Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 C 3 Eldsál þegar að trúnni kom Danssýning um bisk- upstíð Guðmundar góða er meðal atriða á Lista- hátíð. Þóroddur Bjarnason leit inn á æfíngu hjá íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu. ÞAÐ STANDA öll spjót á okkur núna síðustu dag- ana fyrir frumsýningu og það er margt sem þarf að gera,“ sögðu þau Siguijón Jó- hannsson og Nanna Olafsdóttir, höfundar danssýningarinnar „Fé- hirsla vors herra", sem íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Lista- hátíð í Borgarleikhúsinu þriðjudag- inn 4. júní, þegar blaðamaður Morg- unblaðsins hitti þau að máli. Þau fengu tvær vikur til að vinna að sýningunni í húsinu, sem er ákaf- lega naumur tími að þeirra sögn. „Auk þess komu allir frídagar árs- ins inn í þessar tvær vikur,“ sagði Nanna og hló. Hún sagði að margt hefði gengið á afturfótunum við undirbúning sýningarinnar og það var ekki fyrr en blessað talnaband frá kaþólska biskupnum í Landa- koti barst að hjólin fóru að snúast. Þau sögðu ekki ólíklegt að Guð- mundur hafi haft hönd í bagga með að hjálpa þeim. „Það var ekki hægt að ætlast til að það yrði átakalaust að setja upp sýningu um Guðmund þegar líf hans var bárátta út í gegn.“ Frumsamin tónlist „grjótupplögð" Þegar blaðamaður leit inn á sýn- inguna var sviðsmyndin tilbúin aft- ast á sviðinu og sýnir kór Hóladóm- kirkju með miklu altari umflotnu vatni. „Umgjörð sýningarinnar er Hóladómkirkja sem Guðmundur starfaði í.“ Nanna og Siguijón hafa áður átt samstarf að sýningum. Þau settu meðal annars upp sýninguna Dafn- is og Klóa í listdansstjóratíð Nönnu í Þjóðleihúsinu sem var fyrsti ís- EINN andstæðinga Guðmundar góða leggur til hans með sverði. ienski heilskvölds ballettinn. í fyrra settu þau upp sálumessu Mozarts í Hallgrímskirkju. Þau segja það mjög hentugt að sameina kraftana í þessu starfi. „Þegar við settum upp Dafnis og Klóa var íslenskur ballett að byija að taka á sig ákveðna mynd og útfrá því þróaðist þetta samstarf," sögðu Nanna og Siguijón. Þau sögðu að þessi vinna væri mun umfangsmeiri en vinnan að Dafnis og Klóa, bæði rannsókn Sig- uijóns á ævi Guðmundar, sem hefur tekið mörg ár, og að finna tónlist við hæfí. Tónlistin í verkinu er leik- in af bandi og er eftir Jón Leifs og Francis Poulenc. Aðspurð um hvort ekki hefði verið skemmtilegt að láta frumsemja tónlist fyrir verkið sögðu þau að það hefði verið gijótupp- lagt, eins og Siguijón komst að orði. „Okkur var skammtað naumt fjármagn og gátum því ekki leitað samstarfs við tónskáld en það hefði verið mjög heillandi. Engu að síður er okkur ekki í kot vísað þar sem að Jón Leifs er. Landslagslýsingar hans eru alveg magnaðar ,“ sagði Nanna. Verkin sem leikin verða eftir Jón Leifs eru Geysir, Landsýn og Hekla en eftir Poulenc er það Gloría. „Við urðum að leita í erlend- ar smiðjur að paradísarsýninni. Paradísarfyrirheitið fundum við ekki í íslenskum tónbókmenntum," sagði Siguijón. Tónlistin þurfti líka að vera uppfull af kímni og léttleika að þeirra sögn og það fundu þau hjá Poulenc. Þó þau kalli ballettinn dramatíska segja þau léttleikann ekki langt undan. „Undirrótin er dramatísk þó að léttur tónn leiki um sýninguna. “ Guðmundur biskup var um margt merkilegur maður og þeir höfðingj- ar sem réðu hann í starfið í byijun 13. aldar héldu að þar væri maður sem þeir gætu stjórnað að vild en í ljós kom að Guðmundur var eldsál og þegar að trúnni kom hvikaði hann hvergi til að veija sína sýn og Guð sinn og það sem honum fannst rétt í lífínu. „Hann nánast lét fátæklinga og ölmusufólk éta upp höfuðstól Hólabiskupsdæmis," segir Nanna. „Þeir áttuðu sig ekki á viðhorfum hans til fjármuna og hann taldi það jafngilda gjöf til Guðs að gefa fátækum. Því kallaði hann þá gjörð „að gefa í féhirslu vors herra" sem sýningin dregur nafn sitt af. Þetta er vond hag- fræði," sagði Siguijón. Á þessum Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓHANN Freyr Björgvinsson, Lára Stefánsdóttir og Hany Hadaya í hlutverkum sinum í sýningu íslenska dans- flokksins á „Féhirslu vors herra“ á Listahátíð. tíma var ekki farið að taka biskupa af lífí fyrir „óþægð“ og því tókst Guðmundi að veijast mótlætinu. Að lokum kom að því að höfðingjar vildu frekar hafa hann með sér en á móti. Haldinn þráhyggju Flytjendur verksins eru bæði leikarar og dansarar. Sögumenn segja söguna sem liggur til grund- vallar sýningunni. Nanna segir sýn- inguna ekki vera hefðbundinn ball- ett heldur byggða á stíl sem hún hefur verið að þróa með sér sem danshöfundur. Leiðarljósið er fyrst og fremst leikrænar hreyfíngar að hennar sögn. „Þetta er samtvinnað sjónarspil leiks, dansflæðis og tón- listar," segir Nanna og Siguijón bætir við, „orðfæri sýningarinnar er dansinn". „Sýningin er ekki sett upp sem epísk frásögn. Þetta eru stemmn- ingar og hughrif meira en frásagn- arleg sýning. Hún segir söguna útfrá tilfinningalegum skilningi og sýn á samtíma Guðmundar, sem vonandi skilst þó menn þekki ekki söguefnið. “ Eins og fyrr sagði hefur Siguijón kynnt sér vel sögu Guðmundar og segist hafa verið haldinn þeirri þrá- hyggju að saga hans ætti erindi á íslenskt leiksvið. Fluguna fékk hann í höfuðið fyrir um 25 árum. „Ég hef leitað samstarfs við rithöfunda og tónskáld og velt fyrir mér hvaða form hentaði sýningunni best en svo atvikaðist það í gegnum störf mín að danssýningum að mér varð ljóst þetta var leiðin. Sýningin er um tveir tímar að lengd og áætlaðar sýningar á Lista- hátíð eru þijár. Latínan lifir > Ahugi hefur að nýju glæðst á klassískum bókmenntum, nemendum í latínu flölgar og þýðingar úr latínu og grísku seljast eins og heitar lummur KYNNINGIN á bókarkápunni gæti hljómað eitthvað á þessa leið: Grípandi saga um hetjudáðir, átök og svik. Höfundur fjallar um árekstra ólíkra menningarheima, sem hefjast á því að tveir menn leggja ást á fagra mey sem tælir þá en lýkur með tortímingu borg- ar. I framhaldinu sleppur hetjan úr eyðilegg- ingunni og eftir að hafa lagt að baka atburða- ríka tíu ára ferð, glímt við skrímsli, galdra- kerlingar og töfra, snýr hún heim til lokabar- áttunnar vegna ástar á eiginkonu og syni. Höfundur þessarar spennusögu er gamal- kunnur, hann heitir hvorki Stephen King né Jeffrey Archer, heldur Hómer. Gífurleg aukning hefur orðið á síðustu mánuðum á útgáfum á gömlu klassísku bók- menntunum, sem virðast flæða út úr prent- vélunum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Penguin-bókaútgáfan hóf fyrir skömmu út- gáfu á nýrri ritröð sem nefnist „Poets in Translation“. Fyrstu þijár bækurnar eru eft- ir Virgilíus, Hóras og Hómer. í kjölfarið munu fylgja verk Martialis, Ovidius, Saffó og Seneca. Þá hefur Oxford-háskólaútgáfan gefið út tuttugu nýjar þýðingar úr grisku og latínu frá árinu 1993. Svipað er upp á teningunum í Bandaríkj- unum. Harvard-háskólaútgáfan sendir frá sér sex endurútgáfur á þýðingum klassískra verka, svo og fimm tij sex nýjar þýðingar árlega. Ein þeirra er Ódysseifur eftir Sófó- kles, fyrsti hluti Evripídis og fyrsta gríska skáldsagan sem vitað er um, „Callirhoe" eft- ir Chariton, sem var uppi í upphafí Róm- arveldis. Lítilli franskri útgáfu hefur gengið framar vonum að kynna og selja röð verka sem kallast „Retour aux Grands Textes“, sem eru þýðingar á sígldum höfundum og gefnar út í pappírskiljum og seldar á brautarstöðvum og flugvöllum. í Bretlandi hafa fjölmargar þýðingar verið endurútgefnar. Sú sem mest hefur selst er þýðing E.V. Rieu á Ódysseifi en hún hefur selst í 2'/2 milljón eintaka, sem er ein besta sala sem bók frá Penguin- útgáfunni hefur náð. Þá má ekki gleyma því að Derek Walc- ott, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um árið 1992, fékk þau m.a. fyrir endursamn- ingu sína á Hómerskviðu, sem hann færði til nútímans. Hann vinnur nú að leikgerð á Ódysseifí fyrir Konunglega Shakespeare- félagið. Skýringa leitað Og hveijir eiga svo að lesa þessar bækur? Hvers vegna þessi skyndilegi áhugi á höfund- um sem hafa varla verið kenndir í skólum í mannsaldur? Hluti af skýringunni, en aðeins hluti, er sá að kennsla í klassískum bók- menntum hefur smám saman verið að auk- ast, en það hefur vakið furðu margra þar sem latína hefur ekki verið skyldufag í ensk- um og bandarískum skólum frá því á sjöunda áratugnum og gríska var þá horfin af náms- skrá. Þegar vegur latínunnar var sem minnst- ur á áttunda áratugnum lögðu aðeins 20.000 nemendur stund á latínu í bandarískum skól- um. Vera kann að ástæðan sé einnig óánægja með það að latína sé ekki lengur hluti af bókmennta- og málakennslu eða þá aukinn aðsókn í einkaskóla sem hættu aldrei latínu- kennslu. Nú stunda um 140.000 til 150.000 bandarískir nemendur latínunám. Mestur er áhuginn í Bandaríkjunum en hann hefur eins og áður segir einnig aukist í Bretlandi og Frakklandi en þar er fullyrt að nemendum í latínu hafí fjölgað um 75% frá því á áttunda áratugnum. Ein af afleiðingum aukins áhuga á klass- ískum bókmenntum er meiri útgáfa þýðinga enda fjölmargir áhugamenn sem ekki búa yfír nægilegri latínu- og grískukunnáttu til að lesa upprunalegu textana. Fullyrða skóla- menn og bókaútgefendur að áhugi hafi ekki síst aukist meðal almennings, þar sem fjölg- un nemenda í latínunámi hafí verið hæg og sígandi, en hins vegar megi líkja aukning- unni í bókasölunni við sprengingu. Vísun til nútímans Einna líklegasta skýringin á áhuganum á klassískum bókmenntum hlýtur einfaldlega að vera efni þeirra, sú vísun sem það hefur til nútímalesenda. í verkum skáldanna Hó- mers og Virgils og tragedíum Aeschylusar, Sófóklesar og Evripídesar eru gegnumgang- andi þemu sem komin eru aftur „í tísku“; þýðing þess að vera hetja, og hvaða áhrif breytingar hafa á söguna. Það þykir ekki lengur af hinu slæma að fjalla um einstaklinga og áhrif þeirra á sög- una. Þá hafa lok kalda stríðsins og aðskiln- aðarstefnunnar og stríðið í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu orðið til þess að menn líta ekki lengur á söguna sem hægfara þróun. Annað dæmi um þessa viðhorfsbreytingu er aukinn áhugi fólks á ævisögum; hetjur og illmenni hafa náð sínum fyrri sessi. Þýðingum á klassískum bókmenntum fjölgar sífellt um leið og menn virðast einnig læra að meta gömlu þýðingarnar að nýju. Engin ein þýðing telst sú rétta og með því að sökkva sér ofan í samanburð á þeim geta menn gert sér grein fyrir því hversu mikil áhrif latínan hefur haft á bókmenntir og tungu. (Byggt á The Economist.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.