Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 C 7 MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Hafnarborg Pétur Halldórss. og Karen Kunc. Gerðarsafn Yfírlitssýn. á verkum Barböru Amason til 9. júní. Onnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Finnu B. Steinsson og Ásmundar Sveinssonar til 19. maí. Norræna húsið Svalbard, sýn. á vegum norska utan- rikisráðun. til 28. apríl. í andd., verð- launatill. í samkeppni arkitekta um byggingu sendiráðs í Berlín til 25. apríl. Ingólfsstræti 8 Steingrímur Eyfiörð, Sara Bjömsdótt- ir, Börkur Arnarson og Svanur Krist- bergsson sýna til 28. apríl. Gallerí Úmbra Ljósmyndasýn. Jónasar Hallgrímsson- ar til 24. apríl. Listhús 39 Dröfn Guðmundsd. sýnir til 21. apríl. Við Hamarinn Hjörtur Marteinsson sýnir til 28. apríl. Gallerí Hornið Sigríður Gísladóttir sýnir til 24. apríl. Gallerí Stöðlakot Kristján Jón Guðnason sýnir. Gallerí Sævars Karls Einar Már Guðvarðarson sýnir. Mokka Tómas Ponzi sýnir til 9. maí. Deiglan - Akureyri Sýning á listaverkum tveggja samískra myndlistarmanna til 28. apríl. AllraHanda - Akureyri Rúna Gísladóttir sýnir til 27. aprfl. TONLIST Laugardagur 20. apríl Karlak. Heimir í Logal. Borgarf. kl. 15 og í sal Fjölbrsk. Akraness kl. 20.30. Fullnaðarprófstónl. Kristjáns Eldjárns gítarl. í Laugameskirkju kl. 17. Burt- fararprófstónl. Sigríðar E. Snorrad. sópran í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 17. Lúðrasv. Verkal. m. tónl. í Háteigs- kirkju kl. 14. Karlak. Self. í Fella- og Hólakirkju kl. 16. Kirkjuk. Hólmav. á tónl. í Breiðholtskirkju kl. 17. Sunnudagur 21. apríl Tónl. fyrir tvö píanó; Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti í Hafnarborg kl. 20. Nem. Nýja tónlistarsk. í Digranes- kirkju kl. 16. Karlak. Self. í Þorláks- kirkju Þorláksh. kl. 17. Mánudagur 22. apríl Einleikarapr. Einars Jónss. básúnul. í Listas. ísl. kl. 20.30. Jónas Ingimund- ars. píanól. í Þorlákskirkju, Þorláksh. kl. 20.30. Þriðjudagur 23. apríl Einsöngtónl. í Gerðarsafni; Kristín Sædal Sigtryggsd. sópran ki. 20.30. Vortónl. Tónlistarsk. Rangæmga í Heimalandi kl. 21. Karlak. Stefnir í Diganeskirkju kl. 20.30. Miðvikudagur 24. apríl Vortónl. Tónlistarsk. Rangæinga í grunnsk. á Hellu kl. 21. Fimmtudagur 25. apríl Karlak. Keflav. í Miðgarði kl. 21. Karlakór Selfoss í Fjölbrautask. Sel- fossi kl. 21. Tónl. f. böm; Tónsmiður- inn Hermes í Gerðubergi kl. 15. Föstudagur 26. apríl Karlak. Keflav. í Dalvíkurkirkju kl. 21. Laugardagur 27. apríl Karlak, Keflav. í Akureyrark. kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tröllakirkja fös. 26. apr. Þrek og tár fim. 25. apr., lau. Kardemommub. lau. 20. apr., sun. Kirkjugarðsklúbburinn lau. 20. apr., sun., mið., fós. Sem yður þóknast frums. mið. 24. apr. Borgarleikhúsið Kvásarvalsinn sun. 21. apr., mið. Hið Ijósa lau. 20. apr., fös. íslenska mafían lau. 27. apr. BarPar mið. 24. apr., fim., lau. Konur skelfa lau. 120. apr., flm., fös. Við borgum ekki, fim. 25. apr. Lína langsokkur sun. 21. apr. Höfundasm. LR: Bibí og blakan lau. 20. apr. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör 20. apr., fös., lau. Kaffileikhúsið Grískt kvöld mið. 24. apr. Kennslustundin lau. 20. apr. Sápa þrjú og hálft fös. 26. apr. Eða þannig sun. 21. apr., flm. Leikfélag Akureyrar Nanna systir lau. 20. apr., mið., fös., lau. Tjarnabíó Páskahret lau. 20. apr., mið., fös. Þijár konur stórar sun. 21. apr. Listaklúbburinn „Þvílíkar uppákomur“ 22. apr. kl. 20. KVIKMYNDIR MIR „Hvít sól eyðimerkurinnar" sun. kl. 16. Norræna húsið „Nallar och mánniskor" sun. kl. 14. SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR TÍMABILIÐ 1. JANÚAR - 29. FEBRÚAR 1996. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. LISTINN MUN BIRTAST MEÐ SKIPTINGU í ÓLÍKA EFNISFLOKKA HÉR EFTIR. FLOKKARNIR ERU: 1. ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK. 2. BÆKUR ALMENNS EFNIS, Þ.M.T. ÆVISÖGUR, ENDURMINNINGAR OG HANDBÆKUR. 3. ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR. Fyrsta einkasýning Arnaldar Bóksölulisti 1 AF BESTU LYST Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. í samvinnu við Hjartanefnd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð. FYRSTA einkasýning Arnaldar Halldórssonar í Galleríis Geysi, Hinu Húsinu, Aðalstræti 2, verður opnuð á laugardag kl. 16. Á þessari fyrstu einkasýninu Arnaldar sýnir hann ljósmyndir af götulífi í París sem teknar voru á árunum 1993-94. Auk þess hef- ur hann tekið þátt í skólasýningum í Bournemoth College og Parsons School of Design, þar sem hann nam ljósmyndun. Gallerí Geysir er opið alla virka daga milli kl. 9 og 23 og um helg- ar milli 12 og 18. STEINUNN Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikarar leika sam- an á tónleikum fyr- ir tvö píanó á sunnudag í Hafnar- borg i Hafnarfirði. Tónleikamir hefj- ast kl. 20. Tónleikarnir eru endurtekning píanóleikaranna frá síðastliðnum þriðjudegi í óperunni þar sem þau komu fram á vegum Styrktarfélags ópemnnar fyrir fullu húsi. Á efnis- skránni verða mörg þekktustu verk sem samin hafa verið fyrir tvö píanó, en tónleikar sem þessir hafa ekki verið haldnir á ís- landi áram saman. Verkin sem flutt verða era: Sónata í D-dúr eftir Mozart, Fantasía í f-moll eftir Schubert, Scaramouche eftir Milhaud og Con- sertino fyrir tvö píanó eftir Sjos- takovitsj. Steinunn Birna ogÞorsteinn Gauti hafa starfað saman undanfarin ár, en bæði hafa komið víð afram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit íslands og á tónleikum víða hérlendis og erlendis. Þá hafa þau leikið inn á geislaplötur og starfa við Tónlistar- skólann í Reykjavík. fullu njósnaplotti þar sem hinn vold- ugi Kiddi Bigfoot fer með stórt hlut- verk) og Þráinn Karlsson fer með stuttan en dramatískan texta byggð- an á þekktu dægurlagi svo eitthvað sé nefnt. Þessi atriði og sögur leiða ekki til eins eða neins. Þær koma og fara á ósköp venjulegum degi á bensínstöð þar sem allir era pínulítið skrýtnir og sumir meira en það. Ef einhver skyldi sjá áhrif frá háðfuglin- um Oskari Jónassyni í myndinni þá er það ekki alveg út í hött. Hann er titlaður ráðgjafi. Þeir Atli og ívar era ágætlega leiknir af Kristjáni Kristjánssyni og Oddi Bjama Þorkelssyni og aðrir smella vel í minni hlutverkin og takan tryggir gott rennsli sögunnar með kranaskotum og rennibrautum undir myndavélina. Filmumenn era 30 manna hópur, sem vonandi á eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. I heimildarmyndinni tala þeir um að nú sé jafnvel tími til að snúa sér að bíómynd í fullri lengd. Gas er góð æfing undir hana. Arnaldur Indriðason 25 ár frá heim- komu handrita Á MORGUN, sunnudaginn 21. apríl, verða liðin 25 ár frá því að íslendingar veittu viðtöku fyrstu íslensku handritunum frá Dan- mörku, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Þessa merka at- burðar í íslenskri menningarsögu ætla menntamálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi að minnast með hátíðarsam- komu í Háskólabíó, sal 2, kl. 14. Á samkomunni munu mennta- málaráðherrar íslands og Dan- merkur, Björn Bjarnason og Ole Vig Jensen, flytja ávarp, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, mun fjalla um lausn handritamálsins, Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, fjallar um gildi handrit- anna fyrir íslenska menningu og Stefán Karlsson, núverandi for- stöðumaður stofnunarinnar, fjallar um hlutverk hennar. Leikin verða dönsk og íslensk þjóðlög. Sam- koman verður öllum opin en auk þess ætlar Ríkisútvarpið að út- varpa henni. Sama dag verður opnuð sýning þessara tveggja kjörgripa sem fyrst bárust og verður hún opin 21. apríl kl. 16-18 og síðan dag- lega kl. 14-16 til 5. maí. Svava í Slunkaríki SVAVA Björnsdóttir opnar sýn- ingu í Slunkaríki laugardaginn 20. apríl kl. 16. Sýningin mun standa til 12. maí. Svava er borgarlistamaður Reykjavíkurborgar árið 1990 og hefur hún um árabil haldið sýning- ar víða um heim. Hún mun sýna skúlptúrverk í Slunkaríki. 2-3 2-3 4-5 4-5 6 7 8 9-10 9-10 ALMANAK HINS ÍSLENSKA ÞJOÐVINAFELAGS 1996 Útg. Hið íslenskaþjóðvinafélag. CANDIDA SVEPPASÝKING HallgrímurÞ. Magnússon ogGuðrún Bergmann. Útg. Leiðarljós. ENGLAR ALHEIMSINS Einar Már Kárason. Útg. Mál og menning. RÍKI LJÓSSINS 1: HANDAN HLIÐS Margit Sandemo. Útg. Reykholt hf. ALMANAK HÁSKÓLA ÍSLANDS 1996 Útg. Háskóli íslands. SÍÐUSTU FORVÖÐ Þorvaldur Gylfason. Útg. Háskólaútgáfan. DÖNSK-ÍSLENSK/ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir. Útg. Orðabókaútgáfan. HVERNIG Á AÐ BÚA TIL FALLEG VINABÖND Þýð. ÁslaugBenediktsdóttir. Útg. Skjaldborg. STÓRA DRAUMARÁÐNINGABÓKIN Símon Jón Jóhannsson. Útg. Vaka Helgafell hf. Dagur á bensínstöð KVIKMYNPIR Iláskólabíó og Borg- arbíó Akurcyri GAS ★ ★ Leikstjórn og klipping: Sævar Guð- mundsson. Handrit: Kristján Krist- jánsson og Sævar. Kvikmyndataka: Gunnar Arnason. Tónlist: Trausti Heiðar Haraldsson og Jón Andri Sigurðsson (Fantasía). Aðalhlut- verk: Kristján Kristjánsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Kiddi Bigfoot, Þráinn Karlsson, Gunnar Gunn- steins og margir fleiri. Filmumenn. 1996. ÞEIM, sem séð hafa fyrri stutt- myndir hins norðlenska kvikmynda- gerðarmanns, Sævars Guðmundsson- ar og félaga hans, gæti komið á óvart að í þeirri nýjustu, Gasi, sem frum- sýnd var í Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri í gærkvöldi, er aðeins eitt áhættuatriði. Sævar og félagar hafa gert myndir (Spuming um svar, Negli þig næst) með grallaralegum svið- setningum á spennumyndaatriðum en nú kveður við annan tón, meiri áhersla er á handrit og persónusköpun, gam- anið ræður ferðinni, skringilegir at- burðir og skondin samtöl. í heimildar- myndinni um gerð stuttmyndarinnar, sem sýnd er á eftir henni ásamt Gas- tónlistarmyndbandinu, kemur fram að þeirri hugmynd hafi skotið upp kollinum að gera nú „kjaftæðisdrama- mynd“. Það lítur út fyrir að hafa tek- ist hvað sem það nú er nákvæmlega. Gas er frískleg stuttmynd um allt og ekki neitt. Kvikmyndahópurinn Filmumenn, sem standa að baki myndarinnar, smitar út frá sér leik- og starfsgleði sem kemur augljóslega fram í myndinni undir stjóm Sævars. Heimildarmyndin sýnir það svo og sannar ef einhver skyldi vera í vafa. Gas er gamanmynd með umhverf- isvemdarboðskap og gerist einn dag á bensínstöð. Söguhetjumar eru tveir starfsmenn stöðvarinnar; vinimir Atli og Ívar. Spáð hefur verið heimsendi á miðnætti sem gefur hinum heim- spekilega sinnaða ívari tækifæri til að ráða í lífsgáturnar en Atla gæti ekki staðið meira á sama enda upp- tekinn við að gera at í viðskiptavinun- um. Myndin er byggð þannig upp að viðskiptavinir eða bara gestir og gangandi líta inn yfir daginn og era flestallir hin mestu ólíkindatól. Sumt er framlegra og fyndnara en annað í þeim hrærigraut. Einn safnar hljóð- upptökum af knattspymulýsingum Bjama Fel., annar fær lánaðan sím- ann og hringir í Tarzan, kveðst sjálf- ur vera Jane (það er partur af dular- Tónleikar fyrir tvö píanó Fyrirmæli dagsins EFTIR OLAF METZEL Steinunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.