Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 30.03.1996, Síða 6
6 C LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ARIÐ 1995 var á margan hátt merkilegt frá sjónarhóli bókaútgáfu og bókasölu því í jólabóka- vertíðinni kom upp geysimikið kapphlaup um kaupendur. Markað- urinn krafðist þess að bækur væru í boði á lægra verði en því sem bókaútgefendur höfðu tilgreint í verðlistum sínum. Verslanir á borð við Bónus og Hagkaup gerðu kröfu á útgefendur um að þeir gæfu aukna afslætti og síðan fylgdu aðr- ar bókaverslanir í kjölfarið. Þegar upp var staðið virtust bókaútgef- endur nokkuð ánægðir með sinn hlut, að minnsta kosti þeir stærstu. Þeir smærri, sem ef til vill voru aðeins með eina bók, voru illa í stakk búnir til að taka á sig þessar lækkanir eins og fram kemur í pistli sem birtist í Mprgunblaðinu 12.12. en þar fjallar Ólafur M. Jóhannes- son um vanda þeirra sem gefa út fáar en vandaðar íslenskar bækur sem eru að sjálfsögðu dýrar í fram- leiðslu. Að hans mati eru bæði litlir útgefendur og litlar bókabúðir í hættu fyrir óheftum markaðsöflum á bókamarkaði. Hver áhrif þessi breyting hefur á bókamarkaðinn þegár til lengri tíma er litið er ekki hægt að meta á þessari stundu en þó má telja öruggt að bamabóka- höfundar hafi notið góðs af þessu, a.m.k. fyrir þessi jól. Einnig tel ég að fleiri bækur hafi lent í pakka bama fyrir jólin einmitt vegna þess að með lækkuninni urðu bækur viðráðanlegri í verði. Eins og á undanförnum ámm hefur bókaútgáfa fyrir börn og unglinga verið metnaðarfull og á árinu 1995 komu út bækur fyrir alla aldurshópa, vandaðar bækur, fallega útgefnar og fjölbreyttar miðað við hvað markaðurinn er þó takmarkaður. Árið 1994 fækkaði talsvert bókum fyrir börn og ungl- inga frá fyrra ári. Á árinu 1995 var fjöldinn svipaður og árið áður, þ.e. um 40 frumsamdar bækur og um 60 þýddar og er þá allt talið, smábækur í ritröðum, endurútgáfur og ýmislegt smælki. Hér hefur orð- ið fækkun um þriðjung frá þeim tíma er mest var gefið út fyrir börn. Fyrir yngstu börnin Nokkrar fallegar og vandaðar íslenskar myndabækur komu út á árinu og er það aðdáunarvert að bókaútgefendur skuii leggja í slíka útgáfu því það hlýtur að vera mikið vafamál að hún standi undir kostn- aði. Af þessum bókum má nefna Einu sinni var raunamæddur risi eftir Áslaugu Jónsdóttur sem er STRÁKUR eftir Halldór Baldursson úr Sögunni af húfunni fínu eftir hann og Sjón Lestrarefni ungu kynslóðarinnar Kapphlaupið ogkjarninn í fyrra kom upp kapphlaup um kaupendur á jólabókamarkaði. Sigrún Klara Hannes- dóttir telur að fleiri bækur hafí lent í pakka bama fyrir jólin vegna verðlækkunar. Tjú. Þetta er ævintýri um Tótu litlu sem finnur stein í fjörunni sem geymir furðuveruna Tjú Tjú. Veran stækkar og síðan ijölgar hún sér þar til málið virðist komið úr öllum böndum. Kaninusaga Illuga Jökuls- sonar sem Margrét E. Laxness myndskreytir í svart-hvítu er snjöll ádeila sem einnig er hægt að lesa sem skemmtilegt ævintýri. Frækornið - bókaforlag aðvent- ista hefur sent frá sér sex bækur um Matta og ævintýri hans þýdd úr frönsku. Sögurnar eru ætlaðar yngstu börnunum og eru sambland ævintýra og fræðslu. Á ferðalögum sínum kynnist Matti ýmsum þáttum sem snerta heilsufar, hreinlæti, mengun, náttúruvernd, óhollustu reykinga og ofnotkunar áfengis, og nauðsyn þess að neyta hollrar og góðrar fæðu. Bækumar sameina á skemmtilegan hátt fróðleik og skemmtun en draga má í efa að yngstu bömin geti áttað sig á öllum þeim fróðleik sem í bókunum er en það gerir ekki svo mikið til því sög- urnar geta staðið fyrir sínu sem skemmtibækur. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á bók Guðrúnar Hannes- dóttur sem hún kallar Fleiri vísur handa nýjum börnum. Hér er á ferð- inni menningarsögulegur viðburður sem lítill gaumur hefur verið gef- inn. í þessari bók hefur höfundur valið gamlar þulur og klætt þær í ákaflega smekklegan búning með fallegum myndun og skreytingum. Margar þessar þulur eru löngu fallnar í gleymsku en einstaka hafa birst í bamaljóðabókum og ljóða- söfnum. Hér má nefna þulur eins og „Bokki sat í brunni", „Karl fór yfrum á“, og „Rífðu fyrir mig kinn, kinn“ auk þess sem þarna eru nokkrar gamlar barnastökur. Þulur eru sérstakar fyrir það hversu rím og rytmi falla vel saman og marg- sannað er að þessi tegund skáld- skapar fellur litlum börnum einkar vel í geð. Böm hafa yfirleitt yndi af að hlusta á romsur af þessu tagi og ekki skemmir fyrir að efnið sé öfgakennt eða meiningarlaust - hálfgert bull! Þessi bók hlýtur að vera fengur fyrir alla þá sem hafa gaman af að lesa fyrir lítil börn. Leikjabækur Nokkrar bækur hafa komið út með leikjum og gríni. Sumar þess- ara bóka eru vinsælar meðal barna og unglinga enda er þetta aldurinn ævintýri fyrir yngstu börnin. Þar segir frá risa sem leitar að gleð- inni. Hann hittir fyrir dýr og heyrir hljóð þeirra en enginn kann að hlæja. Risinn og dýrin er mjög fal- lega dregin og bókin öll vönduð og falleg. Vaka-Helgafell og Verð- launasjóður íslenskra bamabóka veitti á árinu aukaverðlaun fyrir bestu myndabókina og fékk þau Veislan í barnavagninum, bók sem er samvinnuverkefni Herdísar Eg- ilsdóttur og Erlu Sigurðardóttur. Sagan er bráðsmellin hversdags- saga og myndimar fullar af lífi og glettni. Sagan af húfunni fínu er einnig samvinnuverkefni og þar eiga hlut að máli Sjón sem semur textann og Halldór Baldursson sem á myndirnar. Sagan er ævintýraleg og textinn sambland af rími og óbundnu máli. Sigrún Eldjám hefur skapað sér fastan sess í barnabóka- útgáfunni með sérstökum myndstíl sínum. Skordýraþjónusta Málfríðar er í svipuðum stíl og fyrri verk Sigrúnar þar sem myndimar leiftra af sérstakri kímni höf- undar. Margt býr í sjónum er myndskreytt saga eftir Gerði Berndsen þar sem lítil stúlka dettur í sjóinn og upplifir ævintýri neðansjávar. Brian Pilkington mynd- skreytir nú sögu eftir Kate Harrison sem kallast Tóta og Tjú EINU sinni var raunamæddur risi. Mynd eftir Áslaugu Jónsdóttur úr sam- nefndri bók hennar sem þrífst á gríni og bröndumm. Á síðastliðnu ári kom út bókin Þjóð- arspaug, sem er væntanlega nýtt afbrigði af íslenskri fyndni og geymir 170 íslenska brandara, og Skemmtileg spumingakeppni sem ætluð er þeim sem gaman hafa af því að kanna þekkingu sína. Tvær aðrar bækur má nefna hér þótt nokkuð öðruvísi séu en það er bók- in Áfram Latibær eftir Magnús Scheving og Siggi hrekkjusvín eftir Oddnýju Thorsteinsson. Báðar þessar bækur geyma lýsingar á gömlum barnaleikjum enda þótt leikimir séu settir inn í söguþráð og hægt að lesa sögumar sem skemmtisögur jafnframt. Kjarninn Eins og undanfarin ár er kiami bamabókaútgáfunnar ritverk þeirra höfunda sem afkastamestir eru og markaðurinn er tilbúinn að taka við nýju verki úr smiðju þeirra á hveiju ári. Þar er fremstur í flokki Þorgrímur Þráinsson sem nú sendir frá sér bókina Sex augnablik. Sögu- hetjan er sextán ára og í sögunni rekur hann ævi sina allt til nútím- ans. Bækur Þorgríms eru geysivin- sælar og prýða metsölulista á hveiju ári. Andrés Indriðason á sinn sess á þessum lista með bók sína Gallagripir um hrakfallabálkinn Ása. Guðrún Helgadóttir hefur nú fært sig til forlagsins Vöku-Helga- fells og skemmtir sínum lesendum með sögunni Ekkert að þakka! þar sem krakkar miðla fullorðna fólkinu úr fjársjóði sem þeir fínna. Kristín Steinsdóttir heldur áfram á braut grínsagna og í sögu hennar Abrakadabra! er söguhetjan ekki draugur eins og í fyrri tveim sögum heldur Argur töframaður sem villist inn á íslenskt heimili með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Sögur Kristínar geisla af frásagnargleði og engum þarf að leiðast að lesa bækurnar hennar. Systir hennar Iðunn hefur samið sögu um lítinn íslenskan dreng í útlöndum í bók- inni Ævar á grænni grein. Gunn- hildur Hrólfsdóttir á mjög góða sögu sem hún kallar Svarta nöglin þar sem fjallað er um samskipti barna og fullorðinna á spennandi en mjög nærfærinn hátt. Gunnhild- ur er vaxandi höfundur og þetta er hennar besta bók hingað til. Goggi og Gijóni vel í sveit settir er framhald frásagnar um þá kump- ána og ríkulagt hugmyndaflug þeirra eftir Gunnar Helgason. Elías Snæland Jónsson hefur samið nýja sögu um sínar söguhetjur, Krókódíl- ar gráta ekki, sem lýsir spennandi lífi unglings sem hefur lent öfugum megin við lögin. Loks má nefna Eyvind P. Eiríksson sem heldur áfram að skrifa um siglingar á Eystrasalti I sögunni Meðan skútan skríður og Guðrúnu Eiríksdóttur sem lætur Röndótta spóa fljúga aftur. Guðrún fékk íslensku barna- bókaverðlaunin árið 1994 fyrir fyrstu bókina um Röndóttu spóana. Magnea frá Kleifum hefur samið annað bindi um Sossu sólskinsbarn og kallast nýja sagan Sossa litla skessa. Sagan um Sossu er mjög gott bókmenntaverk og má segja að persónusköpun þessarar litlu stúlku sé eitt af því besta sem sést hefur í barnabókum. Verðlaunahafi íslensku barna- bókaverðlaunanna árið 1995 er Þórdís Friðbjörnsdóttir og bók hennar Eplasneplar er bráðsmellin saga eða öllu heldur bréf sem Breki sendir afa sínum og lýsir daglegu amstri og hugsunum sínum. Þórdís hefur áður sent frá sér nokkrar sögur fyrir börn og unglinga og á því heima í þeim flokki höfunda sem ég vil kalla kjamann. Olga Guðrún Árnadóttir sendir nú frá sér nýja bók eftir nokkurt hlé, Peð á plánetunni jörð. Það er mikill fengur að Olga Guðrún skuli á ný vera farin að skrifa um ungl- inga og fyrir unglinga því fáir hafa kafað jafndjúpt í sálarlíf unglinga og hún. Texti Olgu Guðrúnar er hreint sælgæti, sagan full af húmor en samt svo alvarleg þar sem tekið er á vandamálum úr samfélaginu ekki síður en persónulegum vanda- málum unglingsáranna. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. - Kjarvalssýning fram á vor. Safn Ásgríms Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Við Hamarinn List í símbréfaformi til 3. apríl. Norræna húsið Sýning á norrænum heimilisiðnaði til 7. apríl. Sýning á steinþrykki eftir Sven Havsteen-Mikkelsen í anddyrinu til 31. mars. Hafnarborg Beatriz Ezban og Helgi Ásmundsson sýna til 1. apríl. Ingólfsstræti 8 Kristinn E. Hrafnsson sýnir til 31. mars. Onnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Gallerí Fold Soffía Sæmundsd. sýnir til 31. mars. Gallerí Stöðlakot Anna Guðrún Torfadóttir sýnir til 4. apríl. Gallerí Greip Kristín Blöndal sýnir til 31. mars. Listhús 39 Sigríður Erla sýnir til 1. apríl. Gallerí Sævars Karls Kristín Arngrímsd. sýnir til 10. apr. Listasafn Kópavogs Jón Óskar sýnir í vestursal og í austursal landslags- og portrettmynd- ir Sigurðar Sigurðssonar til 8. apríl. Nýlistasafnið Nana Petzet og Ólafur S. Gíslason sýna til 31. mars. Gallerí Hornið ívar Török og Magdalena M. Her- manns sýna tii 31. mars. Mokka Ósk Vilhjálmsdóttir og Hjálmar Sveinsson sýna til 16. apríl. Gallerí Úmbra Anna Snædís Sigmarsd. sýnir til 3. apr. Smíðar & skart Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir til 19. apríl. AIlraHanda - Akureyri Margrét Birgisdóttir sýnir til 13. apríi. TONLIST Laugardagur 30. mars Einsöngvarapróf í Langholtskirkju kl. 20.30; Helga Rós Indriðadóttir mezzósópran og Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir sópran. Selkórinn og Lúðrasveit Seltjamarness halda tón- leika í Blönduósskirkju kl. 16. Fær- eyski kórinn Aurora Borealis í Nor-* ræna húsinu kl. 16. Karlakórinn Hreimur í Ýdölum kl. 21. Gítartón- leikar f sýningarsal Tolla í Kvosinni í gamla Álafosshúsinu í Mosf. kl. 16. Sunnudagur 31. mars Kór og hljómsveitartónleikar í ísa- fjarðarkirkju kl. 14. Skólahljómsveit Grafarvogs með fjöiskyldutónleika í Ráðhúsinu kl. 16. Þriðjudagur 2. apríl Sönghóp. Sólarmegin í Hveragerðis- kirkju kl. 20.30. Caput-hóp. flytur Sögur af dátanum í Borgarleikhúsinu. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tröllakirkja sun. 31. mars, fös. Þrek og tár lau. 30. mars., fim., lau. Kardemommub. lau. 30. mars, sun., lau. Leigjandinn sun. 31. mars. Kirkjugarðskl.sun. 31. mars, fös. Borgarleikhúsið Hið ljósa man sun. 24. mars, fim., lau. íslenska mafían lau. 30. mars. Amlóða saga lau. 30. mars, sun. BarPar sun. 31. mars, fös. Konur skelfa lau. 30. mars, sun. Við borgum ekki, við borgum ekki sun. 31. mars. Iina langsokkur sun. 31. mars. Höfundasmiðja LR; Bragi Ólafsson - Spuming um orðalag lau. 30. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör lau. 30. mars, mið. Kaffileikhúsið Grískt kvöld lau. 30. mars, mið. Engillinn og hóran fím. 4. apríl Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 30. mars. Bétveir sun. 31. mars. íslenska óperan Oklahoma lau. 30. mars. Loftkastaiinn Rocky Horror lau. 30. mars. Lcikfélag Akureyrar Nanna systir lau. 30. mars, mið., fim. fós. Tjamabió Páskahret sun. 31. mars, mið., fös. KVIKMYNDIR MÍR „Orrustan um Stalingrad“ sun. kl. 16,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.