Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JK^irgiiiiUbikib 1996 FIMMTUDAGUR 6. JÚNI BLAÐ B Afar slakt á Akranesi Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENDINGAR sigruðu Kýpurbúa 2:1 í vináttulandsleik í knattspyrnu á Akranesi í gærkvöldi. Leikurfnn þótti ekki upp á marga fiska, íslendingar voru langt frá sínu besta gegn slökum mótherjum og máttu teljast heppnir að sleppa með sigur. Aðeins góð markvarsla Kristjáns Finnbogasonar kom í veg fyrir að gestirnir Jðfnuðu. Á myndinni er Þórður Guðjónsson í færi við mark Kýpurbúa í gærkvöldi en tókst ekki að skora. Sigur, en vonbrigði / B4 George Donis til Blackburn ENSKA úrvaisdeiidarliðið Blackburn Rovers gekk í gser frá kaupum á gríska útherjanum George Donis frá Panathinaikos. Donis, sem á að baki 27 landsleiki fyrir Grikkland var á Ewood Park í gær og gekk fra samningnum en talið er að hann fái um 20.000 pund í vikulaun - andvirði ríflega tveggja miUjóna króna. Ðonis, sem er 26 ára, vakti mikla athygli í Meistaradeild Evrópukeppninnar í knattspyrnu í vetur fyrir stórgóða frammistöðu og hafði verið ¦ sterklega orðaður við Englandsmeistara Manc- hester United. Arsenal og Glasgow Rangers voru einnig talin hafa sýnt honum áhuga. Tony Parkes, aðstoðar knattspyrnustjóri Black- burn, sagði að útsendarar f élagsins hefðu fylgst með Donis í leikjum vitt og breitt um Evrópu síð- ustu mánuði. „Hann er einstaklega fljótur og við erum sannfærðir um að hafa gert frábær kaup," sagði hann. Kaupverðs var hins vegar ekki getið í fréttum í gær. Eggert eftirlits- maðurUEFA í Sheffield EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, verður eft- irlitsmaður UEF A á leikjum í D-riðli Evrópu- keppninnar sem fram fara í Sheffield. Hann held- ur til Englands á morgun og verður viðstaddur opnunarleik keppninnar milli Englendinga og Svisslendinga á Wembley-leikvanginum í London. „Allir eftirlitsmenn UEFA í keppninni koma saman til fundar fyrir opnunarleikinn á Wembley og síðan horfum við á leikinn. Ég fer síðan til Sheffield á sunnudaginn og verð eftirlitsmaður í riðli Dana, Króata, Portúgala og Tyrkja," sagði Eggert við Morgunblaðið á Akranesi í gærkvðldi. Guðmundur Pétursson, fyrrum varaformaður - KSÍ, verður einn þriggja i afryjunardómstóli keppninnar. Það er dómstóll sem tekur við kærum sem koma frá aganefnd keppninnar. Þriðji íslenski starfsmaður Evrópukeppninnar er EUert B. Schram, f orseti Iþróttasambands ís- lands og fyrrverandi stjórnarmaður í knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA. Hann er tengilið- ur UEFA og framkvæmdanefndar keppninnar. Ellert hefur reyndar verið í föstu starfi í þessu verkefni undanfarna mánuði. Carlos til Real BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Roberto Carlos, sem leikið hefur með Internazioanele í Mflanó, er á leiðinni tii Real Madrid á Spáni. Carlos, sem er 23 ára og mjög sókndjarfur vinstrí bakvðrður, hefur gert fjðgurra samning við félagið og skrif- ar ur-dir við hátiðlega athöfn 17. júni. Real gekk illa i vetur, komst ekki í Evrópu- keppni í annað skipti í sögu félagsins og til að bæta gráu ofan á svart urðu erkifjendurnir i Atletico Madrid Spánarmeistarar. Fabio Capello, sem hætti störfum hjá AC Milan á ítalíu, hefur verið ráðinn þjálfari Real og allt verður gert til að gera liðið að stórveldi að nýju að sðgn. Möguleikinn enn til stadar ISLENSKA kvennalandsliðið í knattspymu sigraði Holland með tveimur mörkum gegn engu í lands- leik í knattspyrnu í Den Ham í Hollandi í gær. Leikurinn var liður í undanriðli Evrópukeppninnar. Heimastúlkur sóttu mun meira í leiknum en íslenska liðið varðist vel og með beittum skyndisóknum veitti það gestgjöfum sínum skrá- veifur. Þá lék Sigfríður Sóphusdótt- ir vel í markinu og greip m.a. eina vítaspyrnu. Með sigrinum eygir íslenska liðið enn möguleika á að komast í úrslita- keppnina. Þegar einn leikur er eftir í riðlinum, viðureign Rússa og ís- lendinga í Moskvu 17. ágúst, þá Stúlkumar sigruðu Hollendinga 2:0 á útivelli eru Frakkar efstir með 9 stig, Rúss- ar með 8, íslenska liðið hefur 7 stig og það hollenska 5 og þau lið sem verða í öðru og þriðja sæti riðilsins keppa við lið úr 1. riðli um sæti í úrslitakeppninni - en í þeim riðli er m.a. að finna Þýskaland og Nor- eg, sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti, og Finnland. Hollensku stúlkurnar hófu leik- inn af miklum krafti en íslenska liðið var vandanum vaxið og varðist vel og beitti skyndisóknum. Upp úr einni slíkri kom Katrín Jónsdótt- ir íslenska liðinu á bragðið á 9. mín. Það varð tii að hleypa enn meiri krafti í hollensku stúlkurnar enda talsvert í húfi. Það lið sem tapaði leiknum varð ekki einungis í neðsta sæti riðilsins heldur þarf það að bíta í það súra epli að falla hugsanlega niður um styrleika- flokk. Síðari hálfleikur byrjaði með lát- um og á 4. mínútu var dæmd víta- spyrna á íslenska liðið en Sigfríður Sóphusdóttir gerði sér lítið fyrir og greip knöttinn. Stuttu.síðar fengu hollensku stúlkurnar óbeina auka- spyrnu innan vítateigs íslenska liðs- ins eftir að dæmd hafði verið töf á Sigfríði. Hollenska liðið stillti upp en Ragna Lóa Stefánsdóttir komst fyrir knöttinn og bjargaði fyrir horn. Áfram héldu hoHensku stúlk- urnar að gera harða hríð að ís- lenska markinu, en án árangurs. Sigfríður markvörður átti stórleik í markinu og bjargaði hvað eftir annað á glæsilegan hátt. Það var síðan eftir mikla pressu að íslenska liðið sneri vörn í sókn og skoraði annað markið í leiknum á 84. mínútu og gulltryggði sigur- inn. Margrét Ólafsdóttir tók auka- spyrnu utan af kanti og sendi inn í teiginn þar sem Ásthildur Helga- dóttir kom askvaðandi og þrumaði knettinum í markið. Nokkru áður hafði Ragna Lóa skallað boltann í slá eftir sendingu frá Ingu Dóru Magnúsdóttur. Sigurinn var tryggður fyrst og fremst á sterkri liðsheild þar sem allir leikmenn lögðu sig fram. Hollensku stúlkurnar léku fast frá fyrstu mínútu en þýskt kven- dómarapar lét þær ekki komast upp með neinn moðreyk og tók fast á öllu misjöfnu. KNATTSPYRNA: LIÐIN í A-RIÐLIEVRÓPUKEPPNINNAR í ENGLANDI / B2, B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.