Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 8
8 D MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR / BANDARISKA URTOKUMOTIÐ Ólympíuvon CarisLewis erveik BANDARÍSKU spretthlaupararnir Dennis Mitchell og GwenTorr- ence náðu bestu tímum ársins í 100 metra hlaupi karla og kvenna og tryggðu sér um leið sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á úrtöku- móti þar í landi um helgina. Mithell hljóp á 9,92 sekúndum og stakk félaga sína af í greininni en næstur komu Michael Marsh á 10,00 og John Drummond á 10,01. Lewis varð áttundi hlaupinu á 10,21 og verður þvíekki í meðal keppenda í 100 metra hlaupi á leikunum í sumar. Hann meiddist í kálfa á hægri færi í undan- rásum. Þau meiðsli höfðu áhrif á gengi hans ílangstökki þar sem hann náði aðeins sjötta sæti í undanúrslitum, stökk 8,03 metra. Úrslitin verða í kvöld en miðað við óbreytt ástand er von hans veik. Hann ætlar einnig að taka þátt í 200 metra hlaupinu síðarívikunni. Reuter DENNIS Mitchell, sem hér er lengst til hægri, kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á banda- ríska úrtökumótinu um helgina á besta tíma ársins. Carl Lewis er lengst til hægri varð átt- undi. Aðrir á myndinni eru Jeff Wiiliams og Jon Drummond, Williams hrökk einnig úr skaptinu en Drummond tryggði sér þátttökurétt. Torrence sýndi mikinn styrk í 100 metra hlaupi kvenna er hún sigraði Ólympíumeistarann Gail Devers í úrslitahlaupinu. Torrance, sem sigraði í 200 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum, kom í mark á 10,82 sekúndum en Devers á 10,91. Þetta eru tveir bestu tímar ársins í greininni. Devers átti reynd- ar mun betra start en um mitt hlaup- ið var Torrence orðin fyrst og gaf ekkert eftir. Nýkrýndur háskóla- meistari í 100 metra hlaupi, D’Andre Hill, varð þriðja á 10,92 sekúndum. „Nú bytjar ballið,“ sagði Torrence. „Nú er rétt að fara að taka til dansskóna því ég vonast til þess að geta dansað á þeim í júlí- lok,“ bætti hún við glaðbeitt er áfanganum var náð - sæti í Ólymp- íuliðinu. Það sem kom einna mest á óvart á úrtökumótinu var að heimsmet- hafínn í sjöþraut kvenna, Jackie Joyner-Kersee, varð að gera sér Islenska tugþrautarlandsliðið féll úr 1. deild Evrópbikarkeppni karla í fljölþraut er keppt var í Tall- inn í Eistlandi um helgina. Sveitin varð í áttunda og síðasta sæti með 20.892 en sigurvegarar voru heima- menn með 24.178 stig. Jón Amar Magnússon, UMSS, varð stigahæst- ur íslensku keppendanna með 8.035 stig og varð ijórði í heildarkeppn- inni. Næstur honum kom Ólafur Guðmundsson, HSK, náði sínum besta árangri til þessa er hann fékk 7.384 stig. Þess má geta að Jóni Amari tókst þarna að komast yfir átta þúsund stig í fjórða sinn. Þriðji íslenski keppandinn var Theódór Karlsson, UMSS, hann önglaði sam- an 5.473 stigum en honum tókst ekki að Ijúka keppni í öllum greinum því hann feldi byijunarhæðina ! stangarstökki. Pjórði meðlimur ís- lenska landsliðsins varð hins vegar að hætta keppni vegna meiðsla. ís- lensku sveitinni gekk mjög vel fyrri dag mótsins og var í fimmta sæti er keppni hófst síðari daginn, en slak- ur árangur Jóns Arnar í kringlukasti og fyrrgreint fail Theódórs réðu mestu um að neðsta sætið varð hlut- skipti íslenska liðsins er öllu var á botnin hvolft. „Ég er sáttur með árangur minn að þessu sinni ef undan eru skilið kringlukastið og stangarstökkið, þar var ég langt frá mínu besta," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Tvö fyrstu köst mín í kringlu- kastinu voru dæmd ógild og því tók annað sætið að góðu í greininni. Sigurvegari varð Kelly Blair en munurinn var ekki mikill á þeim stöllum - aðeins þtjú stig er upp var staðið. Þetta var í fyrsta sinn í 13 ár sem Kersee tapar fyrir landa sínum í sjöþraut en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni sér sæti í liði Bandaríkjanna í greininni þar sem þijár efstu stúlkurnar keppa í Atlanta. Blair hlaut 6.406 stig og Kersee 6.403. Michael Johnson tók því rólega á úrtökumótinu um helgina og hljóp á 44,80 sek. í fyrstu umferð 400 metra hlaupsins og í undanúrslitum á 45,11 sek. og varð annar. „Hjá mér var aðalatriðið að komast í úr- slitahlaupið," sagði kappinn sem ætlar sér að keppa í 200 og 400 m hlaupi á Ólympíuleikunum í sumar. Úrslitahlaupið verður í kvöld. Bret- inn Roger Black hljóp um helgina 400 metrana á 44,39 sekúndum og sýndi þar með að hann er þess albú- ég þann pól í hæðina í síðasta kast- inu að vera öruggur en það olli því að kastið varð aðeins þijátíu og sex metrar." Þess má geta að Jón hefur verið að kasta í kringum 50 metra. „Þarna tapaði ég um 350 stigum. „Eftir nokkur óhöpp í stangarstökk- inu síðustu mánuði er viss hræðsla í mér og þess vegna tókst mér ekki að gera eins vel og kostur er,“ sagði Jón en hann stökk 4,40 metra en á fimm metra best. „Ljósu punktamir var fimmtán hundruð metra hlaupið, spjótkastið og fjögur hundruð metra hlaupið þar sem ég náði mínum besta árangri hingað til. Þá var það einnig gleði- efni að ég fann ekkert fyrir í ökkla- meiðslunum sem ég varð fyrri! Götz- is fyrir skömmu." Jón sagði ennfrem- ur að ef hann hefði verið á réttu róli í stangarstökkinu og kringlukastinu hefði þrautin farið í 8.500 stig. „En ég er ánægður með að hafa farið í gegnum þrautina án meiðsla og undirstrika um leið að ég er orð- in öruggur með átta þúsund stig þrátt fyrir að eitthvað beri út af. Ætli mér sé ekki óhætt að segja að miðað við núverandi ástand sé bein leið til Atlanta." Árangur Jóns Amars var sem hér segir: 100 m hlaup - 10,67, langstökk - 7,67, kúluvarp - 15,34, hástökk - 1,92, 400 m hlaup- 47,76, 110 mgrind., -14,28, kringlu- kast - 36,44, stangarstökk - 4,40, spjótkast - 61,72, 1.500 m hlaup - 4.47,67. Árangur Ólafs Guðmundssonar: 10,96 - 6,98 - 13,89 - 1,92 - 50,29 - 14,94 - 45,12 - 4,00 - 48,58 - 4.56,51. inn að veita Johnson hörkukeppni á leiknum í sumar. „Hann hleypur vel þegar hann er ekki undir neinni pressu,“ sagði Johnson og lét þessar fréttir ekki setja sig úr jafnvægi. Johnson ætlar að keppa í 400 metra hlaupi í London snemma í júlí en nú er komið babb í bátinn. Bresk fijálsíþróttayfirvöld hafa afþakkað þátttöku. „Þessi skoðun þeirra er vandræðaleg þeirra vegna en við vitum hvers vegna. Ég er í hörku- formi og tel mig geta hlaupið á betri tíma en heimsmetið er,“ bætti Johnson við, en það er 43,29 sek- úndur. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem hafðist upp úr Lewis er undankeppni langstökksins var yfirstaðin. Éins og í úrslitum 100 metra hlaupsins voru það meiðslin á hægri kálfa sem settu strik í reikning þessa 35 ára gamla og eins mesta gullkálfs sögu fijáls- íþrótta á Ólympíuleikum. Ljóst er að hann verður að taka sig veru- lega á ætli hann að vera meðal þátttakenda í langstökki í Atlanta í sumar og freista þess að vinna í þá grein í fjórða sinn í röð. Mike Powell og Mike Conley stukku lengst - 8,32 metra. Meredith Rainey hljóp á besta tíma ársins í 800 metra hlaupi á úrtökumótinu, 1.57,04 og er greini- lega til alls líkleg í keppni við Kúbu- stúlkuna Ana-Fidelia Quirot í Atl- anta. Ein mesta hlaupakona Banda- ríkjanna fyrir rúmum áratug, Mary Slaney, vann sér sæti í Ólympíulið- inu þrátt fyrir að vera orðin 37 ára gömul. Hún varð önnur í 5.000 metra hlaupi. Hún var síðast í bandaríska liðinu árið 1988 í Seoul. Slaney átt stórgóðan endasprett sem kom henni úr fimmta sæti í annað og tíminn 15.29,39 mín. „Fyrir ári hefði ég ekki látið mér detta í hug að ég myndi ná þessum áfanga, tilfinningin er einstök," sagði hún og brosti breitt. Þess má geta að Slaney varð tvöfaldur heimsmeistari árið 1983, en hefur átt í þrálátum meiðslum undanfarin ár og m.a. farið í átján uppskurði á fótleggjum. ÚRSLIT Frjálsíþróttir Bandaríska úrtökumótið Kúluvarp karla: 1. Randy Barnes................21,37 2. JohnGodina..................21,19 3. C.J. Hunter.................21,07 4. KevinToth...................19,98 Þristökk karla: 1. Kenny Harrison..............18,01 2. Mike Conley.................17,57 3. RobertHoward................17,19 4. LaMark Carter...............17,06 100 metra hlaup kvenna: 1. Gwen Torrence...............10,82 2. GailDevers..................10,91 3. D’Andre Hill................10,92 4. Inger Miller................10,96 100 metra hlaup karla: 1. Dennis Mitchell..............9,92 2. Michael Marsh...............10,00 3. Jon Drummond................10,01 4. JeffWilliams................10,06 Sjöþraut: 1. Kelly Blair.................6.406 2. Jackie Joyner-Kersee........6.403 3. Sharon Hanson...............6.352 4. DeDee Nathan................6.327 Spjótkast karla: 1. Todd Riech..................81,86 2. Tom Pukstys.................81,60 3. Breaux Greer................79,98 4. Dave Stephens...............77,80 400 metra grindahlaup kvenna: 1. Kim Batten................. 53,81 2. Tonja Buford-Bailey.........53,92 3. Sandra Farmer-Patrick.......54,07 4. Trevaia Williams............54,87 400 metra grindahlaup karla: 1. Bryan Bronson...............47,98 2. Derrick Adkins..............48,18 3. Calvin Davis................48,32 4. Eric Thomas.................48,54 Stangarstökk karla: 1. Lawrence Johnson.............5,80 2. Jeff Hartwig.................5,80 3. Scott Huffman................5,70 4. Kory Tarpenning..............5,70 Kringlukast karla: 1. Anthony Washington..........65,86 metres 2. John Godina...........64,58 3. Adam Setliff................63,28 4. Andy Bloom..................62,58 800 metra hlaup kvenna: 1. Meredith Rainey...........1.57,04 seconds 2. Joetta Clark.......1.58.22 3. Suzy Hamilton.............1.59.04 4. Kathi Harris-Rounds.......1.59.28 5.000 metra hlaup kvenna: 1. Lynn Jennings............15.28,18 2. Mary Slaney..............15.29,39 3. AmyRudolph...............15.29,91 4. Libbie Johnson...........15.30,77 Hástökk kvenna: 1. TishaWaller..................1,95 2. Connie Teaberry..............1,95 3. AmyAcuff.....................1,92 4. Karol Jenkins..........:.....1,92 Spjótakast kvenna: 1. Nicole Carroll..............57,58 2. WindyDean...................57,10 3. Lynda Lipson................56,32 4. PaulaBerry..................55,56 10.000 metra hlaup karla: 1. Todd Williams............28.46,58 2. JoeLeMay.................29.06,89 3. Dan Middleman............29.13,81 4. Bradley Barquist.........29.20,07 Þrístökk kvenna: 1. Cynthea Rhodes..............14,06 2. SheilaHudson................14,05 3. DianaOrrange................13,84 4. Wendy Brown.................13,80 Jón Arnaryfir 8.000 stig ífjórða sinn íslenska sveitin í aðra deild Morgunblaðið/Golli JÓN Arnar Magnússon náði góðum ðrangri í spjótkasti í tug- þrautarkeppninnl í Tallin um helgina, kastaði 61,72 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.