgáfustjóra Gyldendal sem lýsti þar áhyggjum sínum yfir að karlmenn væru hættir að lesa og konur væru að taka yfir allan bókamarkaðinn. Já. Við höfum öll áhyggjur af þessu. Vafalaust lesa margir karl- menn líka spennusögur Anne Holt og Pernille Rygg en þeir lesa æ minna af fagurbókmenntunum. Það hefur verið kannað. Þetta er háskaleg þróun að okkar mati. Ef strákar og karlmenn hætta að lesa eru þeir að afsala sér þeirri upplif- un, reynslu og sérstöku þekkingar- öflun sem liggur í lestri góðra bóka, bóka um öðruvísi menningu og öðruvísi líf. Þeir eru að afsala sér miðli sem höfðar miklu meira til ímyndunaraflsins en myndmiðl- arnir. Ég held að engan langi til þess að sjá einkynja bókmennta- heim þar sem konur skrifa fyrir konur. Einhvers konar jafnrétti dreymir mann alltaf um! En skól- arnir virðast ekki geta snúið þess- ari þróun við. Konur eru í miklum meirihluta stúdenta í húmanískum fögum og þegar ég ferðaðist sem •ÓNAFNGREINDUR listunnandi hefur látið sjö milljónir gyllina (um 283 milljónir króna) af hendi rakna til Rijksmuseum í Amsterd- am þar sem sýnd eru verk eftir Rembrandt, Vermeer og aðra hol- lenska meistara. Þetta er stærsta gjöf, sem ein- staklingur hefur gefið safninu, og fylgir henni aðeins eitt skilyrði: féð má aðeins nota til að kaupa listaverk. •DÓMSTÓLL í Frakklandi hefur fyrirskipað franska ríkinu að greiða listaverkasafnara 145 millj- ónir franka (tæpa tvo milljarða króna) vegna deilu um eitt af síð- ustu meistaraverkunum, sem hol- lenski málarinn Vincent van Gogh málaði. Jacques Walter var bannað að selja landslagsmálverk van Goghs, „Garður í Auvers“, erlendis og þótti réttinum sanngjarnt að bæta manninum upp bannið með þessari upphæð. Franska menntamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu 1989 að málverkið væri franskt menn- ingarverðmæti og mætti því ekki fara úr landi. Walter fór í mál á þeirri forsendu að hann gæti feng- ið margfalt hærra verð fyrir mál- verkið erlendis en í Frakklandi. Walter voru dæmdar helmingi hærri bætur í undirrétti. Dómur- inn miðaði bæturnar við gangverð sambærilegra listaverka, sem gengu kaupum og sölum 1989 á alþjóðlegum markaði. Walter seldi málverkið frönskum kaupsýslu- manni árið 1992 á uppboði fyrir aðeins 55 milljónir franka (um 335 milljónir króna). mest til að kynna Coru Sandel æfisöguna mína og fyrirlestra um hana voru konur u.þ.b. 80-90% áheyrenda. Eru æfisögur vinsælar í Nor- egi? Þær fossa fram og í vetur var heilmikil deila um siðfræðilega ábyrgð æfisöguritara. Hve langt eiga menn að ganga í að segja „sannleikann“ um einkalíf æfí- söguviðfángsins? Á að fletta ofan af öllu? Því hefur líka verið haldið fram að æfisagan sé afþreyingar- deild bókmenntanna, svona „fólk í fréttum“ þar sem lesendur geta velt sér uppúr sorgum og gleði fræga fólksins. Allt sé þetta svo matreitt eins og gamaldags æfin- týri um kolbítinn og öskubuskuna. Ég gæti ekki verið meira ósam- mála. Ég eyddi mörgum árum í að skrifa æfisögu rithöfundarins Coru Sandel sem hét raunar Sara Fabricius og var embættismanns- dóttir frá Tromso. Hún fæddist árið 1880 og var mótuð af stétt sinni og umhverfi sem hún braust út úr og fór til Parísar til að verða myndlistarmaður. Hún var í París í 15 ár en sneri þá heim og byij- aði að skrifa. Hún er dæmigerð fyrir listamann sem verður að leita lengi að sinni listrænu tjáningu. Að skrifa æfisögu svona höfundar þýðir að maður glimir við grund- vallarspumingar eins og samband- ið milli veruleika og bókmennta og maður nálgast sögu og tímabil út frá hinu persónulega, einstakl- ingnum. Allar okkar helstu gömlu skáldkonur hafa fengið eða eru að fá sínar stóru æfisögur og ég lít á það sem mjög spennandi og já- kvæða bókmenntasöguskrifun. Að lokum. Viltu segja eitthvað um deilur íslendinga og Norð- manna um fisk? Helst ekki. Hér í Suður-Noregi fylgjumst við með deilunni út und- an okkur og vonum bara að hún leysist sem fyrst. Við lítum á okk- ur sem oliuþjóð og viljum þar fyrir utan helst vera allra vinir og sátta- semjarar og góðir gæjar og pæjur. Þess vegna fellur þessi deila engan veginn að þeirri sjálfsmynd sem Norðmenn vilja hafa og er vand- ræðaleg og leiðinleg. En hvað get- ur maður gert? Það getur þó aldr- ei skaðað að vita svolítið meira hvert um annað. Við getum talað um bókmenntir, er það ekki? Tölum frekar um bókmenntir í viðtali Dagnýjar Kristjánsdóttur víð Janneken 0verland eru bækur eftir konur helsta umræðuefnið, en líka er minnst á deilur um fisk. JANNEKEN 0verland er meðal þekktustu bókmenntafræð- inga Noregs. En hún vinnur ekki fyrst og fremst sem fræði- maður. Hún rit- stýrði bókmenntatímaritinu Vindu- et í fimm ár og hefur stjórnað næststærsta bókaklúbb Noregs, Dagens bok, frá 1984. Hún ætlar að tala um norskar bókmenntir í Norræna húsinu í dag. Hvað ætlarðu að tala um? Ég ætla að tala um bókmenntir eftir norskar konur á síðustu árum. Mér skildist að þær hafi lítið verið í sviðsljósinu í bók- menntakynningum síðustu ára. Ég byija á að tala um tvo eldri höf- unda, Herbjarg Wassmo og Anne Karin Eldstad. Þær eiga það sam- eiginlegt að verá óhemju vinsælar, bækur þeirra seljast mjög vel og þær hafa slegið í gegn. Margir gagnrýnendur hafa litið þær horn- auga fyrir það og viljað setja gæði bókanna og vinsældir upp sem ein- hvers konar andstæður - ef þú ert vinsæll geturðu ekki verið góður höfundur. Þetta hefur orðið hálfömurlegt á köflum. Eins og þegar Wassmo fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs og kveðið var uppúr með það í norsk- um blöðum að hún væri „uverdig vinner" - hefði ekki átt þetta skilið. Hefur einhver sagt þetta um 0ystein Lonn? Nei, ertu frá þér! Herbjorg var annars tekin í sátt fyrir síðustu bók sína sem fékk einróma lof, WsSÁ' v' Jk / „Eins og þegar Wassmo fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og kveðið var uppúr með það f norsk- um blöðum að hún væri „uverdig vinner“ - hefði ekki átt þetta skilið." Toril Brekke Bækur sem þú leggur ekki frá þér Toril Brekke er gestur Norska bókmennta- dagsins í Norræna húsinu í dag kl. 16-18. Astríd Kjetsá lektor fjallar um framlag hennar til norskra bókmennta og samfélagsumræðu. TORIL Brekke, f. 1949, situr í dómnefndinni til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs og kom síðast til íslands til að halda ræðu fyrir hönd dómnefndar þegar Einar Már Guðmundsson tók við verð- laununum í fyrra. Toril Brekke er ekki aðeins full- trúi norskra bókmennta í þessari dómnefnd; hún hefur verið formað- ur norska PEN-klúbbsins frá 1992 og var formaður Norska rithöf- undasambandsins frá 1987-1991. Hún var fjórða konan sem gengdi því embætti í hundrað ára sögu sambandsins. Toril Brekke lærði prentiðn eftir stúdentspróf. Hún vann sem verka- kona, barnakennari, píanókennari og blaðamaður um árabil. Nú vinn- ur hún sem bókmenntagagnrýnandi í Aftenposten og ráðgjafí við Cappelen-forlagið. Frá félagslegu raunsæi til fantasíu. Höfundarverk Toril Brekke end- urspeglar fjölbreyttan starfsvett- vang hennar. Tólf bækur hefur hún gefíð út. Hún skrifar prósa og sækir efni sitt m.a. til fjarlægra heim- sálfa; Afríku, Brasilíu, Líbanon auk Norður- Noregs, Ostfold og verkamannahverfísins Grunerlokka í Osló. Sjónarhomið í bókum Toril Brekke er oftast hjá konum. Kven- persónur hennar eru margvíslegar, frá kynsveltri, miðaldra diplomata- frú til bamungrar brúðar af tatara- ættum - flestar eru þó leitandi konur af 68-kynslóðinni. Kvenhlutverkið er alltaf til gagn- rýninnar umræðu í bókum Toril Brekke þó að það sé langt frá því að vera aðalefni bóka hennar. í fyrstu tveimur skáldsögunum; Búið að reka Jenny (Jenny har fátt spar- ken, 1976) og Gullni tónninn (Den gyldne tonen, 1981), fléttast saman róttækur, pólitískur boðskapur og kvenfrelsishugmyndir. Þessar bæk- ur eru skrifaðar í anda þess „þjóðfé- lagslega raunsæis" sem réð ríkjum í Noregi á áttunda áratugnum. Sama má segja um Myndina um Chatilla (fílmen om Chatilla, 1983) sem fjallar um stríð og fjöldamorð í Líbanon, séð frá sjónarhóli Palest- ínumanna. í skáldsögunni Silfurfálkanum (Solvfalken, 1986) byijar Toril Brekke að gera tilraunir með form og furðusögu og í einni af bestu bókum hennar, Gegnum augu úr gleri (Gjennom oyne av glass, 1991), er farið fijálslega með raun- sæileg viðmið í tíma og rúmi. Þessi skáldsaga er byggð upp kringum eins konar glæpasöguþráð, höfund- ur fer í feluleik við lesanda þar til hinn hryllilegur sannleikur er gef- * inn í skyn í bókarlok. Steinn Síðasta skáldsaga Toril Brekke, Gijót (Granitt, 1994), er breið ætt- arsaga sem segir frá fjórum kyn- slóðum og hefst á ættföðurnum Anton Steingrimsen Syrin í Halden en hann er steinsmiður. Saga Nor- egs í hundrað ár er í bakgrunni, séð með augum verkamanna. í lýs- ingunni á Anton Syrin sýnir Toril Brekke að hún er fullfær um að búa líka til glæsi- legar karlpersónur. An- ton er bæði mjúkur og harður maður, sterkur og„ veikur á svellinu en fyrst og fremst sannfærandi persóna. Ættarsagan hrífur lesanda með sér, hún skapar eigin heim sem les- andinn trúir á og lifir í þar til yfir lýkur. Smásaga Toril Brekke frá Afr- íku, Jakarandablómið (úr sam- nefndu smásagnasafni, 1985), er svo áhrifamikil að hún verður eins og steinn fyrir hjarta lesandans. Þessi smásaga var prentuð í alþjóð- lega smásagnasafninu „Women, a World Report", sem gefið var út í sambandi við kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi 1985. Margar af bókum Toril Brekke hafa verið þýddar á önnur mál; ensku, þýsku, hollensku, sænsku, dönsku og stöku smásögur hafa komið út á slóvensku, hindi, urdu og eistnesku. Ættarsagan hrífur lesanda með sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.