Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI inu og náðum vaxtakostnaðinum mikið niður. Meðalvaxtakostnaður Heklu árið 1994 var t.d. 7,2%. Það kom í Ijós að verðbréfamarkað- urinn hefur mikla trú á þessu fyrir- tæki. Síðan höfum við gert framvirka samninga til að minnka gengis- áhættuna. Þannig hefur okkur tek- ist að minnka óvissuna í rekstrin- um. Okkar fag er ekki að stunda spákaupmennsku með gjaldmiðla heldur að selja vörur og þjónustu." 110% söluaukning í ár Engar áætlanir eru uppi hjá Heklu um að færa út kvíamar í rekstrinum á þessu ári, t.d. með nýjum umboðum eða nýrri starf- semi. „Við ætlum að byggja á því sem við höfum og hlúa að garðin- um eins og hann er núna. Salan í ár hefur farið mun betur af stað en við bjuggumst við. Hún er um 110% meiri en á sama tíma í fyrra. Við finnum að það er mjög mikill kjölfar hagræðingar á árinu 1994 og sölu- aukningar í fyrra. Hagnaður sl. árs nam alls um 60 milljónum og batnaði afkoman um tæpar 160 milljónir milli ára. Kristinn Briem ræddi við Sigfús Sigfússon, forstjóra, um þessi umskipti og horfur á árinu. MIKIL um- skipti urðu /í rekstri Heklu hf. á síðasta ári þegar fyr- irtækið skilaði alls um 60 milljóna króna hagnaði samanborið við 99 milljóna tap árið 1994. Þennan árangur má að hluta til rekja til mikillar hagræðing- ar og skipulagsbreyt- inga sem ráðist var í á miðju ári 1994. Auk þess varð um fimmt- ungs veltuaukning milli áranna 1994 og 1995 eftir samdrátt mörg undangengin ár. Árið 1995 var einnig viðburðaríkt að öðru leyti hjá Heklu því þá keypti Tryggingamiðstöðin hf. þriðjungs hlut Margrétar Sigfúsdóttur í fyr- irtækinu. Afkomutölur Heklu úr endur- skoðuðu ársuppgjöri birtast hér opinberlega í fyrsta skipti í 63 ára sögu fyrirtækisins. Er það í sam- ræmi við þá stefnu sem hefur ver- ið mörkuð að breyta fyrirtækinu úr lokuðu fjölskyldufyrirtæki í al- menningshlutafélag. Jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem bílaumboð birtir jafn ítarlegar upplýsingar um rekstur sinn. „Afkoma á síðasta ári var mjög vel viðunandi," segir Sigfús Sig- fússon, forstjóri Heklu. „Sam- keppnm I okkar rekstri er mjög hörð og óvægin. Kannski er hún mun harðari en menn gera sér grein fyrir sem er neytendum auð- vitað til hagsbóta. Því reynir mikið á starfsfólk fyrirtækisins að standa sig vel. Bílasalan í fyrra jókst um nálægt 20% en hlutdeild okkar í markaðnum jókst um 23%. Þá vorum við heppnir á síðasta ári að fá umboð fyrir Scania-vöru- bíla sem renndi styrkari stoðum undir rekstur véladeildar Heklu. Það hefur verið efnahagslægð hér á landi til margra ára og því lítil sala á vinnuvélum. Því var mjög nauðsynlegt að auka við í þeirri deild. Við höfum þegar náð mjög góðum árangri í sölu á Scania- vörubílum og varahlutum. Einnig Sigfús Sigfússon höfum við opnað heimilistækj averslun hér við Laugaveg eftir breytingar og sá rekstur hefur gengið mjög vel. Fyrirtækið hefur þannig margar stoðir undir rekstrinum og er ekki háð einum að- ila. Við höfum mörg góð umboð og þegar lægð er á einu sviði hefur gengið betur á öðrum sviðum. Hins vegar gerir þetta reksturinn nokkuð flókinn því við þurfum að hafa töluvert mikið af sérhæfðu starfsfólki til að þjóna öllum umboðunum." Gripið til aðgerða til að lækka vaxtakostnað Sigfús bendir á að aðhaldsað- gerðir á árinu 1994 hafi skiiað um 25% lækkun á rekstrarkostnaði í fyrirtækinu og kostnaðarþróun hafí verið á réttu róli frá þeim tíma. Þetta megi fyrst og fremst þakka frábæru starfsfólki. „Einnig var gripið til ýmissa annarra ráðstaf- ana til að bæta rekstur fyrirtækis- ins. Við endurfjármögnuðum fyrir- tækið t.d. með skuldabréfaút- boði á innlendum markaði. Þar fengum við mun hag- stæðari kjör en í bankakerf- meðbyr með fyrirtækinu frá við- skiptavinum okkar.“ Það vekur athygli að Volkswag- en er nú í öðru sæti yfir söluhæstu fólksbílategundir á þessu ári og virðist vera að endurheimta þann sess sem tegundin hafði á vel- gengnisárum Volkswagen-bjöll- unnar. Sigfús segist vonast til þess að halda öðru sætinu á þessu ári. „Volkswagen er þýskur gæðabíll og hefur alltaf verið frekar dýr. Okkur hefur tekist að ná hagstæð- ara verði frá verksmiðjunum og viðskiptavinir hafa tekið því vel. Þá hefur nýja Polo-bílnum verið vel tekið. Síðan hefur Mitsubishi sótt á aftur eftir verðhækkanir sem urðu í kjölfar gengislækkunar jens- ins. Núna er Mitsubishi kominn í fimmta sæti yfir mest seldu fólks- bílana.“ Ríkið þarf að lækka gjöld af bílum „Bílamarkaðurinn er búinn að vera í mikilli lægð undanfarin átta ár og bílafloti landsmanna hefur elst mjög mikið. Endurnýjunar- þörfin er mikil og margir gamlir bílar á götunum sem án efa eru orðnir dýrir í rekstri. Gjöld af bílum sem ríkið tekur til sín eru það há að bílar eru einfaldlega of dýrir. Til að standa undir eðlilegri end- urnýjun þyrftu að bætast við 9-10 þúsund bílar á ári í bílaflotann en salan hefur verið að meðaltali 6.700 þúsund bílar á ári sl. sjö ár. Ég býst ekki við neinu stökki á þessu ári í bílasölu enda þótt salan hafi verið mjög góð fyrstu tvo mánuðina. Þó að kaupgeta almenn- ings hafi aukist þá hefur hún ekki aukist það mikið að það muni valda einhverri sprengingu í bílasölunni í ár. Ríkið á að lækka álögur á þessa vöru því bíll er ekki lúxus heldur nauðsyn." Í véladeild Heklu horfa menn nú til þess að eftirspurn fari að glæðast vegna aukinna fram- kvæmda af ýmsum toga. „Vinnu- vélasala hefur nánast ekki verið nein hér á landi í mörg ár og því er endurnýjunarþörfin orðin mikil,“ segir Sigfús. „Núna er mikið um fyrirspurnir og því erum við bjart- sýnir á góðan árangur með Caterp- illar, Scania og Ingersol Rand. Einnig finnum við fyrir aukinni eftirspurn eftir Caterpillar raf- stöðvum og bátavélum." Erfiðleikatímar að baki Sigfús er varfærinn í yfirlýsing- um um næstu skref í þá átt að breyta fyrirtækinu í almennings- hlutafélag. „Við myndum væntan- lega selja nýtt hlutafé á markaði en það hefur ekki verið ákveðið hvenær af því verður. Fyrirtækið lenti um tima í nokkrum erfiðleik- um en núna eru þeir tímar að baki. Við ætlum að sýna fram á það að þetta sé arðbært og gott fyrir- tæki.“ [h] HEKLA hl ® ■ Úr reikningum 1995 m Rekstrarreikningur Miiijónír króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur Rekstrarq jöld 4.038,0 3.891.5 3.333,0 3.291,6 +21% +18% Rekstrarhagnaður Fjármagnsgjöld Hagnaður af reglul. starfs. 146,4 59,1 87.4 41.4 86.5 -45.1 +253% -32% Ýmsar tekjur og gjöld Starfslokasamningar -12,5 -10,2 -16,0 -3,3 Hagnaður/-tap ársins 60,3 -98.7 Efnahagsreikningur 31. des.: I Eianir: I Milliónir króna Veltufjármunir 881,2 753,2 +17% Fastafjármunir 691,2 671,1 +3% Eignir samtals 1.572,5 1.424,2 +10% t Skuidir og eipið fó: I Skammtímaskuldir 723,7 644,3 +12% Langtímaskuldir 502,0 492,0 +2% Eigiðfé 346.7 288,0 +20% Skuldir og eigið fé samtals 1.572,5 1.424,2 +10% Kennitölur Veltuf járhlutfall 1,22 1,17 Arðsemi eigin fjár Veltufé frá rekstri Milljónirkróna 18,8% 89,0 -67,8 Margar stoðir undir rekstrinum Mjög hefur rofað til í rekstrí Heklu hf. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.