Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUÐAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Til móts við nýja tíma með Navís Navís hf. hefur nú fengið söluumboð fyrir FJÖLNI/Navision, einn vinsælasta viðskiptahugbúnað á íslandi og í Evrópu. Navís hf. er nýtt og framsýnt fyrirtæki með öfluga bakhjarla. Navís hf. er í eigu Tæknivals hf. Landsteina hf. og starfsmanna. Navís hf. leggur áherslu á nýja strauma við smíði hugbúnaðar þar sem náið samstarf við viðskiptavininn er haft að leiðarljósi. Navís hf. fer eftir ströngustu stöðlum við þjónustu og þróun hugbúnaðarlausna. Navís hf. tileinkar sér ákveðnar verklagsreglur sem tryggja hámarks gæði upplysingakerfa og hagræðingu í rekstri viðskiptavina. Navís hf. býður hugbúnað frá Navision Software a/s, stærsta útflytjanda viðskiptakerfa í Danmörku. Navision Software a/s framleiðir FJÖLNI/Navision og Navision Financials sem er nýtt og grafískt upplýsingakerfi fyrir Windows. Navision Financials hefur hlotið einróma lof sérfræðinga og notenda víða um heim en kerfið fékk nýverið gullverðlaun í úttekt breska tölvutímaritsins PCuser. Starfsmenn og eigendur Navís hf. hafa tekið frumkvæði í þróun í þessu hugbúnaðarkerfi hérá landi. FJÖLNIR/Navision er eitt útbreiddasta ______________ upplýsingakerfi á Islandi enda notað hjá 8 af 15 stærstu fyrirtækjum íslands. Starfsmenn og eigendur Navís hf. eru í hópi reyndustu FJÖLNIS-forritara í Evrópu en þeir hafa þróað FJÖLNIS-kerfi hjá mörgum þessara fyrirtækja ásamt því að þróa Navision- hugbúnað fyrir fjölda aðila erlendis. Líttu við hjá okkur og kynntu þér málið. Starfsemi Navís hf. er í nýju og glæsilegu húsnæði að Vegmúla 2, 4. hæð. Síminn okkar er 533 5400. ncials Navision VIÐSKIPTI Dagbók Ráðstefna um upplýsingatækni í gæðastjórnun • GÆÐASTJÓRNUNAR- FÉLAG íslands efnir til ráð- stefnu um hagnýtingu upplýs- ingatækni í gæðastjórnun 23. maí á Hótel Loftleiðum kl. 13-19. Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á gæðastjórnun og upplýsingatækni. Aðalerindi ráð- stefnunnar flytur Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og mun hann íjalla um upplýsinga- þjóðfélagið og gæði. Þátttakendur geta síðan valið um tvo fyrirlest- rasali. Fjallað verður um starfs- gæði, og hagnýta upplýsingaöflun hjá Eimskip, gæðahandbækur á tölvutæku formi hjá Kassagerð- inni, Sýndarhugarflug hjá OZ, vinnslueftirlit og gæðastarf hjá Meitlinum, alnetið og gæðagag- nagrunna, erlent samstarf, gæði og styrki, ESB, skjalastýringu o.fl. Nánari upplýsingar veitir Arney Einarsdóttir hjá Gæða- stjórnunarfélaginu í síma 511-5666. Kynning á miðlurum frá Sun • EJS og Sun Microsystems kynna nýja línu af miðlurum frá Sun með UltraSPARC örgjörvum á Hótel Sögu, miðvikudaginn 29. maí kl. 15. Þeir sem hafa áhuga á að koma eru beðnir um að til- kynna þátttöku sína til Bjarneyj- ar, ritara söludeildar EJS, í síma 563-3000 eða með tölvupósti í bjarney@ejs.is. Málstofa í hagfræði • VIÐSKIPTA- og hagfræði- deild Háskóla Islands býður til málstofu í hagfræði í stofu 101 í Odda föstudaginn 24. maí klukk- an 15:15. Frummælandi verður Ralph Townsend og verður um- ræðuefni hans „Why Have Ec- onomists Overlooked Corpor- ate Management of Fisheries?" Málstofan er öllum opin. Golfmót FVH 1996 • Hið árlega golfmót FVH verður haldið föstudaginn 21. júní nk. á Strandavelli, Hellu. Keppt verður í A og B flokki karla og í kvenna- flokki. í A flokki spila kylfingar sem hafa forgjöf 24 og lægra en þeir sem hafa hærri forgjöf leika í B flokki. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Keppt verður um Morgunblaðsbikarinn í A flokki og Hard Rock Café bikarinn í B flokki. í kvennaflokki er keppt um bikar sem gefinn var af Heild- verslun Halldórs Jónssonar. Einn- ig er í boði fjöldinn allur af glæsi- legum verðlaunum í öllum flokk- um. Mótsnefnd hvetur sem flesta til þess að taka þátt enda er þetta stórskemmtilegt mót sem bæði byrjendur og lengra komnir geta tekið þátt í. Mótið hefst kl. 13. Farið verður í rútu frá Grand Hótel Reykjavík kl. 11.30 stund- víslega. Að loknu móti verður snæddur kvöldverður í Golfská- lanum þar sem verðlaunaafhend- ing fer fram. Þátttökutilkynning- ar þurfa að berast fyrir 19. júní til Olafs O. Johnsson, s.: 562400, Sigurðar Ág. Jenssonar, s.: 5687677 eða Stefáns Unnarsson- ar s.: 5811433. Námstefna um lög- mál og leikreglur verðlagningar •STJÓRNUNARFÉLAG íslands stendur fyrir námstefnu um lög- mál og leikreglur verðlagningar í byijun júní. Fyrirlesari verður dr. Thomas T. Nagle, einn helsti sérfræð- ingur Banda- ríkjanna á sviði verðlagn- ingar sem hjálpað hefur fjölmörgum fyrirtækjum að þróa arðvænlega verðstefnu. Dr. Thomas Nagle er fram- kvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækis- ins The Strategic Pricing Gro- up, Inc. í Boston. Hann varði doktorsritgerð sína í hagfræði við UCLA í Kaliforníu og var síðar prófessor í markaðsfræði og hag- fræði við Chicago-háskóla. Hann er eftirsóttur fyrirlesari bæði í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem hann er reglulega með nám- stefnur hjá MCE (Management Centre Europe) í Brussel. Bók hans The Strategy and Tactics of Pricing, sem þátttakendur á námstefnunni fá afhenta, hefur tryggt sér sæti sem eitt helsta fræðirit á þessu sviði og er hún kennd við fjölmarga háskóla víða um heim. Á námstefnunni, sem haldin verður á Scandic Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 5. júní nk. og stendur frá kl. 9 til 17, verður fjallað um lögmál verðlagningar með áherslu á tækifæri til að hagnast og varast algengar hætt- ur. Dr. Nagle mun fjalla um mörg dæmi hvernig hefðbundnar áætl- anir grafa undan hæfileika fyrir- tækisins til að gera sér grein fyr- ir mögulegum hagnaði. Þátttak- endur munu kynnast aðferðum, hugmyndum og leiðum til að há- marka arðsemi fyrirtækja sinna og vaxtarmöguleika. Þeir munu fá hagnýt ráð og greinargóðar upplýsingar sem nýtast þeim strax í samkeppnisumhverfi þeirra, allt frá undirbúningi til framkvæmdar arðbærrar verð- stefnu. Skráning fer fram hjá Stjórn- unarfélagi íslands í síma 562-1066. Dr. Thomas Nagle Samkeppnishæf kjör Langur lánstími Stuttur afgreiðslutími Vísitölubundin lán Erlendar myntir Sveigjanleg endurgreiðsla Virk þjónusta á lánstíma Milliliðalaus lánveiting IÐN LÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA 13 a »155 REYKJAVÍK-SÍMI 588 6400 O H H O R.Sigmunds- son tekur við Leicn-Wild R.SIGMUNDSSON ehf. hefur tek- ið við umboði hér á landi fyrir Leica-Wild landmælingatæki, en fyrirtækið framleiðir m.a. GPS- stöðvar, alstöðvar, stafrænar stöðvar og laser tæki. Þá hefur fyrirtækið einnig, í samvinnu við Landmælingar Ís- lands, látið vinna stafræn lands- hlutakort með leiðsöguforriti fyrir PC tölvur. Kortin eru fáanleg á geisladiski og eru í mælikvörðun- um 1:50.000, 1:250.000 og 1: 500.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.