Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Skapað, saumað og smíðað í Listsmiðju Hins Hússins Einn þáttur í starfsemi Hins Hússins er Listsmiðjan þar sem ungt fólk hefur aðstöðu til margs konar handverka. Blaðamaður Morgunblaðsins ákvað að líta inn í stóran sal í Hafnarhúsinu þar sem Listsmiðjan er til húsa og kynnast nánar því sem þar fer fram. Ása Hauksdóttir, myndlistar- maður og annar leiðbeinandi List- smiðjunnar, gerði hlé á vinnu sinni, tók brosandi á móti blaðamanni og og sýndi honum salinn. Það fyrsta sem hún vakti athygli á voru þrjár stúlkur yst í sal Smiðj- unnar. Tvær stóðu við stórt tré- borð og teiknuðu og klipptu út hvíta pappahatta, en sú þriðja stóð hjá og lakkaði pöddubúninga. Ása upplýsti að stór þáttur í starfsemi Listsmiðjunnar, yfir sumartímann, fælist í hönnun og gerð leikbún- inga og leikmuna fyrir Götuleikhús Hins Hússins. Þar væri mikil áhersla lögð á endurnýtingu gam- alla hluta og því ingar," sagði hún ennfremur og bætti því við að fyrir þá sem hafa áhuga á að fá aðstöðu í Listsmiðj- unni væri vissara að panta tíma með ákveðnum fyrirvara. Starfsþjálfun í Listsmiðjunnl Talið barst aftur að starfsmönn- um Listsmiðjunnar og sagði Ása að níu manns væru í launuðu starfi hjá Smiðjunni og flestir væru þeir í svokölluðu starfsnámi Hins Húss- ins, en í það komast þeir einir sem hafa verið atvinnulausir í lengri tima. „Ástæðan fyrir því að við köllum þetta starfsnám er sú, að markmiðið er að þátttakendur læri eitthvað í vinnunni. Hlutverk mitt er því meðal annars að kenna þeim vönduð vinnubrögð, nýta sér upp- dráttartækni og ræða hugmyndir sínar í hópi fólks," sagði hún og bætti því við að starfsnám í List- smiðjunni hafi hingað til gefið mörgu ungu fólki tækifæri til að Morgunblaðið/Ásdís MUNIR Listsmiðjunnar eru til sólu í Hinu Húsinu. Starfsnám Hins Hússins Hitt Húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fólks á aldrinum 16-25 ára. Einn þátt- ur í fjölbreyttri starfsemi þess er svokallað starfsnám fyrir ungt fólk í atvinnuleit á aldrin- um 18-25 ára. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar eru 646 manns i þeim aldurshópi skráð- ir atvinnulausir á höfuðborgar- svæðinu um þessar mundir. Þeir sem eru á atvinnuleysis- skrá og hafa atvinnuleysis- bótarétt geta tekið þátt í um- ræddu starfsnámi, en það skiptist í fjölbreytt námskeið í fjórar vikur og nokkurra mán- aða starfsþjálfun á vinnumark- aðinum. Þátttakendur halda atvinnuleysisbótum á nám- skeiðunum en starfsþjálfunin er launuð sérstaklega. Mögulegt er að velja úr fjöl- mörgum störfum í starfsþjálf- uninni, meðal annars býðst vinna hjá mðrgum borgar- stofnunum, félögum og menn- ingarsamtökum, en einnig er hægt að fá vinnu við þá starf- semi sem fer fram á vegum Hins Hússins. Stefnt er að því að taka mið af áhugamálum þátttakenda við val á störfum þannig að hver fái vinnu við sitt hæfi. ¦ til sönnunar benti hún á að pöddubúning- arnir væru bún- ir til úr slöngum ónýtra hjól- barða. „Þessir búningar voru notaðir við 17. júní hátíðar- höldin og vöktu mikla athygli," sagði hún enn- fremur og beindi um leið athyglinni að ungri konu lengst til hægri í salnum. Sú var að móta silfur- . litaða pappa- grímu, sem einnig tilheyrði uppákomum Götuleikhúss- ins. Handan þils í öðru horni sal- arins mátti heyra hamarshögg og þegar betur var að gáð var þar ungur maður að smíða lítinn segl- bát úr tré. Starfseml Listsmiðjunnar Ása sagði að starfsemi List- smiðjunnar væri tvíþætt. Annars vegar gæfist ungu fólki í starfs- námi Hins Hússins tækifæri til að vera þar í starfsþjálfun í nokkra mánuði undir leiðsögn myndlistar- manna, en hins vegar væri aðstaða Listsmiðjunnar opin öllu ungu fólki sem hefði áhuga á að skapa, móta eða smíða. „Efnið sjálft er það eina sem fólk þarf að koma með, því öll áhöld eru á staðnum, eins og til dæmis logsuðutæki, bor, helstu handverkfæri^ og saumavélar," sagði Ása. „Á vetrum hafa fram- haldsskólanemar verið duglegir við að nýta sér þessa aðstöðu, til dæm- is við gerð búninga fyrir leiksýn- Morgunblaðið/Þorkell NOKKRIR starfsmenn Listsmiðjunnar. F.h: Ása Hauksdóttir, leiðbeinandi, Harpa Maria Hreinsdóttir, Ása Heiður Rúnarsdóttir og Karólína Markúsdóttir. KÁRI Þór Arnþórsson við smiðar. Morgunblaðið/Ásdís HÉR má sjá nokkra muni sem starfs- menn Listsmiðjunnar hafa búið til. meta stöðu sína í þjóðfélaginu og í framhaldi af því hjálpað því við að taka ákvarðanir um framtíðina. Ása sagði ennfremur að í List- smiðjunni ynnu starfsmennirnir að ýmsum tilfallandi verkefnum á vegum Hins Hússins en einnig gæfist þeim kostur á að útfæra og vinna að sínum eigin hugmynd- um tengdum handverki. „Þá förum við á listasýningar og söfn einu sinni í viku, en auk þess hafa krakkarnir fengið það verkefni að lesa sér til um einhvern íslenskan eða erlendan listamann og tala síð- # RQC IÁGMARKSOFNÆMI ENCIN ILMEFNI Starfsnámið eykur sjálfstraustið Harpa María Hreinsdóttir byrjaði í starfsnámi Hins IIússiii.s nú í vor. Fyrstu vikurnar var hún á ýmsuni nám- skeiðum en síðan hóf hún störf hjá List- smiðjunni. „Ég var búin að vera atvinnu- laus i eitt ár áður en ég byrjaði í starfs- náminu og finnst stórkostlegt að hafa fengið þetta tæki- færi," segir hún. „Það má segja að eftir að ég byijaði hafi ég fengið ákveð- Harpa María Hreinsdóttir inn styrk og þor, en maður verður hálf kraftlaus af því að vera atvinnulaus í lengri tíma," segir hún og heldur áfram: „I starfs- náminu er reynt að byggjauppsjálfs- traust fólks og lögð áhersla á að maður hugsi um það hvað maður haf i áhuga á að gera í framtíð- inni. Ég hef til dæm- is alltaf haft mikinn áhuga á listnámi og var mér bent á ýmsa leiðir til að læra slíkt. í framhaldi af því sótti ég um iðnhönnun í Iðnskólanum og vonast til að komast þar að næsta haust," segir hún. Harpa María segir ennfremur að starfið í Listsmiðjunni hafi nýst vel sem undirbúningur undir iðnhönnun. „Til dæmis var ég lát- in sauma fatnað í saumavél fyrsta daginn minn hér, en ég hafði aldr- ei áður unnið á slíku tæki, hvað þá látið mér detta í hug að ég gæti það. Nú finnst mér sauma- skapur hins vegar ekkert mál og gæti vel hugsað mér að sauma á mig einhverjar flíkur, eins og til dæmis buxur," segir hún að lok- um og tekur að nýju til við vinnu sína í Listsmiðjunni. ¦ an um hann fyrir framan hópinn," sagði hún. Ætia ad taka vanrækt svæði í f óstur Að sögn Ásu er ýmislegt á döf- inni hjá starfsmönnum Listsmiðj- unnar í sumar. „Til dæmis erum við að undirbúa þá hugmynd að taka „í fóstur" vanrækt svæði í Reykjavík og fékk það verkefni heitið „Vistgarðar". Verkefnið felst í því að taka í okkar umsjá svæði sem okkur finnast ljót og illa frágengin og snyrta þau svo um munar. Að sjálfsögðu mun það vera gert í samráði við viðkomandi íbúasamtök. Margar hugmyndir eru uppi um hvernig svæðin skuli tekin í gegn. Til dæmis væri hægt að mála veggi, smíða gervieplatré og búa til höggmyndir sem gerðu svæðin snyrtileg, en um leið skemmtilegri. Hugmyndin er jafn- frámt sú að þessi tiltekt kosti lítið sem ekkert og að endurnýttir verði þeir hlutir sem neysluþjóðfélagið hefur ekki lengur þörf fyrir, eins og til dæmis olíutunnur," sagði hún og nefndi einnig að allar ábending- ar almennings um illa hirt svæði væru vel þegnar. Að þeim orðum sögðum kvaddi hún blaðamann, því mörg og mikilvæg verkefni Listsmiðjunnar biðu þess að verða sinnt. ¦ Arna Schram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.