Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR19. JÚNÍ 1996 D 9 ÍÞRÓTTIR SUND kd, .ií m Morgunblaðið/Golli ELÍN Sigurðardóttir, SH, sigraði í 100 metra flugsundi á alþjóðamóti Ægis um helgina. r'' ■' ' 1' ^j^SSSaaHB^; Eydís og Magnús með mótsmet í Laugardal ÁTTUNDA alþjóðlega sund- mót Ægis fór fram í Laugar- dalslauginni um helgina og voru fá met sett, enda stóðu vonir ekki til þess. Þó féllu tvö heimsmet f flokki fatlaðra og fjögur mótsmet. Hópur gesta frá Þýskalandi setti aftur á móti skemmtilegan svip á mótið og veitti íslenska sund- fólkinu góða keppni. Um hundrað keppendur frá 14 félögum stungu sértil sunds á mótinu. Markmið mótsins er ekki að slá met heldur til að leyfa íslenska sundfólkinu að kynnast því að spreyta sig við erlent sund- fólk við íslenskar Stefán laugar og hérlent Stefánsson veðurfar. Þjóðverj- skrifar arnjr náðu samt tveimur mótsmet- um, í 400 metra skriðsundi karla á 4.12,10 og 200 metra flugsundi karla á 2.09,08 en íslendingarnir gáfu ekkert eftir og Eydís Kon- ráðsdóttir setti mótsmet í 100 metra baksundi á 1.08,11 og Magnús Konráðsson í 200 metra bringusundi á 2.26,51. Þessir tímar eru þó fjarri Islandsmetum. Veðurguðirnir sýndu á sér ýmsar hliðar því á sunnudag lék blíðan við laugargesti og Guðmundi Harðarsyni sundkappa varð á orði að það yrði að fresta mótinu því íslenskir keppendur væru ekki vanir svona góðum aðstæðum. Einhveijir gældu við þá hug- mynd að Magnúsi Konráðssyni tækist að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Atlanta en það gekk ekki eftir og fylgir hann því ekki Eydísi systur sinni, Elínu Sig- urðardóttur og Loga Jes Kristjáns- syni til Atlanta. ■ Úrslit / B10 Tvö heimsmet fatlaðra FATLAÐ sundfólk tók þátt í móti Ægis um helgina og féllu tvð heimsmet þegar Sigrún Huld Hrafnsdóttir sló eigið met í 200 metra bringusundi á 3.10,74 og í 800 metra skriðsundi sló Bára Bergniann Erlingsdóttir heimsmet Sigrúnar Huldar á 11.47,39. Að sögn Kristínar Guðmundsdóttir landsliðsþjálfara fatlaðra er mótið mikilvægur undirbúningur fyrir för liðsins á Ólympíuleika fatlaðra, sem haldnir verða í Atlanta um miðjan ágúst og húu hefði alveg eins átt von á heimsmetum frá sínu fólki. GOLF ívar með enn eitt vallarmetið ÍVAR Hauksson varð sigur- vegari í opna Mustad-mótinu, sem fór fram á Bakkakot- svelli. ívar setti glæsilegt vaU- armet, lék 36 holur á átta höggum undir pari, 132. Hann lék fyrri hringinn, par 70, á 65 höggum, og seinni hringinn á 67 höggum. Ivar hefur sett fjögur vallarmet á sl. tveimur árum, tvisvar í Garðabæ, þar sem hann lék völlinn á 69 höggum, einu undir, á Patreks- firði, þar sem hann lék á 65 höggum, fimm undir, og í Set- bergi, þar sem hann lék á 70 höggum, einu undir. ívar er einn högglengsti kylfingur landsins, upphafshögg hans eru þetta 280 til 300 metrar. Lengsta upphafshögg hans var 349 m - fór inn á flöt á par fjögur holu í Sandgerði, átt- undu braut. Þess má geta að ívar hefur tvisvar slegið í sum- ar inn á flöt í upphafshöggi á annarri bi’aut á golfvellinum í Hafnai-firði, brautin er 311 m. MorgunM&ðið/Knstinn KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Rúnar „aukaspymu- sérfræðingur“ Bæði íslendingaliðin, Örebro og Örgiyte, töpuðu leikjum sín- um í Allsvenskan um helgina. Ör- gryta lék úti gegn Trelleborg og varð að sætta sig Grétar við tap 3:2. Eftir að Eyþórsson Örgryta jafnaði skrifar leikinn 1:1 á 36. fráSviþjóð mínútu með marki Allbáck, gerði Trelleborg 2 mörk á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks. Örgryte tókst ekki að minnka mun- inn fyrr en á 84. mínútu er Rúnar Kristinsson gerði glæsimark beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Er þetta annað aukaspyrnumark Rúnars í röð og virðist hann vera að verða helsti aukaspyrnusérfræð- ingurinn í sænsku knattspyrnunni. Að auki er Rúnar markahæstur í Örgryta eftir 10 leiki með 4 mörk ásamt Allbáck og eru þeir báðir í hópi markahæstu manna deildar- innar. Þar leiðir þó Andreas Andr- esson hjá Gautaborg með 6 mörk. Rúnar fékk góða dóma fyrir sína frammistöðu og var m.a. útnefndur besti maður liðs síns af Arbeter. Örgryte er nú í 7. sæti um miðja deildina. Enn gengur flest á afturfótunum hjá Örebro. Liðið tapaði gegn brotnliði Degerfors á laugardag 1:0 og er þar með orðið eitt og yfirgef- ið á botninum. Hlynur og Sigurður léku, en Arnór var í leikbanni vegna söfnunaráráttu á gulum spjöldum. Sigurður þótti leika vel og talað um besta leik hans til þessa með Örebro, eða eins og blaðið Nerikes Allehanda sagði í fyrirsögn: Siggi ljus í mörkret (Siggi var ljósið í myrkrinu). Sigurður hafði sig mjög í frammi og átti m.a. skot yfir í fyrri hálfleik, auk þess sem hann fór nokkuð illa að ráði sínu er hann skaut beint á markvörð Degerfors úr ákjósanlegu færi í upphafi síð- ari hálfleiks. Fékk Sigurður góða dóma sænskra fjölmiðla. Örebro er nú á botni deildarinnar og ljóst að eitthvað er að, þegar lið með allan þennan mannskap er neðst eftir 10 umferðir. Blaðið Ne- rike Allehanda gengur svo langt að kalla þjálfara liðsins, Sven „Dala“ Dahlkvist, bleyðu fyrir að stilla upp leikaðferðinni 4-5-1 gegn neðsta lið- inu. Blaðið fer fram á að Dahlkvist segir starfi sínu lausu og bendir á að sækja megi krafta til Glenn Holm, fyrrum Örebroara sem ný- lega sagði upp sem þjálfari hjá Vástra Frölunda í Gautaborg. Er því ljóst að nokkuð er farið að volgna undir þjálfarasætinu. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.