Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JUNI1996 C 9 VIÐSKIPTI íslandsbanki framarlega í peningasendingum milli landa Sendingarhraði með mesta móti NÝJAR mælingar á framkvæmd fylltu 66,4% allra greiðsluskeyta viðskipti íslandsbanka. Búnaðurinn greiðslumiðlunar milli landa sýnir að íslenskir bankar standa sig sér- staklega vei í alþjóðlegum saman- burði. Þannig er Islándsbanki nú í hópi þeirra banka í heiminum sem uppfylla að jafnaði oftast skilyrði í sérstökum staðli um skeytasending- ar, að því er fram kemur í frétt. Flestir bankar í heiminum not- færa sér þjónustu fyrirtækis sem nefnist SWIFT, en það hefur sett upp samskiptakerfi milli banka sem byggt er á stöðluðum fyrirmælum og tryggir jafnframt fullt öryggi. Kerfið er hægt að tengja við önn- ur kerfi hvers banka sem geta þá lesið fyrirmælin og ef þau eru að öllu leyti samkvæmt ákveðnum staðli, getur greiðslan borist beint inn á reikning viðtakanda. Bönkum hefur almennt reynst erfitt að skila skeytunum þannig að þau uppfylli allar kröfur sem gerðar eru samkvæmt þessum staðli. SWIFT mælir reglulega árangur banka í þessu efni og að meðaltali eru öll skilyrði uppfyllt í aðeins 30% tilvika. Nýjustu mælingar fyrirtækisins sýna að meðaltalip fyrir alla banka er 29,5%, en hjá íslandsbanka upp- bankans öll skilyrði til þess að geta farið beint í gegn. Þess má geta að hæsta hlutfall sem SWIFT hefur mælt hjá nokkrum banka er 67,8%. Hlutfall íslandsbanka er þannig með því allra hæsta sem gerist í alþjóð- legum samanburði. Þennan árangur þakkar íslands- banki hæfu og vel þjálfuðu starfs- fólki, en bætt tækni hefur líka haft mikil áhrif. Islandsbanki var fyrstur íslenskra banka til þess að taka í notkun hugbúnaðarkerfið IBAS, sem nú er notað fyrir öll gjaldeyris- auðveldar alla gerð greiðsluskeyta auk þess sem viðskiptavinirnir fá mun greinarbetri upplýsingar um viðskiptin. Þá hefur samstarf innlendra banka í Reiknistofu bankanna tryggt að greiðslur sem koma til Islands frá öðrum löndum berist fljótt til viðtakenda hér á landi. Allt þetta stuðlar að því að Islend- ingar þurfa sjaldnar en aðrir að bíða eftir því að mikilvægar peningasend- ingar kormst til skila, segir ennfrem- ur í frétt íslandsbanka. Dökkur Eg- ils í nýjar umbúðir ÖLGERÐIN hefur sett á markað Egils dökkan í hálfs lítra dósum og hefur bæði útliti og innihaldi verið breytt mikið. Alkahólmagn bjórsins er nú 3,8%, en það er al- gengur styrkleiki á bjór á breskum krám. Að auki hefur bragð bjórs- ins breyst mikið, að því er segir í frétt frá Ölgerðinni. Nýi bjórinn verður fáanlegur í öllum verslunum ÁTVR auk helstu veitingahúsa. Verðið á einni kippu af hálfs lítra dósum verður 770 krónur en 640 krónur í gleri. Saatchi & Saatchi hrapa í fjórða sæti London. Reuter. JMT (J. Walter Thompson) er um- svifamesta auglýsingafyrirtæki í Bretlandi samkvæmt könnun rann- sóknarfyrirtækisins Register MEAL. Saatchi & Saatchi, sem áður voru í efsta sæti og aðalkeppinautar JWT, hrapa í 4. sæti, enda missti sú auglýs- . ingaskrifstofa marga mikilvæga við- skiptavini á tólf mánaða tímabili til marz 1996 samkvæmt könnuninni. Saatchi & Saatchi, sem Cordiant Plc komst yfir, hefur verið helzta auglýsingaskrifstofa í Bretlandi síð- an 1988. Auglýsingatekjur Saatchi & Saatchi hafa minnkað um 28,4% eða 92 milljónir punda, sem er mesta hrun síðan mælingar Register-MEAL hófust. Skýring fyrirtækisins á áfallinu eru „einstæðar árásir“ vegna brott- farar stofnandans Maurice Saatchi fyrir rúmu ári, skömmu eftir að hann missti völdin í fyrirtækinu. Síðan hafa margir'mikilvægir við- skiptavinir haldið tryggð við Maurice með því að skipta við hið nýja fyrir- tæki hans, M&C Saatchi, og snúa baki við gömlu Saatchi auglýsinga- skrifstofunni. Á þessu tímabili hafa auglýsinga- tekjur JWT aukizt um tæplega 5% eða tæplega 13 milljónir punda í 269 milljónir. Abbott Mead Vickers BBDO hafn- aði í öðru sæti með 253 milljónir punda, 2,6% lækkun síðan í fyrra. Systurfyrirtæki, JWT Ogilvy & Mat- her, lenti í þriðja sæti. fSfcjf'-. Sturla Birgisson matreiöslumeistari ársins 1996 á íslandi og bronsvérölaunahafi * " frá samskonar ______________________^ keppni þeirra bestu JP 3i M L A á noröurlöndum. <JÍ<ztcZur iMz/r Heimasíða Hagstofunnar; wvm.stjr.is/hagstofa Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna lýsingar á vörum og þjónustu Hagstofunnar, nöfn og símanúmer starfs- manna og deilda, fréttir um vísitölur, mannfölda, utanríkisverslun o.fl. Einnig er þar hægt að panta öll rit Hagstofunnar, senda inn fyrirspumir og leita upplýsinga. Utanríkisverslun 1995 Út er komið ritið Utanríkisverslun 1995 eftir tollskrámúmerum. í ritinu er að finna upplýsingar um allan inn- og útflutning landsmanna eftir tollskrámúmerum. Ritið auðveldar öllum þeim er stunda inn- eða útflutning að fylgjast með stærð markaða, sjá eigin markaðshlutdeild, koma auga á markaðstækifæri o.fl. Verð 2.200 kr. Landshagir 1995 Landshagir eru ársrit Hagstofunnar og hafa að geyma mikinn fjölda athyglisverðra og aðgengilegra upplýsinga um flest svið þjóðfélagsins, svo sem mannfjölda, laun, verðlag, vinnumarkað, framleiðslu, heilbrigðismál, menntamál o.fl. Viljir þú vita meira um ísland þá eru Landshagir þitt rit. Verð 2.200 kr. Hagtíðindi Hagtíðindi eru mánaðarrit Hagstofunnar. í þeim er birt reglubundið yhrlit um utanríkisverslun, fiskafla, þróun peningamála, ýmsar vísitölur, greinar um félagsmál, ferðamenn o.fl. Mörg hundruð fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eru áskrifendur að Hagtíðindum enda handhægt og fróðlegt rit. Ársáskrift 3.500 kr. önnur rit Hagstofan gefur einnig út fjölda annarra rita svo sem um ferðamenn, sveitarsjóðareikninga, kosningar, neyslu og fleira. (búaskrár allra kaupstaða og sýslna landsins Ibúaskrár Hagstofunnar birta nöfn, heimilisföng og kennitölur íbúa allra kaupstaða og sýslna landsins, skipt niður eftir sveitarfélögum. Verðfrá 800 kr. Þjóðskrá Fyrirtækjaskrá Þjónusta Hagstofan selur einnig þjóðskrá og fyrirtækjaskrá í tölvutæku formi sem fjölmörg stærri fyrirtæki, félaga- samtök og stofnanir nýta sér. Einnig er hægt að fá ýmsar sérvinnslur úr þessum skrám svo sem útprentun á límmiða til útsendinga á markpósti o.þ.h. Upplýsingar í síma 560 9890 11 Ilagstofa íslands Skuggasundi 3 150Reykjavík S. 560 9800 Bréfas. 562 3312 Netfang: hagstofa@hag.stjr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.