Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' DAGLEGT LÍF ÁSDÍS Jónsdóttir ákvað að taka vinn- una með sér út í góða veðrið. MARTEINN Sigurgeirsson segist helst fara í sund á góðviðrisdögum. SYSTURNAR Ásthildur, Kristín og Gyða Valtýsdætur og vinkona þeirra Jóna Elísabet Ottesen. MAGNÚS Guðmundsson og Finnur Atli Magnússon. HÉR MÁ sjá stöllumar, Tinnu Jökulsdóttur, Huldu Karen Guðmundsdótt- ur, Hrönn Baldvinsdóttur, Mörthu Haraldsdóttur og Stefaníu Marteinsdóttur. Sól og sumar í sundlaugunum Á EINUM óvenju heitum og sólríkum degi nú fyrir skömmu ákváðu ljósmyndari og blaðamaður Daglegs lífs að bregða sér í sundlaugarnar til að taka myndir og tala við fólk. Þetta var um hádegisbil og margt um manninn í laugunum; gamlir sem ungir, barnafjölskyld- ur, og dagvinnufólk sem hafði skotist í sund í matartím- anum. í Árbæjarlauginni ríkti sannkölluð sumarstemmning; margir nutu sólarinnar á sundlaugarbökkunum, en ofaní lauginni mátti sjá lítil böm við busl og leik ásamt foreldrum sínum. Ofaní einum potti laugarinnar lágu líka makindalega systurnar Ásthildur, Kristín og Gyða Valtýsdætur og vinkona þeirra Jóna Elísabet Ottesen. Þær upplýstu flissandi að þær færu oft í sund, sérstak- lega í góðu veðri og væru þær yfirleitt í um þrjá tíma í senn. Aðspurðar um góð ráð til sundlaugargesta sögðu þær að best væri að fara snemma dags í sund, því þá væru ekki eins margir. Flestir færu hins vegar í laugarnar seinni part dags. Skammt frá stöllunum fjórum mátti sjá lítinn gutta í bláum og gulum sundfötum leika sér við pabba sinn. Sá stutti Arnór Guðmundsson, sextán mánaða, var þar með foreldrum sínum Guðmundi Halldórssyni og Ag- nesi Þorleifsdóttur. Móðirin upplýsti að þau hefðu ákveðið að fara í sund í góða veðrinu. Þau færu oftast í Árbæjarlaugina því þar væri þægilegt að vera með lítil börn; góður barnapottur og rennibrautir. Lengra í burtu vöktu athygli tveir strákar, sem létu sig fljóta á tveimur stórum og skærlituðum kútum. Vinirnir Magnús Guðmundsson, 11 ára og Finnur Atli Magnússon, 10 ára voru vel útiteknir en neituðu því þó að þeir færu í sund til að fara í sólbað. „Nei, við förum bara til að leika okkur,“ sögðu þeir kampakátir og bættu því við að eitt af því skemmtilegasta, sem þeir gerðu í sundi, væri að fara í vatnsrennibrautina. Mikið var af fólki í heita pottinum við hliðina á. Þar voru meðal annarra vinkonurnar Tinna, Hulda Karen, Hrönn, Martha, og Stefanía, allar þrettán ára. Þær sögðust fara mjög oft í sund. „það er svo frískandi," sagði ein þeirra og nefndi einnig að yfirleitt færu þær margar saman og væri tilgangurinn yfirleitt að fara í körfubolta eða bara að „fíflast“. Vinkonurnar sögðu þó að stundum kæmi það fyrir að þær fengju sér smásund- spretti. Aðspurðar hvað þær ætluðu að gera á eftir sögðust þær þurfa að fara á fótboltaæfingu. Ljósmynd- ari og blaðamaður kvöddu vinkonumar og ákváðu að yfírgefa sumarstemmninguna í Árbæjarlauginni og heimsækja sundlaugargesti í Laugardalnum. Létt yfir fólki í Laugardalslauginni Margt var um manninn í Laugardalslauginni á hinum sólríka sumardegi. Ekki sást þó mikið af fólki ofaní lauginni sjálfri, heldur lágu flestir meðfram bökkum sundlaugarinnar og nutu sólarinnar. Margir niður- sokknir í bækur eða blöð, aðrir að tala við vini, en sumir hálfsofandi, en virtust þó ranka við sér öðru hvetju til að bera á sig sólkrem eða olíur. Á einum sólbekknum sat ung kona og las einkar merkilega bók ef marka mátti alvörugefinn svip hennar. Þegur betur var að gáð var unga konan, Ásdís Jónsdóttir mann- fræðinemi, að lesa rannsóknir um sjónvarpsáhorfend- ur. Ásdís sagðist hafa fengið styrk úr Nýsköpunar- sjóði námsmanna og væri að undirbúa rannsókn sína' á útvarpshlustun. „Það er ekki hægt að loka sig inni í svo góðu veðri og því ákvað ég að taka bókina með mér út í sólina,“ sagði hún og nefndi einnig að hún færi reglulega í laugarnar og synti að minnsta kosti fimm hundruð metra. Eftir það slakaði hún á í heitu pottunum og færi jafnvel í gufubað. Aðspurð um ráð til sólþyrstra sundgesta sagði hún að mikilvsægtj væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.