Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR14.JÚNÍ1996 B 5 HREFNA Björg Þorsteinsdóttir er engin spurning að með svona samkeppnum fást bestu lausnirnar, þannig að þetta er gott fyrir alla aðila." Þær verða sposkar á svip þegar blaðamaður' biður þær að lýsa sam- vinnunni nánar. „Við erum að þróa aðferð sem heitir tveir plús einn eða tvær og ein í sófa," segja þær. „Þá vinna tvær okkar sjálfa tilrauna- vinnuna, en sú þriðja „liggur í sófanum." Hennar hlutverk er að gagnrýna verk hinna og sjá um framsetninguna á verkinu. Það gengur vel upp, því hinar tvær geta ve'rið of tengdar verkinu til þess að geta séð um framsetninguna, eða þá að þær eru í of mikilli tíma- þröng. Við prófuðum þessi vinnu- brögð fyrst af rælni og þau gengu svo vel upp að við höfum gripið til þeirra aftur og aftur." Alvöru hugmyndasamkeppnl Hugmyndasamkeppni Hús- næðisstofnunar segja Heba, Hólm- fríður og Hrefna að hafi verið raun- verulega hugmyndasamkeppni. „Það er oft sem þessar samkeppnir heita hugmyndasamkeppnir, en eru það svo ekki þegar upp er staðið og úrslitin eru birt." Þær áttu ekki von á því að Arki- búllan ynni fyrstu verðlaun. „Við urðum frekar hissa. Við töldum okkur vera með góða hugmynd, en það er bara svo oft þannig að bestu hugmyndirnar lenda neð- ________ ar en aðrar sem eru með betri úrlausnir eða eru lengra komnar í vinnslu. Svona hugmyndasam- keppni hentar okkur vel, betur en framkvæmda- samkeppni. Það er eðli- legt framhald af náminu ________ að spinna, en nú er lík- lega kominn tími til að demba sér út í framkvæmdasamkeppnirnar af krafti, leysa þakrennuvandamál og þess háttar." Nú leikur blaðamanni forvitni á að vita hvaða gildi svona verðlaun hafi. „Þetta er rosaleg hvatning og við höfum heyrt að úrslitin hafi líka hleypt ákveðnum krafti í jafnaldra „Þetta var alvöruhug- myndasam- keppni hjá Húsnæðis- stofnun" Nýjar leiðir við gerð híbýla og skipulag íbúðahverfa okkar í stéttinni. Það munar nátt- úrulega um peningaverðlaunin sem voru í boði, tvær milljónir, og svo mælir dómnefnd með því að tillög- urnar verði unnar áfram. Það verð- ur spennandi að sjá hvað verður úr því. Við vonum að Húsnæðis- stofnun hafí sama kjark og dóm- nefndin og fylgi málinu eftir." _______ Ef ég spyr ykkur um sérstöðu Arkibúllunnar, hvaða svör fæ ég þá? „Það er þetta með hundinn," kemur svarið að bragði og enn einu sinni brýst hlátur út við borðið. „í fyrsta lagi pöss- _____ um við að taka okkur ekki of hátíðlega. Við pressum ekki út hugmyndir, annaðhvort fæðast þær eða ekki. Við viljum líka gjarnan vinna hluti sem gefa okkur eitthvað nýtt, en fyrst og fremst leggjum við áherslu á hug- myndafræðina. Ef hugmyndin á bak við eitthvað verk er pottþétt, þá er alltaf hægt að vinna verkið. Við viljum halda þeim vinnubrögð- um sem við erum vanar úr skólan- um. Skissur eru til dæmis mjög mikilvægar hjá okkur, við leggjum miklu meiri rækt við þær en fínni tússteikningar. Skissuvinnan tekur því töluverðan tíma hjá okkur, en svo hanga þær uppi á veggjum í kringum okkur og veita innblást- ur." Kaffið er orðið kalt, kókið búið og komið að lokum þessa spjalls. Svo er bara að bíða eftir framtíð- inni, því sem hún ber í skauti sér, félagslegum íbúðum jafnt sem öðru. ¦ Hanna Katrín Friðriksen Flugkistur fyrir viðkvæm tól og tæki „VIÐ hönnum og smíðum flug- kistur og töskur af öllum stærð- um og gerðum fyrir verðmæta og viðkvæma hluti sem þola illa hnjask. Sem dæmi má nefna hljóðfæri, tö.vur, skotvopn, ljóskastara og listaverk." Það er Björgvin Ploder, trymbill í Sniglabandinu, sem segir frá en hann hóf feril sinn sem flug- töskusmiður fyrir fjórum árum með smíði tösku undir trommu- settið sitt. „Þetta var tilraun sem heppnaðist svona ljómandi vel." Fljótt flýgur fiskisagan og brátt var Björgvin farinn að gera álíka töskur fyrir tónlist- armenn, ljósmyndara, veiði- menn og fleiri. Einar Rúnarsson, hammond-, leikari Sniglabandsins, kom fljótlega inn í reksturinn og nýlega bættist þriðji starfs- krafturinn við, Haraldur Gunn- arsson. Starfsemin fer fram í Skip- holti 11-13. Þar hanna þeir fé- lagar einnig rakka utan um magnara og alls kyns raf- magns- og rafeindabúnað. Töskurnar eru að sögn Björgvins mjög harðgerðar. Þær eru hannaðar úr krossviði með álímdri harðplasthúð en að innan er útskorinn svampur svo hluturinn haggist ekki. Sem dæmi um ágæti framleiðslunn- ar nefnir hann að kista með hljómborði í, rann af þaki á bíl sem var á fljúgandi ferð, en það kom ekki að sök, hvorki sá á kistunni né hljómborðinu. Síðasti bærinn í dalnum En hvernig er nafn fyrirtækisins S.B.D. flugkistur til komið? „Fljúgandi kista birtist fyrst á íslandi í kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum. Ég var smág- utti þegar myndin var sýnd í sjón- varpinu og var uppnuminn af kist- unni. Einari datt í hug það snjall- ræði að nefna fyrirtækið eftir myndinni. Flugkista er þýðing á enska orðinu flightcase," segir Björgvin. Svipaðar töskur og kistur voru áður fluttar inn til landsins á okur- verði að sögn Björgvins. „Stærstu kisturnar með hjólum undir voru t.d. tolllagðar með hjólhýsum og áburðardreifurum." Útf lutnlngur tll Bretlands Hróður S.B.D. hefur borist út fyrir landsteinana en nýlega keypti Artlight ljósaskiltafyrirtæki í Bret- landi af þeim töskur. FLUGKISTUM komið haganlega fyrir áður en lagt er í hann S HUGMYNDASAMKEPPNI ;g um grunnhönnun á félagsleg- ™ um íbúðum framtíðarinnar 3K var haldin í tilefni 40 ára af- ^__ mælis Húsnæðisstofnunar rík- %f% isins. Tilgangur samkeppn- jjj innar var að sýna fram á nýj- £_ ar leiðir við gerð híbýla og U£ skipulag íbúðahverfis. ¦g Fyrstu verðlaun, tvær inillj- qy% ónir króna, fékk tillaga Arki- «3 búllunnar; Hebu Hertervig, _E Hrefnu Bjargar Þorsteins- dóttur og Hóhnfríðar Jónsdóttur, arkitekta FAÍ, fyrir óhefðbundna og sterka heildarhugmynd, fyrir framtíðarsýn og spennandi nálgun viðfangsefnisins. Löggiltur sam- starfsaðili var Óli Hákon Hertevig, Línuhönnun hf. veitti verkfræðir- áðgjöf og Þorsteinn Einarsson gerði líkan. Onnur verðlaun, 1,5 milljónir króna, fékk tillaga Péturs H. Ár- mannssonar, arkitekts FAÍ, fyrir fjöibreyttar og skemmtilegar íbúð- ir og samspil þeirra, og fyrir áhugavert skipulag og uppbygg- _ ingu á Bjarnaborgarreit. Bæring B. Jónsson, arkitekt FAÍ smíðaði líkan, Yngvi Þór Loftsson, lands- lagsarkitekt, veitti ráðgjöf varð- andi landslagshönnun og Hallgrím- ur Hallgrímsson á verkfræðistof- unni Hönnun hf, sá um kostnaðar- mat. Þriðju verðlaun, 1,3 milljónir króna, fékk tillaga Finns Björg- vinssonar og Hiimars Þórs Björns- sonar, arkitekta FAI, fyrir áhuga- verðar hugmyndir um lífstíðar- íbúðir og nýtingu sameiginlegra rýma. Einar Valur Ingimundarson, Phd. í umhverfisverkfræði sá um ráðgjöf, verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen um verkfræðiráðgjöf og Sigríður Maack, arkitekt, smíð- aði iíkan. í dómnefnd sátu Þórhallur Jósefsson, stjórnarmaður í Hús- iiæðisniúlastjórn ríkisins, Björgvin R. Hjálmarsson, forstöðumaður tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins, Höskuldur Syeinsson, arkitekt, Jón Ólafur Ólafsson, arki- tekt og Sigurður Halldórsson, arki- tekt. POPPARARNIR Björgvin og Ein- ar ðnnum kafnir við smíðarnar „Minnsta taskan sem við höfum framleitt rúmar einn sígarettu- pakka, en sú stærsta er notuð und- ir gong Sinfóníuhjómsveitarinnar á ferðalögum." Nýlega festu þeir félagar kaup á sérhönnuðu forriti til flugkistusmíða sem mun létta þeim vinnuna tölu- vert. „Það er búið að vera mikið að gera enda tónleikavertíðin að hefj- ast og alla vantar kistur. Verst er að popparar eru frekar blankir. Má birta skuldalista með greininni?" spyr Björgvin. „Það er varla að við önnum eftir- spurn. Við spilum með Sniglaband- inu um helgar, svo fer einn dagur í frí með fjölskyldunni, en a.m.k. þrír dagar í viku fara í framleiðsl- una, segir Björgvin um leið og hann skutlar nokkrum flugkistum inn í Sniglabandsrútuna, en hljómsveitin var að leggja af stað í tónleikaferð til Sauðárkróks eftir að blaðamaður kvaddi Síðasta bæinn í dalnum. ¦ hm MEIST- ARA- STYKKI Björg- vins Ploders. „Þetta smíðaði égeinn og óstudd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.