Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ISL AN DSM EISTAR AR Uppsveifla KA ■niðurgangur hjá Vikingi Sæti 2. ISL AN DSM EISTARAR KAkemur | uppúr2. deild 1985 deild 12 lið ídeildínni _ Sæti 9. Sex liða W 9. 10. úrslita- keppni j fltta liða úrslitakeppni 10. '85 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 ■ REGI Blinker skrifaði í gær und- ir samning til þriggja og hálfs árs við enska félagið Sheffield Wed- nesday. Blinker, sem á þrjá lands- leiki að baki fyrir Holland, hefur leikið meira en 250 leiki með Fey- enoord í Hollandi undanfarin níu tímabil en kantmaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá þjálfaran- um Arie Haan á yfirstandandi tíma- bili. ■ MARC Gngnon frá Kanada bætti heimsmet sitt í 1.500 metra skautahlaupi á stuttri braut þegar hann fékk tímann 2.18,16 mín. í heimsmeistarakeppninni í Haag í Hollandi um helgina. Fyrra met hans var 2.18,61 en Bretinn Nicky Gooch fór á 2.18,30 og Chae Ji- hoon frá Suður-Kóreu á 2.18,50. ■ ISABELLE Charest frá Kanada setti einnig met en hún fór 500 metrana á 45,25 sekúndum í riðla- keppninni. Yun-Mi Kim frá Suður- Kóreu átti fyrra metið, 45,53, sett í Gjövik í Noregi fyrir ári. ■ ÍTALSKA karlasveitin setti heimsmet í 5.000 metra boðhlaupi, fór á 7.04,92 mínútum, en met Kanada frá því í Gjövik í fyrra var 7.07,96. ■ ÍTALSKA kvennasveitin fór FOLK 3.000 metra boðhlaup á 4.21,50, sem er heimsmet, en sveit Kína átti fyrra metið, 4.24,68, sett í Gjövik i fyrra. ■ MANABU Horii frá Japan setti heimsmet í 1.000 metra skautahlaupi á móti í Calgary í Kanada um helg- ina. Hann skautaði á 1.11,67 mín. en landi hans, Yasunori Miyabe, átti fyrra metið, 1.12,37, sem hann setti í sömu höll fyrir tveimur árum. ■ HIROYASU SHIMIZU frá Jap- an bætti heimsmetið í 500 metra hlaupi á sama móti, fór á 35,39 sek- úndum, en met Bandaríkjamanns- ins Dan Jensens sett á sama stað 1994 var 35,76. Horii var annar á 35,39 og Rússinn Sergey Klevc- henya þriðji á 35,76. ■ GWEN Torrence setti banda- rískt met í 200 metra hlaupi innan- húss um helgina þegar hún hljóp á 22,33 sekúndum á sjötta og síðasta stigamóti Bandaríkjamanna í vetur. Hún var stigahæst á mótum vetrar- ins og fékk 40.000 dollara í verðlaun. ■ MICHAEL Johnson var þremur hundruðustu úr sekúndu frá heims- meti sínu í 400 metra hlaupi, hljóp á 44,66. Derek Mills var annar á 45,60. ■ CARL Lewis var síðastur í sínum riðli í 60 metra hlaupi og komst ekki í undanúrslit. ■ ROGER Kingdom komst ekki í úrslit í 60 metra grindahlaupi. Tug- þrautamaðurinn Dan O’Brien varð í fjórða sæti. ■ DONOVAN Bailey frá Kanada var stigahæstur karla á mótum vetr- arins og fékk 40.000 dollara í verð- laun en hann keppti ekki um helg- ina. Þetta var í síðasta sinn sem út- lendingar fá að keppa á meistara- móti Bandaríkjanna innanhúss. ■ JIM Courier vann Chris Wood- ruff 6-4, 6-3 í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis um helgina. Þetta var fyrsti titill Couriers á liðn- um fimm mánuðum eða síðan hann varð meistari á Opna svissneska mótinu 1. október sem leið. Þetta var jafnframt í 19. sinn sem hann verður meistari. REYKJAVÍK Sú var tíð að mikili meiri hluti besta íþróttafólks landsins keppti fyrir félög í Reykjavík. Höfiiðborgin státaði af béstu fé- lagsliðunum og einstaklingar í hinum ýmsu greinum sköruðu fram úr. Nú eru breyttir tímar. íþróttastarfsemi er að vísu mikil í borginni, en flestir afreksmenn- imir, helstu fyrir- myndirnar, em úti á landsbyggðinni. Yfirleitt er það þannig að af- reksmennirnir, þeir bestu og sig- ursælustu, vekja mesta athygli, stuðla að aukinni íþróttaiðkun þeirra yngri og draga að flesta áhorfendur; em hvati fyrir við- komandi bæjarfélag. Með það í huga stendur Reykjavík illa að vígi í samanburði við mörg önnur sveitarfélög eins og Akranes, Akureyri og Reykjanesbæ. Knattspyma er vinsælasta íþróttagrein landsins en aðeins þijú Reykjavíkurfélög em í 1. deiid Jcaria. Handknattleikur og körfuknattleikur em helstu greinamar á veturna en í 12 liða handboitadeild verða væntanlega aðeins þrjú félög úr borginni næsta vetur og tvö í 12 liða körfu- boltadeild. Nánast sömu íþrótta- mennirnir hafa farið fyrir reyk- vískum keppendum 1 einstakl- ingsgreinum í mörg ár og virðist vera að halla undan fæti hjá þeim flestum. Almennt er íþróttaað- staða í landinu hvergi betri en í Reykjavík og þar er ijölmennið mest en minna verður úr efniviðn- um en ætla má. „Það hlýtur að vera áhyggju- efni, ekki bara félaganna 5 Reykjavík heldur líka þeirra, sem eru í forsvari fyrir íþróttir, að það skuli aðeins vera tvær sterkar íþróttadeildir í Reykjavík, knatt- spymudeild KR og handknatt- leiksdeild Vals,“ segir Brynjar Harðarson, formaður handknatt- leiksdeiidar Vals, í samtali við íþróttablaðið. Hann segir jafn- framt að félögin séu að molna innanfrá því þeim fækki stöðugt Stórfoorgir tefla fram færri en sterkari liðum og einstaklingum sem hafí kraft, vilja eða getu til að stjórna félögunum vegna fjár- hagslegrar stöðu þeirra. Þau hafi skuldbundið sig, eytt um eftii fram og séu að súpa seyðið af því. Gangi rekstur íþróttafélags illa er ekki við neinn að sakast nema stjórnendur þess. Þeir bera ábyrgðina. Hins vegar má ætla að reksturinn gangi víða illa vegna þess að aliir vilja vera í fremstu röð og svo virðist sem margir séu tiibúnir að leggja mik- ið undir til að ná settu marki. Þegar það næst ekki sitja þeir eftir með sárt ennið, tóma buddu og skuldir í ofanálag. Eyðsla um efni fram getur ekki endað nema á einn veg. íþróttamenn og keppnislið í fremstu röð eru stolt borga víða um heim en yfírleitt eru hvorki mörg topplið né margir afreks- menn í einstaklingsgreinum í sömu borg. Fjöldi íþróttamanna er fyrir hendi í miiljónaborgum en aðeins lítið brot kemst í hóp afreksmanna. Þess vegna er staða Reykjavíkur ekki óvenjuleg hvað þetta varðar og reyndar má gera ráð fyrir færri en sterk- ari liðum og einstaklingum í Reykjavík í fremstu röð á meðal íþróttamanna landsins áður en langt um líður. Steinþór Guðbjartsson Hvernig kann landsliðsíyrirliðinn GUÐIMIBERGSSON við sig í Bolton? Vil spila í efstu deild GUÐNI Bergsson, fyrirliði fslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið einn af lykilmönnum enska úrvalsdeildarliðsins Bolton. Hann átti þátt í að koma liðinu upp úr 1. deild ífyrra- vor, var kosinn besti maður liðsins f ágúst og nóvember, er næstmarkahæstur með fjögur mörk og tryggði því 1:0 sigur í Leeds um helgina með glæsilegu skallamarki. Guðni er kvæntur Elfnu Konráðsdótturfélagsráðgjafa sem sækir nám- skeið f fjölskyldumeðferð. Þau eiga soninn Berg sem er fjög- urra ára. Þeim líður vel f Bolton og f gær skrifaði Guðni und- ir nýjan samning sem gildir út tfmabilið 1998. „Það var gaman. Ég skoraði fyrir Tottenham á sínum tíma í 3:1 sigri gegn Nottingham Forést og jafnaði 2:2 fyrir Bolton gegn Tottenham en þetta var fyrsta sigurmark mitt hérna. Það var ágætt að ná að koma við hann á góðu augnabliki og sjá boltann í markinu en við héldum haus í þær 75 mínútur sem eftir voru leiks og það var líka ljúft." Breytir sigurinn miklu fyrir Bolton sem er áfram í neðsta sæti? „Þetta var nauðsynleg upprisa eftir miklu vonbrigðin í ná- grannaslagnum gegn Manchester United. Það var mikið áfall fyrir liðið og aðdáendur þess að tapa 6:0 en þessi sigur gefur okkur Guðni skoraði þegar stundar- fjórðungur var liðinn af viðureign Leeds og Bolton. Bolton fékk aukaspyrnu rétt utan víta- teigshornsins Eftir vinstra megin, Steinþór fyrirgjöfin var á Guðbjartsson fjærstöng og þar kom Guðni aðvíf- andi en umkringdur mótheijum stökk hann hæst og hitti boltann eins og best verður á kosið. Mörk- in urðu ekki fleiri og Bolton fékk dýrmæt stig í fallbaráttunni. „Við eigum enn von ef við höldum áfram að sýna svona frammi- stöðu,“ sagði Colin Todd, knatt- spymustjóri Bolton. En hvernig fannst Guðna að gera sigurmark í fyrsta sinn í Englandi? Morgunblaðið/Valur Benedikt Jónatansson FJÖLSKYLDAN kann vel við sig í Bolton en hér er Guðni með eiginkonunni Elínu, syninum Bergi og hundinum Depli. von. Við verðum að reyna að sýna okkar rétta andlit í þeim leikjum sem eftir eru en eins og ég hef oft sagt áður er liðið betra en staðan gefur til kynna.“ Þú varst frá í tæpar þrjár vik- ur vegna meiðsla en komst svo sem bjargvættur. Var það undir sjálfum þér komið hvort þú spil- aðir eða ekki í Leeds? „Ég lék með varaliðinu síðast- liðinn miðvikudag til að sjá hvort ég gæti verið með gegn Leeds og það var í fyrsta sinn sem ég hljóp eitthvað að ráði frá því ég rifbeinsbrotnaði fyrir tæplega þremur vikum. Rifin héldu og því treysti ég mér í slaginn þótt ég væri eðlilega þyngri en venjulega. Ákveðið var að ég spilaði sem hægri bakvörður sem er ekki uppáhaldsstaðan en ég kvarta ekki þegar ég skora og hlutirnir ganga upp.“ Og þú ætkir að vera áfram hjá Bolton næstu árin? „Já. Það er frágengið að ég verð áfram til vors 1998. Mér hefur gengið vel með liðinu, fjöl- skyldunni líður vel i Bolton og félagið gerði mér gott tilboð sém ég ákvað að taka. Hér hef ég fengið tækifæri til að leika sem miðvörður, hef gaman af þessu og er reynslunni ríkari. Það er mikill uppgangur hjá félaginu og mig langar að spila áfram í úr- valsdeildinni en ég get ekki búist við að önnur áhugaverð lið bíði í röðum eftir að kaupa þrjátíu og eins árs gamlan leikmann.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.