Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikilvægastiútflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskt kindakjöt er í Svíþjóð þrátt fyrir samdrátt UTFLUTNINGUR á ís- lensku lambakjöti hefur farið minnkandi á síð- ustu árum og í fyrra var hann aðeins um fimrntungur af út- flutningnum 1979. Á sama tímabili hefur kindakjötsframleiðslan dreg- ist saman um tæpan helming þann- ig að minna hlutfall af henni fer nú til útflutnings en áður. Minnkandi útflutningur á lambakjöti Kindakjötsútflutningur frá ís- landi hófst á síðustu öld þegar fé var flutt á fæti til Bretlands. Út- flutningurinn var lengst af stopull og tilviljanakenndur en það var ekki fyrr en um 1960 sem farið var að flytja út fryst kjöt reglu- lega, eða á hveiju ári. Á síðari árum hefur mest verið flutt til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Japans. Eftir að Noregsmarkað- ur lokaðist 1988_hafa helstu lamba- kjötsmarkaðir íslendinga verið í Svíþjóð og Færeyjum. Svíþjóðar- markaðurinn er mun stærri hvað magn varðar en að undanfömu hefur fengist betra verð á Færeyja- markaðnum. I fyrra skilaði kjötsai- an til Færeyja meiri verðmætum en Svíþjóðarmarkaðurinn er þó 'engu að síður mikilvægari, bæði vegna stærðar og sölumöguleika. Árið 1 995 nam kindakjötsfram- leiðsla Islendinga um 8.600 tonn- um og salan innan iands var um 7.160 tonn samkvæmt opinberum tölum. Tæp 1.140 tonn vora flutt úr landi eða um 13% af uppgefinni framleiðslu. Þar af voru um 400 tonn flutt út til Svíþjóðar. Lágt verð og mikið framboð í Evrópu Islendingar hafa nú 1.350 tonna kvóta á kindakjöti til Evrópusam- bandsins en Gísli Karlsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, á ekki von á að hann verði fullnýttur á þessu ári. „Ég á þó von á að útflutningurinn eigi eftir að aukast nokkuð í ár. Að óbreyttu er útlit fyrir að útflutn- ingurinn verði 600-700 tonn í ár og við nýtum þannig aðeins um helming kvótans. Ýmsar orsakir era fyrir því að við náum ekki að nýta þennan kvóta sem skyldi. Verðið á lambakjöti er mjög lágt í Evrópu um þessar mundir vegna mikils framboðs og aðeins þrjú slátúrhús /ullnægja heilbrigðiskröfum Evr- Lömbin þagna íslendingar fluttu út um 1.100 tonn af kinda- kjöti á síðastliðnu ári eða rúm 8% heildar- framleiðslunnar. Eitt fyrirtæki í eigu íslend- ingsins Einars Þorsteinssonar sá um 30% útflutningsins og seldi kjötið í Svíþjóð. Kjart- an Magnússon komst að því að Einari líst illa á að samkeppni verði torvelduð í kinda- kjötsútflutningi með því að einu fyrirtæki verði afhent einkaleyfi á því sviði. Morgunblaðið/Ásdís. . EINAR Þorsteinsson, hjá Interland Product AB, er stærsti selj- andi á íslensku kindakjöti erlendis. ópusambandsins, húsin á Hvamms- tanga, Höfn í Hornafirði og Húsa- vík. Líklega verður þó um aukningu að ræða frá fyrra ári og má þakka það öflugu markaðsstarfi seljenda í Svíþjóð og Færeyjum. í Færeyjum sjá nokkrir litlir aðilar um söluna en í Svíþjóð hefur eitt fyrirtæki, Interland, annast hana.“ Stærsti seljandinn Interland Product AB er í eigu Einars Þorsteinssonar, 46 ára Is- lendings, sem búsettur er í Sví- þjóð. Hann á og rekur fyrirtækið Interland, sem hefur sérhæft sig í innfiutningi og sölu á kjöti, aðal- lega kindakjöti, þar í landi. Inter- land er nú stærsti seljandi á ís- lensku kindakjöti erlendis og á síð- asta ári nam útflutningur til fyrir- tækisins um 400 tonnum. Skrif- stofur þess eru í Uppsölum en birgðahald og dreifingarmiðstöðv- ar í Helsingborg, Gautaborg og Stokkhólmi. Starfsmenn Interlands eru að- eins þrír og er allt birgðahald og dreifing aðkeypt. Einar segir að fyrirtækið sé nú með um fimmtíu fasta viðskiptavini um alla Sví- þjóð, aðallega stórverslanir og heildsala. Þeir selja kjötið síðan áfram til veitingastaða, mötu- neyta og smærri verslana. „Við seljum mest af heilum skrokkum og frampörtum en einnig mikið af marineruðu lambakjöti. Þá selj- um við töluvert af niðursöguðum frampörtum og kótelettum í neyt- endaumbúðum frá Kjötumboðinu hf. á íslandi. Sala á marineruðu kjöti í Svíþjóð er takmörkuð við hásumarið eða sex vikur í júlí og ágúst. Þá hafa niðursag- aðir lambakjötsfram- partar í neytendaum- búðum fengið mjög góð- ar viðtökur og frá því í haust höfum við selt um 60 tonn af þeirri vöru. Það er engin spurning að við munum leggja mikla áherslu á hana í framtíðinni. Svíar borða lítið af lambakjöti en eru þeim mun sólgn- ari í svína- og nautakjöt. Því er mikilvægt að leggja mikla áherslu á að kynna og markaðssetja ís- lenska lambakjötið." Einar hóf útflutning á lamba- kjöti árið 1990. Þá voru íslending- ar og Svíar í EFTA og því áttu íslendingar hlutdeild í innfiutn- ingskvóta á lambakjöti til Svíþjóð- ar. Kvótinn nam þá 650 tonnum og flytja mátti inn frá áramótum og fram í júnílok. Einar segist hafa farið hægt í sakirnar fyrsta árið og einungis flutt inn 60 tonn af lambakjöti, sem hann keypti af Kjötumboðinu hf. Kjötið líkaði vel og næsta ár flutti hann inn tvö hundruð ' tonn. Innflutningurinn jókst síðan ár frá ári og árið 1994 var hann orðinn 430 tonn. „Það auðveldar markaðssetninguna að íslenska kjötið er orðið nokkuð þekkt í Svíþjóð. Það á rúmlega tveggja áratuga reynslu að baki á sænskum mörkuðum og hefur get- ið sér gott orð sem gæðakjöt en er samt ódýrara en sænska kjötið. Menn eru sammála um að allur frágangur á íslensku kjöti sé mjög vandaður og pökkun til fyrirmynd- ar.“ Enginn dans á rósum Einar segist þó hafa fengið að kynnast því að kjötsalan gangi ekki alltaf þrautalaust. „Sumarið 1994 tókum við inn mikið magn af kindakjöti enda áttum við von á mikilli sölu um haustið að feng- inni reynslu. En þá vildi svo illa til að miklir sumarhitar gengu í garð í Svíþjóð og grasið hreinlega hætti að spretta. Heyfengur varð eftir því og þá gripu bændur til þess örþrifaráðs að hefja slátrun fyrr en venjulega og skera niður stóran hluta af fé sínu. Þetta leiddi til offramboðs á lambakjöti og verðið féll niður úr öllu valdi. Við þetta bættist að á sama tíma fór það_ fyrirtæki, sem er ráðandi á sænska kindakjötsmarkaði, Scan, að lækka verð á kjötinu og færa það til samræmis við það, sem tíðkast í ESB enda Svíar á teið í banda- lagið. Allt þetta varð til þess að verð vörubirgða okkar hrundi og Inter- land lenti í miklum fjárhagskrögg- um. Ákveðið var að bregðast við með því að leita eftir samstarfi við önnur sölufyrirtæki og tókst okkur að ná samkomulagi við Starfood, sem var eitt stærsta einkafyrirtæki í lambakjötssölu í Svíþjóð með yfir tuttugu starfsmenn. Það var með um 12% af lambakjötsölunni en Interland hafði náð 8-9% hlutdeild þegar þarna var komið sögu. Ég var ráðinn markaðsstjóri Starfood og lét ég öli mín viðskipti og sam- bönd renna þangað. í staðinn fékk Kindakjöts- neysla Svía hefur aukist Innbrotum og skemmdarverkum í tölvukerfum fyrirtækja hefur fjölgað Islenskt tölvu- fyrirtæki með vamarbúnað Bjarni Júlíusson, framkvæmdastjóri Tákns hf., og Guðmundur Arason, aðstoðarframkvæmdasljóri Securitas, handsala sam- starfssamning fyrirtækja sinna. INNBROT í tölvukerfi fyrirtækja og þjófnaður á verðmætum upp- lýsingum hafa færst í vöxt og þeim tilvikum fer fjölgandi að tölvuvírasar komast í hugbúnað fyrirtækja og valda tjóni. Einnig er nokkuð um það að brotist er inn í tölvukerfi í þeim tilgangi einum að fremja skemmdarverk. Þarna .er um að ræða fylgikvilla netteng- ingar á milli tölva en margir for- svarsmenn fyrirtækja átta sig ekki á að um leið og kerfi er nettengt opnast greið leið i báðar áttir. Það hefur því aukist að fyrirtæki grípi til sérstakra ráðstafana til að veij- ast innbrotum í tölvur sínar. Hugbúnaðarfyrirtækið Tákn hf. og öryggisfyrirtækið Securitas hf. hafa í sameiningu snúist til varnar gegn tölvuinnbrotum. Tákn sér- hæfir sig í uppsetningu, ráðgjöf og þjónustu á öryggisbúnaði fyrir tölvur en Securitas býður nú við- skiptavinum sínum ókeypis úttekt á þeim þætti öryggismála sem varðar tölvubúnað. Horfir til vandræða Sá sem biýst inn í tölvukerfi er í daglegu máli tölvufíkla kallaður „haeker“, tölvuþijótur. Bjarni Júi- íusson, framkvæmdastjóri Tákns hf., segir að þijóturinn bijótist inn í netkerfi fyrirtækja til þess að skoða sig um, vinna skemmdar- verk, stela gögnum eða jafnvel koma fyrir tölvuvírusum. „Skemmdarverk af völdum slíkra þijóta hafa færst svo í aukana að undanförnu að til vandræða horf- ir. Segja má að þetta sé þriðja vandamálabyigjan sem skellur á tölvuheiminum. Fyrsta vandamál- ið var skortur á vinnureglum, t.d. reglubundinni afritstöku, síðan komu tölvuvírusarnir og nú þetta.“ Bjarni segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir tíðni slíkra innbrota þar sem þau séu oft mikil feimnis- mál fyrir viðkomandi fyrirtæki en þó sé ljóst að þeim hafi fjölgað. Enginn er óhultur „Innbrotin eru í sjálfu sér ekki mörg en tjónið af völdum þeirra getur orðið svo mikið að það marg- borgar sig fyrir flest fyrirtæki að grípa til varúðarráðstafana. Af nýlegum dæmum má nefna að í síðustu viku var ráðist í kerfið hjá þekktu þjónustufyrirtæki og gögn þurrkuð út. Ummerki sýndu síðan að þijóturinn reyndi einnig árang- urslaust að bijótast inn í aðra vél. Fyrirtækið hafði ekki netvörn en sem betur fer réð það yfir afrit- um þannig að ekkert tapaðist fyr- ir utan nýjan tölvupóst og þann tíma sem tók að koma tölvunni í lag. Hins vegar hefur komið í ijós að fá fyrirtæki hafa sín afritunar- mál í lagi og sum hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna þess.“ Úttekt nauðsynleg Bjarni segir að úttekt á tölvu- og upplýsingamálum fyrirtækja sé nauðsynleg til þess að unnt sé að skilgreina þarfir hvers og eins í öryggismálum. „Þarfirnar eru mjög mismunandi eftir umfangi og eðli starfseminnar. Starfsmenn Tákns hafa að undanförnu fram- kvæmt siíkar athuganir hjá fjöl- mörgum aðilum hérlendis. í slíkri úttekt er farið yfir öryggisþætti fyrirtækisins, aðgengi að búnaði og upplýsingum, regiur um afrita- töku, varnir gegn tölvuvírusum og aðra öryggisþætti. Bent er á það sem betur mætti fara og gefnar leiðbeiningar um hvernig best sé að standa að úrbótum. Netvörnin samanstendur af ein- menningstölvu og sérstökum ör- yggishugbúnaði og segir Bjarni að þessi tækni tryggi innri tölvu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.