Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 B FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI Stóraukin áhersla lögð á afþreyingu á Kringlusvæðinu eftir sameiningu Kringlunnar og Borgarkringlunnar í haust Bökum snú- ið saman Miklar breytingar verða gerðar á Borgarkringlunni í sumar og miða þær að því að treysta hana í sessi sem verslunarmiðstöð og styrkja Kringluna enn frekar. Kjartan Magnússon kannaði með hvaða hætti fyrrverandi keppinautar ætla nú að gera veg Kringlu- svæðisins sem mestan. FRAMKVÆMDIR hefjast í júlí og verður Borgar- kringlunni ekki lokað meðan á þeim stendur. Veruleg röskun verður þó á starf- semi í húsinu meðan á þeim stend- ur. Stefnt er að því að opna versl- anir Borgarkringlunnar eftir breytingar í byrjun október en kvikmyndasalina um jólin. Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í ágústmánuði árið 1987 og verður hún því níu ára á þessu ári. Frá upphafi hefur hún notið mikilla vinsælda og er því ekki ofmælt að segja að bygging henn- . ar hafi haft mikil áhrif á verslun í landinu. Fyrstu árin eftir opnun- ina kvörtuðu kaupmenn í mið- bænum og jafnvel úti á landi yfir minnkandi viðskiptum vegna Kringlunnar. Ekki leið heldur á löngu uns farið var að byggja yfirbyggðar verslanamiðstöðvar eða „kringlur" annars staðar á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Engin þeirra er eins stór en allar byggjast þær á sömu hugmynd og Kringlan; að gefa viðskiptavinum kost á fjölbreyttu úrvali verslana undir einu þaki, í skjóli fyrir veðri og vindum. Samstarf í lágmarki Um svipað og leyti og Kringlan var reist hófst bygging á Kringl- unni 4 og Kringlunni 6 við hlið hennar. Ekki tókst að hefja starf- semi í Kringlunni 6 fyrr en iðnað- armenn og efnissalar tóku bygg- ingamar að sér og breyttu tveim- ur neðstu hæðunum í verslunarm- iðstöð. Þessi verslanakjarni hlaut nafnið Borgarkringlan og var opnuð við hátíðlega athöfn í júní 1991 eða fyrir fimm árum. Kringlumenn voru lítt hrifnir af því að fá verslanamiðstöð við hlið sér og þar til nú hefur samstarf milli Kringlanna tveggja verið í lágmarki. Frá upphafi hefur rekstur verslana í Borgarkringlunni gengið æði misjafnlega. Eigenda- skipti á verslunum þar hafa verið tíð og algengt að rými hafi staðið þar auð um lengri eða skemmri tíma. Borgarkringlan hf. komst í þrot árið 1993 og yfirtóku þá fjórar lánastofnanir eignarhlut þeirra í húsunum. Haustið 1994 óskuðu þessar stofnanir eftir viðræðum við Kringluna um nánara sam- starf húsanna. Þessar viðræður hafa nú skilað þeim árangri að rekstur Kringlunnar og Borgar- kringlunnar verður sameinaður í haust. Hlutafélag hefur verið stofnað um rekstur Borgarkringl- unnar í eigu þessara stofnana og eigenda Kringlunnar. Eignaraðild stofnananna í því félagi er 85% en eigendur Kringlunnar eiga 15%. Þetta félag stendur fyrir fyrirhugaðri uppstokkun á rekstri Borgarkringlunnar og byggingu kvikmyndahúss við það. Eftir að framkvæmdum lýkur mun húsfé- lagið i Kringlunni taka að sér um rekstur verslunarrýmisins í Borg- arkringlunni en þar er um að ræða 4.400 fermetra eða 66% af fasteigninni. Um reksturinn munu gilda sömu reglur og í Kringlunni þannig að stjórn hús- félagsins mun ákveða hvers konar starfsemi verður þar hveiju sinni. Stækkun til vesturs Að sögn Einars I. Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra verkefnis- stjórnar Borgarkringlunnar, mið- ar breytingin að því að styrkja Kringlusvæðið, þ.e. Kringluna og Borgarkringluna, sem verslunar- og þjónustusvæði. Framkvæmd- irnar fela í sér að aðkoma og aðgengi að Borgarkringlunni verður bætt svo og flæði við- skiptavina um húsið. Þá verður samsetning verslana í Borgar- kringlunni stokkað upp og sam- ræmt Kringlunni enda verða hús- in rekin sameiginlega eftir breyt- ingarnar. Veigamestu breyting- arnar á Borgarkringlunni felast þó í því að kvikmyndahús með þremur sölum verður byggt við vesturgafl hennar eða þar sem bílastæði eru nú. í núverandi skipulagi Borgarkringlunnar er gert ráð fyrir 35 rekstrarrýmum en við breytingarnar verður þeim fækkað um 10 eða í 25. Bílastæði sameinuð og aðkoma bætt Þrátt fyrir byggingu kvik- myndahússins mun bílastæðum ekki fækka þar sem neðri bíla- kjallari Borgarkringlunnar verður tekinn í notkun en hann hefur staðið ófullgerður hingað til. Um leið verða bílastæði Kringlunnar og Borgarkringlunnar samtengd. Um hundrað stæði eru í kjallaran- um en um þijátíu stæði eru nú þar sem viðbyggingin mun standa. Stæðum á Kringlusvæð- inu mun því íjölga um 70 við breytingarnar. Eftir þær verður hægt að aka meðfram Borgar- kringlunni og inn á bílastæði Kringlunnar á 2. hæð. Þá verður opnaður nýr inngangur á Borgarkringlunni sem mun snúa að núverandi bílastæðum Kringlunn- ar. Aðkoma að Kringlu- svæðinu verður einnig bætt frekar með byggingu göngu- brúar frá húsi Sjóvár-Almennra yfir á bílastæðin. Verslunarrými stækkuð Með breytingunum verða versl- unarrýmin á 1. og 2. hæð Borgar- kringlunnar stokkuð upp og end- urskipulögð. Einar segir að mark- miðið sé meðal annars að bæta flæði viðskiptavina um húsið, sem sé stórgallað eins og er. „Nú er of mikið um botnlanga í húsinu og sameignin er fullstór. Þá vant- ar stórar verslunareiningar, sem geta þjónað því hlutverki að vera kjölfesta hússins og aukið að- dráttarafl þess og Kringlusvæðis- ins í heild. Verslunarrými verður því aukið á kostnað sameignar- innar og áhersla lögð á að koma á hringstreymi innan hússins með því að byggja nýjan inngang á norðurhlið sem snýr að bílastæð- um Kringlunnar.“ Matvöruverslunin 10-11 er nú stærsta verslunin í Borgarkringl- unni eða um 350 fermetrar að stærð. Hún hverfur hins vegar úr húsinu við breytingarnar. Stærsta verslunin eftir breytingar verður húsgagnaverslunin Habit- at og verður hún í 850 fermetra rými á 1. hæð. Bókaverslun Ey- mundssonar verður áfram á 1. hæð en fær aukið rými til afnota eða alls 370 fermetra. Þá munu Ásgeir Bolli Kristinsson og Svava Johansen, eigendur Sautján, opna 350 fm tískuverslun á 1. hæð í samvinnu við þekktan erlendan aðila. Einnig verður fjöldi smærri verslana á hæðinni en ljóst er að einhveijar af núverandi verslun- um þurfa að víkja. Einar segir að vel gangi að ráðstafa meðal- stórum og minni rýmum og því verki ljúki á næstu vikum eða áður en framkvæmdir hefjist. Þá hefur verið ákveðið að kaffihús Nýja kökuhússins og grillstaður verði áfram starfrækt á jarðhæð- inni í Borgarkringlunni. Habitat flyst úr miðbænum Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri Byko sem rekur Habitat, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að opna nýja Habit- at verslun í Borgarkringlunni um leið og endurskipulagningu henn- ar verði lokið nú í haust. Núver- andi verslun við Laugarveg verði hins vegar opin áfram eitthvað framyfír áramót til þess að klára jólaverslunina. „Við verðum þarna með hefð- bundna Habitat-verslun, fyrir ut- an að stefnt er að því að bæta eitthvað úrvalið frá því sem nú er og gera aðeins meira fyrir þennan rekstur. Staðsetningin mun væntanlega einnig hjálpa okkur eitthvað væntanlega.“ Jón segir að fyrirtækið hafi trú á þessari staðsetningu enda hafi Byggt og búið verslun fyrirtækis- ins gengið vel í Kringlunni. Sem fyrr sagði víkur 10-11 og kemur önnur matvöruverslun ekki í hennar stað. Einar segist aðspurður ekki telja að hvarf matvöruverslunar úr húsinu komi niður á Borgarkringlunni. „Þessi verslun hefur ekki reynst auka aðsókn að húsinu á almennum verslunartíma," segir hann. Afþreying á annarri hæð Miklar breytingar verða gerðar á annarri hæð Borgarkringlunnar en þar hefur rekstur verslana ekki gengið nógu vel. Eftir breyt- ingar verður megináhersla lögð á fjölbreytilega afþreyingu, verslun og þjónustu. 900 fermetra kvik- myndahús verður byggt við húsið og munu Sam- bíóin leigja það. Kringlukráin verður á sínum stað en hún hefur fest sig í sessi og gengur rekstur hennar vel, að sögn Ein- ars. Tveimur litlum veitingahús- um og 300 fermetra leiktækjasal verður einnig bætt við á 2. hæð. Þá verður ein stór verslun og sex litlar staðsettar á 2. hæð. Einar segir að með þeirri áherslu, sem lögð sé á afþreyingu og veitingarekstur á 2. hæð sé verið að koma til móts við óskir þeirra neytenda sem sæki Kringlusvæðið. „Við uppbygg- ingu Kringlunnar á sínum tíma var megináhersla lögð á verslun. Veitingaþjónustan þar miðast við að fólk geti sest niður að lokinni verslunarferð og fengið sér skyndibita eða kaffibolla. Margt fólk kemur þangað ekki síður í þeim tilgangi að sýna sig og sjá Aðalfundur Handsals hf. í verður haldinn föstudaginn 24. maí 1996, kl. 16:00, að Engjateigi 9, Reykjavík. I Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Handsals hf. 120 verslanir og fyrirtæki á um 36.000 ferm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.