Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samkeppn- islög brotín af tveimur ljósmynda- stofum SAMKEPPNISRÁÐ hefur lagt bann við frekari dreifingu auglýs- ingabæklings frá tveimur ljósmynda- stofum á höfuðborgarsvæðinu vegna villandi upplýsinga sem þar komi fram og brjóti í bága við samkeppnis- lög. Samkeppnisstofnun bárust kvartanir vegna auglýsingabæklings sem Ljós- myndastofa Kópavogs og Ljós- myndastofan Mynd dreifðu á lands- byggðinni fyrir fermingar í vor. Sam- kvæmt dreifibréfinu eru fyrrnefndar ljósmyndastofur með langlægsta verðið á landinu. Eins er vísað í niður- stöðu verðkönnununar sem Sam- keppnisstofnun framkvæmdi og sagt að þegar tekið sé tillit til fjölda mynda og stærðar þeirra séu aðrar ljósmyndastofur allt að ljórum sinn- um dýrari. Umrædd verðkönnun var gerð í febrúar 1995 og tók einungis til 14 ljósmyndastofa á höfuðborgarsvæð- inu. I frétt frá Samkeppnisstofnun, sem fylgdi niðurstöðum könnunar- innar, segir „það er afar misjafnt hvað er innifalið í verði myndatö- kunnar. Sem dæmi má nefna að fjöldi lappa er mjög mismunandi og það sama má segja um stærð myndanna. Útilokað er að bera á raunhæfan hátt saman verðlagningu Ijósmynd- anna.“ í ályktunum frá auglýsinganefnd og Samkeppnisstofnun kemur fram ósk um að dreifibréfíð verði ekki birt framar, þar sem upplýsingar í því bijóti í bága við 20. og 21. grein samkeppnislaga. Fullyrðingar sem þar komi fram séu ósannaðar og því óhæfilegar gagnvart hagsmunum neytenda. Þær gefi villandi upplýs- ingar og séu ósanngjarnar gagnvart kep_pinautum. A fundi Samkeppnisráðs var úr- skurðað á eftirfarandi hátt í málinu. „Með vísan til 20. og 21. gr. sam- keppnislaga nr. 8/1993 og með heim- ild í 51. gr. sömu laga bannar Sam- keppnisráð Ljósmyndastofu Kópa- vogs, Hamraborg 11, Kópavogi, og Ljósmyndastofunni Mynd, Trönu- hrauni 8, Hafnarfirði, að birta eftir- farandi upplýsingar í auglýsingum þeirra á fermingarmyndatökum: 1. að hvergi fáist jafnmikið fyrir peningana samkvæmt niðurstöðu verðkönnunar sem fram hafí farið á vegum Samkeppnisstofnunar; 2. að úr könnun Samkeppnisstofn- unar sé hægt að lesa að þeir séu með lægsta verðið þegar tekið hafi verið tillit til §ölda og stærðar mynda; 3. að þær séu með langlægsta verðið á landinu. Verði banninu ekki fylgt mun Samkeppnisráð beita viðurlögum samkeppnisl aga. “ Talsmenn banka og lífeyrissjóða fagna skýrslu starfshóps viðskiptaráðherra um skuldabréfamarkaðinn Sannar að vöxtum hafi ekki verið haldið uppi TALSMENN banka og lífeyrissjóða fagna mjög þeirri niðurstöðu starfshóps viðskiptaráðherra um skuldabréfamarkaðinn að vextir á honum hafi í meginatriðum ráðist af framboði og eftirspurn. Þar með hafi kenningar um að þessar stofnanir haldi uppi vöxtum í landinu verið afsannaðar. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka og for- maður Sambands íslenskra viðskiptabanka, kvaðst á kynningarfundi um skýrslu starfshópsins á þriðjudag fagna þeirri niðurstöðu starfshópsins að markaðurinn starfi í aðalatriðum rétt og vextir breyttust í samræmi við markaðsaðstæður. „Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu því málsmetandi menn hafa ítrekað haldið því fram á liðnum árum að þetta gildi ekki. Þeir hafa sagt að ekki sé nægjanleg samkeppni á markaðnum og að bankar og sparisjóðir haldi vöxt- unum uppi. Ég endurtek að ég fagna því að sýnt hefur verið fram á að þetta er ekki rétt.“ Valur vék í ávarpi sínu hins vegar ekki að þeirri niðurstöðu starfshópsins að bankar og sparisjóðir virtust ekki nota upplýsingar frá peningamarkaði við ákvörðun á útlánsvöxtum á óverðtryggðum lánum. Þá minntist hann heldur ekki á þá fullyrð- ingu að vaxtamunur milli óverðtryggðra inn- og útlána væri óeðlilega mikill samanborið við vaxta- mun verðtryggðra inn- og útlána. Valur kvaðst í samtali við Morgunblaðið telja að þetta atriði í áliti starfshópsins hafi verið með minniháttar mál- um sem þar var verið að fjalla um. „Aðalatriðið í niðurstöðu starfshópsins var það að vextir í stórum dráttum fara eftir framboði og eftirspurn í land- inu. Það er hins vegar rétt að ekki er endanlega búið að aðlaga allt vaxtakerfið í landinu að þessu frelsi og það tekur greinilega einhvern tíma. Þá er ekki aðeins verið að tala um óverðtryggða vexti banka og sparisjóða heldur á einnig eftir að taka á dráttarvöxtunum. Menn eru að vinna á þessu verki og það tekur enn einhvern tíma. Valur sagði að meðal þess sem hefði valdið erfið- leikum hjá bönkum og sparisjóðum við að taka mið af peningamarkaðnum væri einfaldlega við hvað ætti að miða. „Það hefur alls ekki verið aug- ljóst mál við hvaða vexti á peningamarkaðnum eigi að miða. Tíminn mun leysa það vandamál vegna þess að menn þurfa að byggja þetta á ein- hverjum stöðugum grunni sem myndast ekki nema á ákveðnum tíma.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, vitnaði í sinni ræðu til ummæla viðskiptaráðherra á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í október sl. Þar sagði ráðherr- ann að lífeyrissjóðirnir í skjóli einkaréttar á því að fara með lífeyrissparnað Iandsmanna hefðu yfirburða stöðu á þessum markaði og gætu haft afgerandi áhrif á vaxtastigið. Afkoma lífeyrissjóð- anna hefði verið að batna á undanförnum árum og í skjóli þessara aðstæðna hefði þeim tekist að halda uppi háu vaxtastigi. Hrafn sagði að meginniðurstaða sérfræðihópsins gengi þvert á þessa skoðun ráðherrans, en þar væri mjög ákveðið fullyrt að hér á landi hefði átt sér stað jákvæð þróun á markaði fyrir skuldabréf undanfarin ár og vextir á honum ráðist í meginatr- iðum af framboði og eftirspurn. Þá fagnaði Hrafn niðurstöðu hópsins um að sterk staða lífeyrissjóða hefði ekki komið í veg fyrir hreyfanleika vaxta. „Þessi meginniðurstaða sérfræðihópsins er þeim mun ánægjulegri fyrir forsvarsmenn lífeyrissjóðanna að hún beinlínis hrekur margendurteknar og órökstuddar fullyrð- ingar í þá veru að lífeyrissjóðirnir hafi afgerandi áhrif á vaxtastigið og að lífeyrissjóðunum í skjóli fákeppni hafi tekist að halda uppi háu vaxtastigi í landinu." Fyrirtæki á Verðbréfaþingi: Breyting á gengi hlutabréfa frá áramótum Breyting frá áramótum Gengi 31.12.95 31.5.96 Marel Hraðfr. Eskifj. Skagstrendingur Síldarvinnslan Tæknival OLÍS Vinnslustöðin Skinnaiðnaður Útg.f. Akureyringa Grandi Haraldur Böðv. Pharmaco SÍF Plastprent (sl. sjávarafurðir Þormóður rammi Skeljungur Hampiðjan Elmskip Lyfjaverslun ísl. Flugleiðir Ehf. Alþýðub. Olíufélagið íslandsbanki ísl. hlutabréfasj. Sæplast Auðlind Sam. verktakar Hlutabréfasj. Hlutabrsj. Norðurl.|| 8% SR-Mjöl gj 7% Alm. hlutabrsj. |§j 7% Sjóvá-Almennar 0% KEA 0% -11% H Jarðboranir -19% ■■ Ármannsfell Formaður bankaráðs Landsbankans um Lind hf. Allar upplýsingar gefnar sem lög gera ráð fyrir KJARTAN Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands, vill ekki tjá sig um málefni eignarleigu- fyrirtækisins Lindar hf. í tilefni af umræðum um það mál sem fram fóru á alþingi í vikunni. Hann segir að allar upplýsingar um Landsbank- ann hafi verið gefnar sem lög geri ráð fyrir að verði gefnar. Þetta mál kom til umræðu í fyrir- spurnartíma á alþingi. Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir spurði þar Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra hvort rétt væri að Landsbankinn hefði tapað 600 milljónum á Lind og hvernig bankanum væri ætlað að ráða við tapið í ljósi erfiðrar eig- infjárstöðu. Þá spurði hún einnig hvaða ákvarðanir hefðu leitt til tapsins og hveijir væru ábyrgir fyr- ir því. Finnur svaraði því til að bankaráð Landsbankans væri nú að fjalla um útlánatop á undanförn- um árum og það mætti búast við að tap Lindar og annarra aðila sem tengdust bankanum yrði skoðað. Hann hefði ekki upplýsingar um tapið. „Það eru allar upplýsingar gefnar um Landsbankann sem lög gera ráð fyrir að séu gefnar. Afkoma bank- ans og fyrirtækja hans kemur fram í reikningum hans,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið. í fyrirspurn sinni lýsti Ásta Ragnheiður því yfir að það væri krafa almennings að fá skýrar upp- lýsingar um málefni Lindar, ástæð- ur tapsins og hvort stjórnendur bankans yrðu látnir sæta ábyrgð eða látnir sitja áfram í toppstöðum í bankanum eftir þetta mikla tap. Aðspurður um þessa fullyrðingu sagði Kjartan aðeins að allir vissu að fyrirtækinu hefði verið lokað og stjórnandanum sagt upp störfum. Verðbréfaþing tekur upp eftir- lit með „sýndarviðskiptum “ VERÐBRÉFAÞING íslands og bankaeftirlit Seðlabankans hafa fengið það hlutverk að fylgjast með svokölluðum „sýndarvið- skiptum" í viðskiptakerfi þingsins. Með þessu er átt við viðskipti sem talin eru gefa ranga mynd af umfangi þeirra eða hafa óhæfileg áhrif á verðmyndun. „Þegar lögin um verðbréfavið- skipti voru endurskoðuð í vetur og afgreidd í marsmánuði kom inn nýtt ákvæði í kaflanum um með- ferð trúnaðarupplýsinga,“ sagði Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, í samtali við Morgunblaðið. „Þap segir að einstaklingum eða lögað- ilum sé óheimilt að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tiltekin verðbréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verðmyndum í verðbréfaviðskiptum. Þetta er það sem við höfum kallað sýndarvið- skipti en í greinargerð með frum- varpinu er talað um enska hugtak- ið „market manipulation“. Það er auðvitað ljóst að Verðbréfaþing er í bestri aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum á markaðnum. Við gerum faglegar, fjárhagslegar og siðferðilegar kröfur til þingað- ila og fylgjumst með því að reglum þingsins og lögum um verðbréfa- viðskipti sé fylgt.“ Aðspurður um hvort ástæða væri til að ætla að slík viðskipti hefðu verið stunduð hér á landi benti Stefán á að þetta lagaá- kvæði væri tilkomið vegna sam- ræmingar við Evrópulöggjöfina. „Þetta hefur komið inn í löggjöf ýmissa annarra ríkja á undanförn- um árum. Þau eru smám saman að koma sér upp skilgreiningum, hugtökum og vinnulagi til að átta sig á því um hvað er verið að taia. Lagaákvæðið er því ekki sett sem svar við einhveiju misferli sem hefur tröllriðið markaðnum. Hitt er annað mál að það getur vel verið að hér hafi verið stunduð einhver sýndarviðskipti. Sem dæmi má nefna að sýndar- viðskipti geta verið mjög freistandi þegar um er að ræða yfirtöku- eða samrunatilboð fyrirtækja á mark- aði. Þá getur það í senn verið freistandi fyrir þá sem eru að selja bréf eða þá sem vilja hindra að málið nái fram að ganga. Þannig má sem dæmi taka nýlegar viðræð- ur Samherja og Utgerðarfélags Akureyringa. Þar hefði svona staða getað komið upp.“ Reiknistofa bankanna endurnýjar móðurtölvu REIKNISTOFA bankanna hef- ur gengið frá samningum við Nýheija hf. um kaup á nýrri móðurtölvu. Tölvan er af nýrri kynslóð loftkældra IBM-móð- urtölva og verður hún afkasta- mesta tölva landsins, að því er segir í frétt frá Nýheija. Nýja vélin vegur um 600 kíló og tek- ur um 2 fermetra af gólfplássi en til samanburðar vegur nú- verandi móðurtölva Reiknistof- unnar um 20 tonn og þekur um 65 fermetra. Tölvukaupin munu þvf spara Reiknistofunni um 63 fermetra í gólfrými. Nýja vélin, sem er af gerð- inni IBM 9672, er umtalsvert hagkvæmari í rekstri en sú eldri, notar aðeins um 10% af orkuþörf eldri vélarinnar. Töl- van samanstendur af sex 25MIPS örgjörvum, 512 MB minni, netspjaldi ásamt ljósleið- aratengjum við önnur jað- artæki. Búnaðurinn verður af- hentur Rb í þessum mánuði og mun leysa eldri vélina af skömmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.