Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 B 11 ViÐSKIPTI____________________ Heildarsamtök verslunarinnar í Evrópu, Eurocommerce hafa sent kvörtun til Evrópusambandsins Telja greiðslukortasamninga andstæða samkeppnisreglum SAMNINGAR banka og greiðslu- kortafyrirtækja í Evrópu við smá- sölufyrirtæki varðandi greiðslu- kortaviðskipti stangast á við sam- keppnisreglur Evrópusambandsins, að mati heildarsamtaka verslunar í Evrópu, Eurocommerce. Telja samtökin að viðskiptahætt- ir þessara fjármálastofnana séu andstæðir þeim reglum ESB þar sem lagt er bann við samráði fyrir- tækja og misbeitingu markaðsráð- andi stöðu. Eurocommerce hyggst koma þessu áliti sínu á framfæri við Evrópusambandið og kemur jafnvel til greina að leggja fram formlega kæru. Eurocommerce lét nýlega gera könnun á greiðslukortaviðskiptum í Evrópu sem staðfesti að flest kortafyrirtæki eru í eigu helstu bankastofnana í hveiju landi. Þessi fyrirtæki fylgja samræmdum regl- um í viðskiptum sínum við smásölu- verslanir þar sem samningum um þjónustugjöld eru þröngar skorður settar. Könnunin leiddi í ljós að 40 bankar og bankasamsteypur í Evrópu gerðu með sér sérstakt samkomulag um kortaviðskipti árið 1987 sem ekki var birt opin- berlega. Þar er að finna skilgrein- ingu á því hvernig þessum við- skiptum eigi að vera háttað. Bann lagt við að mismuna eftir greiðslumáta í samkomuiaginu er t.d. gert ráð fyrir að kortafyrirtækin hafi ákvæði í samningum við smásölu- fyrirtæki sem banni þeim að inn- heimta sérstakt aukagjald af við- skiptavinum ef greitt er með korti. Þannig sé þeim óheimilt að mis- muna viðskiptavinum eftir greiðslumáta. Slík ákvæði eru al- mennt í samningum smásölufyrir- tækja við kortafyrirtæki nema þar sem bann hefur verið lagt við slíku. í Svíþjóð er þetta bannað með lög- um, í Bretlandi hafa samkeppnis- yfirvöld bannað ákvæðið en í Belg- íu hafa verslanir og kortafyrirtæki komist að samkomulagi í þessu efni. Afstaða Dana er enn ákveðn- ari því þar hefur verið sett í lög að óheimilt sé að innheimta þjón- ustugjöld af smásölufyrirtækjumi vegna debetkorta. Könnun Eurocommerce leiðir ennfremur í ljós að þjónustugjöld smásölufyrirtækja vegna kredit- korta eru ævinlega hlutfallsleg eða allt frá því að vera minni en 1% upp í meira en 5% af korta- veltu. Er gjaldið lægra eftir því sem veltan er meiri. Þessi stefna íþyngir sérstaklega verslun- argreinum með litla veltu og sum fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að hætta að taka við greiðslukort- um. Félag íslenskra stórkaupmanna er aðili að Eurocommerce fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna. Gagnvirkar kvikmynd- ir eða leikjatölvur Tölvur Tölvuleikir verða æ fullkomnari og svo er komið að kalla má suma þeirra gagnvirkar kvikmyndir. Arni Matthíasson veltir fyrir sér leikjamarkaðnum og spáir því að leikja- tölvur séu á hverfanda hveli. TÖLVULEIKIR verða sífellt kröfuharðari á vélbúnað og sumir hafa haldið því fram að það séu í raun leikjaframleiðendur sem ráði því hve endurnýjun sé ör í einka- tölvuheiminum. Víst eru flestar einkatölvur sem selst hafa hér á landi notaðar undir afþreyingu, en um leið eru þeir sem tölvuna nýta þann veg líka að öðlast færni í tölvunotkun. Leikjatölvur þekkja líklega flestir; tölvur sem eru ætl- aðar fyrir það eitt að spila í þeim leiki og þá gjarnan af þartilgerðum hylkjum. Nintendo-æðið er líklega í fersku minni og síðan þurftu^ allir að fá 16 bita Sega Megadrive sem var stórt stökk í grafík og hraða. Næst komu 32 bita tölvur, Sega Saturn og síð- an Sony PlayStation, sem nota geisladrif til að spila leikina af. Þær eru um margt merkilegar vélar, sérstaklega er Saturn-tölv- an öflug, og fyrir skemmstu kom á markað ytra tölva sem lengi hefur verið boð- uð, 64 bita Nintendo-tölva en hún er með leiki í hylkjum. Afdrifarík mistök Þrátt fyrir mikið auglýsinga- stríð er ekki annað að sjá en Nint- endo hafi gert afdrifarík mistök með því að leggja áherslu á hylkja- leiki, því geisladiskarnir eru hand- hægari og verulega ódýrari í fram- leiðslu og öllum finnst hylkin gam- aldags. Það kemur þó fleira til, því líklega eru sérstakar leikjatölv- ur eins og þær sem hér hafa verið taldar á undanhaldi, eins og sjá má á mörkuðum víða um heim. Heimilistölvur eru orðnar það öflugar að þær geta keyrt flesta leiki, aukinheldur sem nota má þær sem ritvinnsluvélar, fara inn á alnetið og reikna hvaðeina á meðan leikjatölvan hefur takmark- að notagildi. Það blasir því við að hin fræga leikjatölva Sony eigi ekki eftir að kemba hærurnar, hún kom einfaldlega allt of seint inn á deyjandi markað. Sega Megadrive, sem er 16 bita leikjatölva, seldist í bílförmum fyr- ir jól, því verðið var lækkað á henni, og sannaði að nægur mark- aður er fyrir ódýrar leikjatölvur. Hátt verð PlayStation og Saturn hægir því á sölu þessara tölva og ljóst að það þarf að lækka veru- lega ef þær eiga að ná að keppa við PC samhæfðar tölvur. Að því leyti sitja Sony og Sega í sömu súpunni og Apple; tölvurnar verða að bjóða upp á miklu meira til að hafa roð við PC-tölvunum. Að óbreyttu er þess ekki langt að bíða að átök PlayStation og Saturn verði verkefni tölvusagnfræðinga frekar en hitamál leikjaaðdáenda. Gagnvirkar kvikmyndir Fyrir fáum árum voru tölvuleik- ir helst einskonar teiknimyndir þar sem notandinn stýrði fígúrunni eftir fyrirfram ákveðnu ferli. Eftir því sem á leið urðu þeir leikir fjöl- breyttari þó jafnan hafi leikurinn aðeins getað endað á einn veg og viðkomandi þurfti að leysa þrautir til að ná því marki. A svig við þetta ganga gagnvirkir leikir, þar sem atburðarásin ræðst af því sem notandinn gerir og leikurinn getur endað á fleiri en einn veg; sögu- hetjan ýmist gengið hinu illa á hönd eða lagt hinu góða lið. Þegar svo er komið er aðeins sú krafa eftir óleyst að gera leikinn raun- verulegri; að í stað teiknimyndaf- ígúra komi trúverðugar persónur. Slíkir leikir eru legíó nú til dags, byggjast á kvikmyndagerð að hluta og sumir hafa náð það langt að kalla má þá gagnvirkar kvik- myndir. ' Fyrir skemmstu kom á markað leikurinn Wing Commander IV, það er fjórði þáttur í sögu Chri- stophers Blairs sem er liðþjálfi í geimflaugaher Jarðsambandsins. Eftir því sem liðið hefur á söguna hafa leikirnir orðið flóknari og grafíkin glæsilegri og af leik sem barst frá B.T. tölvum mátti sjá að framfarirnar eru ótrúlegar. Að sögn er Wing Commander IV dýrasti leikur sögunnar, alls munu um 10 milljónir dala hafa farið í gerð hans, en kostnaðurinn skýrist að miklu leyti af því að obbi leiksins er kvikmyndaður með alvöruleikurum eins og Mark Hammill og Malcolm McDowell, svo einhveijir séu nefndir. Sú kvik- mynd er síðan gagnvirk, þ.e. not- andi getur ákvarðað gang sögunn- ar; getur meira að segja ákveðið hvort Blair er trúr yfirboðurum sínum eða gengur í lið með uppreisn- armönnum. Notandinn stendur frammi fyrir fleiri slíkum ákvörðunum í leiknum og framvinda leiksins er gjörólík eftir því hvað verður fyrir val- inu. Wing Comander má leika í þrennskonar upp- lausn, VGA, 8 bita SVGA og 16 bita SVGA, en þá eru litir orðnir 65.536. Mjög er og vandað til hljóðrásarinnar, sem heyr- ist vel ef tölvan er tengd við hljómtæki, því notast er við Dolby Surround Sound Logic til að tryggja nánast bíóhljóm. Leik- urinn krefst einnig mikils af tölv- unni, því æskilegur búnaður er 75 MHz Pentium tölva með 16 Mb innra minni, 30 Mb rými á hörðum disk, 4x geisladrifi og 16 bita hljóðkorti. Varla verður lengra komist í raunveruleika á 15“ tölvuskjá, en þróunin hlýtur að stefna í átt að innihaldi, þ.e, að leikir eins og Wing Commander, og hér má reyndar nefna til Gabriel Knight, annan nýjan leik, verði eftirsóttir ekki bara fyrir grafíkina heldur einnig innihaldið. Það sannaði einn vinsælasti tölvuleikur síðustu ára- tuga, Myst, sem er sáraeinfaldur að allri gerð, en hæfilega leyndar- dómsfullur til að notandinn er sem límdur við skjáinn. Ofbeldisleikirn- ir eiga því vísast eftir að missa aðdráttarafl sitt eftir því sem meira verður í venjulega leiki spunnið. KAUPMENN - INNKAUPASIJÓRAR Umbúbapappír Mikið og fallegt úrval, margar breiddir. Höfum einnig á lager statíf fyrir umbúðapappír. 'jEgiW Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1-108 Reykjavík • Si'mar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 58 21 Sólin er ekkert notaleg... ...á skrifstofunni! qu f,LIMA OM A GLUGGANN LETTIR ÞER LIFIÐ • 3M "Scotchtint" sólarfilma endurkastar allt að 80% af geislum sólarinnar. • "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólar. Munir í sýningargluggum verslana upplitast ekki fyrir vikið. í • "Scotchtint" er einnig fáanleg sem öryggisfilma. | Ef rúðan brotnar, heldur filman glerinu saman. • Þeir sem hafa sett "Scotchtint" filmuna á gluggann hugsa hlýtt til hennar á meðan öðrum er alltof hlýtt. • Ásetning filmunnar er innifalin í verði. Hafðu samband og fáðu verðtilboð. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SlMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.