Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 2
2 C LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ STEINA Vasulka myndlistarmaður. M°rgunblaði8/Þorkell Með myndbands- vél á fjöllum Svimi og súrefniskassar STEINA Vasulka opnar sýningu á verkum sínum á Kjarvals- stöðum í dag kl. 16. Steina er einn helsti frumkvöðull myndbandalist- arinnar á heimsvísu og hefur unnið í miðlinum í um aldarfjórðung. Hún nálgast myndbandalistina á margan hátt líkt og tónskáld, enda er Steina fiðluleikari að mennt. Verkum sín- um líkir hún gjarnan við hljómsveit- arverk. Þetta er fyrsta einkasýning henn- ar hér á landi en hún hefur haldið ótal sýningar á verkum sínum um allan heim. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hana að máli. Verk hennar eru háð flóknum tækjabúnaði og fjórir leysigeisla- spilarar, auk annars aukabúnaðar, sjá um að koma verkum hennar á stóra skerma auk þess sem mynd- irnar sjást einnig í speglum á veggj- unum. „Vegpia þess að sýningin stendur í sex vikur fannst mér ómögulegt að sýna bara eitt verk og því verða fjögur verk sýnd á þessum sex vik- um. Auðvitað hefði ég viljað sýna öll þessi verk samtímis en þá hefði ég þurft þrisvar sinnum meiri tækjakost og þrisvar sinnum fleiri sali,“ sagði Steina Vasulka. Hún sagði að hún og maður hennar, Woody, sem er einnig myndlistarmaður, hefðu alltaf verið mjög spennt fyrir tækni og áður fyrr hefði fólk oft gagnrýnt þau fyrir að gera bara einhverjar tækni- æfingar á myndbandið. „Þá sagði ég bara: Ef ykkur finnst þetta ekki vera nein list þá er það í lagi. Okk- ur fannst þetta alltaf vera list. Nú eru svona spurningar ekki spurðar lengur. Listaheimurinn á dálítið erfitt með að meðtaka þetta form og hann er óviðbúinn eftir að hafa verið að vinna með striga og olíu í öll þessi ár. Myndbandalistin er við- bót við listaflóruna en yfirtekur ekki annað. Það sem skiptir máli er að það er búið að hleypa henni inn og verkum unnum í miðilinn fjölgar stöðugt." Steina sagði að áður fyrr hefðu hún og Woody betrumbætt þau tæki sem þau keyptu og lagað að eigin þörfum en nú eru tækin sí- fellt betri og ódýrari þannig að þau þurfa minna að eiga við þau. Hún sagði að þau hefðu alltaf átt í sam- starfí við fólk úr tæknigeiranum, enda er alltaf nóg til af tæknifólki sem er tilbúið að vinna með lista- mönnum, að hennar sögn. Fór í taugarnar á mér Myndbönd eftir Steinu eru oft stórbrotin og virðast vera geysiflók- in í samsetningu og gerð. „Eg nota yfirleitt bara litla tökuvél. Eg skipti ferlinu í þrennt. Tökuna, klipping- una og uppsetningu verksins. Eg tek allar mínar myndir sjálf og þver- neita að nota efni frá einhveijum öðrum. Ég klöngrast upp um fjöll og firnindi og veð ár og vötn í ferð- um mínum og þetta myndi ég aldr- ei gera ef ég hefði ekki myndavél með mér, ég nenni öllu þegar ég er með myndavélina." Myndefnið sjálft er gjarnan hversdagslegir hlutir eða myndir úr náttúrunni. Hún segist ekki endi- lega vera að leita að bestu mynd- inni heldur stillir hún vélinni upp og tekur upp allt sem gerist fyrir framan hana. „Svo vel ég mjög vandlega úr því,“ sagði hún. Steina segir að henni hafi aldrei þótt gaman af að spila á fíðluna á tónleikum, þó henni þyki gaman að æfa og spila á hljóðfærið fyrir sjálfa sig og sína nánustu. „Mér fannst leiðinlegt að æfa og æfa þangað til að það var nógu gott til að spila fyrir annað fólk og fara svo upp á svið og hneigja sig. Þetta fór ægilega í taugarnar á mér. Ég kann betur við að nálgast tónlistina eins og ég geri í gegnum mynd- bandið." Eru einhver endamörk á því hvert hægt er að fara í myndbandatækn- inni? „Ég er nú þegar orðin gamaldags í þessu og allir kollegarnir eru farn- ir að vinna í tölvum. Ég er núna farin að garfa í nýjungum í hljóð- upptökutækjum en þar er svo mikið að gerast og það liggur mér nær. Sú vinnsla verður alltaf í tengslum við myndbandið. Ég get ekki glatað tímaskyninu í myndlist og tölvurnar eru ennþá of hægar fyrir mig og ég hef ekki þolinmæði í það en ég mun nota þær þegar þær verða nógu fullkomnar og farnar að starfa í raunverulegan tíma,“ sagði Steina Vasulka. OPNUN Garnier-óperunnar eftir breytingar jafngildir blómvendi til söngelskra í París. Þeir geta sótt fímm meiriháttar sönghús í borg- inni: Ríkisóperurnar Bastiilu og nú Garnier, Opera Comique, Theatre des Champs-Elysees og Theatre du Chatelet. Hugues Gall, stjórnandi Bastillunnar og Garnier, þarf að skipta verkefnum milli húsanna tveggja, ballett og óperum, því fyrri ráðagerð, átta ára gömul, gekk ekki upp. Hún var um að hafa aðeins dans í Garnier, þótt þar séu 400 sæti með lítilli sýn til sviðsins, og óperur í Bstillunni, þó að hljómburð- ur þar sé umdeildur. Bastillu-óperan, stór og nútíma- leg. Þykir ekki henta öllum óperum og tónskáld eins og Mozart, Bellini, Gluck og Rossini eru að sögn dag- blaðsins Le Monde betur komin í Garnier. Bastilluna telur það aftur ágæta fyrir óperur á borð við Boris Godunov og Elektru og hugsanlega balletta með „mikilli yfirferð". Að minnsta kosti gengu húsin tvö ekki nógu vel með verkaskiptingunni frá 1988, Garnier var lokað í hitteð- fyrra, hreinsað og málað og bætt í meira en ár. Húsið var opnað 1. mars með kons- ertuppfærslu Don Giovanni eftir Moz- art undir stjórn Sir Georg Solti. Þessi 83 ára meistari, sem í eina tíð var aðstoðarmaður Toscaninis, hefur oft stjómað í Gamier og sagt að húsið sé hið besta í heimi fyrir Mozart. Opnunartónleikarnir fengu að HARALDUR Jónsson opnar sýn- ingu á nýjum verkum í mið- rými Kjarvalsstaða í dag kl. 16. Á sýningunni gefur m.a að líta stafina Þ og Ð orðna að höggmyndum úr texi, súrefniskassa og ljósmyndir af erlendu fólki í íslensku málveri. Þegar gengið er á milli verka Haralds finnst manni loftið þykkna og verða efniskennt. „Maður stóð fyrir framan eitt verkið á sýningunni í dag og það var eins og það sogaði hann að sér eins og svarthol. Hann fór að svima. Það er gott þegar listin fær þig til þess, enda er sviminn svo sérstakt ástand og raunverulegt. Myndlist er sterkasti miðillinn í dag og hefur mestu áhrifin á hegðun og líðan fólks án þess að það geri sér kannski grein fyrir því strax. Mér finnst verkin mín töluvert tengd líkamanum. Hæðin á stöfun- um er svipuð og á ræðupúltum og skírnarfontum og þeir eru eitt af því sem skilur okkur frá öðrum minnsta kosti frábæra dóma gagn- rýnenda - stjórn Solti, leikur hljóm- sveitarinnar, einsöngvarar og hljóm- burður í salnum. Sama gilti ekki um aðra Mozart- þjóðum og gerir okkur sérstök. Auk þess sem innra rými þeirra er frek- ar þröngt og innilokað. Þetta eru hljóðeinangraðir stafir, hljóðein- angruð hljóð,“ segir Haraldur. íslendingar á byrjunarreit „Mér finnst það mikilvægt í myndlist að geta lesið verk á marg- an hátt. Verkin mín eru auðskiljan- leg og það er mér metnaðarmál þó ég sé ekki að einbeita mér að því að gera þau neytendavæn. Ég vil að samtal myndist milli verkanna og áhorfenda þó ég sé í raun að fialla um ómöguleika samskipta, allt er dempað og safnar í sig um- hverfinu eins og sía. Leikurinn með skilningarvitin tekur aldrei enda.“ Að sögn Haraldar er þetta í fyrsta skipti sem hann sýnir mann- eskjur í römmum. „Þessi málvers- stemmning finnst mér mjög spenn- andi; hvernig sjóndeildarhringurinn og útlöndin eru búin að færast svona nálægt okkur. Þarna er verið perlu kvöldið eftir, þegar fyrsta óp- era endurnýjaðrar Gamier var frum- sýnd. Jeffrey Tate stjórnaði Cosi fan tutte í leikstjórn ítalans Ezio Toffol- utti, sem einnig sá um sviðsmynd að ala útlendinga inn í íslenskt sam- félag en um leið eru þeir að hverfa inn í þetta einangraða málsvæði. Þessi sýning hefði orðið allt önnur ef hún hefði verið mannlaus," sagði Haraldur. Hann segir að íslending- ar virðist oft standa á byrjunarreit á mörgum sviðum mannlífsins, enda séu þeir flestir í 0-blóðflokki.“ Eru myndlistarmenn á Islandi nógu duglegir við að reyna á þol- mörk samfélagsins, hvað má og hvað má ekki? „Jú, þetta er góð spurning. Mað- ur á að fást við þetta allan daginn, allan sólarhringinn, að teygja sig lengra eins og ég tel mig vera að gera á þessari sýningu og einnig í mínum ritsmíðum; innilokunar- kennd og íslenskur veruleiki," segir Haraldur en hann hefur m.a. feng- ist við skriftir, gefið út ljóðabók og samið útvarpsleikrit, en þar er hann að fást við áþekka hluti og í mynd- listinni. „Uppspretta skrifta minna eru myndrænar upplifanir." og búninga. Gagnrýnanda Le Monde fannst lítið til um vinnubrögð Toffoi- uttis, taldi þau blúndótt og tilgerðar- leg þegar tilefni gæfist til að undir- strika sársauka og kaldhæðni. Ljósa- maðurinn André Diot fékk hrós fyrir að bjarga því sem bjargað varð, Hugues Gall last fyrir val sitt á ung- um erlendum söngvurum, hljómsveit- in lof fyrir frábæran leik. Cosi fan tutte verður í Garnier út mánuðinn. Fíngert fyrir augað flottheit í tækjum Tryggð við hugmyndir Charles Garnier var leiðarljós arkitektsins Jean-Loup Roubert við endurbætur gamla óperuhússins. Þess vegna virðist salurinn í fyrstu ekki mikið breyttur og frískari litir, rauðir og rauðgulir, brons og gylltir, mæta auganu einn af öðrum. Smáatriði í skreytingum komin undan áratuga HARALDUR Jónsson myndlistarmaður. Morgunbiaðið/Þorkdi Gamla Parísar- óperan opnuð í upprunalegTÍ mynd Gamier-óperuhúsið í París hefur veríð opnað að nýju efbir endurbætur. Þessi 121 árs gamla bygging er komin í sitt upphaflega horf, rauður og gylltur salurinn aftur orðinn eins og hann var hugsaður af Charles Gami- er. Tækjabúnaður er nýr og fullkominn og mögulegt að breyta hljómburði salarins, uppgötvaði Þórunn Þórsdóttir nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.