Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 8
íslendingar hlutu gull eftir glæstan sigur í Japanskeppninni
„Við lékum mjög agað“
Sigurður, Ólaf-
ur og Þor-
björn bestir
SIGURÐUR Bjamason var kjör-
inn mikilvægasti leikmaður Jap-
anskeppninnar í handknattleik,
Ólafur Stefánsson var útnefndur
besti leikmaður íslands og Þor-
bjöm Jensson besti þjálfari
keppninnar.
Þorbjöm sagði við Morgun-
blaðið að hann hefði notað Sig-
urð mikið í allar stöður, jafnt i
vöm og sókn. „Hann stóð sig
mjög vel og sýndi mikla fjöl-
hæfni. Síðan var valinn besti
maður hvers liðs og’var Ólafur
valinn hjá okkur.“ Félagamir
fengu verðlaun fyrir árangurinn
og var Þorbjöm mjög ánægður
með myndavélina sem hann
fékk. „Hún á eftir að koma að
góðum notum.“
GOLF
Islendingar unnu Norðmenn 29:24
í úrslitaleik Japanskeppninnar í
handknattleik sem lauk í Kuma-
moto í fyrradag. Leikurinn var
lengst af í járnum, íslendingar
höfðu yfirleitt frumkvæðið og náðu
mest tveggja marka forystu í fyrri
hálfleik en staðan í hálfleik var
14:13. Sama barátta einkenndi
seinni hálfleik en í stöðunni 20:18
breytti Þorbjöm Jensson, landsliðs-
þjálfari, í 5-1 vörn og á næstu mín-
útum gerðu íslendingar fimm mörk
gegn engu. Þetta var vendipunktur-
inn og strákarnir fögnuðu glæstum
sigri.
„Þetta var mjög erfitt í fyrri
hálfleik," sagði'Þorbjörn við Morg-
unblaðið, „og leikurinn var í járnum
þar til ég breytti um varnaraðferð.
Þetta var mikill baráttuleikur og
menn tóku fast á hver öðrum en
við lékum mjög agað og sóknarnýt-
ingin var 68%, sem er mjög gott.“_
Patrekur Jóhannesson var at-
kvæðamestur að þessu sinni, gerði
átta mörk í tíu skotum, en allir léku
vel, að sögn Þorbjöms. Guðmundur
Sigurður Bjarnason
Hrafnkelsson var í marki í fyiri
hálfleik og Bjarni Frostason eftir hlé.
„Það sem stendur upp úr í þess-
ari keppni er að við spiluðum mjög
agaðan leik, vomm sterkir í vörn
og einkennandi var að við tvíefld-
umst ávallt í seinni hálfleik, gengum
þá frá mótherjunum, sem er gott,“
sagði Þorbjöm. „í svona keppni er
fímmti og síðasti leikurinn oft sá
lakasti, en það var stígandi í þessu
hjá okkur frá byrjun, við efldumst
við hveija raun og urðum betri eftir
því sem á leið. Það er mjög ják-
vætt. Við gátum líka spilað fjöl-
breyttan varnarleik sem er af hinu
góða, en 6-0 vörnin kom best út.“
Þorbjörn er greinilega á réttri
leið með landsliðið, en þetta er í
annað sinn á tæpu ári sem liðið
verður meistari í keppni undir hans
stjórn. „Það var mjög mikilvægt að
geta tekið þátt í þessari keppni,"
sagði Þorbjörn. „Eins og menn vita
eru margir leikmenn á leið í at-
vinnumennsku erlendis og því var
þessi 'tími mjög dýrmætur fyrir lið-
ið. Sama er að segja um lotuna í
júní sem verður mikilvægur undir-
búningur fyrir leikina í riðlakeppni
Heimsmeistarakeppninnar í haust
en úrslitakeppnin verður í Japan
eftir rúmt ár og þar viljum við
vera.“
■ Þorbjörn / B2
620.000
kr. fyrir
sigurinn í
Japan
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik vann Noreg 29:24 í
úrslitaleik Japanskeppninnar
í fyrradag og fékk glæsilegan
kristalsvasa í verðlaun. Auk
þess fékk liðið milljón yen,
um 620.000 krónur, fyrir
fyrsta sætið. Norðmennirnir
fengu 700.000 yen fyrir ann-
að sætið og Suður-Kórea
500.000 yen fyrir þriðja sæti.
„Þessir peningar koma sér
vel,“ sagði Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari íslands, við
Morgunblaðið. „Næst á dag-
skrá er keppnisferð til Fær-
eyja 10.-13. maí. Síðan verðum
við saman við æfingar frá 10.
júní og út mánuðinn, en þeirri
lotu Iýkur með keppnisferð til
Sviss. Syo eru það leikirnir í
undankeppni HM í haust, en
dregið verður í riðla eftir
Evi’ópukeppnina 2. júní.“
Róbert með
85% nýtingu
RÓBERT Sighvatsson gerði
17 mörk í 20 tilraunum og var
með næst bestu skotnýtingu
allra leikmanna keppninnar
eða 85%. Bandaríski línumað-
urinn Matt Ryan gerði 16
mörk í 18 tilraunum og var
með 88,9% nýtingu.
Greg Norman samurvið sig þrátt fyrir að tapa á ótrúlegan háttfyrir Nick Faldo
Ekki heimsendir
BRETINN Nick Faldo tryggði sér sigur á Bandaríska meistaramót-
inu í golfi (US Masters) sem lauk á sunnudaginn, lék á 276 högg-
um, eða fimm höggum betur en Ástralinn Greg Norman. Þetta
var í áttunda sinn sem Norman verður í öðru sæti í einu af stóru
mótunum fjórum. Það var ekki margt sem benti til þess að Faldo
sigraði þegar kapparnir hófu leik á sunnudaginn, Norman átti
sex högg á Faldo, en það sannaðist enn eina ferðina að leik er
ekki lokið fyrr en kúlan dettur í 18. holuna. Þetta var í þriðja
sinn sem Faldo sigrar á mótinu og á hann því orðið þrjá græna
jakka, en sigurvegarinn fær ár hvert fær einn slíkan.
essa 60. Mastersmóts verður
lengi minnst, sérstaklega fyrir
afleitan leik Normans síðasta dag-
inn, en þá kom hann inn á 78 högg-
um, 15 höggum meira en hann lék
fyrsta hringinn á! Greg Norman er
af mörgum talinn besti kylfingur
heimsins, enda hefur hann verið í
efsta sæti heimslistans í mörg ár.
Hann er einnig þekktur fyrir ann-
að; að sigra sjaldan á stóru mótun-
um fjórum og hann hefur aldrei
sigrað á stórmóti í Bandaríkjunum.
Það er oft sagt að menn vilji halda
ímynd sinni, en nú fannst mönnum
Norman ganga of langt í þeim efn-
um!
Það er ekki á hveijum degi sem
11 högga sveifla verður á síðasta
degi milli tveggja efstu manna og
allra síst á meðal bestu kylfinga
heimsins. En maður skyldi aldrei
segja aldrei. „Þetta hefur verið
ótrúlegur dagur og ég segi ykkur
satt að ég vorkenni Greg,“ sagði
Faldo, en hann hefur áður mætt
Norman á síðasta hring. Árið 1990
lék hann síðásta hringinn á 67
höggum á Opna breska meistara-
mótinu, en Norman var á 76 högg-
um. Faldo hefur þrívegis sigrað á
Opna breska og jafn oft á Masters.
„Eg sárvorkenni honum því ég veit
að þetta svíður bæði mikið og
lengi,“ sagði Faldo.
Klúður
Norman lét engan bilbug á sér
finna á blaðamannafundi eftir mót-
ið: „Ég’ kúðraði þessu gjörsamlega,
mér er það fyllilega ljóst - og ég
veit að ég hef misst af sigri á nokkr-
um öðrum mótun,“ sagði hinn 41
árs gamli Ástrali, sem hefur meðal
annars tapað í umspili í öllum stóru
mótunum fjórum. Hann bað menn
að vorkenna sér ekki og benti á að
það væri hægt að nota aðrar reikni-
aðferðir í golfinu en að telja högg-
in: „Er ekki allt í lagi? Ég fékk góð
verðlaun." Hann fékk um 18 millj-
ónir króna.
Norman sagði hrun sitt síðasta
daginn ekki hafa neitt með þrýsting
að gera. „Ég fann ekki fyrir neinum
þrýstingi úti á velli, en ég fann hins
vegar að ég týndi alveg niður takt-
inum og tímasetningunni. Ég fann
ekki fyrir neinni spennu og ég held
ég hafi hugsað rökrétt - ég spilaði
bara hræðilega. Menn hafa sagt að
ég tapi oft mótum en ég er ekki
sammála því. Ég vann bara ekki í
dag, en ég hef sigrað í mörgum
mótum, og e_f til vill búinn með
minn skerf. Ég vildi að ég hefði
sigrað í þeim mótum sem Faldo
hefur sigrað í, en ég gerði það ekki.
Mig langar að sigra á Masters, en
mér tókst það ekki. Faldo vann og
því hefur hann eitthvað sem mig
langar í. Auðvitað er ég svekktur
að hafa klúðrað þessu, en þetta er
ekki heimsendir, langt frá því,“
sagði hann.
Faldo sagði hins vegar að and-
rúmsloftið á Augusta-golfvellinum
væri engu líkt og það hefði örugg-
lega áhrif, a.m.k, á sig. „Þessi völl-
ur krefst mjög mikillar nákvæmni
og enginn völlur, sem ég hef leikið
á, krefst eins mikillar herkænsku.
Menn verða helst að hugsa um síð-
asta höggið á 18. holu þegar þeir
standa á fyrsta teig.“
Sögulegt
Norman skráði nafn sitt í sögu
Mastersmótsins fyrsta daginn þeg-
ar hann lék á 63 höggum og setti
mótsmet. Hann jók forystu sína um
tvö högg í næsta hring og einnig í
þeim þriðja, en svo skráði hann á
ný nafn sitt í sögu mótsins; enginn
hefur tapað niður eins mikilli for-
ystu á síðasta hring. Hann hlaut
um 18 milljónir króna fyrir annað
sætið og setti enn eitt metið með
því þar sem hann varð fyrstur
manna til að ná því marki að fá
meira en 10 milljónir dollara í verð-
launafé í bandarísku mótaröðinni,
en það er andvirði rúmlega 670
milljónir króna.
Fyrirgefdu!
Reutcr
NICK Faldo faðmar Greg Norman aö sér. Bretinn, sem sigr-
aði, sagðist kenna í brjóstl um hlnn ástralska félaga slnn
eftir að haft betur í vlðureigninnl vlð hann.
ENGLAND: 121 112 11X XX11
ITALIA: 111 211 111 X X X 1