Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 7

Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Dagbók Kynning á Informix Universal • STRENGUR hf. efnir til kynningar á Informix Universal Server þriðjudaginn 4. júní nk. Mikael Bubenko frá Informix Svíþjóð mun kynna þennan gag- nagrunn og á eftir verða léttar veitingar í boði. Að auki verða á staðnum Illustra gagnagrunn- urinn og Informix Workgroup Server til sýnis. Kynningin fer fram á ensku. Síðla árs 1995 keypti Informix fyrirtækið Illustra Information Tech. Illustra er fyrsta fyrirtæk- ið til að koma með sk. hlutbund- inn venslagagnagrunn (ORDMBS) á markaðinn. Not- endur geta skilgreint eigin gagnatög og að auki er hægt Server að fá tilbúna hluti (DataBlades) keypta sem „smella“ inn í grunn- inn og auka um leið virkni hans. Enginn annar gagnagrunnur á markaðnum býður upp á þennan möguleika. Illustra er því sérlega heppilegur t.a.m. fyrir vefinn þar sem HTML er þekkt gagnatag í grunninum. Önnur gagnatög eru t.d. texti, videó, myndir, „spatial 2D/3D/4D“ og tímaraðir. í lok ársins mun Informix koma með nýjan gagnagrunn, Informix Universal Server, sem sameinar bestu eiginleika In- formix; hraða, öryggi, fjölör- gjörvastuðning og hlutbundna eiginleika Illustra. Kynningin verður haldi á Hót- el íslandi frá 15:30-17. Þáttta- katilkynnist til Þóreyjar Sigur- björnsdóttur í síma 550-9000 eða í tölvupósti til thoreyþstreng- ur.is sem fyrst. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 B 7 <Wseagate Vaka-Helga- fell kaupir bókaklúbba AB ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Vaka- Helgafell hf. hefur keypt alla bókaklúbba Almenna bókafélags- ins af þrotabúi félagsins. Þar er um að ræða Bókaklúbb AB, Tón- listarklúbb AB, Matreiðsluklúbb AB og Söguklúbbinn. Þá hefur fyrirtækið einnig keypt firmanafn Álmenna bókafélagsins en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um útgáfu bóka á nafni þess for- lags, að því er segir í frétt. Vaka-Helgafell hefur sérhæft sig í rekstri bóka- og áskriftar- klúbba um árabil. Fyrirtækið hyggst nú taka upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá Almenna bókafélaginu, a.m.k. að því er varðar Bókaklúbb AB. Hann er elsti bókaklúbbur landsins og hef- ur starfað í 22 ár. Á næstu dögum verður nýtt fréttabréf klúbbsins sent fullgild- um félögum og verður áfram lögð áhersla á að bjóða vandaðar bæk- ur fyrir alla fjölskylduna, t.d. fjöl- fræðibækur, uppflettirit, handbækur og skáldverk jafnt ís- lenskar bækur sem þýdd verk. Bók júnímánaðar verður bókin Skyndi- hjálp fyrir alla, sem gefin er út í samvinnu við Rauða kross Islands, en í fréttabréf klúbbsins er að auki að finna 20 sértilboð af ýmsu tagi. Almenna bókafélagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skemmstu en tekið er fram í frétt- inni að málefni og skuldbindingar þess félags sem rak klúbbana og forlagið séu Vöku-Helgafelli óvið- komandi. Veitingastabur vid Austurvöll - Bordapantanir í síma 562^55 4 Hagkvæmur valkostur í fjármagnsflutningum Póstgíró kynnir nýja, hraðvirka, örugga og ódýra leið til fjármagnsflutninga milli landa Eurogiro Eurogiro veitir fyrirtækjum og einstaklingum nýjan valkost í fjármagnsflutningum milli landa. Þessi valkostur byggir á þeirri hagkvæmni sem samstarf aðildarrikja Eurogiro leiðir af sér. Tölvukerfi þeirra er samténgt þannig að fjármagn og upplýsingar eru sendar með hraðvirkum, ódýrum og öruggum hætti milli landanna. Allar kostnaðarupplýsingar er hægt að fá gefnar fyrirfram, þannig að sendandi og viðtakandi viti hvaða gjöld á að greiða í báðum löndum. Eurogiro er hlutafélag 16 evrópskra póststjórna og póstbanka með um 50 milljón póstgíróreikninga um alla Evrópu. Japan er auk þess aðili að Eurogiro sem þýðir 2 milljónir póstgíróreikninga til viðbótar. (ár munu Chase Manhattan bankinn og bandaríska póstþjónustan gerast aðilar að Eurogiro. Það samstarf mun breiða þjónustunet Eurogiro um allan heim. Póstgíró er 25 ára á þessu ári og hefur því öðlast aldarfjórðungs reynslu í fjármagnsflutningum, bæði innanlands og utan. Póstgíró leggur ríka áherslu á að bjóða hagkvæma þjónustu varðandi alla almenna fjármagnsflutninga sem jafnframt-er einföld og þægileg fyrir viðskiptavini. Fjölmargir þeirra hafa opnað póstgfróreikning, eingöngu til að geta valið ólfkar lausnir, t.d. Eurogiro. Þeir halda hins vegar öðrum viðskiptum við sinn helsta viðs kiptabanka óbreyttum. Til einföldunar og þæginda fyrir viðskiptavini millifærir Póstgíró yfir á bankareikning þeirra eins oft og óskað er og þar af ókeypis tvisvar í viku. (M ara 1971-1996 post giro Ármúla 6, 150 Reykjavík. Sfmi: 550 7497 Fax: 568 0121 SKYIMOIBRÉIF IM O I EIMC3IIMIM KOSTNAÐUR Skyndibréf ,Skandici eru alltaf innleysanleg og gefa íflestum tilvikum hœrri ávöxtun en bankabækur og bankareikningar. Skyndibréf Skandia má innleysa hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar og því einfalt að kaupa þau og selja. Nafnávöxtun Skyndibréfa síðustu 6 mánuði var 8,5%. Lokaðu bókinni og skoðaðu Skyndibréf. Ráðgjafar Skandia veita allar frekari upplýsingar. nýttsúnanúmer 540 50 60 ,fáU) nánarí upplýsiitgar Skandia FJÁRFESTINGARFÉLAGIE) SKANDIA HF • LAUGAVEGI 170 • SÍMI 5 <3 Q 50 SQ • FAX 5^40 50 S1 Gísli B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.