Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4' MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 10. APRÍL1996 B 7 HAIMDKNATTLEIKUR HANDKIMATTLEIKUR Mikið uppbyggingarstarf að Hlíðarenda Nýtl Valslið fullmótað eftirtvöár Árangur Valsmanna hefur verið hreint ótrúlegur undanfarin níu ár - sjö sinnum hefur íslandsmeist- aratitillinn hafnað á Hlíðarenda, þar sem mikið uppbyggingarstarf hefur farið fram. Mennirnir á bak við það eru Boris Abkashev og Þorbjörn Jens- son. Siguiundur O. Steinarsson rifjar upp gang mála síðustu níu árin að Hlíðarenda. iyi 01 Sama hvaða landsliðsmenn hafa yfirgefið herbúðir Vals, nýir leikmenn hafa komið fram í sviðsljós- ið - leikmenn sem hafa verið tilbúnir í slaginn. „Það hefur verið unnið mjög gott unglingastarf hjá Val og ákveðin hefð á að fagna titlum er til staðar. Nú horfa Valsmenn á eftir tveimur kilmönnum liðsins til Þýskalands, 'lafi Stefánssyni og Degi Sigurðs- syni. Þá hefst ákveðin uppbygging á ný - Ingi Rafn Jónsson og Ari Allans- son taka við hlutverki þeirra. Þá kem- ur hópur ungra leikmanna til að beij- ast. Nýtt meistaralið Valslið verður fullmótað eftir tvö ár, en meistaratit- ill getur þó komið fyrr,“ segir Þor- björn Jensson, landsliðsþjálfari. Þorbjörn segir að Boris hafí unnið og sé að vinna frábært starf með yngri flokka Vals, hann sé þjálfari þriðja og annars flokks. Boris þjálf- aði yngri flokka Vals á árum áður, sem skiluðu landsliðsmönnum eins og Geir Sveinssyni, Júiíusi Jónas- syni, Valdimar Grímssyni og Jakobi Sigurðssyni, sem voru lykilmenn meistaraliðs Vals 1988 og 1989. Sig- urður Sveinsson og Þorbjörn Jensson léku með liðinu 1989, sem varð síðan fyrir blóðtöku - Þorbjörn Jensson hætti og gerðist þjálfari liðsins, Sig- urður fór til Þýskalands, Geir til Spánar og Júlíus til Frakklands. Brynjar Harðarson kom heim frá Svíþjóð og Siguijón Sigurðsson, Haukum, sem hafði leikið með Schutterwald í Þýskalandi, kom til Vals í lokasprettinn. Valsliðið missti naumlega af meistaratitlinum til FH í sögulegum leik í Hafnarfirði, sem kostaði það að þrír leikmenn Vals voru dæmdir í eins leiks bann vegna m'ótmæla við dómara leiksins. Það voru lykilmennirnir Einar Þoi-varðar- son, markvörður, Jón Kristjánsson og Brynjar Harðarson. Án þessara leikmanna lék Valur gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppninnar - í leik sem Þorbjörn Jensson mætti með gamla keppnisdótið sitt. Valur vann leikinn og varð síðan bikar- meistari. Árið eftir, 1991, fögnuðu Valsmenn íslandsmeistaratitli - urðu sigurvegarar í sex liða úrslita- keppni. Valsmenn verða fyrir blóðtöku fyrir keppnistímabiiið 1991-1992 er Einar Þorvarðarson fer til Selfoss og Jón Kristjánsson til Þýskalands. Guðmundur Hrafnkelsson kemur til Vals úr FH til að taka stöðu Einars. Valur verður fyrir hveiju áfallinu á fætur öðru þetta keppnistímabil - Jakob Sigurðsson, Júlíus Gunnarsson og Ingi Rafn Jónsson meiðast á hné og Brynjar Harðarson í baki, þannig að þeir verða frá keppni. Valsliðið með Va'idimar Grímsson sem stór- skyttu komst ekki í úrslitakeppnina og tapaði bikarúrslitaleik fyrir FH. „Það gekk allt á afturfótunum hjá okkur. Ungu strákarnir, sem eru nú lykilmenn, voru að byija að leika og mæddi mikið á þeim þegar reyndari leikmennirnir meiddust. Þegar við duttum úr leik hófst mikið uppbygg- ingarstarf, við æfðum grimmt frá febrúar fil 1. júlí, er leikmenn fengu fjögurra vikna sumarfrí. Leikmenn Vals hafa alltaf æft í ellefu mánuði á ári og það hefur heldur betur skil- Urslitakeppnin í handknattleik Fjórði leikur iiðanna í úrslitum íslands- mótsins, leikinn í Laugardalshöll á föstudaginn langa 5. apríl 1996. Valur Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 12 22 55 F.h 8 21 38 13 22 59 S.h 9 22 41 25 44 57 Alls 17 43 40 SOKNARNYTING 10 1 3 4 5 2 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti að sér. Jón Kristjánsson og Geir Sveinsson komu heim á ný og Valsl- iðið vann allt keppnistímabilið 1992- 1993, byijaði á því að verða Reykja- víkurmeistari, síðan deildar- og bik- armeistari og smiðshöggið var rekið á glæsilegt keppnistímabil með því að leggja íslandsmeistara FH að velli í keppninni um meistaratitilinn," sagði Þorbjörn Jensson. Eftir þennan glæsilega árangur verður Valsliðið enn einu sinni fyrir blóðtöku. Geir fer á ný til Spánar, Jakob Sigurðsson hættir og heldur til náms í Kanada og Valdimar Gríms- son fer norður til Akureyrar til að leika með KA. Þessi missir kom ekki að sök, ungu strákarnir hjá Val voru orðnir fullmótaðir landsliðsmenn. Þeir hafa haldið merki Vals hátt á lofti síðustu fjögur ár. Það kom ekki að sök fyrir yfirstaðið keppnistímabil þó að fjórir leikmenn liðsins færu - Geir til Frakklands, eftir ársdvöL að Hlíðarenda, Finnur Jóhannsson til Selfoss, Axel Stefánsson til Stjöm- unnar og Frosti Guðlaugsson til ÍR. Skúli Gunnsteinsson kom frá Stjörnunni, sem leikmaður og aðstoð- ai'þjálfari, en hann er einn af íjöl- mörgum leikmönnum sem hafa komið við á Hlíðarenda undanfarin ár, til að finna hvaða tilfinning það er að hampa meistaratitli. Ungu leikmennirnir hjá Val voru á þeim aldri, sem leikmenn geta ekki orðið annað en betri með reynslunni. Þrátt fyrir að oft sé erfitt að ná ein- beitingu eftir að vera meistari ár eft- ir ár, náði Jón Kristjánsson, þjálfari liðsins, að þjappa því saman á örlaga- stundu - Valsmenn hreinlega tóku KA-menn í kennslustund í úrslitaleikj- unum. Það sýnir ákveðinn styrk hjá Val, að leika síðasta leik sinn í Laug- ardalshöllinni, þar sem þeir höfðu tapað sögulegum tvíframlengdum bikarúrslitaleik fyrir KA fyrir tveimur árum. Valsmenn höfðu aftur á móti aldrei tapað fyrir KA að Hlíðarenda. „Leikvöllurinn hefur ekki allt að segja, heldur hvernig lið koma búin undir leik - og hvernig þau Ieika þegar á hólminn er komið,“ sagði Jón Kristjánsson fyrir síðasta leikinn. Hann hafði rétt fyrir sér - Valsmenn mættu til leiks með meistarahugar- fari, sem ekkert annað lið en FH þekkir síðustu níu ár. Það er sterkur félagsandi hjá handknattleiksmönnum Vals að Hlíð- arenda. Meistarar fagna VALSMENN fögnuðu meistaratitlin- um fjórða árið í röð. Þeir jöfnuðu þar með met Víkings, sem varð meistari fjögur ár í röð 1980-1983. Eftri röð frá vinstri: Ari Allansson, Ólafur Stef- ánsson, Jón Kristjánsson, þjálfari, Júl- íus Gunnarsson, Sigfús Sigurðsson, Eyþór Guðjónsson, Ingi Rafn Jónsson. Fremri röð: Sveinn Sigfinnsson, Skúli Gunnsteinsson, Orvar Rúdólfsson, Dagur Sigurðsson, fyrirliði, Guðmund- ur Hrafnkelsson, Davíð Ólafsson og Valgarð Thoroddsen. Jón byvjar vel VALSMENN fögnuðu íslands- meistaratitlinum fjórða árið í röð og í sjöunda skipti frá 1988 þegar þeir unnu auðveldan sig- ur, 25:17, á KA ífjórða leik lið- anna í Laugardalshöllinni, sem var þéttsetin - uppselt löngu fyrir leik. Jón Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur verið meistari með Val í öll sjö skipt- in, hann gekk til liðs við Val frá KA 1987. Jón var ánægður eftir að meist- aratitillinn var í höfn, eftir fyrsta keppnistímabil hans sem þjálfari. Hann byrj- ar þjálfaraferil sinn vel. „Við náðum að leika vel eins og í fyrstu tveimur leikj- gegn KA - leikmenn sprungu út eins og páskaliljur. Við vorum ákveðnir að láta leikinn frá Akureyri ekki endurtaka sig, þar sem við vorum kærulausir og töp- uðum þriðja leiknum,“ sagði Jón. Eins og áður byggðist leikur KA upp á skyttunum Julian Duranona og Patreki Jóhannessyni - Kúbu- maðurinn skoraði níu mörk ogjafn- aði markamet Valdimars Gríms- sonar í úrslitakeppni, skoraði 95 mörk. „Mér fannst KA-menn halda lengur út nú en í fyrri leikjunum en helsti munur á liðunum er að við erum léttari og hreyfanlegri. Leikur KA-liðsins byggist að mestu upp á tveimur mönnum - það er treyst of mikið á þá, sem eiga að Stefán Stefánsson skrifar unum skora. Þeir eru með nokkra landsl- iðsmenn, sem mér finnst gera allt- of lítið miðað við getu. Liðsheildin ræður ríkjum hjá okkur - það er ókkar aðalsmerki,“ sagði Jón.' Kveðjuleikur Dags og Ólafs Dagur Sigurðsson var að leika sinn kveðjuleik með Val, eins og Olafur Stefánsson, en þeir eru á leiðinni til Þýskalands. Þeir hafa leikið alla 37 leikina í úrslitakeppn- inni síðustu fjögur ár, ásamt Guð- mundi Hrafnkelssyni, markverði. „Ég er ótrúlega sáttur við þennan leik - það gekk allt upp, eins og vill verða þegar baráttan er góð. Við unnum sannfærandi sigur, höf- um betri menn í öllum stöðum óg meiri breidd,“ sagði Dagur, sem sagðist hafa leikið sinn síðasta leik með Val að sinni. „Það er alltaf erfitt að kveðja, ekki slæmt að gera það með svona leik.“ „Sprengdum þá“ „Þetta var í einu orði sagt stór- kostlegt, við spiluðum meiriháttar vel og vorum skynsamari í öllum aðgerðum. Það var frábær Þannig vörðu þeir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 21/2 (Þar af fjögur skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja). 10 (2) langskot, 6 (1) úr horni, 2 (1) úr hraðaupphlaupi, 2 vítaköst, 1 af línu. Guðmundur A. Jónsson, KA, 9/1 (2) 7 (2) langskot, 1 úr horni, 1 vítakast. stemmning í fullri Höllinni og við náðum hreinlega að sprengja þá,“ sagði markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson, sem átti stórleik og stóran hlut í sigrinum, varði 21 skot. „Munurinn á liðunum liggúr í reyndari hóp okkar í úrslita- keppni og meiri breidd. KA-menn virkuðu þreyttir í þessum fjórða leik liðanna/' sagði Guðmundur, sem varð Islandsmeistari fjórða fimmta árið í röð — var meistari með FH 1992. „Brugðumst í dauðafærum" Alfreð Gíslason, þjálfari KA, var ekki ánægður. „Við brugðumst ótrúlega oft í dauðafærum, hraða- upphlaupum og vítaskotum. Það telur allt tvöfalt svo að við gerðum Völsurum þetta mjög létt. Ánnars komum við vel stemmdir til leiks, en erum með þannig lið að það má ekkert útaf bera. Okkar sterk- asta, hlið í vetur hefur verið góð nýting úr dauðafærum. Sú nýting var ekki til staðar nú og það geng- ur ekki upp gegn liðum eins og Val. Sóknarleikurinn brást algerlega. Valsmenn eru með breiðari hóp - allir leikmenn þeirra skora, það gerir gæfumun- inn í þessum leikjum,“ sagði Alfreð, sem telur að möguleikar KA á meistar- atitlinum hafi horfið þegar liðið tapaði fyrsta leiknum á Akureyri. i <>«7-1988 GLÆSI- 1 BTK 4 7? l iC 1989- 1990 i»#«- 1991 1991-1992 1992-1993 1993-1994 1995-1996 LEGUR ARANGUR MEISTARAFLOKKS VALS I HANDKNATTLEIK Jbhlr 1 Valur - Breiðablik 25:15 Árangur/ Leikir Unnið Jafnt Tap Samtals: 18 14 4 0 Heima: 9 8 10 Úti: 9 6 3 0 Árangur/ Leikir Unnið Jafnt Tap Samtals: 18 17 0 1 Heima: 9 9 0 0 Úti: 9 8 0 1 Leikmenn sem koma: Jón Kristjánsson, KA Einar Þorvarðartson, Tres De Majo Leikmenn sem koma: Sigurður Sveinsson, Lengo Þorbjörn Jensson, Malmö IFK ÞJÁLFARI: STANISLA MADROWSKI, PÓLLANDI BTK 4P 1 FH íslands- meistari /) Vaiur - Víkingur 25:21 Valsmenn tapa titlinum í sögulegum leik í Kaplakrika. Arangur/ Samtals: Heima: Úti: Leikir 18 9 9 Unnið Jafnt 13 1 7 1 6 0 Tap 4 1 3 m 9##-19 ii . " HHI. 1 % Leikmenn sem fara: Geir Sveinsson, Granollers Júlíus Jónasson, Asnieres Sigurður Sveinsson, Dortmund Þorbjörn Jensson, hættir Leikmenn sem koma: Brynjar Harðarson frá Svíþjóð Finnur Jóhannsson, ÍR Sigurjón Sigurðsson, Haukar ÞJÁLFARI: ÞORBJÖRN JENSSON II ■ ÚRSLITAKEPPNI hófst sem sigakeppni sex efstu liða. Víkingur varð deildarmeistari og tók með sér 4 stig, Valur fór með 2 stig og Stjarnan tók með sér 1 stig. Árangur/ Leikir Unnið Jafnt Tap Samtals, deild: 22 18 1 3 í úrslitakeppni: 10 9 0 1 Heima, deild: 11 9 11 í úrslitakeppni: 5 5 0 0 Úti, deild: 11 9 0 2 í úrslitakeppni: 5 4 0 1 Leikmenn sem fara: Sigurjón Sigurðsson, Haukar 199« -1991 Á FH íslands- og bikameistari FH - Valur 25:20 w ÚRSLITAKEPPNIN breytist í það form sem hún er nú í, þ.e. útsláttarkeppni átta efstu liða. Árangur/ Samtals, deild: í úrslitakeppni: Heima, deild: í úrslitakeppni: Úti, deild: í úrslitakeppni: Leikir 22 11 Unnið 7 Jafnt 5 1 Tap 10 11 1 4 6 Leikmenn sem fara: Einar Þorvarðarson, Selfoss Jón Kristjánsson, Shul Leikmenn sem koma: Guðmundur Hrafnkelsson, FH 1991-1992 DETT 1 iLbg Btk 4 i 1 * MLh ' ■ Árangur/ Leíkir Unnið Jafnt Tap Samtals, deild: 22 13 6 3 í úrslitakeppni: 8 7 0 1 Heima, deild: 11 7 3 1 í úrslitakeppni: 4 4 0 0 Úti, deild: 11 6 3 2 í úrslitakeppni: 4 3 0 1 Leikmenn sem fara: Brynjar Harðarson hættir vegna meiðsla Leikmenn sem koma: Geir Sveinsson, Granollers Jón Kristjánsson, Shul 1992-1 993 Haukar deildarmeistari n ' Árangur/ Samtals, deild: í úrslítakeppni: ■3L.. ' : $ 1 ' DFirm | 1 i KA - Valur 27:26 Y~r h\ KA deildar- og bikarmeistari ■ ( X 1 /f Leikir 22 8 Unnið 14 7 Jafnt 3 0 Tap 5 1 Árangur/ Samtals, deild: í úrslitakeppni: Leikir 22 10 Unnið 15 7 Jafnt 4 0 Tap 3 3 Arangur/ Samtals, deild: í úrslitakeppni: Leikir 22 9 Unnið 16 7 Jafnt Tap 3 3 Heima, deild: 11 7 2 2 Heima, deild: 11 8 3 0 Heima, deild: 11 9 1 1 í úrslitakeppni: 6 5 0 1 í úrslitakeppni: 6 6 0 0 í úrslitakeppni: 5 4 0 1 Úti, deild: 11 7 1 3 Úti, deiid: 11 7 1 3 Úti, deild: 11 7 2 2 í úrslitakeppni: 2 2 0 0 í úrslitakeppni: 4 1 0 3 í úrsiitakeppni: 4 3 0 1 Leikmenn sem fara: Leikmenn sem fara: Geir Sveinsson, Avidesa Geir Sveinsson, Montpellier Valdimar Grímsson, KA Finnur Jóhannsson, Selfoss Jakob Sigurðsson, hættir Leikmenn sem fara: Frosti Guðlaugsson, ÍR Leikmenn sem koma: Rúnar Sigtryggsson, Víkingur Axel Stefánsson, Stjarnan Frosti Guðlaugsson, HK Leikmenn sem koma: llli Leikmenn sem koma: Rúnar Sigtryggsson, Þór Geir Sveinsson, Avidesa Skúli Gunnsteinsson, Stjarnan RiS 1993-1994 1994-1995 ÞJÁLFARI: JÓN KRISTJÁNSSON 1995-1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.