Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli LANDSLIÐSHÓPURINN í handknattleik, aftari röð frá vlnstri: Sigurður Bjarnason, Guðmundur Hrafnkelsson, Róbert Sighvats- son, Ólafur Stefánsson, Róbert Julian Duranona, Dagur Sigurðsson, Júlíus Jónasson, Geir Sveinsson, Patrekur Jóhannesson. Fremrl röö: Valgarð Thoroddsen, Valdimar Grímsson, Jason Ólafsson, Bjarnl Frostason, Slgtryggur Albertsson, Arnar Péturs- son, Björgvin BJörgvlnsson og Gústaf Bjarnason. íslenska handknattleikslandsliðið fagnaði tveimur sigrum á Svisslendingum í Sviss „ÉG er ánægður með að við náðum að leggja Svisslendinga tvisvar að velli. Það kom margt jákvætt fram í leikjum okkar og er ég harðánægður með loka- sprettinn í seinni leiknum, þar sem við skoruðum fimm síðustu mörk leiksins og náðum að tryggja okkur sigur, 26:27," sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari landsliðsins íhandknattieik. ís- land vann fyrri leikinn, á laugar- dag, 21:23. Varnarleikurinn var mjög góður hjá okkur undir lokin á seinni leiknum, þegar Svisslendingar voru yfir 26:22. Strákarnir sögðu þá lok, lok og læs! - skoruðu mörk eftir hraðaupphlaup og Guðmundur Hrafnkelsson náði að veija víta- spyrnu á þessum leikkafla. Það er gott að fagna tveimur sigrum á Svisslendingum, sem eru að und- irbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleik- unum í Atlanta. Við höfum verið saman í þrjár vikur og voru leikirnir gegn Sviss liður í undirbúningi okk- ar fyrir undankeppni heimsmeistara- keppninnar - við stefnum á að kom- ast í HM til Japans á næsta ári,“ sagði Þorbjörn, sem var ánægður með þátt Róberts Julian Duranona, Morgunblaðið/Golli ÞORBJÖRN Jensson, landsllðsþjálfari, og nýliðinn Róbert Julian Duranona. sem iék sína fyrstu leiki með ís- lenska landsliðinu. „Breiddin er meiri í landsliðshópnum, eftir að Duranona kom - hann styrkir liðið. Við söknuðum Patreks Jóhannesson- ar og Bjarka Sigurðssonar í leikjun- um gegn Sviss.“ Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði, var einnig ánægður með leikina gegn Sviss. „Svisslendingar eru erf- iðir heim að sækja og því eru sigr- arnir sætari. Þessi ferð kemur að góðu gagni. Duranona féll vel inn í leik okkar og styrkir liðið mikið, skoraði fjögur mörk í seinni leiknum. Þegar Patrekur er kominn í hópinn er landsliðið orðið mjög gott, reynsl- umikið,“ sagði Geir, sem var ánægð- ur með liðsheildina. „Við náðum að vinna mjög vel saman.“ Ólafur Stefánsson skoraði ellefu mörk í fyrri leiknum. „Mér gekk ágætlega að koma knettinum í net- ið, skoraði sjö af mörkunum úr víta- köstum. Það var liðsheildin sem réði ferðinni hér, leikmenn náðu mjög vel saman og það er mikill styrkur í Duranona," sagði Ólafur, sem held- ur til Þýskalands í 13. júlí ásamt Degi Sigurðssyni, þar sem þeir leika með Wuppertal. ■ Úrslit / B11 Skoruðu fimm síd- ustu mörkin í Sviss KORFUKNATTLEIKUR Stúlkumar með gull á Möltu Einn besti árangur kvennaliðsins frá upphafi Islenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik sigraði á smáþjóða- móti (Promotion Cup) sem lauk á Möitu um helgina. ísland vann Alb- aníu, sem hafnaði í öðru sæti, í loka- leik mótsins á sunnudag, 81:73. Þetta er í fyrsta sinn sem Islending- ar sigra á mótinu og er þetta einn besti árangur kvennaliðsins frá upphafi. Islensku stúlkumar tóku leikinn strax I sínar hendur og léku fyrri hálfleikinn sérlega vel og voru með 21 stigs forskot i leikhléi, 47:26. í síðari hálfleik léku þær af skynsemi og héldu öruggri forystu allan síð- ari hálfleikinn. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir var stigahæst með 21 stig, Erla Reynis- dóttir kom næst með 18, Anna María Sveinsdóttir 17, Helga Þor- valdsdóttir 12, Linda Stefánsdóttir 11 og Hanna Kjartansdóttir 2. A laugardag sigraði íslenska liðið Lúxemborg 59:55 og var þetta í fyrsta sinn sem ísland vinnur Lúx- emborg. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og staðan í hálfleik 30:27 fyrir ísland. Lokamínúturnar voru mjög spennandi og þegar ein og hálf mínúta var eftir var staðan 53:53. Eftir það tók íslenska liðið völdin og gerði sex stig á móti tveimur. Anna Dís var stigahæst í leiknum með 18 stig, Erla Reynisdóttir gerði 12, Linda Stefánsdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 10, Anna María Sveinsdóttir 7, Kristín Blöndal 1 og Hanna Kjartansdóttir 1 stig. Lokastaðan: 1. ísland 2. Albanía 3. Lúxemborg 4. Kýpur 5. Malta 6. Wales 7. Gíbraltar 8. Andorra 50. sigur Williams Renault BRETINN Damon Hill og Jaques Villeneuve á Williams Renault urðu I fyrsta og öðru sæti í franska kappakstrinum. Hill vann eftir að hafa náð forystu í byrjun í 305 km langri keppninni og náði hann 194,6 km meðalhraða í keppn- inni, en mest 302 km hraða. Heimsmeistarinn Michael Schumacher féll úr leik I fyrsta hring eftir olíuleka og vélarbilun. Benetton-öku- mennirnir Jean Alesi og Ger- hard Berger urðu í þriðja og fjórða sæti. Hill er nú með 63 stig í heimsmeistarakeppn- inni, en Villeneuve 38 þegar níu mótum af 17 er lokið. Villeneuve ók hraðasta hring keppninnar á 1.18.610 sek- úndum. íuémR FOI_K ■ NEFPLÁSTRARNIR sem sést hafa í Evrópumótinu í knattspyrnu eru nú líka notaðir í Formula 1. Ökumennirnir Barrichello, Panis og Brundle notuðu slíka plástra í franska kappakstrinum. Plástrarnir hafa örugglega náð að setja hraða- met, náðu 300 km hraða með aðstoð ökumannnana. ■ JAQUES Villenueve gjöreyði- lagði Williams keppnisbíl sinn í tíma- tökum. Þurfti að setja saman nýjat bíl fyrir hann og bíllinn sem skemmd- ist verður líklega iagaður og notaður sem sýningargripur. ■ / UPPHITUN fyrir keppni óku Micahel Schumacher, Mika Hakk- inen og David Coulthard allir útaf í sömu beygju með nokkurra mínútna millibili. Damon Hill ók annars staðr ar í veg fyrir Heinz Harald Frentz- en og framhjól brotnaði undan bíl þess síðarnefnda. Óvenjulegt er að óhöpp verði í lokaupphitun fyrir keppni. ■ SILVERSTONE kappaksturinn í Englandi er um miðjan júli og er þegar uppselt á keppnina. Velgegni Damon Hill á stóran þátt í góðri sölu aðgöngumiða, en talið er að á svörtum markaði fáist miðar fyrir 30-40.000 krónur á aðal keppnisdag- inn. ■ FERRARl átti ekki góðan dag. Eddie Irvine hætti keppni eftir fímm hringi með bilaðan gírkassa. Irinn ungi lenti í vandræðum í tímatökum og þurfti að byija aftastur í keppn- inni, en komst ekki langt, þó lengra en félagi hans Michael Schumac- her. ■ PEUGEOT vélin í bílum Barric- hello og Brundle er orðinn sú kraft- mesta i kappakstri. Gæti þetta leitt til þess að slagur verði um vélina á keppnistímabilinu 1998, því Renault hættir árið áður í kappakstri og Williams og Benetton vantar þá vélar í bíla sína. ■ VIÐAR Sigþórsson sem nýbyij- aður er að keppa í torfæru keppti í kartmótinu við Kringluna. Hann varð fjórði, en grindin í bíl hans var skökk og Viðar þurfti í sífellu að henda bílnum til hliðanna til að kom- ast gegnum beygjurnar. Hann kvað kartakstur skemmtilegan viðfangs, en hann kvaðst jafnframt bíða tor- færumótsins í Jósepsdal um næstu helgi með eftirvæntingu. ■ ÓLAFUR Guðmundsson forseti Landsambands Islenskra Aksturs- iþróttafélaga mundaði kvimynda- tökuvél atvinnumanna á kartkeppn- inni og sneri henni rétt allan tímann, þó hann væri óvanur. Hann kvað vélina þó í þyngra lagj, en hún er í eigu Qölmiðlafélags LÍA sem hefur framleitt Mótorsport sjónvarps- þættina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.