Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 C 11 fyrir hvaða bækur eru ti! hjá fyrir- tækinu. Þá getur tekið talsverðan tíma að finna bók sem er i útláni hjá einhveijum starfsmanni. Stefnt er að því að hafa bókasafnsskrá fyrirtækisins inni á Intranet, flokk- uð eftir efni og staðsetningu. Að öllum líkindum verða menn látnir skrá útlán á sérstakt form á Intra- net þannig að sjá megi hvort við- komandi bók er í útláni og þá hjá hverjum. • Vísitölur: Vísitölur eru dæmi um upplýsingar sem starfsmenn nota reglulega. Allar slík- ar upplýsingar voru áður geymdar í möppu hjá rit- urum og áttu það til að ílengjast á borðum sumra starfsmanna. Algengustu vísitölur eru nú á Intranet og hefur það sparað leitunartíma starfsmanna talsvert. • Gæðahandbókin og ýmsar verklagsreglur: Verið er að vinna í að setja gæðahandbók VSÓ inn á Intranet. I gæðahandbókinni, sem greinist niður í sjö stoðbækur, er fjallað ýtarlega um verklag og vinnuvenjur VSÓ auk þess sem þar má fletta upp ýmsum verklagsregl- um, s.s. um notkun tölvupósts, íjar- vistarskráningu og stöðlun skjala. • Kennitölur og einingar- verð: Við tilboðsgerð oggerð kostn- aðaráætlana notast VSO við ýmsar útreiknaðar kennitölur um kostnað og valin einingarverð. Þessar tölur eru reiknaðar út innanhúss út frá niðurstöðum nokkurra verka og síð- an uppfærðar reglulega. Mikilvægt er að starfsmenn noti ávallt nýjustu tölurnar og einnig að allir séu að vinna með sömu upplýsingarnar. Af þessum sökum er Intranet rétti staðurinn fyrir þessar upplýsingar. • Fréttasíður í stað þess að gefa út innanhúss fréttabréf og hengja stöðugt upp tilkynningar á fréttatöflu fyrirtækisins, er nú meiningin að notast við Intranet. Komið verður fyrir einni tölvu í matsalnum þar sem fréttasíðan verður uppi og starfsmenn geta flett í gegnum upplýsingarnar. Hér er um pappírssparnað að ræða auk þess sem menn þurfa ekki að fara inn í kaffistofu til að lesa nýjustu fréttirnar. • Starfsmannasíður: Á starfs- mannasíðunum eru upplýsingar um stöðu sumarfría, heimilisföng og símanúmer starfsmanna og fjölda vinnustunda í hvetjum mánuði. Auk þess er í bígerð er að setja þar inn kjarasamninga og upplýsingar um önnur sameiginleg áhugamál starfsmanna. • Tenging við aðrar heima- síður: Til að lágmarka leit starfs- manna á Alnetinu höfum við sett upp tengingar við nokkrar áhuga- verðar heimasíður inn á Intranet. Þessar tengingar eru m.a. við heimasíður annarra ráðgjafar- og verktakafyrirtækja. Með því að bjóða upp á slíkar tengingar eru starfsmenn hvattir til að fylgjast með fyrirtækjum í svipuðum rekstri og því sem gerist á markaðinum í kringum þá. • Opin og lokuð verknúmer: Hjá VSÓ hafa öll verk sérstakt verknúmer og öll skráning unninna klukkustunda og annars kostnaðar fer eftir þessu verknúmeri. Af þess- um sökum þurfa starfsmenn oft að fletta upp verknúmerum. Á Intra- net geta menn fengið upplýsingar um bæði þau verknúmer sem verið er að vinna í og einnig þau verk- númer sem ekki eru lengur í notkun. • Helstu verkefni VSÓ: Síðust á Iistanum eru helstu verkefni VSÓ. Til að styrkja markaðssetningu og bæta upplýsingastreymi til við- skiptamanna er nú verið að setja inn á Intranet skrá yfir helstu verk- efni sem VSÓ hefur unn- ið á mismunandi sviðum. Verkheiti og verkkaupi koma fram auk þess sem tekin er saman stutt lýs- ing á verkinu. í nokkrum tilfellum verða taldar upp helstu kennitölur verksins. Starfs- menn eiga nú auðveldara með að vitna í reynslu fyrirtækisins á ákveðnum sviðum og viðskiptavin- urinn fær nákvæmari upplýsingar en áður. Tengingar í gegnum Alnetið Þrátt fyrir að meginhlutverk Intranet sé að veita starfsmönnum innan fyrirtækisins aðgang að öll- um nauðsynlegum upplýsingum á einum stað, er einnig mögulegt að tengjast Intranet í gegnum Alnetið. Að uppgefnu lykilorði er þá veittur aðgangur í gegnum svokallaðann „eldvarnarvegg" sem skilur Intra- net frá Alnetinu. Hér er um marg- prófað ferli að ræða og mjög ör- uggt. Þessi möguleiki gerir það að verkum að skrifstofur fyrirtækja úti á landi og jafnvel erlendis geta tengst Intraneti móðurfyrirtækisins og sótt þangað nauðsynlegar upp- lýsingar. Hjá VSÓ má sjá fyrir sér a.m.k. tvo möguleika á slíkri samtengingu. Annars vegar gætu starfsmenn sem eru að vinna heima og hafa aðgang að Alnetinu, flett upp á nýjustu fréttunum á fréttasíðum VSÓ. Hins vegar gætu starfsmenn dótturfyrir- tækja eða annarra samstarfsaðila fengið nýjustu upplýsingar um kennitölur og einingarverð, beint af Intraneti VSÓ. Með þessu móti yrði upplýsingastreymi mun betra en áður. Daglegur rekstur Intranet Eins og vera ber er Intranet í stöðugri þróun og hafa starfsmenn verið hvattir til að koma með ábend- ingar um atriði sem bæta má við. Purveyor vefþjónninn býður einnig upp á að fylgst sé með því hve oft hver síða er skoðuð og þannig má mæla hvort um áhugaverðar upp- lýsingar er að ræða. Tekið er tillit til alls þessa við endurskoðun á uppsetningu Intranet. En viðhald og uppfærslur upplýs- inganna eru einnig mjög mikilvæg- ar til að tryggja að ávallt sé unnið með réttar upplýsingar. Uppfærsl- an krefst ekki forritunar- eða tæknikunnáttu og því er einfalt að skipta verkum milli starfsmanna. Meðan stoðdeildin er ábyrg fýrir að uppfæra húsreglurnar uppfærir stúlkan á símanum vísitölurnar og einn verkfræðingur uppfærir kenni- tölur um kostnað. Hér má því með réttu segja að Stefnir í að árið 1996 verði árInnra- netsins Intranet sé upplýsingakerfi þar sem allir starfsmenn hafa sitt hlutverk. Þetta fyrirkomulag eykur tíðni upp- færslna og jafnframt skilvirkni Intranet sem upplýsingamiðils. Einfalt og ódýrt I þjóðfélagi þar sem upplýsingar eru mikilvægasta og dýrmætasta eign hvers fyrirtækis, er nauðsyn- legt að öll gögn séu í skipulegri geymslu og ekki síður að aðgengi að þeim sé gott. Af þessum sökum þurfa fyrirtæki að móta stefnu í upplýsingamálum ekki síður en á öðrum sviðum rekstursins. Án þess að meta þarfir fyrirtækisins og skipuleggja framtíðaruppbyggingu upplýsingamála út frá þeim, verður árangurinn aldrei nægilega góður. Hjá VSÓ hefur okkur orðið ljóst að „Alnetstæknin“ virkar enn betur innan fyrirtækis en utan þess. Við viljum hins vegar einnig fullnýta okkur kosti Alnetsins og teljum að samvinna Inter- og Intranet sé mjög mikilvæg. Saman eru Inter- og Intranet sterkari en hvort í sínu lagi. Gott dæmi um þetta er tenging útibúa við Intranet móðurfyrirtækis í gegnum Alnetið. Niðurstaða okkar hjá VSÓ er að Intranet hefur staðið fyllilega undir þeim væntingum sem við gerðum til þess. Upplýsingastreymi hefur nú þegar batnað verulega og ljóst er að rekstrarkostnaður mun lækka umtalsvert. í stuttu máli má því lýsa kostum Intranet á þann hátt að það sé ein- falt, ódýrt, bæti upplýsingastreymi og lækki rekstrarkostnað. Að mínu mati munu flest íslensk fyrirtæki sjá sér hag í að setja upp Intranet. Áhættan er í algjöru lág- marki en hagræðingarmöguleikar verulegir. Höfundur er fjármáhisljóri VSÓ, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar ehf. sem ístensk forritaþróun ehf. Suðurtandsbraut 4 108 Reykjavík Simi: 588 1511 Fax: 588 8728 ' alhliða, oruqgur, haþroaður sveigjanlegur islenskur viðskipta- hugbúnaður fullnægir ytrustu kröfum fynrtækja opusallt „Við hjá Seifi hf. höfum áralanga reynslu af ópusíilt hugbúnaðinum. Kerfið hefur reynst mjög vel hjá okkur. Ó/msallt býr yfir miktum möguteikum og er þægitegt í notkun. Mikilvægast er þó að kerfið tryggir mér á einfaldan og aðgengilegan hátt aðgang aó öllum nauðsyn- tegum upptýsingum um reksturinn." Haraldur Haraldsson, Seifur hf. „Vió hjá VISA íslandi notum ópusallt í fjárhagsbókhaldi. ópus'Æt er mjög öftugt tæki við uppgjör og áættana- gerð. Uppsetning á rekstrar- og efnahagsreikningum er njög sveigjanleg í kerfinu. Það er einnig mikill kostur hvað er þægitegt fyrir notandann að skrá færslur í ópuS3Í\t. Hið sama gitdir um allar fyrirspurnir, vinnslu og prentun úr kerfinu." Anna Inga Grímsdóttir, forstöðumaður hagsýslusviðs VISA íslands. „Við höfum notað ópMsallt i fimm ár og erum ánægð með kerfið. Hetstu kostir ópus A\t eru sveigjanleiki og aðtögunarhæfni. Meðat mikitvægra atriða i upplýsinga- kerfi okkar er öftugt sölukerfi sem hetdur utan um alla sötusögu einstakra viðskiptavina. Meðat annarra kosta við ópusaWt eru pappirstaus samskipti við toltinn sem hafa sparað okkur mikinn tíma, fyrirhöfn og peninga. " Ingvar J. Karlsson, Karl K. Karlsson hf. heildverslun. Reynsta fyrirtækja hér heima og erlendis er bestu meðmælin. Kynntu þér hvað ÓpUS'Æt getur gert fyrir þig og fyrirtæki þitt. Hafðu samband við okkur í sima 588 1511 og vió sýnum þér hvað í boói er. Bættu samkeppnisstöðu þína - veldu oplisaWt Islensk forritaþróun ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.