Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA mm GUNNAR Beinteinsson Gunnar þjálfar FH-inga ÍSLENSKI hópurinn með verðlaunin frá Ítalíu við komuna tll landsins í gærkvöldi. Morgunblaðið/Björn Blöndal Piltamir meistarar á Ítalíu Ólafur Þór Gunnarsson maður mótsins og Þorbjörn Atli Sveinsson markahæstur ISLENSKA unglingalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönn- um 18 ára og yngri, sigraði á 16 landa móti á Italíu um pásk- ana. íslenska liðið lagði Slóvakíu í úrslitaleik, 4:3 í vítaspyrnu- keppni eftir markalausan leik og framlengingu. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson úr ÍR var kjörinn besti leikmaður mótsins og Þorbjörn Atli Sveinsson úr Fram var markakóngur þess með fimm mörk. Guðni Kjartansson, þjálfari liðs- ins, sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir úrslitaleikinn á mánu- daginn, að um hefði verið að ræða erfiðan leik. „Við verðum að viður- kenna að Slóvakar virkuðu sterkari en okkar strákar enda var kominn talsverð þreyta í mannskapinn eftir fimm ieiki á tíu dögum. Við vorum meira í vörn og beittum síðan skyndi- sóknum sem voru stórhættulegar margar hveijar. Slóvakar björguðu til dæmis einu sinni á marklínu, en við vorum líka heppnir að fá ekki á okkur mark. Framlengingin var fremur tíðindalítil en við vorum • óheppnir að skora ekki alveg í lok- in,“ sagði Guðni. Ólafur Þór varði tvö vrti með var sigurinn í höfn. Islenska liðið tapaði fyrsta leikn- um, 2:1 gegn Sviss, en lagði síðan Tyrki 4:1, Norðmenn 3:0 og komst þannig í undanúrslit þar sem liðið var með hagstæðara markahlutfall en Svisslendingar, sem töpuðu fyrir Noregi. A laugardaginn lék liðið við Ungverja í undanúrslitum og vann 3:1. „Það var mjög jafn leikur," sagði Guðni þjálfari. „Þeir komust yfir 1:0 á mjög vafasamri vítaspyrnu en Edil- on [Hreinsson úr KR] jafnað[ og ívar [Ingimarsson úr Val] kom Islandi í 2:1 fyrir hlé með marki sem kom upp úr hornspyrnu. í síðari hálfleik sóttu Ungveijar talsvert enda urðu þeir að taka áhættuna og á síðustu mínútu leiksins tókst okkur að skora, 3:1. Þetta var glæsilegt mark, leikið alveg frá öftustu vörn'upp völlinn og endaði með því að Haukur [Hauksson úr Fram] fékk boltann og þrumaði honum upp í vinkilinn." Guðni var að vonum ánægður með sigurinn sérstaklega þegar haft er í huga að níu af liðunum sextán voru með eldri stráka. „Strákarnir léku mjög vel í mótinu og ég held að þessi úrslit hljóti að teljast mjög jákvæð fyrir framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það er þegar búið að bjóða strákun- um að koma á þetta mót að ári,“ sagði Guðni. Þegar hann var spurður hvort þetta væri stærsti sigur hans sem landsliðsþjálfari svaraði hann: „Þetta er stærsti sigurinn í svona móti' en það hefur oft unnist góður og stór sigur í einstökum leikjum." Fyrir sigurinn fékk íslenska liðið mjög veglegan bikar og þeir Olafur Þór og Þorbjörn Atli fengu einnig stóra og mikla bikara fyrir sinn árangur auk þess sem liðið fékk bik- ar fyrir þátttökuna. „Það var erfitt að koma okkur heim því enginn bjóst við því að við næðum svona langt og þess vegna var búið að bóka flug heim á föstudaginn langa. Þetta er orðin löng útivera fyrir strákana og þeir fara beint í skólann á miðviku- daginn, [í dag] sumir þurfa að fara í próf og þeir hafa verið að reyna að læra eitthvað en það er erfitt þegar menn eru með hugann við annað,“ sagði Guðni. í leiknum um þriðja sætið vann Ungveijaland lið heimamanna 2:0, en þess má geta að liðin komu víða að og má nefna Japan, Chile, Spán, Belgíu og Rúmeníu sem dæmi auk þeirra landa sem áður hafa verið nefnd. GUNNAR Beinteinsson, landsliðsniaður í handknatt- leik, hefur verið ráðinn næsti þjálfari FH. Gunnar hefur þjálfað yngri flokka hjá fé- laginu, en hann hefur leikið með FH síðan hann hóf að leika handknattleik. „Ég er nú hálfblautur á bak við eyr- un í sambandi við þjálfun, en auðvitað hefur maður sínar hugmyndir um hvernig á að gera þetta,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. „Það var svolltill biti að segja já, en ég er búinn að því þann- ig að nú er ekkert annað að fera en hella sér útí þetta. g er mikill FH-ingur og gat ekki skorast undan þegar til mín var leitað. Strákarnir í liðinu standa með mér í þessu og ég hefði aldrei tekið starf- ið að mér hefðu þeir eldri ekki stutt mig til þess. Við verðum eins og stór fjöl- skylda,“ sagði Gunnar. Hann sagði að nú ættu sér stað ákveðin kynslóðaskipti hjá liðinu og ætlunin væri að nota stráka úr öðrum flokki félagsins. „Ég kvíði ekki framtíðinni því við eigum góða stráka í 2. flokki og það er ljóst að við opnum ekki veskin til að kaupa leik- menn.“ Aðspurður hvort hann ætlaði að leika áfram, sagði Gunnar: „Ég verð með, en ég á von á að mér verði skipt meira útaf en undanfar- in ár.“ HANDKNATTLEIKUR Valdimar Grímsson í 200 leikja klúbbinn Valdimar Grímsson lék sinn fyrsta landsleik gegn Ungverjum, 28:24, í Valence í Frakklandi. Kristján Arason skoraði 15 mörk í leiknum. lOmarkasig' ur á Ástralíu íslendingar tóku fyrstu vítaspym- una og úr henni skoraði Valur Fann- ar. Olafur Þór markvörður varði fyrstu spymu Slóvakana og Jóhann B. Guðmundsson úr Keflavík kom íslandi í 2:0. Slóvakar minnkuðu muninn í 2:1 en Ólafur Þór var alveg við það að veija. Arnar Viðarsson úr FH kom íslandi í 3:1 og Slóvakar minnkuðu muninn í 3:2 í næstu spymu. Næstur á vítapunktinn var Heiðar Siguijónsson úr Þrótti Reykja- vík en markvörður Slóvaka varði frá honum. Slóvakar skoruðu úr Qórðu spymu sinni. Sigurður Elí Haraldsson úr Fram skoraði úr næstu spymu og kom Islandi í 4:3 og maður mótsins, Ólafur Þór , gerði sér lítið fyrir og varði fimmtu spyrnu Slóvaka og þar LANDSLEIKIR Valdimars eftir árum 1985 9 1986 11 1987 9 1988 7 1989 22 1990 38 1991 19 1992 39 1993 18 1994 6 1995 21 1996 1 LEIKMENN MEÐ YFIR 200 LANDSLEIKI Aðrir* leikir með landsl. Leiklr samt. með landsl. 285 Geir Sveinsson (9) 294 238 Kristján Arason (10) 248 236 Þorgils Óttar Mathiesen (10) 246 236 Jakob Sigurðsson (10) 246 236 Sigurður Sveinsson (5) 241 234 Guðmundur Hrafnkelsson (7) 241 226 Einar Þorvarðarson (6) 232 226 Guðmundur Guðmundsson (5) 231 220 Júlíus Jónasson (8) 228 200 Valdimar Grímsson J8} 208 * Leikir gegn B-landsliðum, úrvalsliðum og unglingaliðum. Islenska landsliðið í handknatt- leik karla sigaði Ástralíu 29:19 í fyrsta leiknum á átta landa móti í Kumamoto í Japan í gær. Þetta var jafnframt fyrsti leikur þjóðanna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 14:9 fyrir ísland. Valdimar Grímsson lék 200. landsleik sinn og hélt upp á það með því að gera þijú mörk. Ein breyting var gerð á íslenska liðinu áður en það hélt til Japans. Sigfús Sigurðsson úr Val kom inn í liðið fyrir Geir Sveinsson, sem fékk ekki frí frá félagi sínu í Frakk- landi. Sigfús lék sinn fyrsta lands- leik og skoraði þijú mörk. Júlíus Jónasson og Sigurður Bjarr.ason voru markahæstir í ís- lenska liðinu með fimm mörk hvor. Dagur Sigurðsson gerði 4, Ólafur Stefánsson, Valdimar Grímsson og Sigfús Sigurðsson 3 mörk hver, Patrekur Jóhannesson og Björgvin Björgvinsson tvö mörk livor og Róbert Sighvatsson og Davíð Ólafsson sitt markið hvor. Aðrir sem léku í gær voru Valgarð Thor: oddsen og Gunnar Viktorsson. í markinu stóðu Guðmundur Hrafn- kelsson og Bjarni Frostason. íslenska liðið leikur í dag við Bandaríkin og við Japan á morg- un. ENGLAND: 121 211 1 1 X 2221 ITALIA: X 21 112 1X1 X X 1 X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.