Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ t ; ; H * 'i i Morgunblaðið/Jón Svavarsson MAGNÚS Ragnarsson leikur mann sem er gestkomandi hjá bróður sínum í bæn- um. Hann er vitskertur eftir vinnuslys og á erfitt með að Ijá sig. RÁÐSKONAN vill komast burt úr því þrúgandi „hvíta myrkri“ sem henni finnst umiykja sig í sjávarplássinu. Saga sem gerist í íslensku sjávarplássi er framlag Þjóðleikhússins til Listahátíð- ar. Þóroddur Bjarnason fór á æfingu og ræddi við höfund verksins. NÝTT leikverk eftir Karl Ágúst Úlfs- son, „í hvítu myrkri", er framlag Þjóðleikhússins til Listahátíðar í ár. Tvær forsýningar verða á leik- ritinu sem frumsýnt verður í haust á Litla sviði Þjóðleikhússins. Sagan gerist á litlu hóteli í íslensku sjávar- plássi þar sem roskin hótelstýra, leikin af Kristbjörgu Kjeld, og ráðskona hennar, leikin af Ragnheiði Steindórsdóttur, ráða ríkjum. Einangrun staðarins og óblið náttúra setja svip sinn á mannlífið en kvöld eitt gerir af- takaveður og ferðalangar verða strandaglóp- ar á hótelinu. Fyrr en varir koma í ljós óvænt tengsl þejrra við íbúa staðarins. Karl Ágúsí ritaði verkið upphaflega á ensku þegar hann var við nám í Ohio-fylki í Bandaríkjunum og segir að persónur verks- ins hafi komið til sín og ruðst á pappírinn hjá honum, eins og hann tekur sjálfur til orða. „Á einhvem undarlegan hátt, í öllu sólskininu og flatlendinu úti í Ohio, fór ég að sjá þetta fólk fyrir mér sem lifir við vá- lynd veður og býr milli brattra fjalla. Það Efni leikritsins kaus sér drama- tískan búning eru komin tvö ár frá því ég skrif- aði fyrstu útgáfu af þessu leik- riti en leikriti er auðvitað aldrei lokið fyrr en það er komið á fjal- imar því það er verið að breyta og bæta fram á síðustu stundu," sagði Karl. Karl er þekktastur fýrir vinnu sína í Spaugstofunni sem skemmti áhorfendum Sjónvarps í vetur. I hvítu myrkri er drama- tísk saga þar sem kátínan er ekki í fyrirrúmi þótt hún leynist inn á milli. Búast áhorfendur ekki við einhveiju gríni þegar þeir koma að sjá leikrit eftir þig? „Jú', sjálfsagt gera þeir það. Þetta er stíll sem ég hef tölu- vert fengist við þó að það hafi Karl Agúst Úlfsson ekki endilega birst mikið af því. Efni leikritsins kaus sér drama- tískan búning.“ Þetta er fyrsta verkið sem sett hefur verið á svið hér á landi eftir Karl fyrir utan verk sem hann samdi ásamt félögum sínum í Spaugstofunni og sýnt var í íslensku óperanni fyrir nokkrum árum. Karl segist líta á sig fyrst og fremst sem leikhúsmann og þáttagerðina fyrir sjónvarpið líti hann meira á sem lifibrauð. Stendur frammi fyrir sömu spurningum og persónurnar í leikritinu Var ekki skrýtið að sitja í miðj- um Bandaríkjunum og skrifa leikrit á ensku sem gerist ílitlu sjávarplássi á íslandi. Átti þetta eitthvert erindi við Bandaríkjamenn? „Það era náttúrulega til smáþorp og sjáv- arpláss í Bandaríkjunum. Þeim fannst þetta mjög forvitnilegt og ég varð var við að fólk þekkti þetta litla þrönga samfélag sem ég er að lýsa. Það er ekki endilega bundið við ísland þótt aðstæðurnar séu mjög íslenskar. Ef það eru einhverjir mannlegir þættir í verki, sem eru einhvers virði, þá gildir það alls stað- ar.“ Flestir kannast eflaust við persónurnar í leikritinu. Kynslóðirnar mætast; eldri kyn- slóðin sem segir frá góðu dögunum þegar hún var ung og yngri kynslóðin lítur sér nær í tíma og vill breyta hlutunum. „Fortíðin fær alltaf á sig einhvern ljóma og atburðir í minn- ingunni eru orðnir allt aðrir en þeir vora. Spurningin í gegnum allt verkið er alltaf hvað sé satt og hvað sé logið. Það era til svo margar útgáfur af sannleikanum eftir því frá hvaða sjónarhorni hann er litinn. Spumingin er líka alltaf; er maður sá sem maður heldur að maður sé eða er maður eins og aðrir halda að maður sé. Era það sögurnar sem eru sagð- ar um mann sem ákvarða hvaða maður mað- ur er,“ sagði Karl. Finnur þú ekki fyrir pressu frá þjóðinni, jafn þekktur og þú ert, og vill hún ekki halda í grínarann í þér? „Jú, ég stend frammi fyrir sömu spurningu og persónurnar í leikritinu; fæ ég að vera sá sem ég vil vera eða á ég að vera _sá sem fólk vill að ég sé,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson. Morgunblaoið/Knstmn Gildi fiðlunnar er að vera eftir kennara Stradivari FULLTRÚI frá Sotheby’s uppboðs- fyrirtækinu afhenti Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðlu eftir fiðlusmiðinn Nicolo Amati, kennara þekktasta fiðlusmiðs heims, Antonio Stradivari, í gærmorgun, en hún lék á hana við setningu Listahátíðar í Reykjavík í gærkvöldi. Sotheby’s fyrirtækið lán- ar fiðluna hingað til lands og verður hún til sýnis á Listasafni Islands að tónleikunum loknum. Blaðamaður Morgunblaðsins var viðstaddur þegar Guðný tók við hljóðfærinu og lék hún nokkra lagbúta við það tækifæri. Henni leist vel á hljóðfærið en þetta er í annað skiptið sem hún reynir hljóðfæri af þessari gerð. „Þegar Sinfónían var á ferð í Færeyjum próf- aði ég fyrst svona fiðlu, sem þar er í einkaeign," sagði Guðný. Hún sagði að litið væri á þessar fiðlur meira sem safngripi enda væru þær lakari að gæðum en Stradivarius og Guern- eri, sem hún leikur á, og vissi hún ekki um neina fiðluleikara sem not- uðu svona fiðlu. Graham Wells frá Sotheby’s sagð- ist vona að 12-16 milljónir fengjust fyrir fiðluna á uppboði en að hans sögn eru bæði til dýrari og ódýrari Amati fiðlur, þessi væri í milliflokki. Hann sagði fiðluna vel farna þrátt fyrir að vera 320 ára gömul. Hann sagði að sú staðreynd að fiðlan væri eftir kennara Stradivari gæfi henni það vægi sem hún hefur. „Hún er mjög áþekk fyrstu fiðlum Stradivari enda líkti hann eftir hand- bragði lærimeistara síns fyrstu árin. Stradivari gæti jafnvel hafa verið viðstaddur þegar þessi fiðla var smíð- uð ,“ sagði Graham Wells., Þreföld íslensk ánægja á sviðinu í Scala óperunni GUÐJÓN Óskarsson bassa- söngvari og Kristinn Sig- mundsson baritonsöngvari stigu á svið Scala óperunnar í Mílanó síðastliðið fimmtu- dagskvöld í fýrsta sinn þegar tónleikauppfærsla á Rínar- gullinu, fyrsta hluta Niflunga- hrings Wagners, var frum- sýnd við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Guðjón sagði í samtaii við Morgunblaðið að tónleikarnir hefðu gengið vel og húsið hefði verið troðfullt. „Það var mikil stemmning og við„ „risarnir“ frá íslandi, stóðum okkur vel. Mér fannst stór- kostleg reynsla að syngja í húsinu og finna fyrir anda- naum í því. Ég kann hlutverk- ið nyög vel og var aðallega stressaður fyrir húsinu ef eitt- hvað var.“ Heimsfrægur sijórnandi Haim sagði að í raun væru tónleikarnir þreföld ánægja. „1 fyrsta lagi að syngja á Scala og að vera tveir íslendingar þar á sömu sýningu og svo að vinna með hinum heimsfræga sljórnanda, Riccardo Muti. Það er upplifun að sjá hann •mnmir _ Guðjón Óskarsson Kristinn Sigmundsson stjórna og vinna með honum. Hann er geysi- lega músíkalsk- ur og nær ölhi fram úr hljóm- sveit og söngv- urum sem hann kærir sig um,“ sagðí Guðjón Óskarsson. Næstu tón- leikar eru í kvöld en alls verða þeir sjö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.