Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 C 3 , Morgunblaðið/Einar Falur „ÞO AÐ í dag geti ég ekki merkt neina róttæka breytingu á því sem ég er að gera, held ég að maður verði alltaf fyrir áhrifum hvar sem maður er og hvert sem maður fer,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður. Hugsanagang Japana vil ég kalla nægjusemi ■ Sigurður Ámi Sigurðsson myndlistarmaður hefar undanfarið hálft ár starfað í Tókýó, þar sem einkasýning hans stendur nú yfir. Hlér Guðjónsson, fréttaritari Morgnnblaððins í Tókýó, ræddi við Sigurð um listina, Japan, zen-garða og sitthvað fleira. ■ • ^ *1 r FRÁ sýningu í Galleri Aline Vidal, París. 1995. TENGSL íslands og Japans hafa sífellt verið að aukast undanfarin ár. Mest hefur það auðvitað verið tengt útflutningi okkar á fiski og innflutningi á japönskum bílum og öðrum iðnvarningi en menningarleg tengsl hafa einnig verið að batna. Undanfarið hálft ár hefur Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður starfað í Tókýó. Honum bauðst vinnustofa og íbúð á vegum jap- anskra aðila auk þess sem opinberir aðilar í Frakklandi og menntamála- ráðuneytið á íslandi veittu honum styrk til dvalar og sýningarhalds. Sigurður sagði nánar frá í viðtali í Tókýó á dögunum. „Vinnustofan hér í Japan er einkarekin stofnun en þó er hún í sambandi við franska aðila sem reka svipaða aðstöðu fyrir listamenn í Frakklandi. Það er ekki hægt að sækja um þessar vinnustofur heldur er mönnum boðið að senda inn upp- lýsingar um sjálfa sig. Ég var ásamt öðrum beðinn um að senda inn upp- lýsingar um það sem ég var að gera og svo fór fram einhverskonar forval í Frakklandi. Japanimir velja loks tvo listamenn eftir þetta forval og bjóða þeim vinnuaðstöðu og íbúð.“ Sigurður er búinn að taka þátt í einni samsýningu síðan hann kom til Tókýó., Um þessar mundir getur hins vegar að líta einkasýningu Sig- urðar Ama Sigurðssonar í Window Gallery. Window Gallery er rekið af stóm byggingafyrirtæki sem heitir Construction Technology Inst- itute. Aðalstöðvar þessa fyrirtækis eru í Tókýó á mjög góðum stað með tilliti til myndlistasýninga. Leigja verk „Þetta er stórt fýrirtæki og heldur úti einu galleríi. Fyrirkomulagið er listamönnum mjög hliðhollt því að þeir líta á það sem sína skyldu sem nútímalegt byggingafýrirtæki að kynna það sem er nýtt í samtímalist og borga fyrir að sýna verkin. Þann- ig leigja þeir í raun af mér verk í ákveðinn tíma. Það er mjög óvenju- legt að gallerí taki myndlist á leigu, hvort sem um er að ræða Japan, Evrópu eða önnur lönd. Galleríin í Japan em reyndar mjög ólík því sem maður á að venjast í Evrópu. Það er mikill fjöldi gallería í Tókýó en í flestum þeirra verða listamenn að leigja sér sýningaraðstöðu. Þar sem leigan er yfirleitt mjög há standa sýningar oftast ekki i meira en viku eða jafnvel bara nokkra daga. Meðal annars út af þessu held ég að það sé mjög erfitt fýrir unga myndlistar- menn að koma sér á framfæri í Jap- an í dag. Það era auðvitað líka gall- erí sem starfa á sama hátt og maður þekkir, hafa nokkra myndlistarmenn sem galleríið sér um að kynna og sýna reglulega en þau em miklu færri. Erlendir listamenn fá hér oft mikla athygli um leið og þeir jap- önsku falla í skuggann. Stundum er verið að kynna útlendinga sem nýjar stjörnur þó að þeir séu búnir að vera á toppnum í Evrópu í 10-15 ár en á sama tíma era nokkrir japanskir myndlistarmenn mjög sterkir í Evr- ópu en lítið sem ekkert þekktir í Japan. Má þar nefna Noritoshi Hir- akawa og Rei Naito. í galleríunum sem vöruhúsin reka er reyndar mikið sýnt af klassískri myndlist og svo það sem við mynd- um kalla nytjalist, keramik og fleira. Japanir líta á þessar greinar sem myndlist enda er mikil hefð fyrir keramíki hérná.“ Þegar myndlistarmarkaðurinn í Evrópu og Bandaríkjunum hrundi og samtímalistaverk hættu að selj- ast, héldu Japanirnir áfram að kaupa. Að sögn Sigurðar er Japan þó langt frá því að vera opin gull- náma. Eins og annarstaðar er tak- markaður markaður fyrir nútímalist í Japan í dag, þó að listaverkakaup- endur hafí haldið áfram að bjóða í söguleg málverk á heimsmarkaði. Tveir ólíkir heimar „Það eru Japanir sem hafa verið að greiða hæsta verð fyrir sólblómin hans Van Goghs og því um líkt. En það kemur markaðinum fyrir samtímalistaverk í raun og veru ekki svo mikið við. Þetta er í raun tveir alveg ólíkir heimar. Sögulegu málverkin sem seld eru á uppboðum og nútímalistin í galleríunum. Ég er auðvitað búinn að hitta margt fólk og sýna verk mín en ég get ekki sagt að mér hafi opnast neinn nýr markaður. Allt svona tekur svo voðalega langan tíma. Ef afrakstur ferðarinnar yrði hins vegar regluleg- ar ^ýningar hér í Tókýó í framtíð- inni þá yrði ég mjög ánægður." Sigurður er með rúmgóða vinnu- stofu í Asaka í Tókýó. Þar gefur að líta nokkur málverk sem hann hefur verið að vinna að en einnig vekja athygli iíkön af golfvöllum á mörgum hæðum. Þetta eru átján hola golfvellir og í fullri stærð yrðu þeir u.þ.b. 300 metra háir. Það er eins og þessi verk hljóti að vera undir japönskum áhrifum, hönnuð- urinn hafi ætlað þeim að rísa í pláss- leysinu í Japan. „Þó að í dag geti ég ekki merkt neina róttæka breytingu á því sem ég er að gera, held ég að maður verði alltaf fyrir áhrifum hvar sem maður er og hvert sem maður fer. Ég hef reyndar verið að vinna að málverkum og líkönum af görðum og golfvöllum undanfarin ár og það gæti verið ein af ástæðunum fyrir því að mér var boðið hingað. Eftir að ég kom hingað hvatti það mig til að smíða líkön af þeim golfvöllum sem ég hef verið að kanna og mála. Golfæfingasvæðin í Japan eru mjög merkileg. Ótrúlega víðáttumikil net sem strengd eru yfir risavaxnar grindur. Undir netinu era æfinga- básar á mörgum hæðum þar sem japanskir golfarar standa og skjóta. Allir í sömu átt. Annað svipað fyrir- bæri er skíðabrekkubyggingin hérna rétt fyrir utan Tókýó. Óhemjustór bygging sem er ekkert annað en brekka á stultum og þang- að fara Japanir síðan til að renna sér á skíðum. Rétt hjá húsinu mínu er líka búið að búa til lítil vötn og litla læki sem renna á milli þeirra. Á sunnudögum eru bakkarnir þétt- skipaðir veiðimönnum sem dunda við að öngla upp úr pollunum. Oft- ast virðist fískunum bara sleppt aftur í vatnið. Þannig skiptast menn á að veiða sama fiskinn. Þennan hugsanagang Japananna vil ég kalla nægjusemi. Þeir búa sér til sín veiði- vötn, sínar skíðabrekkur og sína golfvelli. Sjálfsagt veiða flestir þess- ara Japana aldrei fisk í villtri nátt- úru, eða renna sér á skíðum uppi í fjöllum. Eins er þetta í golfinu, það er fullt af Japönum sem leika bara á þessum æfingarvölum. Öll þessi abstraksjón á náttúranni leyfir mér að ganga lengra með mínar lands- lagshugmyndir, hvort sem ég er að fást við líkan eða málverk, án þess þó að verk mín verði að einhveiju útópíum eða draumsýnum. Þættir úr zen Það getur verið að garðarnir mín- ir eigi á svipaðan hátt greiða leið að Japönum. Margir hafa talað um að þeir sjái í þeim þætti úr zen-búdd- ískri heimspeki. Ég hef oft verið spurður um zenismann út af vissu samræmi og jafnvægi sem er að finna í málverkunum mínum. Til dæmis hvernig ég leik mér með skuggana. Ég velti því mikið fyrir mér hvemig hægt er að setja tréð niður til að fá fram ákveðið skugga- spil, hvort sem um er að ræða skugga frá gerviljósi eða sól. Þetta er nátengt zen-görðunum, hvernig garðurinn var hugsaður útfrá ákveðnu samræmi miðað við náttúr- una. Oft höfðu zen-munkarnir ein- hveija fyrirmynd að görðunum. Til dæmis er til frægur garður þar sem líkaminn var viðfangsefni þeirra. Menn eiga að geta fundið fyrir hveijum líkamshluta þegar þeir ganga í gegnum garðinn. Ég byggi verk mín ekki á zen-speki enda ekki fær um það en það er viss hugsun og skipulag í zen-görðum sem líkist því sem er að finna í mínum görð- um. Ég nota garða í verkum mínum til að þjóna vissum hugmyndum um málverkið og myndlistina. Á sama hátt voru zen-garðarnir ekki byggð- ir til að sýna fjölbreytileika flórann- ar heldur hafa þeir í sér fólgna skír- skotun til lífsins. Það getur aftur á móti vel verið að örlagatrúa íslensk- ur náttúrudýrkandi standi nær zen en mann grunar. En ég veit ekkert um það.“ Kona í hlekkjum Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓNAS Hallgrímsson sýnir ljósmyndir í Galleríi Úmbru við Ámtmannsstíg. Jónas er við nám í ljósmyndun í Bourne- mouth í Englandi. Þessi sýning , sem ber titilinn „Útbrot“, er búin að vera í undirbúningi í átta mánuði en hugmyndin að henni kviknaði út frá texta við lagið „Woman in chains“ eða „Kona i hlekkjum" með bresku hljómsveitinni Tears for Fears. Þar er fjallað um frelsisbar- áttu kvenna og bera myndir Jónasar þessu málefni augljóst vitni. Þær skiptast í þrjá flokka; „Upphaf", þar sem eru nærmyndir af líkama konu, „Afstaða“ eru myndir af vel til höfðum kvenfótum, og „Breytingin" þar sem konan er komin þangað sem hún stefndi, situr við barinn með kjöltu-tölvu fyrir framan sig. Með myndunum er birtur texti sem Jónas hefur sett saman til að styðja hugmyndina og tón- list eftir Lárus Sigurðsson heyrist úr hátalara á gólfinu. Að sögn Jónasar er sýningin í raun frásagnarkennd þótt hann skilji verkin að í þrjár seríur. „Konan er búin að fá nóg og er að brjótast undan oki karlmannsins. Fótleggja- myndirnar sýna þegar hún tek- ur afstöðu og ákvörðun um að stíga skrefið fram á við og í lokin er hún á barnum með tölvuna. Mér finnst tónlistin eftir Lárus passa sýningunni mjög vel og hún hjálpar manni að slappa af til að geta spáð betur í textann og myndimar,“ sagði Jónas. Hann sagðist kannski þurfa að fara í felur fyrir karlremb- um eftir sýninguna. „Ég telst kannski einum of hliðhollur konunni,“ segir Jónas og brosir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.