Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 B 3 KORFUKNATTLEIKUR Ánægju- legir páskar hjá Grind- vfldngum GRINDVÍKINGAR hafa örugg- lega átt ánægjulega páska eftir að þeir lögðu Keflvíkinga 86:70 ífjórða leik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik á laugardaginn fyrir páska, í Keflvík. Staðan var þar með orðin 3:1 fyrir Grindvíkinga og Keflvíkingar hafa trúlega notað páskana til að hugsað um hvernig þeir gætu stöðvað Grindvíkinga. Það virðist sem allur þróttur sé úr Keflvíkingum eftir að þeir sigruðu Grindvíkinga í fyrsta leik liðanna, í Grinda- vík. Síðan þá hefur Keflavíkurliðið átt tvo mjög slaka leiki, og var leikurinn á laugardaginn annar þeirra, og tap- aði síðan í Grindavík á lokasekúnd- unum, leik sem liðið virtist vera með í hendi sér. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Betri á öllum sviðum Grindvíkingar voru betri á öllum sviðum leiksins á laugardaginn. Mestu munaði þó að þeir voru greinilega komnir til að sigra á meðan doði og losarabragur var á leik heimamanna. Grindvíkingar léku maður á mann vörn í fyrri hálfleiknum, með talsverðri pressuvörn inn á milli og gafst þessi varnaraðferð vel. I síðari hálfleiknum skiptu þeir í svæðis- vörn og gafst hún einnig vel. Furðulegt að sjá lið, með eins margar þriggja stiga skyttur og Keflvíkingar hafa, eiga ekkert svar við svæðisvörn. Gestirnir náðu ágætri foyrstu og er líða tók á leikinn héldu þeir knettinum eins og þeir gátu og létu heimamenn bijóta á sér. Do- bard eflist með hverjum leiknum og er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið, vinnur sína vinnu vel og er að allan tímann. Helgi Jónas átti mjög öflugan síðari hálfleik og eins Marel og Guðmundur og Hjörtur átti mjög góðan leik. Fátt um fína... Hjá Keflvíkingum var fátt um fína drætti. Grissom varðist vel, hitti reyndar illa framan af leik, og Gunnar Einarsson kom sterkur inná í fyrri hálfleik, en fékk ekki að njóta sín sem skyldi - var tek- inn útaf allt of fljótt. Urslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Fjórði leikur liðanna í úrslitunum, leikinn i Keflavik laugard. 6. april 1996 KEFLAVÍK GRINDAVÍK 70 Stig 86 12/14 Víti 21/32 6/24 3ja stlga 8/22 35 Fráköst 39 20 (varnar) 28 15 (sóknar) 11 16 Boltanðð 9 6® Bolta tapað 14 16 Stoðsendingar 8 27 Villur 17 Dominique Wilkins I Sigurður sýndi gamla takta 1 lo^S'' Barcelona og Panathinaikos leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn Barcelona frá Spáni og gríska liðið Panathinaikos leika til úrslita í Evrópukeppni félagsliða í körfuknatteik. Barcelona vann Real Madrid 76:66 í undanúrslitum í París í gær og Panathinaikos vann CSKA Moskva 81:71 í hinum undanúrslitaleiknum á sama stað. Barcelona hafði fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38:34, en Real náði að rétta úr kútnum og var með eins stigs forskot, 63:62, þeg- ar aðeins tvær mínútur voru eftir. Ferran Martinez gerði þá fimm stig í röð fyrir Barcelona, fyrst tvö stig og síðan fylgdi þriggja stiga karfa í kjölfarið og staðan þá 67:63. Eftir það lét Barcelona ekki forystuna af hendi og tryggði sér sæti í úrslitum í fyrsta sinn síðan liðið mætti Split árið 1991. Litháinn Arturas Karnishovas var stigahæstur í liði Barcelona með 24 stig en Joe Arlauckas var atkvæðamestur í liði Real Madrid með 16 stig. Fyrrum NBA-stjarnan Dom- inique Wilkins, sem er 36 ára, átti stórleik og var í aðalhlutverki hjá Panathinaikos sem vann CSKA Moskvu örugglega 81:71. Hann skoraði 35 stig. Þetta er þriðja árið í röð sem Panathinaikos leikur undanúrslitum keppninnar en í fyrri tvö skiptin hafnaði liðið í þriðja sæti. Gríska liðið hafði yfir hálfleik, 36:33. Stigahæstur í liði CSKA var Vasili Karasev með 23 stig. Pavlos Yannakopoulos, forseti Panathinaikos, sem eyddi 7 milljónum dollara til að fá Wilkins til liðsins, fylgdist með leiknum og virtist mjög sáttur við fjárfesting- una eftir sigurinn. Reuter XAVI Fernandez, leikmaður Barcelona, réttir út hendur til að verjast skoti Ismael Santos Rodriguez í leiknum í gær. Hornets stöðvaði Bulls ÞAÐ var mikið leikið f NBA-deildinni um páskahátíðina og þar bar helst til tíðinda að Orlando tapaði tvívegis á heimavelli, fyrst fyrir Boston og síðan fyrir Chicago. Það telst einnig til tíðinda að Chicago tapaði á heimavelli fyrir Hornets, en liðið hafði leikið 44 leiki þar án þess að tapa. Jordan og félagar verða því ekki fyrst félaga til að komast í gegnum eitt tfmabil án þess að tapa leik. Chicago þarf nú að sigra ífjórum af þeim sjö leikjum sem liðið á eftir til að verða fyrst allra liða í deildinni til að sigra 170 leikjum á tímabilinu. Liðið er með einstakan árangur, hefur sigrað í 66 leikjum og aðeins tapað í níu. ichael Jordan hitti ekki sér- lega vel þegar Chicago heim- sótti Orlando, aðeins úr 10 af 30 skotum utan teigs, en hann gerði engu að síður 27 stig og jafnaði meðal annars, 86:86 er mínúta var til leiksloka. Toni Kukoc skoraði síð- an úr íjórum vítaskotum og Chicago vann - þriðji sigur þeirra á Orlando í vetur en liðin hafa mæst fjórum sinnum. Jordan „stal“ boltanum í 2.000 skipti Chicago vann Miami aðfaranótt föstudagsins og þá var Jordan með 40 stig og náði einnig þeim merka áfanga a? verða ljórði leikmaðurinn í sögu NBA til að „stela“ boltanum 2.000 sinnum. Hinir eru John Stock- ton, Maurice Cheeks og Alvin Ro- bertson. Toni Kukoc gerði 34 stig fyrir Chicago. Boston lék vel um páskana og sigraði tvívegis, Orlando með tveim- ur stigum á útivelli og síðan Detro- it með einu stigi á heimavelli. Per- vis Ellison gerði 18 stig gegn Detro- it og Todd Day var með 16 stig, þar af 11 í síðasta leikhluta. Með þessum stigum tókst Boston að sleppa við að jafna versta árangur félagsins, en þeim „áfanga" náði liðið 1978-79. Grant Hill lék vel fyrir Detroit og náði níundu þreföldu tvennunni á tímabilinu, og það hefur enginn leikið eftir í vetur. Hann gerði 16 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Hann er eini leikmaður deildarinnar sem er allt í senn hjá sínu liði, stigahæstur, með flest fráköst og flestar stoð- sendingar. Það var David Wesley sem gerði sigurkörfu Boston í Orlando þegar nokkur sekúndubrot voru eftir. Shaq O’Neal lék ekki með í þessari hrinu vegna þess að amma hans dó fyrr í vikunni og hann fékk því frí frá körfuknattleik í nokkra daga. Penny Hardaway var rekinn af velli eftir tvær tæknivillur skömmu fyrir leik- h!é. LA Lakers stöðvaði sigurgöngu Orlando á heimavelli fyrir nokkru en þá hafði félagið sigrað í 40 leikj- um í röð, með tapinu gegn Boston lauk annarri sigurgöngu, Orlando hafði ekki tapað heima fyrir liði i austurdeildinni í 51 leik í röð, eða frá því 14. apríl 1994. Houston í basli Meistarar Houston eru ekki í miklu stuði þessa dagana. Liðið tap- aði þremur leikjum um páskana og hefurtapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Liðið tapaði meðal annars í Seattle en heimamenn voru með frábæra nýtingu, hittu úr 65% skota utanaf velli þegar þeir unnu Hous- ton í níunda sinn í röð. Þrátt fyrir að David Robinson hafi gert 40 stig fyrir Spurs, tekið 11 fráköst og varið fimm skot, dugði það ekki til er liðið heimsótti Lak- ers. LA sigraði í sjötta sinn í síð- ustu átta leikjum. Karl Malone skaust upp í 11. sætið á lista stigahæstu manna í NBA-deildinni, upp fyrir Adrian Dantley sem lék með Utah Jazz. Malone gerði 35 stig er Jazz vann Sacramento og hefur gert 23.190 stig i NBA. Vernon Maxwell setti persónulegt met á þessu tímabili er hann gerði 38 stig fyrir Philadelphia er liðið vann Atlanta 100:99. Maxwell tryggði sigurinn með tveggja stiga körfu um leið og flautan gall. Dallas sigraði öðru sinni í 16 leikj- um er liðið tók á móti Clippers að- faranótt sunnudagsins. „Ef þetta kemur strákunum ekki af stað þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum með þá sem menn. Þeir hljóta að fínna muninn á því að leika sem lið, eins og við gerðum í dag, og að leika sem einstaklingar, eins og þeir hafa verið að gera að undan- förnu,“ sagði Dick Motta, þjálfari Dallas. Popeye Jones tók 27 fráköst í leiknum. Reggie Miller gerði 40 stig, þar af 19 í síðasta íjórðungi, er Indiana vann Miami. Hann gerði meðal ann- ars þriggja stiga körfu er tíu sek- úndur voru eftir og tryggði þar með sigurinn. Þetta er í annað sinn í vetur sem Miller gerir 40 stig í leik og nú hefur hann gert 14.004 stig í deildinni. SIGURÐUR Jónsson knatt- spyrnumaður með Örebro í Svíþjóð er fimmtándi besti leikmaður sænsku fyrstu ■IHB deildarinnar Grétar Þór að mati tíma- Eyþórsson ritsins Fotball SSviþ%öa í ný3>sta tolublaði smu birtir blaðið lista yfir 200 bestu knattspyrnumenn sem leika á sænskri grund. List- inn er settur saman af blaða- mönnum þess. Arnór Guð- johnsen er í 37. sæti, Rúnar Kristinsson í 40. sæti og Hlynur Birgisson er 1123. sæti. Besti leikmaðurinn er að mati blaðsins Niclas Alex- anderson landsliðsmaður og leikmaður með Gautaborg. Til grundvallar við gerð listans var lagt mat á eftir- talin atriði: tækni, hæfileika, auga fyrir samleik, hraða, boltameðferð, skallatækni. Blaðið lét þess ennfremur getið að þessar matsreglur kæmu augljóslega niður á hinum trausta leikmanni sem oft færi lítið fyrir en skilaði ævinlega sínu. Tveimur fyrstu umferðun- um í sænsku 1. deildinni hef- ur verið frestað og ólíklegt talið að þriðja umferðin sem fram á að fara hinn 21. apríl verði á réttum tíma. Mikill kuldi og frost er í jörðu sem hefur sett strik í reikningin en þó hafa hlýindi undanfar- inna daga orðið til að létta lund sænskra knattspyrnu- manna frá því sem var. Öruggt hjá Þórði og samherjum í Bochum ÞÓRÐUR Guðjónsson og samheqar í Bochum eru nán- ast öruggir með að endur- heimta sætið í 1. deild þýsku knattspymunnar. Liðið sótti Meppen heim um helgina, vann 3:2 eftir að hafa verið 2:0 undir í hálfleik og er með 51 stig. Duisburg er í öðru sæti með 44 stig og Bielefeld í því þriðja með 42 stig. Þórð- ur kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik gegn Meppen. Besti leikur Eyjólfs með Hertha EYJÓLFUR Sverrisson fékk 2 í einkunn og var besti maður Hertha í 1:0 sigri gegn Duisburg um helgina. Eyjólfur lék í vörninni og sá til þess að gestirnir, sem eru í öðru sæti 2. deildar, skor- uðu ekki en þetta var besti leikur hans síðan hann gekk til liðs við Berlínarliðið síð- sumars. Bjarki Gunnlaugsson kom inn á undir lokin hjá Mann- heim en það breytti því ekki að liðið tapaði 3:1 fyrir Unterliaching á útivelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.