Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 B 3 DAGLEGT LÍF og voru ýmsar kvennahreyfíngar, samtök og rit um kvennamál, óræk sönnun þess. Kröfur „feminista" og sú mótspyma gegn ríkjandi hefðum sem fylgdi í kjölfarið ollu því að málefni kvenna urðu ofar í huga manna í félags- og stjómmálaum- ræðunni en áður hafði verið. Með tímanum fólu breytingar á lögum í sér viðurkenningu á borgaralegum réttindum til handa konum og þar á meðal kosningarétt þeirra. Mörg andlit „feminismans" Undanfama áratugi hefur skoðanamunur á því hvernig skil- greina skuli „feminismann" og hvaða einstaklingur geti með réttu kallast „feministi“ orðið sífellt meiri. Hug- takið „feminismi" hefur greinst í margar tegundir eins og til dæmis fijálslyndan „feminisma“, sósíalí- skan-„feminisma“, menningar-„fem- inisma", svo eitthvað sé nefnt. Dr. Guðný Guðbjömsdóttir, upp- eldissálfræðingur og þingmaður Kvennalistans, er á þeirri skoðun að það sem sameini alla „feminista" sé hugmyndin um jafna stöðu kvenna og karla, félagslega, efnahagslega og stjómmálalega. Þetta komi skýrt fram ef skoðaðar eru skiigreiningar á hugtakinu í orðabók. Á hinn bóginn séu til mjög mismunandi leiðir að því marki og af þeim sökum séu til svo margar útgáfur af „feminism- anurn." Guðný segir að í dag sé mjög mikil virðing borin fyrir því í kvenna- baráttunni að konur séu margbreyti- legar og hafi mismunandi hagsmuni, reynslu og sýn. „Og engin mótsögn er í því að karlmenn kalli sig „femin- ista.“ í því felst einfaldlega að þeir aðhyllast jafnrétti kynjanna og að þeir vilji gera eitthvað til að ná því marki,“ segir hún. Guðnýju fínnst það athyglisvert að margar konur, sem hún veit að eru jafnréttissinnar, segjast ekki- vera „feministar." Og það þyki jafn- vel neikvætt að vera „feministi". „Ég hef reyndar mínar eigin skýringar á því,“ segir Guðný og heldur áfram: „Ég held að ímynd þeirra kvenna- hreyfinga sem komu upp á yfírborð- ið fyrst um aldamótin og síðan um 1960 og börðust kröftuglega fyrir algjöru jafnrétti kynjanna, hafi verið svo sterk ,að í augum almennings urðu „feministar" tákn þessara „reiðu“ kvenna. Og enn er það rikj- andi viðhorf hjá mörgum, að „femin- istar“ séu safn kvenna í krumpugöll- um og mussum, eins og þær voru í á sjöunda áratugnum.“ Guðný segir að önnur skýring á þvi að jafnréttissinar segist ekki vera „feministar" geti verið sú að þeir leggi áherslu á hagsmuni stétta eða fatlaðra, en setji jafnrétti kynja neð- ar í forgangsröðina. Úrelt hugmyndafræði ? Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur segir í fyrirlestri sem hún flutti fyrir jafnréttisdaga Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, haustið 1995, að „feminismi" geti ekki verið úrelt hugmyndafræði. Ekki „á meðan konur og karlar, hvort sem er á ís- landi eða annars staðar í heiminum, búa ekki við sömu kjör, njóti ekki sömu réttinda eða hafí vegna menn- ingarbundinna hugmynda ekki sömu tækifæri.“ Sigríður Dúna segir enn- fremur að grunnhugmynd „feminis- mans“ sé ekkert annað en að gera sér grein fyrir að það er tvennt ólíkt að vera kona og að vera karl og að í mismuninum þar á geti falist órétt- læti af einhveiju tagi. ,,„Feminismi“ er þannig fyrst og fremst vitundin um þessa staðreynd og, í framhaldi af henni, andstaða við kynbundið óréttlæti, viljinn til að leiðrétta það og gefa konum, ekki síður en körl- um, færi á að skapa sig sjálfar sem félagslegar og menningarlegar ver- ur. „Feministar" útfæra þessa grunnhugsun síðan á margvíslegan hátt og hafa ijölbreytta sýn á hvern- ig best sé að vinna að markmiðinu. Þess vegna eru til margar tegundir af „feminisma" og „feministar“ geta verið jafn ósammála innbyrðis og til dæmis vinstri menn og hægri menn. Það er ekkert sem segir að þó að „feministar" séu flestir konur að þá hljóti þeir að hafa sömu hugmyndir og sömu skoðanir," segir hún. | Ama Schram Ljómi yfir orðinu „í MÍNUM huga er einhver ljómi yfír orðinu „feministi“,“ segir Margrét Sverrisdóttir verkefnis- stjóri. „ „Fem- inisti“ er að minu áliti kona á framabraut; hún er sjálf- stæð og örugg og heimur hennar hrynur ekki þótt hún skilji við eigin- mann sinn,“ segir hún enn- fremur. Margrét segist reyndar ekki hafa velt „feminisma“ mikið fyrir sér, en hafi lesið töluvert af bókum eftir konur sem kalli sig „feminista“. „Ég tel að „feminismi“ sé það að kona hafí frelsi til að afla sér þeirrar menntunar sem hún vill, stunda þau störf sem hún velur sér og að hún geti haldið sínu tak- marki án þess að vera fordæmd eða litin hornauga af öðrum konum eða karlmönnum," segir hún. „Ég lít á sjálfa mig sem „fem- inista" í þeim skilningi að ég hef getað sett mér ákveðin markmið og stefnt að þeim án þess að það væri barið niður. Ég hef til dæmis valið að eiga tvö börn, en þrátt fyrir það haft möguleika á að fara út á vinnumarkaðinn. Á hinn bóginn er ég sennilega lánsöm þvi sam- band mitt og eiginmanns míns er byggt á jafnræðisgrundvelli og fyrir vikið auðveldara fyrir mig að nýta mér þau tækifæri sem bjóðast,“ segir hún að lok- um. ■ Mismunandi skilgreint INGA Dóra Sigfúsdóttir stjórn- málafræðingur segir afstöðu sína til orðsins „feministi“ fara eftir því hvern- ig það sé skil- greint. „Sé „feministi" skilgreindur sem einstakl- ingur, sem álíti að karlar og konur skuli hafa jafnan rétt, er vijji að fólk sé metið á grundvelli hæfni, reynslu og skoðana sem einstaklingar en ekki á grund- velli kynferðis, og líti á jafn- frétti sem sjálfsögð mannrétt- indi, þá er ég „feministi“. En á hinn bóginn sé „feministi" skil- greindur sem kona sem telji að konur séu einsleitur hópur fórn- arlamba eða eins og þekktur „feministi“ orðaði það fyrir ein- hverjum árum: „að konur væru kúgaðar í sameiningu og yrðu því að láta til skarar skriða í sameiningu og að i konum brynni ævinlega reiði og niður- læging“, þá er ég ekki „femin- isti“,“ segir Inga Dóra. Hún bendir ennfremur á að fyrir nokkrum árum hafi verið gerð skoðanakönnun í Banda- ríkjunum sem leiddi í ljós að nær allar konurnar sem spurðar voru vildu að fullt jafnrétti kyiyanna ríkti í þjóðfélaginu. Hins vegar væri athyglisvert að einungis þriðjungur þeirra skilgreindi sig sem „feminista". „Þannig að orð- ið „feministi" er búið að fá á sig neikvæðan stimpii, sem er afar slæmt," segir hún að lokum. ■ Bæta stöðu kvenna HILDUR Jónsdóttir, jafnréttis- ráðgjafi Reykjavíkurborgar, segist tvímælalaust vera „fem- inisti“. „Fræði- menn hafa stundum verið að leika sér að því að greina „feminisma“ í róttækan „feminisma“, sósíalískan „feminisma", Hiidur borgaralegan Jónsdóttir „feminisma", menningar „feminisma" og svo framvegis. Það skiptir mig ekki máli hvar ég lendi í þeirri flokkun því ég tel „feminisma" fyrst og fremst snúast um viðurkenningu á nauðsyn þess að bæta stöðu kvenna og um leiðir til að ná því marki. í mínum huga reynir „feministi" að líta á verkefni stjórnmálanna út frá því hvemig megi bæta stöðu kvenna og við- urkenna það um leið sem for- gangsverkefni,“ segir Hildur. Konur almennt sammála Hildur segist ennfremur telja að hugmyndafræði „fem- inismans“sé furðulega lítið klofin. Konur séu almennt sam- mála þegar þær ræði um mál- efni sem tengist „feminisma". „Konur hafa, þvert á flokkslin- ur og svokallaðar hægri eða vinstri stefnur, mikla til- hneigingu til að koma sér saman um grundvallaratriði í málefn- um kvenna, þótt þær geti greint á um leiðir að því marki,“ segir hún að lokum. ■ Inga Dóra Sigfúsdóttir festast í hugsunum,“ segir Óskar „heldur að pijóna, lykkja hveija hugsun við aðra.“ „Hver er ég?“ SvarlA ekki míkilvægara en hvaA annaA „Lótusstellingin skapar ramm- ann og hugleiðingin vinnur á blekkingunni. Hún gefur meira rými til að skynja sína innri til- veru, samt er enginn endir til á svarinu við spurningunni „Hver er ég?“,“ segja þau og að þessi spurning sé í raun ekkert merki- legri en aðrar spurningar, eins og til dæmis: „Verður þetta tré fjar- lægt á morgun?“ Þau segja innsta eðlið í raun ein- falt og gott og hamingjuna leynast í rétta hugarfarinu. Hinsvegar leiti flestir að hamingjunni á röngum stöðum. „Meginmálið er að taka ábyrgð á lífi sínu, lifa því og finna til dæmis rétta skilninginn, réttu hugsunina, réttu orðræðuna, og hugleiðsluna," segja þau að lokum, og ekki hægt að segja að sú setn- ing hljómi neitt framandi í eyrum heilbrigðar skynsemi. ■ Gunnar Hersveinn JAKUSHO Kwong Roshi með íslenska zenhópnum. vegar er erfiðara að segja hvað þetta eitthvað er.“ „Allir eru gæddir miklum hæfí- leikum, en þeir eru misjafnlega þroskaðir," segja þau og bæta við að hver maður lendi á stað sem knýr hann til að þroskast í því sem hann þarf að þroskast í. Sannleikurinn er á mllll Spurð hvort þau trúi á endur- holdgun, svara þau með tilvitnun: „Þú værir ekki hér ef þú hefðir ekki verið til áður.“ Seinna fara þau með aðra tilvitnun: „Hver varstu áður en foreldrar þínir fæddust?" Zen er trúarbrögð, en Helga og Óskar segja að ekki sé um átrúnað að ræða vegna þess að ekki er trú- að á eitthvað fyrir utan, heldur leit- að inn í sjálfan sig. En kennara þeirra má kalla prest og segja að íslenski hópurinn heyri undir hann. „Áður en ég fór að iðka zen,“ segir Óskar, „fannst mér sum verk ómerkileg eins og til dæmis að taka til og þrífa. Núna finnst mér ekk- ert verk í sjálfu sér ómerkilegt, því það er alúðin sem lögð er í þau sem vegur alltaf þyngst.“ Heimurinn er byggður upp á andstæðum samkvæmt zen búddh- isma; svart og hvítt, gott og vont, rétt og rangt. En í fræðunum er hvorugur póil andstæðunnar réttur heldur er sannleikurinn einhvers- staðar á milli. „Við leggjum ekki stund á zen til að öðlast eitthvað í lokin,“ segja þau, „við heimtum ekk- ert, heldur stefnir allt að hinu eina, sem er tóm. Annað væri græðgi.“ „Zeniðkun felst í því að sleppa því sem maður hefur,“ segir Helga, „ekki að hlaða upp hugsunum held- ur leyfa þeim að fara.“ „Ekki að Gero ekkert og verða hið sanna sjólf alheimsins SkólobrÚL 3JA RÉTTA MÁLTÍÐ 1.960,- Veitingastadui vid Austuivöil ' Boidapantanii í síma 562^455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.