Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Góð hljómsveit TÓNLIST lláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Mozart og Rakhmaninov. Einleikari: Alexei Lub- imov. Stjómandi: Osmo Viinska. Fimmtudagurinn 18. apríl, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á C-dúr píanókonsertinum, K. 467, eftir Mozart en þessi konsert er meðal- frægustu verka meistarans, sérstak- lega hægi þátturinn, enda er hann sérlega fagur. Fyrsti kaflinn er glæsijeg tónsmíð og er sérstaklega tekið fram, að úrvinnslukaflinn og ítrekunin séu sinfónísk tónlist, er eigi sér helst hliðstæðu í Júpíter sin- fóníunni. Hægi þátturinn er í þrí- skiptu formi og var hann mjög fal- lega fluttur af Lubimov. Fyrsti og þriðji þátturinn voru báðir óað- finnanlega leiknir, hvað snertir tækni og túlkun, nema að túlkunin var á stundum tilbúin, eitthvað sem bundið var við ætlun einleikarans en kom ekki innan frá, þó allt væri fallegt áheyrnar. í aukalagi, d-moll fantasíunni K.397 eftir Mozart, var leikur Lubimov aldeilis stórkostleg- ur, enda má leika sér með hljóðfall og mótun tónhendinga í þessu fant- asíuverki meistarans, sem Lubimov gerði svo sannarlega af mikilli leik- snilld. Lokaverk tónleikanna var önnur sinfónía Rakhmaninovs og var þetta stórbrotna verk sérlega vel flutt og skemmtilega mótað af stjómandan- um Osmo Vánská, enda hylltu áheyrendur hann og hljómsveitina að loknum tónleikunum. Strengja- sveitin var óvenju fjölmenn, 14, 12, 10, 8 og 6, en það er sú stærð sem hljómsveitin ætti að vera á venjuleg- um tónleikum en við flutning verka ALEXEI Lubimov píanóleikari. eins og sinfóníunnar eftir Rakhm- aninov, ætti skipanin að vera 24, 20, 18, 14 og 10. Þá hefði fíðlurnar sungið sig í gegnum þykkan hljóm- grunn blásaranna og ýmis hrynræn tilþrif öðlast þann kraft er hæfír þessari tilfinningaþrangnu stórsin- fóníu. Hvað sem þessu líður var flutn- ingur Sinfóníhljómsveitar íslands mjög góður og hljómsveitinni fylgja óskir um góða ferð til Kaupmanna- hafnar en þar mun vera ætlunin að leika Rakhmaninov sinfóníuna, for- leikinn að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs og fiðlukonsert eftir Sibelius. Einleikari verður Sigrún Eðvalds- dóttir en stjómandi Osmo Vánská. Það er mikilvægt fyrir hljómsveit- ina fara í tónleikaferðalög og „leika fyrir þjóðir“, því þar í er fólgin nokk- ur áskorun til flytjenda, um að gera sitt besta og þegar vel tekst til hef- ur það áunnist, að það sem ekki var vitað áður með vissu, og í saman- burði við hljómsveitir erlendis, ligg- ur ljóst fyrir að Sinfóníuhljómsveit íslands er góð hljómsveit. Jón Ásgeirsson Þróun á sviði hönnunarer stöðug á Islandi Staðreyndin er sú að húsgagnaarkitektar fylgjast mjög vel með, sækja kappsamlega sýningar og fara og skoða það sem efst er á baugi úti um allan heim, segir Eyjólfur Pálsson sem hér svarar ummælum Leós Jóhannssonar húsgagnahönnuðar í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag. EGO stólar, sófar, sófaborð, íslensk hönnun. Hönnuðir Guðrún Margrét og Oddgeir Þórarinsson húsgagnaarkitektar. TRÚA menn því raunverulega að straumar í húsgagnahönnun berist ekki til ÍslandS fyrr en löngu eftir að þeir eru gengnir hjá í Evrópu og að íslenskir hönnuðir fylgist illa með þróuninni á þessu sviði eins og Leó Jóhannsson húsgagnahönn- uður heldur fram í viðtali í Morgun- blaðinu um síðustu helgi. Mér er óhætt að fullyrða að þessi staðhæfing Leós er ekki á rökum reist. A hverju ári er fjöldi ungra íslendinga við nám í innanhúss- og húsgagnaarkitektúr víða um heim. Þegar þetta fólk snýr heim að námi loknu flytur það með sér allt það nýjasta sem er að gerast annars staðar og miðlar öðrum af þekkingu sinni. Staðreyndin er sú að hús- gagnaarkitektar fylgjast mjög vel með, sækja kappsamlega sýningar og fara og skoða það sem efst er á baugi úti um allan heim og hér er og verður stöðug þróun á sviði hönnunar. Hins vegar mætti að skaðlausu gera meira af því að kynna hönnunina og halda uppi áróðri fyrir íslenska hönnuði og verk þeirra. Full ástæða er fyrir hönnuði að standa saman að þeim málum. Minimalismi og íslensk húsgögn „Minimalismi hefur til að mynda verið ofarlega á baugi síðustu miss- eri í Evrópu en hér sjást engin merki hans,“ segir Leó. Það er nokkuð sterkt til orða tekið að þessi stefna hafi verið ofarlega á baugi að undanförnu í Evrópu og engin merki sjáist um hana hér. I fyrsta lagi er eitthvað af erlendum hús- gögnum til sölu hérna í húsganga- verslunum sem flokka má undir minimalisma auk þess sem hér má einnig sjá íslenska hönnun og ís- lenska framleiðslu sem ber merki stílsins. Sem dæmi má nefna Viki- vakastólinn sem Sigurjón Pálsson hannaði og framleiddur er á Akur- eyri. íslenskir hönnunardagar hafa einnig sýnt okkur að mikið er að gerast bæði í hönnun og húsgagna- smíð hér þótt magnið sé ef til vill ekki mikið, ef miðað er við fram- leiðslu erlendra stórþjóða. Árlega taka íslenskir hönnuðir þátt í skand- inavísku húsgagnasýningunni í Bella Center og hefur það orðið til þess að þó nokkrir þeirra hafa selt erlendum framleiðendum fram- leiðsluréttinn að hönnun sinni. Rétt er að bæta við að í öllum tilvikum hafa prototýpur verið smíðaðar hér á landi. Þegar fram í sækir hafa síðan mörg af þessum húsgöngum farið í framleiðslu hér heima hafí framleiðslurétturinn ekki verið seld- ur til útlanda. Á húsgagnasýning- unni í Köln nú fyrir skömmu sýndi svo Kristinn Brynjólfsson fyrstur íslenskra hönnuða, verk sín. Vöktu verk hans, sófi og skápar, sem þarna voru sýndir, mikla athygli. Mikil gróska hefur einnig verið í hönnun skrifstofuhúsgagna und- anfarin ár og munu um 95% allra þeirra skrifstofuhúsgagna, sem seld eru hér, vera íslensk hönnun og íslensk framleiðsla. Menn nýta náttúruleg efni Leó heldur því fram að banda- rískra áhrifa gæti hér meira en evrópskra meðal annars þegar kem- ur að notkun umhverfisvænna efna, en umhverfíssjónarmið séu ekki sterk í þessari grein þar vestra. Tiltölulega lítið af húsgögnum er keypt hingað frá Bandaríkjunum, þótt þau séu ef til vill auglýst hér í meiri mæli en markaðshlutdeild þeirra gefur tilefni til. En menn láta heldur ekki umhverfíssjónar- mið fram hjá sér fara hér á landi og mikið er um að hönnuðir noti náttúruleg efni í húsgagnahönnun- ina. Má þar nefna fiskroð, sem lítið hefur verið notað erlendis, nema ef til vill hjá Norðmönnum, sel- skinn, leður og ullaráklæði. Menn reyna að nýta sér ýmiskonar efni þó að þeir noti ekki gamaldags aðferðir við framleiðsluna, sem hvergi er lengur gert, þar sem um fjöldaframleiðslu er að ræða. Það er þó vissulega rétt að ekki má gamalt handverk falla algjörlega í gleymsku enda er það notað ef ver- ið er að framleiða einstaka hand- gerða hluti hvort sem eru húsgögn eða eitthvað annað. Það er virðing- arvert að leggja áherslu á gamlar iðnir og verkþætti svo ekki glatist þekking á handverkinu eins og áður var drepið á. Það er því dapurlegt til þess að hugsa að varla nokkur maður lærir hér lengur bólstrun. Leó státar ennfremur af því í viðtalinu að sérstök áhersla hafi verið lögð á að nota einungis um- hverfisvæn efni í sófasettið sem hann sýndi hér á dögunum. Hins vegar er staðreyndin sú að í þetta sett var notaður svampur, sem ekki getur talist umhverfísvænn auk þess sem hann er ekki eldþolinn, en það er einmitt ein helsta krafan í húsgagnaframleiðslunni í dag. Höfundur er húsgagnaarkitekt Jan Guillou á sænskum dögnm Njósnasögur um póli- tík og samfélagssögu í TILEFNI af sænskum dögum er hingað kominn sænski rithöf- undurinn og blaðamaðurinn, Jan Guillou, sem einkum er kunnur fyrir njósnasögur sínar. Guillou heldur fyrirlestur í Norræna hús- inu í dag kl. 16 um ritstörf sín; fyrirlesturinn nefnist Spionroman om politik och samhállshistoria. Frá því að fyrsta bók Guillou kom út árið 1971 hefur hann sent frá sér 27 bækur en sjö þeirra hafa verið unnar í samvinnu við aðra. Þekktastur er hann fyrir spennusagnaröðina um sænska njósnarann Carl Gustaf Gilbert Hamilton sem ber dul- nefnið Coq Rouge. Þær hafa verið meðal söluhæstu bóka á sænska bókamark- aðnum. Síðasta bókin i þeirri röð kom út í fyrra og heitir En medborgare höjd över vaije misstanke. Fjór- ar af bókum Guillou hafa verið kvikmynd- aðar og meðal annars sýndar í kvikmynda- húsum hér á iandi og í íslenska ríkissjón- varpinu. Guillou er einnig kunnur fyrir blaða- Ljósmynd/Ulf Hedin Jan Guillou, rithöfundur mennsku sína. Hann hóf feril sinn sem blaðamaður við karla- blaðið FIB-Aktuellt að loknu stúdentsprófi 1964. Síðar hóf hann störf hjá vinstrablaðinu FIB/Kulturfront. Árið 1973 kom hann upp um njósnahreyfinguna IB sem starfaði innan sænska landvaraarliðs- ins. Það leiddi til þess að hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Það kom af stað ákafri umræðu í Svíþjóð um lýðræði og frelsi fjölmiðla. Allar götur síðan hefur Guillou haldið áfram að fletta ofan af og gagn- rýna valdníðslu yfirvalda og til- hneigingu til leynimakks. Með greinum sínum, bókum og þáttum í sjónvarpi og útvarpi hefur hann tryggt sér stöðu sem einn helsti forvígismaður hinnar svokölluðu „nýju blaðamennsku“ og er án efa sá sem mótar mest sænskt al- menningsálit. Á eftir fyrirlestrinum í dag eða kl. 17 verður sýnd kvikmyndin Vendetta sem gerð er eftir sögu Guillou um njósnarann Coq Ro- uge. Aðgangur er ókeypis að fyrir- lestrinum og kvikmyndasýning- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.