Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 BLAÐ C ¦ EINS MAININS HUOMSVEIT/2 ¦ HNÍFURINN SIGGI/2 ¦ VARIR ÞYKK- AR OG ÞUNNAR/3 ¦ BANGSAR SEUAST DÝRT/3 ¦ SKILABOÐ AÐ HANPAN - FRAMHALDSLÍFIÐ/6 ¦ SKAPAÐ, SAUMAÐ OG SMIÐAÐ/8 ^b Uppáklædd á sína vísu BÖRN og unglingar viya oft klæða sig á allt annan hátt en foreldrum þeirra hugnast best. Sum eru vart farin að staulast um á tveimur óstöðugum þegar þau byrja að malda í móinn; vilja ekki hitt og ekki þetta og eru til hinna mestu vandræða hvað klæðaburð varðar. Önnur eru tiltölulega til friðs þar til á unglingsárunum þegar allt sem pabba og mömmu finnst smart og huggulegt er gersamlega von- laust í þeirra augum. Á miðopnunni má sjá hvernig fatasmekkur barna og unglinga getur gengið á skjön við skoðanir foreldranna. Vinsælir hárlitir táninga eru rauðir, bláir og grænir 5 SÍFELLT fleiri ungmenni sjást spóka sig um í bænum með skærgult, eldrautt eða jafnvel blátt, grænt eða fjólublátt hár. Yfir- leitt er klæðnaður þessara sömu unglinga ósköp hefðbundinn eða í samræmi við nýj- ustu tísku, þótt háraliturinn sé heldur óvenjulegur. Margir hverjir eru hins vegar ekki alveg eins djarfir hvað háralit varðar og láta sér nægja nokkra þykka hárlokka í grænum, fjólubláum eða einhverjum álíka óvanalegum háralitum. Blaðamaður Daglegs lífs ákvað að for- vitnast nánar um þessa sérstæðu hártísku og ræddi í því skyni við afgreiðslufólk og hárgreiðslukonur nokkurra hárgreiðslustofa í Reykjavík. Viðmælendum bar saman um að æ oftar kæmi það fyrir að viðskiptavinir hárgreiðslu- stofa vildu að hárið yrði litað í áberandi lit- um, eins og til dæmis grænum eða fjólublá- um. Einkum væri það eftirsótt hjá táning- um, aðallega stúlkum, en einnig strákum. Margir kæmu þó til þess eins að láta lita einn þykkan hárlokk í áberandi lit, sumir vildu tvo, fjóra eða fleiri litaða hárlokka, á meðan aðrir vildu láta lita allt hárið í græn- j um eða bláum lit, svo dæmi séu tekin. Ekki færu þó allir á hárgreiðslustofur, heldur væri eitthvað um það að unglingar lituðu á sér hárið sjálfir. Flestir viðmælendur blaðamanns sögðu líka að þessi óvenjulega hártíska væri ekki alveg ný af nálinni heldur hefði hennar gætt fyrst fyrir um ári. En þrátt fyrir það virtist hún vera vinsælli nú en oft áður. Nokkrar hárgreiðslukonur töldu að þessi hártíska væri angi af „pönktískunni" svo- kölluðu. Einnig sögðust þær verða varar við Morgunblaðið/Kristinn að með hækkandi sól og betri tíð létu margir lita á sér hárið og væru unglingarnir ófeimnari við að prófa eitthvað nýstárlegt, til dæmis eldrauðan hárlokk. ¦ Gildirtiliu. uli fJtó IDPOBD BiPfiiP (EÚÍSI 4tfst*keíéi - EiétfWti - 6r«ttásv«ri - Mús - Þwbrekki *s pr. stk. 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.