Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 4
HEBA Hertervig Morgunbiaðið/Ásdís HÓLMFRÍÐUR Jónsdóttir Arkitektar framtíðarinnar unnu um hús framtíðarinnar Á ARKIBÚLLUNNI eru þrír ungir arkitektar og einn hundur. Hann heitir Mikki, en arkitektarnir Heba, Hólmfríður og Hrefna. Þær stofn- uðu Arkibúlluna eftir nám erlendis í arkitektúr. Nýlega komu þær tölu- vert á óvart þegar þær unnu hug- myndasamkeppni Húsnæðisstofn- unar ríkisins um félagslegar íbúðir framtíðarinnar. Það þótti aldeilis ástæða til þess að boða þær Hebu, Hólmfríði og Hrefnu á fund á kaffi- húsi einu hér í bæ til þess að rekja úr þeim garnirnar. En hundurinn varð eftir. Hverslags nafn er ArkibúIIan eiginlega? Eiga arkitektastofur ekki að heita einhverjum virðuleg- um nöfnum? „Arkibúllan varð til eftir að við höfðum reynt svona þijátíu alvarleg og hátíðleg nöfn. Einhvern veginn þótti okkur þau ekki ganga upp og svo prófuðum við þetta nafn í gamni og það varð eftir. Við erum líka hálfgerð bílskúrsgrúppa." Og það er rétt. Arkibúllan hefur aðsetur á hæð ofan á bílskúr. Þarna samkeppni hafa þó fleiri drátthagir unað sér gegnum tíðina því í þessu húsnæði var Félag íslenskra teiknara, FÍT stofnað og Halldór Pétursson, stofnandi FIT, var þarna lengi með teiknistofu. Það fer alveg ágætlega um aðstandendur Arkibúllunnar þarna. Heba, Hólmfríður og Hrefna út- skrifuðust allar úr Arkitektaháskól- anum í Ósló vorið 1994 eftir sex ára langt og strangt nám. Þær kynntust í skólanum og unnu þar saman að ýmsum verkefnum. Fyrst eftir að heim var komið fór tíminn í íbúðastúss, barneignir og fleira þess háttar. Svo fóru Hólmfríður og Hrefna að vinna saman í desem- ber 1994 og Heba bættist í hópinn í febrúar. Tvelr plús elnn Hvað gera svo nýútskrifaðir arki- tektar sem vilja koma sér á fram- færi? „Við skelltum okkur beint út í þátttöku í samkeppnum. Við tókum þátt í þremur á undan samkeppni Húsnæðisstofnunar; Engjaskóla, þar sem við fengum viðurkenningu fyrir athyglisverða tillögu, Mennta- skólann í Reykjavík og Svartsengi. Svo höfum við unnið lítil verkefni; viðhald og smábreytingar. Ágæt reynsluverkefni.“ Það kosta mikla vinnu að taka þátt í samkeppni af því tagi sem ArkibúIIan hefur gert undanfarið, en Heba, Hólmfríður og Hrefna segja að þannig fáist mikil og dýr- mæt reynsla. „Þetta hefur verið gott framhald af því sem við lærð- um í skóla og svo höfum við lært ýmislegt annað, svo sem að vinna náið með hver annarri. Það hefur kannski verið lærdómsríkast. Svo Rýmið formað eftir þörfum einstaklinganna Morgunblaðið/Sverrir LÍKANIÐ sýnir einingarnar inni í burðarvirkinu. Hámarkseiningin er 9x9x9 að rúmtaki og innan hennar á uppskipting í ibúðir sér stað. ALLS bárust átta tillögur í sam- keppni Húsnæðisstofnunar um fé- lagslegar íbúðir framtíðarinnar. í umsögn dómnefndar um tillögu ArkibúIIunnar segir að tillagan sé fersk og spennandi og búi yfir ótví- ræðri framtíðarsýn, sem sé gerð vel skil í hnitmiðuðum texta og áhugaverðum uppdráttum. „Til- lagan byggir á varfærnislegri nálg- un við landið og gefur í skyn for- gengileika og endursköpun, sem er áhugaverð nálgun á viðfangs- efninu. Tengsl „byggingar“ við náttúruna er skemmtileg og gerir ósnortnu landinu kleift að halda sérkennum sínum ef staðið er vel að framkvæmdum," segir í umsögn dómnefndar. Ennfremur að tillög- unni sé stefnt gegn fábreytni hvað varðar ný burðarform og efnis- notkun og bent sé á að þróun arki- tektúrs og byggingargerðar kalli á aðlögun að sífellt flóknara um- hverfi. Breytt fjölskylduform „Við gáfum okkur ákveðnar for- sendur sem gera ráð fyrir félags- legum, tæknilegum og fjárhags- legum breytingum á samfélaginu sem kalla á allt annað mat á um- hverfi okkar. Þannig krefst aukin áhersla á umhverfisvernd nýrrar skilgreiningar á fyrirbærinu lóð og því hvernig byggt er á mismun- andi svæðum. Markmiðið er að hanna byggingar sem geta lagað sig að mismunandi umhverfi með það í huga að þetta borgina og nálgast náttúrusvæði af tillitssemi, jafnframt því að brúa bilið milli byggðar og óbyggða á jaðarsvæð- um,“ segja Hólmfríður, Heba og Hrefna. „Við vildum líka huga að bygg- ingarferlinu, hvernig tíminn vinnur með byggingunum og hvemig byggingarnar taka þátt í félagsleg- um, tæknilegum og ijárhagslegum breytingum í samfélaginu.“ Heba, Hólmfríður og Hrefna lögðu áherslu á breytt fjölskyldu- form í tillögu sinni. „Það bendir allt til þess að íbúðarform framtíð- arinnar kalli á meiri sveigjanleika. Uppskipting kjarnaíjölskyldunnar er mjög algeng, auk þess sem við erum farin að sjá nýjar gerðir af sambýlisformum, til dæmis ýmsar minni einingar. Það er því mikil- vægt að leggja aukna áherslu á einstaklingana og mismunandi þarfir þeirra. Til þess þurfum við kannski að hætta að hugsa í flatar- einingum og fara að hugsa í rými: hugsa í rúmmetrum í stað fer- metra. Það er kannski ekki langt í að íbúðir verði klæðskerasaumað- ar að eigendum sínum, stækkaðar og minnkaðar eftir þörfum og geti flust á milli landshluta.“ Endurspegla breytilelka Tillögu Arkibúllunnar er þannig ætlað að endurspegla breytileikann pg fjölbreytileikann í samfélagi íslands framtíðarinnar. Hugmynd- in sýnir kerfi sem gengur upp við mismunandi aðstæður, bæði hvað varðar lóð og íbúa. Hún gengur alllangt, varðandi aðlögun að lóð og samröðun ólíkra íbúðaeininga, ásamt því að hafa til að bera breyt- anleika innan hverrar íbúðarein- ingar. Burðarvirki, ásamt útveggj- um, gólfi og milliveggjum, er úr fjöldaframleiddum einingum, sem jafnvel geta að nokkru leyti flust til milli sambærilegra bygginga. „Hverfi eru alltaf að breytast, þau eru annað hvort í uppbyggingu eða niðurrifi. Þau eru ekki bara til, heldur breytast með tímanum, svolítið eins og lífið sjálft,“ segja arkitektarnir. íbúðirnar eru hugsaðar út frá stærstu einingunni. Inn í staðlað kerfi burðarvirkisins koma eining- ar, 9x9x9 að rúmtaki. Innan þessarar hámarkseiningar á upp- skipting í íbúðir sér stað. Einbýli stórfjölskyldunnar tæki heilan ten- ing og svo er hægt að skipta ten- ingunum upp í margar einstakl- ingsíbúðir með öllum mögulegum tilbrigðum. Breytist fjölskyldu- eða sambúðarmunstur íbúanna með tímanum er hægt að breyta íbúðar- einingunum þannig að rýmið að- lagist misstórum hópum. Innan hverrar íbúðar má líka forma rým- ið eftir þörfum einstaklinga í fjöl- skyldunni, myndhöggvari þarf til dæmis aðra lofthæð en lögfræði- nemi. I tillögunni er að finna dæmi um 20 mismunandi sambúðar- eða fjölskylduform og íbúðirnar hann- aðar að þörfum hvers og eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.