Morgunblaðið - 10.04.1996, Side 5

Morgunblaðið - 10.04.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL1996 B 5 ÍÞRÓTTIR SKIÐI Morgunblaðið/Sverrir ÞJÁLFARAR og aðstandendur mótsins voru sammála um að hætta keppni f svigi kvenna eftir fyrri umferðina á laugardaginn, enda ekkert veður til að keppa. Hér ræðir þjálfari Ármenn- inga, Ásgeir Sverrisson, við nokkra starfsbræður sína. Skíðamót íslands fauk út í veður og vind EKKi tókst að keppa á Skíðamóti íslands í Bláfjöllum um páskana vegna veðurs og má segja að mótið hafi fokið út í veður og vind. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1959 sem lands- móti er aflýst. Fyrst var keppt á Skíðamóti íslands árið 1937 og var þá eingöngu keppt í norrænum greinum. Árið eftir var síðan tekin upp keppni í alpagreinum. Aðeins þrisv' ar hef ur þurft að af iýsa mótinu f rá upphaf i; fyrst árið 1941, 1959 og nú á 50 ára afmælisári Skíðasambandsins 1996. íslandsmeist- arar krýndir á Akureyri helgina Alls voru 120 keppendur skráðir til leiks að þessu sinni. Mótið átti að hefi'ast á skírdag með keppni í göngu. Á föstudag- Valur B. >nn langa átti að Jónatansson keppa í stórsvigi og skrifar göngu, en þessa tvo fyrstu daga var brjálað veður í Bláfjöllum og ekki viðiit að halda mót. Á laugardag voru allir keppendur boðaðir upp í Bláfjöll því keppa átti í svigi, stór- svigi og göngu. Þrátt fyrir leiðinda- veður var ákveðið að byija keppni í svigi kvenna. Það gekk á ýmsu því skilyrði til keppni voru mjög slæm, erfitt færi og nánast ekkert skyggni. Það tókst þó að ljúka fyrri umferð svigsins, en þá sögðu þjálf- arar hingað og ekki lengra. í fram- haldi af því var ákveðið að hætta keppni því aðeins tíu af 30 keppend- um í svigi kvenna komust í mark. Á páskadag átti enn að reyna, en þá var komið mikið vatnsveður í Bláijöllum og ekki möguleiki að halda skíðamót. Mótstjórnin ákvað þá að aflýsa mótinu fyrir fullt og allt. Mótið átti að vera með glæsi- legra móti vegna afmælisárs Skíða- sambandsins, en verður væntanlega ekki ofarlega í minningunni hvað glæsileika varðar þegar fram líða stundir. Gríðarleg vinna liggur að baki Skíðamóti Islands og hefur undir- búningur mótsins staðið í nokkra mánuði. Eins fylgir þessu mikill kostnaður og lætur nærri að tap mótshaldara, sem er Skíðaráð Reykjavíkur, sé tæpar þijár milljón- ir króna fyrir utan ómælda sjálf- boðavinnu sem þarf til að svona mót geti farið fram. Stjórn Skíðasambands íslands ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld, eftir að Skíða- móti íslands hafði verið aflýst, að keppt yrði um íslandsmeistara samhliða alþjóðamótinu, Icelanda- ir Cup, sem fram fer í Hlíðarfjalli við Ákureyri um næstu helgi. Einnig yerður göngukeppni þar sem íslandsmeistarar verða krýndir. Að sögn Friðriks Einarssonar, framkvæmdastjóra SKÍ, verða mótin á Akureyri íslandsmót en ekki Skíðalandsmót. „Við verðum að reyna að gera eins gott úr þessu og hægt er miðað við að- stæður. Við vonum að hægt verði að krýna íslandsmeistara á 50 ára afmæli Skíðasambandsins." Ekkert til fyrirstööu í Hlíðarfjaili ívar Sigmundsson, foretöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, sagði það ekkert vandamál að halda þessi mót í Hllðarfjalli. „Það er vel hægt að halda mótin hér í Hlíðarfjalli — þetta er nú einu sinni nafli skíðaíþróttarinnar á íslandi," sagði ívar. „Þó svo að snjór sé ekki með mesta móti getum við vel haldið svona mót. Það er lítill snjór á neðra svæðinu en ágætur snjór upp við Strýtu og þar verður keppt í alpagrein- um. Eins er nægur snjór til að halda göngukeppnina á efra göngusvæðinu, sem er um 1.600 metrum ofan við' Skíðahótelið." ívar sagði að Andrésar andar- leikamir yrðu haldnir í Hlíðar- fjalli eftir hálfan mánuð. Dagskrá mótsins í alpagreinum á Akureyri er í stórum dráttum þannig: Á föstudag verður keppt í stórsvigi karla og kvenna og verða bæði mótin liður í Icelanda- ir Cup (Fis-mót). Á laugardag keppa karlarnir tvívegis í stórsvigi og verður annað íslandsmeistara- mót og hitt Fis-mót. Þá verður íslandsmót í svigi kvenna á laug- ardeginum. Á sunnudag verður ísiandsmótið í svigi karla og tvö stórsvig hjá konunum þar sem annað verður íslandsmót. Dagskráin í göngu verður með svipuðu sniði og upphaflega var gert ráð fyrir á Skíðamóti ís- lands. Á föstudag verður keppt í 5 km, 10 km og 15 km göngu kvenna, pilta og karla. Á laugar- dag verður boðganga og 7,5 km, 15 km og 30 km ganga á sunnu- dag. GOLF Siguvjón enn á pari SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, tók þátt í eins dags móti í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum um páskana. Leikið var á Heathrow-vellinum en hann er par 72 og erfiðleikastuðull hans er 74. Sigurjón lék á pari, 72 höggum, og varð í 16. sæti af 70 keppendum. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Damon Hill óstöðvandi í upphafi móts Sigraði í þriðja kappakstrinum í röð Damon Hill frá Bretlandi fer heldur betur vel af stað í Formula 1 kappakstr- inum á þessu tímabili. í Grand Prix kappakstrinum í Argentínu á sunnudag sigr- aði hann í þriðja sinn í röð. Hann hefur nú yfirburða- stöðu eftir þrjú fyrstu mótin og er 18 stigum á undan Kanadamanninum Jacques Villeneuve sem kemur næst- Ur. HiII, sem ekur fyrir Will- iams, vann lokakappakstur- inn í Ástralíu á síðasta keppnistímabili og má því segja að hann hafi verið að vinna fjórða kappaksturinn í röð. Hann hafði forystu frá upphafi á sunnudag og var þetta 13. sigur hans á ferlin- um. Hann var 12 sekúndum á undan félaga sínum, Jacques Villeneuve, sem einnig ekur fyrir Williams. Þetta var annað mótið á tímabilinu þar sem Williams á bíla í tveimur efstu sætun- um. Frakkinn Jean Alesi, sem ekur Benetton, varð þriðji. Helsti keppinautur Hills, heimsmeistarinn þýski Mich- ael Schumacher, sem ekur Ferrari, varð að hætta keppni eftir 46 hringi af 72 vegna vélarbilunar. Þegar Schu- macher hætti var hann í öðru sæti og hafði fylgt Hill eins og skugginn frá byijun. Ger- hard Berger frá Austurríki var einnig meðal fremstu manna lengi vel eða þar til hann varð að hætta af sömu ástæðu og Schumacher. „Það er ekki hægt að gera betur en þetta — þrír sigrar í jafnmörgum mótum í upp- hafi tímabilsins,“ sagði Hill. „Þetta er frábær tilfinning og ótrúleg úrslit fyrir Will- iams-liðið. Ég er yfir mig ánægður," sagði ökuþórinn. Reuter DAMON Hill frá Bretlandi og félagi hans í Williams-liðinu, KanadamaA- urinn Jacques Villenueve, taka hér af sér heyrnartólin eftir kappakst- urinn í Argentínu á sunnudag. Þeir urðu í tveimur efstu sætunum. TENNIS Banda- ríkin úrleik Bandaríkjamenn urðu fyrir miklu áfalli um páskana þegar landslið þeirra í tennis tapaði fyrir Tékkum í átta liða úrslitum Davis keppninnar. Bandaríkjamenn eru núverandi meistarar og gerðu menn sér vonir um að halda þeim titli, en Tékkar sáu um að svo verður ekki. Leikur þjóðanna var jafn og það var ekki fyrr en í síð- asta einliðaleiknum sem úrslitin réðust. Bandaríska liðið var hálfvæng- brotið því í það vantaði Pete Sampras, Andre Agassi, Michael Chang og Jim Courier, en þeir vildu ekki taka þátt í mótinu. Fyrirliði bandaríska iiðsins, Tom Gullikson, sagði þetta ekki ástæðuna. „Tékk- arnir unnu okkur á tennisvellinum, þeir léku mjög vel og það dugði ekki þó svo okkar menn gerðu sitt besta,“ sagði hann. Það má segja að úrslitin hafi ráðist á laugardeginum þegar Tékkar ákváðu á síðustu stundu að láta Petr Korda og Daniel Vac- ek leika saman I tvíliðaleik gegn Patrick McEnroe og Patrick Gal- braith. Tékkar unnu injög öruggt en óvænt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.