Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 1
 i: ti ¦ 9i FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 BLAÐ E ¦POLITÍK I MENNTASKOLA/2HHONNUDUR HEIMSÓTTUR/4BSJALFS- MYNDIR NORRÆNNA BARNA/4BHÚSGAGNASÝNING í MÍLANÓ/6 ¦MEÐ AUGUM LANDANS/7HTEDRYKKJA MEÐ HANDVERKSFÓLKI/8B Hönnun og heimili Áslaug Snorradóttir ARNE Jacobsen hannaði Eggið árið 1957. Sigríður keypti það á 7 þúsund krónur á húsgangaumboðssölu og lét bólstra það með rauðu áklæði. SIGRÍÐUR Sigurjónsdóttir nam þrívíddarhönnun í Eng- landi. Nú er hún búin að koma sér upp góðri vinnustofu þar sem hún hannar húsgögn og hluti sem fólk getur notað og hefur efni á að kaupa. Hún og sambýlismaður hennar hafa líka komið sér notalega fyrir í fallegri stúdíóíbúð sem þau innréttuðu sjálf meðal annars með kalkiútuð- um gólfborðum og eldhúsinnrétt- ingu úr gömlu mötuneyti. Húsgögn og húsbúnaður sem Sigríður hefur sjálf hannað skera sig þó úr og setja sterkan svip á heimilið sem einkennist af smekklegum stíl, natni og endurnýt- ingu. Sigríður er um þessar mundir að undirbúa sýningu á baðskápum, baðhill- um og snögum, sem opnuð verður um næstu mánaðamót í tengslum við Listhá- tíð í Reykjavík. ¦ Smellubuxur ÝMISS konar tískuæði grípur um sig öðru hverju í fatnaði og þá þykir enginn maður með mönnum nema eiga þá flík sem hæst ber hverju sinni. Frá því í haust hafa buxur, sem smelltar eru á hliðunum, höfðað mjög til barna og unglinga. Krakkarnir smella yfirleitt ekki neðstu smellunum og vilja hafa buxurnar fremur síðar, eða eins og einn unglingur sagði „. . . helst þann- ig að skálmarnar sópi göturnar." Að sögn Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Henson sports hf. og Ásmundar Vilhelmssonar, markaðsstjóra Sportmanna efm, umboðsað- ila Adidas, er eftirspurnin núna í hámarki. „Þetta er þvílíkt æði, að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Við höfum aldrei náð að anna eftirspurn og það liggur við að slegist sé um hverja flík. Upphaflega voru smellubuxurnar hluti af upphitunargöllum körfu- boltakappanna í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, en þeim þótti fljót- legt að klæða sig úr slíkum buxum. Ég veit ekki hvers vegna smellu- buxur urðu skyndilega tískuvara, en mér virðist íþróttafatnaður af öllu tagi eiga miklum vinsældum að fagna við hvert tækifæri," segir i Ásmundur. I Æðið í hámarki 5/3«»»« Tískuæði í hámarki og innf lytjendur og f ramleióendur anna varla eftirspurn Halldór tekur í sama streng og segir að í vor hafi smellubuxur og alls konar fþróttafatnaður verið vinsæll klæðnaður barna og unglinga í fermingarveislum. „Við byrjuðum að framleiða smellu- buxur í október og höfum aldrei haft undan. Ég býst við að æðið sé í hámarki núna og því tók ég til bragðs að semja við þrjár saumastofur í Bretlandi til að anna eftirspurn." Auk Adidas og Henson framleiða Nike, Champion og fleiri smellubuxur og hafa slíkar buxur fengist í barna-, ungl- inga-, og fullorðinsstærðum. Þær eru úr 100% polyester og verðið er frá þremur til fjögurra þúsunda króna. 3, ale n tt ?>l Tilboð i 11*11 Goða grillsneiðar 698 kr kg. Goða tvöfaldar kótilettur 798 kr. kg. Hy-Top maiskorn 1/2 dós 34 kr. Gæðakleinur 139 kr. pokinn Álfaskeiði • Eddufelli • Grensásvegi • Rofabæ • Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.