Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ “f DAGLEGT LIF StreitS og krabbamq Heiðdís Valdimarsdóttir er sálarónæmisfræðing- ur, sem starfar á einum virtasta krabbameins- spítala Bandaríkjanna, Sloan Kettering í New York. Hallfríður Þór- arinsdóttir ræddi við hana um áhrif streitu á ónæmiskerfíð og sitthvað fleira. Morgunblaðið/Golli HEIÐDÍS Valdimarsdóttir. Það eru gömul sannindi og ný að tengsl líkama og sálar eru náin. Á síðustu árum hefur áhugi almennings á slíkum tengslum farið ört vaxandi eins og sjá má á sívaxandi áhuga á alls konar hreyfingum þar sem markmiðið er að efla andlegum þroska, líkamlega vellíðan og heil- brigði. Þessi áhugi er líka sífellt að aukast innan hinna svokölluðu hörðu vísinda en þar til nýverið var tengslum líkama og sálar lítið sinnt og mörgum sér- fræðingum, einkum í læknastétt, fannst slíkt hin mesta bábilja. Núna viðurkenna flestir að sjúkdómar eins og magasár eru í beinum tengslum við lífsstíll og andlegt ástand. En hvað um aðra sjúkdóma? Er hugsanlegt að jafn ógnvekjandi sjúkdómur og krabba- mein geti verið í einhveijum tengslum við andlegt ásigkomulag? Heiðdís Valdimarsdóttir sálarónæmisfræðingur, sem er með doktorspróf í sálfræði og stundar rann- sóknir á bijóstakrabbameini, er sannfærð um að svo sé. Rannsóknirnar stundar hún á hinum virta krabba- meinsspítala, Sloan Kettering í New York borg, sem fengið hefur mörg verðlaun og World Report og US News völdu sem besta krabbameinsspítala innan Bandaríkjanna á síðasta ári. Úr pulsusjoppu á Akureyri í doktorsnám í Bandaríkjunum Vinnudagur Heiðdísar Valdimarsdóttur er oftast langur, en auk rannsóknarstarfanna ferðast hún um Bandaríkin og heldur fyrir- lestra. Hún er íslensk í húð og hár, fædd og uppalin á Akureyri. Foreldar hennar eru Jóhanna Tryggvadóttir verkakona, sem er búsett á Akureyri, og faðir hennar Valdimar Jónsson efnaverkfræðingur, sem lést á síð- asta ári. Á unglingsárunum fannst Heiðdísi að toppurinn á tilverunni hlyti að vera að fá að afgreiða pulsur og ís á Krókeyri, frægri lúgusjoppu þeirra Akureyringa. Hún lét drauminn rætast og fannst sjoppustarfið sjarmerandi og gaman að fylgjast með öllum sætu strákunum á rúntinum. En hugurinn stefndi út fyrir sjoppuna og út fyrir bæinn. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri lagðist Heiðdís í víking til Frakk- lands og annara Evrópulanda en kom svo aftur heim og innritaðist í Félagsvísindadeild Háskóla íslands í sálfræði og mannfræði og kíkti á heimspeki í leiðinni. Sálfræðibakter- íuna hafði hún fengið í MA, en þar var hún í hópi fyrstu nemenda í nýstofnaðri félags- fræðideild. „Áhugi minn á sálfræðinni var í byijun praktískur", segir Heiðdís. „Ég hafði áhuga á að vinna með fólki og langaði upprunalega til að verða þerapisti. Atferlisfræðin styðst við vísindalegar rannsóknir og Fólk sem á mjög erfitt verdur oft veikt. Allt hormóna- kerfið fer af stað þegar folk verður fyrir áfalli. Viðbrögð fólks við krabbameini og meðferð eru mjög mismun- andi. - „Sástu fyrir þér Freudískan bekk þig á kafí í sálgreiningu? „Já ég sá fyrir mér analýsuna og hélt virkilega að hægt væri að fara djúpt inn hugsanir og fínna eitthvað sem væri falið, gleymt og grafíð og ég gæti náð að kalla fram. En það breytist svo í Há- skóla íslands þegar ég kynnist atferlisstefnunni. Þeg- ar ég fór að kynnast sálgreiningunni fannst mér hún byggjast svo mikið á túlkun þerapistans. Viðfangsefn- ið segir eitthvað og þerapistinn túlkar það sem merki um eitthvað annað. Ég vildi vita hvernig eða á hvaða grunni slíkar túlkanir væru reistar. Atferiisfræðin gaf mér þennan grunn. Hún er vísindalegri og not- ast við rannsóknir, ekki endilega þar með sagt að allt sé rétt heldur átti þessi hugsun sem liggur þar til grundvallar miklu betur við mig. Hugsunin í atferl- isfræðinni byggist á allt annari aðferðafræði og hún styðst við vísindalegar rannsóknir. Ég hafna þó ekki sálgreiningarstefnunni, en vísindalegur hugsunar- háttur atferlisstefnunnar höfðar bára miklu meira til BA-námið var ég ekki einu sinni viss um að ég hefði einhvern gífurlegan áhuga á að fara í framhaldsnám. Hluti af skýring- unni var ævintýraþrá. Mig langaði að kom- ast í burtu, fara til útlanda og þetta var góð leið. Ég fékk heilmikla hvatningu bæði frá Magnúsi Kristinssyni og Jóni Torfa Jónass- syni. Þeir hvöttu okkur öll til að halda áfram. Eftir að BA-námi lýkur veit maður í raun og veru hvað það er mikið sem maður ekki veit. í BA-náminu lærði ég að sálfræðin er feikilega vítt svið og það skiptir öllu máli hvaða skóla maður sækir um í framhalds- nám, vegna þess að þeir eru fl’estir sérhæfð- ir á einhveiju tilteknu sviði. Ég sótti um þijá skóla hér í Bandaríkjunum og valdi skóla sem voru sterkir í atferlisfræði og komst inn í SUNY háskólann í Stony Brook á Long Island. Ég byijaði strax í doktorsnámi og tók Mastergráðu á leiðinni. Ég kom til Banda- ríkjanna árið 1981 og varð fyrir algeru sjokki. Hélt að skólinn væri mjög nálægt New York borg, mér sýndist það á landa- kortinu en áttaði mig svo fljótlega á því að Stony Brook er úti í „sveitaþorpi“ í tveggja tíma fjarlægð frá New York borg. Mér fannst fyrsta önnin mjög erfið. Allt var háð því að vera á bíl, enginn miðbær eða kjarni. Ég fór ekki heim fyrstu jólin mín vegna þess að ég var hrædd um að ég kæmi aldrei til baka. Ég vildi þó ekki gef- ast upp og tókst að sannfæra sjálfa mig um að ég þyrfti ekki að klára doktorinn, gæti bara lokið við masterinn. Þá væru þetta bara tvö ár, sem ég þyrfti að vera í burtu frá íslandi, en mér fannst ísland nátt- úrulega miðpunktur alheimsins" segir Heið- dís og hlær. „Ég gat ekki afborið hugsun- ina um doktorinn vegna þess að það þýddi allavega fimm til sjö ár. Ekki grunaði mig þá að ég yrði hér í fimmtán ár!“ Mikil streita veikir ónæmiskerfið En hvernig stóð á því að þú lagðir stund á svokallaða ónæmissálfræði? „Ég byijaði í svokallaðri klínískri sál- fræði, eða meðferðarsálfræði, sem felst í að aðstoða fólk sem farið hefur í meðferð. Á öðru ári í námi var ég með fólk í með- ferð, en að sjálfsögðu undir leiðsögn. Fyrstu tveir sjúklingar mínir höfðu verið sendir til sálfræðings vegna þess að þeir höfðu lent í miklum tilfinningalegum sársauka, misst ástvini og átt við ýmsa streituvaldandi örð- ugleika að stríða. Meðferðin fólst í að hjálpa þeim að vinna bug á sorginni. Fljótlega kom í ljós að þeir áttu við líkamleg vandamál að stríða; fengu oft höfðuðverk, kvef og annað. Á þessum tíma var leiðbeinandinn minn í Stony Brook, Arthur Stone, að rann- saka tengsl streitu og líkamlegs ásigkomu- lags. Það hefur lengi verið vitað að fólk sem á mjög erfitt verður oft veikt. Markmið rannsókna dr. Stone,var að varpa ljósi á þessi tengsl. Ég byijaði að vinna með dr. Stone að þessum rannsóknum, en þær voru tiltölulega einfaldar í upphafi. Til saman- burðar höfðum við tvo hópa. í öðrum hópn- um var fólk sem hafði lent í miklum erfíð- leikum á lífsleiðinni en hinn hópurinn hafði siglt nokkuð lygnan sjó. Við fylgdum hópun- um eftir í ár og mældum hversu oft fólkið varð veikt og fundum fylgni þar á milli.“ Hvernig skýrðuð þið þessa fylgni? „Fylgnin vakti upp spurningar um hvað það væri í raun veru sem gerðist? Hvers vegna veikist fólk, sem er undir álagi? mín. að - Ákvaðstu strax þegar þú varst í BA-námi fara í framhald? „Ég tók bara eina gráðu í einu. Þegar ég kláraði TIL skammst tíma hefur verið álit- ið að ónæmiskerfíð ynni alveg sér og tengdist ekkert miðtaugakerf- inu. „Nýlegar rannsóknir“ segir Heiðdís þó hafa sýnt að ónæmis- frumumar séu með nema gagnvart hormónum, sem líkaminn framleiðir til að bregðast við álagi. Rannsókn- ir hafí verið gerðar á rannsóknar- stofu þar sem hormónunum var blandað við blóðfrumur og þá hafí komið í ljós að þær áttu miklu erfið- ara með að skipta sér. „Sumsé, þessir hormónar veikja blóðfrum- urnar og þar með ónæmiskerfið. Þó ýmislegt í rannsóknum benti í þessa átt þá var það ekki fyrr en árið 1986 með samræmingu rann- sóknarniðurstaðna að _ heildstæð kenning var sett fram. Ég og dokt- or Stone byijum á rannsóknum okkar á sama tíma og margir aðrir og erum í hópi brautryðjenda. Kenningin er sú að mikið álag auki sérstaklega þessa hormónafram- leiðslu og hormónarnir geti veikt ónæmiskerfið. Samspll mlðtaugakerfls, hella og ónœmlskerfis Núna er heilmikið vitað um sam- spil milli miðtaugakerfís eða heila , og ónæmiskerfís. Þessi tvö kerfi geta haft gagnkvæm áhrif á hvort annað. Þannig getum við sagt að hugurinn hafi áhrif á hormónakerf- ið og það síðan á ónæmiskerfið. Þetta er allt innbyrðis tengt. Það er einmitt þetta samspil sem hefur heillað mig mjög mikið. í doktors- námi mínu kannaði ég hvort and- legt eða tilfinningalegt stress væri ástæða veikinda eða hvort það væru allir hinir þættirnir. Þegar við erum undir miklu álagi er okkur hættara við að borða minna, sofa minna, drekka meira kaffi og reykja meira. Allir þessir þættir geta líka haft áhrif á ónæmiskerfið. Til að kanna betur hvernig andlegt álag hefur -i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.