Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 12
Þjónustuskrá Gulu línunnar VIÐSKIFn AIVINNULÍF Mtt ATILfl Þjónustuskrá Gulu línunnar FIMMTUDAGUR 23. MAI 1996 * DHL Hraðflutningar ehf. bæta þjónustu við inn- og útflytjendur með nýrri vél Islandsflugs Varan afhent í Evrópu næsta dag ÍSLANDSFLUG hf. bætti nýlega sjöttu flugvélinni í flota sinn, eins og komið hefur fram í fréttum. Hún er af gerðinni ATR-42 300 og verður bæði notuð til farþegaflugs og frakt- flutninga. DHL Hraðflutningar ehf. hafa gert samning við íslandsflug um leiguflug fimm sinnum í viku til og frá Englandi með nýju vélinni. í tæp tvö ár hefur íslandsflug sinnt leiguflugi fyrir DHL með Metro-vél sinni en hún hefur mun minni burðar- getu, ber 1,4 tonn en nýja vélin get- ur borið 3,8 tonn. Flogið á nóttunni Bjarni Hákonarson, framkvæmda- stjóri DHL, segir að hin nýja vél komi sér afar vel fyrir starfsemi fyr- irtækisins. Frá byijun hafi verið síaukin spurn eftir þjónustu DHL og því hafi verið orðið aðkallandi að fá stærri vél í verkefnið. „Æ fleiri inn- og útflytjendur not- færa sér þessa þjónustu og margir þeirra eru beinlínis famir að setja . traust sitt á hana. Vélin flýgur til Englands á nóttunni en kemur snemma morguns til baka. Við get- um því sótt fraktina til útflytjenda síðdegis en samt er henni komið til móttakanda í Evrópu næsta dag. Með sama hætti geta innflytjendur pantað vöru eða varahlut hjá evr- ópsku fyrirtæki síðdegis og fengið hana til sín á höfuðborgarsvæðinu og víða úti á landi næsta dag. ís- lensk fyrirtæki telja sig hafa mikla þörf fyrir slíka þjónustu og því var orðið fyllilega tímabært að fá stærri vél til flutninganna." Tengist alþjóðlegu flutninganeti DHL í Englandi lendir vélin á East Midland-flugvelli, sem er mitt á milli borganna Derby og Nottingham. Þaðan er skammt til Grimsby, Hull og Lundúna svo dæmi séu tekín. Þá eru tíð flug milli East Midland-flug- vallarins og flutningamiðstöðva DHL í Evrópu. Þær sendingar sem fara annað en til Bretlands eru því sendar með hraði til þessara miðstöðva þar sem þær eru fiokkaðar og sendar áfram. Bjami segir að allar vörur, sem fari héðan með næturfiugi, eigi að vera hægt að afhenda í Evrópu Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. D LANASJOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 næsta dag og hvar sem er í heimin- um næstu daga. DHL sérhæfir sig í hraðflutning- um milli landa. íslenska fyrirtækið, DHL Hraðflutningar, var stofnað árið 1982 og nú vinna þar 24 starfs- menn. Mikil aukning hefur orðið á umsvifum fyrirtækisins að undan- förnu að sögn Bjarna. „DHL hrað- flutningar byrjuðu sem skjalaflutn- ingafyrirtæki en smám saman hafa pakkasendingar orðið aðalviðfangs- efnið. Markmið fyrirtækisins er að veita viðskiptavinum alhliða þjón- ustu. í því felst að sendingin er sótt til sendanda, flutt milli landa á eins skjótan hátt og kostur er, tollaf- greidd og afhent viðtakanda. Öll þessi þjónusta er innifalin í verðinu.“ Hörð samkeppni DHL er með um helmings mark- aðshlutdeild í hraðflutningum að mati Bjarna. Hann segir að sam- keppnin á þessu sviði sé hörð og hafi harðnað til muna á undanförnum árum. „Fyrirtækjum í hraðflutning- um hefur fjölgað sem hafa lagt aukna áherslu á slíka flutninga í starfsemi sinni. Næturflug DHL er þó stóra trompið okkar enda ekki lítils virði að geta afhent vöru erlend- Morgunblaðið/Ásdís. BJARNI Hákonarson, framkvæmdastjóri DHL Hraðflutninga. ATR flugvél íslandsflugs er í baksýn. is daginn eftir að hún er send. Þessi þjónusta mælist vel fyrir í atvinnulíf- inu enda fjölgar þeim íslenskum fyr- irtækjum stöðugt, sem keppa á al- þjóðlegum markaði. Þar skiptir öllu að geta brugðist skjótt við óskum viðskiptavinarins. “ Velta DHL hraðflutninga var á annað hundrað milljónir króna á síð- asta ári og jókst um rúm 30% frá árinu áður að sögn Bjarna. Rekstr- aráætlanir gera ráð fyrir að veltan aukist um a.m.k. 25% á þessu ári. Bjarni segir að hagnaður fyrirtækis- ins hafí aukist undanfarin ár. Fiutn- ingar til útlanda hafi aukist í tonnum um tæp 50% árið 1995 samanborið við 1994, en fjöldi sendinga um 35%. Hingað til hafa DHL Hraðflutn- ingar hf. eingöngu séð um sendingar á milli landa en Bjarni segir að það komi til greina að hefja innanlands- flutninga. „Þær sendingar sem við flytjum inn eru afhentar hvar sem er á landinu þannig að í sjálfu sér væri ekki svo flókið að hefja slíka þjónustu. Hins vegar þyrfti að fjölga fólki og um þessar mundir erum við að meta hvort slík aukning myndi borga sig.“ Bjarni segir að samstarf- ið við alþjóðanet DHL geri fyrirtæk- inu kleift að tileinka sér þær nýjung- ar sem verði í hinum harða heimi flutningatækninnar. Mikil áhersla sé m.a. lögð á að samnýta flutninga- og upplýsingatækni. Viðskiptavinir DHL geta nú þegar fylgst með því á alnetinu hvar sending þeirra er stödd hveiju sinni frá því hún kemst í hendur fyrirtækisins. Torgið Hlutabréf hátt á lofti HÆKKANIR á hlutabréfamarkaði virðast engan endi ætla að taka. Um síðustu áramót hafði Þingvísi- tala hlutabréfa á Verðbréfaþingi hækkað um 36% frá ársbyrjun 1995, eftir um 24% hækkun árið þar á undan, og töldu margir að ekki væri svigrúm fyrir svo miklar hækkanir áfram og þeir svartsýn- ustu töldu jafnvel að lækkanir kynnu að vera framundan. Þeir hafa þó ekki reynst sannspáir enn sem komið er því þingvísitalan hefur hækkað um tæplega 31% frá áramótum og ekkert lát virðist ætla að verða þar á. Áhugi fjárfesta á hlutabréfa- markaði endurspeglast líka í góðu gengi hlutabréfaútboða upp á síð- kastið. í þessari viku hafa 5 hlutafj- árútboð verið í gangi, auk um- fangsmikillar sölu á hlutabréfum Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs í Jarðborunum, samtals að mark- aðsvirði tæpar 1.300 millj. króna. Sala þessara hlutabréfa hefur gengið vel og þegar þetta er skrif- að er útlit fyrir að sölu bréfa í fjór- um þessara félaga muni Ijúka í þessari viku en frestur til að nýta sér forkaupsrétt að bréfum í hinum tveimur rennur út 1 júní og er reiknað með því að þau muni klá- rast í forkaupsrétti. Þrátt fyrir þetta gríðarlega mikla framboð hafa hlutabréfaviðskipti verið með mesta móti á hluta- bréfamarkaði í þessari viku. Heild- arviðskipti í þessum mánuði eru nú komin yfir 330 milljónir króna og hefur ríflega helmingur þeirra átt sér stað í þessari viku. Frekari hækkanir ólíklegar Þeir sérfræðingar á verðbréfa- markaði sem Morgunblaðið ræddi við segja þetta mikla framboð hlutabréfa nú ekki eiga valda mark- aðnum neinum vandkvæðum. Enn séu hlutabréfasjóðir á ferðinni á markaðnum með það fjármagn sem kom inn um áramót og einnig séu lífeyrissjóðirnir mjög öflugir þegar komi að hlutafjárútboðum fyrirtækja og nýti þeir undantekn- ingalítið forkaupsrétt sinn í þeim. í stærri hlutabréfasölum á borð við Jarðboranir þar sem settar eru takmarkanir á þær upphæðir sem heimilt er að kaupa fyrir komi ein- staklingar einnig öflugir inn á markaðinn. Einn viðmælenda blaðsins sagði raunar að einstakl- ingar væru orðnir mun virkari á hlutabréfamarkaði en áður og kaup þeirra einskorðuðust ekki lengur við kaup á svokölluðum skattaskömmtum fyrir áramót. Orðaði hann þessa þróun svo að nú væri hlutabréfamarkaður fyrst að fæðast hér á landi. Annar viðmælandi blaðsins sagðist hins vegar ekki telja svig- rúm fyrir verulegar hækkanir til viðbótar. Þær hækkanir sem átt hefðu sér stað af undanförnu byggðust á væntingum um betri afkomu fyrirtækja á þessu ári, m.a. í sjávarútvegi, en sjávarútvegsfyr- irtæki hafa einmitt verið mjög áberandi í viðskiptum á Verðbréfa- þingi á undanförnum dögum. Sagði hann að góðar afkomutöl- ur m.a. hjá Síldarvinnslunni í milli- uppgjöri hefðu vakið þessar vænt- ingar, ,en þær væru að mestu komnar fram í verði hlutabréfa nú og því myndu fjárfestar væntan- lega halda að sér höndum fram til hausts og sjá hver útkoman yrði í 6 mánaða uppgjöri fyrirtækjanna. Ef milliuppgjör fyrirtækjanna myndu valda vonbrigðum þá mætti reikna með því að hlutabréf þeirra myndu lækka eitthvað í kjölfarið. Þá virðist ekki vera mikið af nýjum tækifærum í boði á hluta- bréfamarkaði nú. Helst er bent á hlutafjárútboð fyrirtækja enda sé gengi hlutabréfa þar oft talsvert undir markaðsvirði. Raunin sé líka sú að þau klárist í flestum tilfellum í forkaupsrétti. Þá geti ný fyrirtæki á markað einnig gefið góða mögu- leika eins og þróunin á gengi hluta- bréfa í Plastprenti gefur til kynna, en gengi bréfanna hefur hækkað um rösklega 35% frá því að hluta- bréfin voru skráð á markaði fyrir rúmum mánuði síðan. Þá áttu fyrstu viðskipti sér stað í SS í gær eftir að hlutabréf félags- ins voru skráð á VÞÍ og hafði geng- ið hækkað um rúm 13% frá út- boðsgengi, en útboðinu lauk á mánudag. Hér er þó aðeins um ein viðskipti að ræða sem ekki er rétt að álykta mikið út frá. Það verður því áhugavert að fylgjast með þróuninni á hluta- bréfamarkaði næstu mánuði, sér- staklega í kjölfar þess að fyrirtæki fara að birta milliuppgjör sín. Síð- asta ár var fyrirtækjum almennt nokkuð hagstætt og því má ætla að markaðurinn muni krefjast enn betri afkomu nú til að standa und- ir þessum miklu hækkunum. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.