Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 C 5 Morgunblaðið/Halldór skálk biskup grimma (Viðar Gunnarsson) og hina fornu Hólabiskupa. Þar með eru örlög hans ráðin. LOFTUR eyðir tilfinningaþrunginni andvökunótt með samvisku sinni (Lofti Erlingssyni). Svo sannarlega sprelllifandi mjög skemmtilega uppbyggt — það byrjar á ástinni og endar á hatrinu og fyrirgefningunni, sem segir allt sem segja þarf. Með til- Iiti til tónlistarinnar er það líka mjög sterkt og spannar geysilega breitt raddsvið fyrir sópran. En þar sem maður hefur þetta radd- svið er hlutverkið afar skemmti- leg áskorun." Þorgeir og Elín Ósk eru á einu máli um að Galdra-Loftur sé ákaf- lega fallegt og vel upp byggt verk. „Mér þykir það hreint út sagt stór- kostlegt," segir Elín Ósk og bætir við að hlutverkin séu óvenju fjöl- breytt og andstæðurnar í verkinu fyrir vikið skýrar. Þá sé stígandin sérstaklega rismikil. Að mati söngvaranna eru hlut- verkin í óperunni ekki einungis vel skrifuð heldur jafnframt vel mönnuð. „Það er valinn maður í hverju rúmi, þó við segjum sjálf frá,“ segir Þorgeir og Elín Osk tekur undir þegar hann skellir upp úr. „En án gríns er afar erf- itt að velja rétt í hlutverk en það hefur tekist sérstaklega vel að þessu sinni. Það finna sig allir vel í sínum hlutverkum." Auk Þorgeirs og Elínar Óskar taka fimm einsöngvarar þátt í sýningunni: Bergþór Pálsson, Bjarni Thor Kristinsson, Loftur Erlingsson, Yiðar Gunnarsson og Þóra Einarsdóttir. „Þarna eru gamlir refir, eins og við Elín Ósk, Viðar og Bergþór og síðan Bjarni Thor, Loftur og Þóra sem eru að öðrum ólöstuðum rjóminn af yngstu kynslóðinni," segir Þor- geir. Að sögn söngvaranna hefur æfingaferlið á Galdra-Lofti verið óvenjulegt, einkum fyrir þær sak- ir að tónskáldið sjálft haf i verið til staðar. „Maður er vanur því í óperunni að höfundarnir séu látn- ir en Jón Ásgeirsson er svo sann- arlega sprelllifandi,“ segir Þor- geir og Elín Ósk hnýtir því við að hann hafi verið alveg yndisleg- ur í samvinnu. Þar sem um nýtt verk er að ræða hafa söngvararnir þurft að byggja hlutverkin upp frá grunni. Segja Elín Ósk og Þorgeir það mikla áskorun. „Oft hefur maður getað stytt sér leið með því að hlusta á upptökur með snillingun- um en í þessu tilviki er engu sliku til að dreifa. Það er hins vegar afar spennandi að vera fyrsti söngvarinn í veröldinni til að syngja ákveðið hlutverk,“ segir Þorgeir. Sex sýningar eru fyrirhugaðar á Galdra-Lofti í vor en Þorgeir og Elín Ósk segja ómögulegt að spá í framhaldið. „Þessi ópera á hugs- anlega eftir að verða flutt oft og mörgum sinnum í framtíðinni,“ segir Þorgeir og þau Elín Ósk við- urkenna að þeir sem standi að uppfærslunni nú hafi á tilfinning- unni að Galdra-Loftur gæti átt erindi í óperuhús víðar en á ís- landi. „Þetta er alveg eins alþjóð- legt verk eins og íslenskt. Það eru alls staðar til ástfangnar konur og bijálaðir menn sem vilja ná völd- um,“ segir Þorgeir. fara með hlutverkin sjö. Þeir séu frábærlega góðir. „Þorgeir J. Andr- ésson er afburðafínn Galdra-Loftur en sönghlutverk hans er mjög erf- itt. Ég hef reyndar oft verið skamm- aður fyrir að reyna of mikið á radd- irnar. Steinunn er sungin af Elínu Ósk Óskarsdóttur og hún stendur sig jafnframt frábærlega en hennar karakter er afar sterkur og drama- tískur. Saman eru þau stórkostleg á sviðinu. Bergþór Pálsson, sem syngur hlutverk Ólafs, er feikilega góður listamaður og var fljótur að ná tök- um á skapgerð Ólafs og tilfinninga- túlkun. Sömu sögu má segja um Viðar Gunnarsson sem túlkar Gott- skálk biskup. Þar fer reyndur og þroskaður listamaður. Þá er Bjarni Thor Kristinsson, sem syngur Gamla manninn, stórglæsilegt söngvaraefni. Fær hann meðal ann- ars það hlutverk að opna óperuna. Loftur Erlingsson, sem fer með hlutverk Andans eða samvisku Lofts, og Þóra Einarsdóttir, sem syngur Dísu, eru bæði að stíga sín fyrstu skref sem atvinnusöngvarar og er þar á ferðinni glæsilegt söng- fólk. Við þennan hóp bætist síðan hinn frábæri karlakór íslensku óp- erunnar og ég get því verið mjög ánægður með söngvarana. Það er í raun ekki hægt að hugsa sér betra fólk í hlutverkin.“ Samhentur hópur Gerir Jón jafnframt góðan róm að starfi leikstjórans, Halldórs E. Laxness, og hljómsveitarstjórans, Garðars Cortes. „Þetta er í fyrsta sinn sem Garðar leggur upp alveg nýtt verk og hefur hann staðið sig afburðavel. Auk þessa fólks ber að nefna skapendur umhverfisins, sem er snar þáttur í óperunni. Sviðsmynd Axels Hallkels er frábær og sömu- leiðis búningar Huldu Kristínar Magnúsdóttur. Þá er lýsing Davids Walters afar áhrifamikil, auk þess sem ekki má gleyma píanóleikaran- um Maríu Fitzgerald sem æfði söngvarana. Hún lærði til að mynda óperuna utan að, þar á meðal allan textann á islensku.“ Jón man tímana tvenna í leikhúsi en kveðst ekki í annan tíma hafa kynnst jafn samhentum hópi og komið hafi að uppfærslunni á Galdra-Lofti. „Leikhúsvinna er flók- in í eðli sínu og svona farsæl sam- vinna er því fágæt. Það féll allt að einu að gera verkið sem best úr garði. Ekkert er þessu fólki fjær en að kasta til höndum og þegar menn greindi á um aðferðir og út- færslur voru mál leyst í vinsemd og sátt. Það er svo einkennilegt að maður telur sig þekkja fólk en þeg- ar maður fer að vinna með því kynn- ist maður því að nýju. Kynni mín af fólkinu í Islensku óperunni hafa verið stórkostleg og með slíku af- burðafólki hlýtur sýningin að gera sig.“ Þótt höfundinum þyki uppfærslan lofa góðu segir hann að verk sé aldrei fullskapað fyrr en „áhorfend- ur hafi gefið sina yfirlýsingu“. „Sér- fræðingarnir geta spáð, skilgreint og skrafað um listaverk en hinn endanlegi dómari er hins vegar hlustandinn/áhorfandinn og hans dómur er alltaf réttur. Því ber sag- an vitni. Það eru að vísu til undan- tekningar þar sem listamenn hafa verið of mikið á undan sinni samtíð en endanlegur dómur hefur þó alltaf verið þeim i hag, þó það hafi ef til vill ekki verið á þeim tímapunkti sem þeir hefðu kosið.“ Starfsskilyrðum ábótavant Er ekki, þrátt fyrir allt, óðs manns æði að færa upp nýjar ís'- lenskar óperur? „Við höfum starfs- kraftana til þess,“ segir Jón, „en starfskilyrðum tónskáldanna er á hinn bóginn verulega ábótavant. Leikhúsin virðast ekki hafa bolmagn til að kosta vinnu þeirra. Lengi vel fengu leikskáld reyndar lítið greitt fyrir verk sín en það hefur breyst; farið er að líta á leikritun, sem vinnu sem þarf að borga fyrir, og tón- skáld eiga því kannski bjartari tíð í vændum." Jón ber að minnsta kosti ekki kvíðboga fyrir framtíðinni. Mikil gróska sé í tónsmíðum á íslandi og þó nokkur tónskáld eigi óperur í fórum sínum — flestar þó ófluttai^ Nefnir hann í því samhengi menn á borð við Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Áskel Más- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Leif Þórarinsson, Gunnstein Ólafsson, Finn Torfa Stefánsson og Hauk Tómasson. „Sjálfsagt er eitthvað meira til, sem ég veit ekki um, og eftir nokk- ur ár er ekki óhugsandi að íslenskt óperulíf eigi eftir að verða blóm- legt,“ segir Jón og brosir — en þó býr nokkur alvara að baki þessum orðum. „Mín kynslóð, tónskáld sem nú eru að skila sínu ævistarfi, reið að mörgu leyti á vaðið; við vorum fyrstir til að gera flesta hluti. Fólki í faginu hefur á hinn bóginn ört fjölgað og margir hverjir eiga fram- tíðina fyrir sér — auk þess sem ég hef vonandi ekki sagt mitt síðasta orð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.